Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1975 17 Hásætisræða drottningar: Óánægja Skota og Walesbúa með seina- gang ríkisstjómarmnar London 19. nóv. ISiTB. Reuter. SKOZKIR og velskir þingmenn í Neöri deild brezka þingsins létu I Ijós mikla óánægju með <mis áform brezku stjórnarinnar á næsta þingi, en Elizabeth Breta- drottning flutti hásætisræðu sfna í dag og kynnti þar stefnu stjórn- ar Wilsons forsætisráðherra. Drottningin tilkynnti að lögð yrðu fram frumvörp þar sem gert er ráð fyrir að á stofn yrðu sett kjörin þing fyrir Skotland og Wales. Þjóðernissinnar frá þess- um löndum töldu að orðalagið í ræðunni benti til þess að ríkis- stjórnin hygðist fara mun hægar í að taka málin til meðferðar en búizt hafði verið við fyrir fram. Skozki full- trúinn David Steel stað- hæfði í dag að allt benti til að lítið yrði aðhafzt í þessum mál- um ef marka mætti það sem fram hefði komið í ræðunni. Fulltrúi Verkamanna- flokksins f _ . „ . skot. Bretadrottning landi, Bob Mellish, neitaði því að ríkisstjórnin ætlaði sér að draga málið á langinn, en lagði áherzlu á að nauðsynlegt væri að kveða skýrar á um ýmis atriði til að þetta frumvarp gæti taiizt raun- hæft. Það er mál manna að þessar breytingar verði hinar mikil- vægustu af pólitískri gerð í brezkri sögu. I næstu viku mun ríkisstjórnin birta hvíta bók um málið. Ætlunin er að héraðsþing- in fái mjög víðtækt vald, en rikis- stjórnin f London á þó enn að hafa úrslitavaldið. Mjög mikill æsingur greip um sig meðal þing- manna frá Skotlandi eftir ræðu drottningar, en einn þeirra hafði þá gengið út eftir að hafa gefið yfirlýsingu um að þetta væri svivirða meiri en hann gæti hlýtt á. í sambandi við flutning hásætisræðu drottningar voru gerðar gífurlega miklar öryggis- ráðstafanir, þar sem óttazt var að IRA-menn létu að sér kveða. Allt fór þó fram með spekt. AP-mynd LEIÐTOGAFUNDURINN — Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, Ford, Bandaríkjaforseti, Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, og Helmut Schmidt kanzlari Vestur-Þýzkalands, spjalla saman á leiðtogafundinum sem er nýlokið í París. Æ 4w Kanada og Noregur semiaum 200 mílur FRETTIR St. Johns, Nýfundnalandi 19. nóvember — Reuter RlKISSTJÓRNIR Kanada og Noregs muiui innan fárra vikna Alvarleg átök milli Thailands og Laos undirrita samning sem fela mun f sér viðurkenningu Norðmanna á 200 mflna fiskveiðilögsögu undan Kanadaströnd, að þvf er fiskimálaráðherra Kanada, Romeo Leblanc, sagði í gær á blaðamannafundi. Undirritunin mun eiga sér stað í Ottawa og sams konar viðræður munu hefjast f febrúar um samkomulag við Sovétríkin. En L.J. Legault, aðalfulltrúi Kanada á hafréttar- ráðstefnunni, sagði blaða- mönnum, að tillaga Kanada- manna til Sovétmanna snevddi vfsvitandi hjá þvf að minnast á 200 mílna mörkin. Leblanc sagði að einnig væru ráðgerðar við- ræður við Bandarfkin, Spán, Portúgal og Pólland. Leblanc itrekaði að Kanada hefði á valdi sínu að lýsa yfir einhliða útfærslu og héldi þeim möguleika opnum á meðan beðið væri eftir úrslitum fundar haf- Framhald á bls. 20 Bangkok 19. nóvember —AP HERFLUGVÉLAR Thailands- stjórnar gerðu I dag árásir á her- stöðvar f Laos og skiptzt var á skotum yfir landamæri landanna tveggja, að þvf er embættismenn f Bangkok sögðu. Chatichai Choon- haven, utanrfkisráðherra Thailands, ásakaði f dag „þriðja landið" — og virtist þar eiga við Norður-Vfetnam — um að ýta Laos út f átök við Thailand í gær og fyrradag. Laos hefur ásakað Thailand um beina árás á yfir- ráðasvæði sitt. Bardagarnir voru þeir alvarlegustu sem orðið hafa milli grannríkjanna, en Laos hef- ur sem kunnugt er komizt undir stjórn Pathet Lao, sem styður kommúnista og er sjálf studd af Norður-Vfetnam. Einn sjóliði beið bana í átökun- um og allmargir særðust af hálfu Thailendinga. Ekki var vitað um mannfall Laosmanna. Utanríkis- ráðherra sagði að Thailandsstjórn ætlaði að leggja til að haldinn yrði sáttafundur háttsettra manna beggja ríkisstjórna til að koma í veg fyrir frekari átök. PEN-samtökin: Vilja bættan hag tékkneskra höfunda Vínarborg 19. nóv. Reuter. ALÞJÓÐLEGUR fundur PEN- klúbbsins f Vfnarborg sendi f dag frá sér áskorun, þar sem hvatt er Rússar skófla upp afla á öllum miðum og eiga langstærsta fiskiskipaflotann Eftiriarandi grein um fisk- veiðar Rússa eftir Vernon Armstrong birtist í brezka blaðinu Daily Express 5. nóvember s.l.: Millifyrirsagnir eru greinarhöfundar: Um þessar mundir láta Rússar æ meira að sér kveða á fiskimiðum víða um heimshöfin. Heita má, að nú sé fiskveiðifloti þeirra alls staðar, og nýlega hafa þeir sett tvær „slipp- stöðvar" niður I Norður- íshafinu til að sjá um við- gerðir togara, auk þess sem þeir eru með risastórt verk- smiðjuskip á Suður- Atlantshafi. en I því eru 14 litlir togarar, sem settir eru um borð ! verksmiðju- togarann með lyftibúnaði. Um þessar mundir eru Rússar með tvö þúsund tonna verksmiðjuskip og eru skipin þannig útbúin að skipsskrokkarnir eru tveir með þilfari á milli. Þá eru þeir að láta smlða fyrir sig flota stórra tankskipa I Finnlandi, en þeim er ætlað að sjá fiskiflotanum fyrir birgðum. Ógnun Rússar eiga 643 togara, sem eru yfir 2000 tonn, en aðrir eiga samanlagt aðeins 259 togara. Þessi risafloti Rússa skóflar upp afla á miðunum og felur ! sér mikla hættu fyrir fiskstofna um allan heim. Þessi ógnun Rússa gerir deiluna við jslendinga að minniháttar pexi, en Kana damenn hafa nýlega sett löndunarbann á Rússa vegna stöðugs missættis vegna þess að þeir hafa farið yfir leyfilegan veiði- kvóta. Þrátt fyrir mótmæli brezkra sjómanna hefur 200 skipa floti göslazt um sildarsvæðin i Norðursjó og markrilmiðin úti af suð- vestur Englandi. „Þeir gera gifurlegan usla i fiskistofnunum um allt," sagði talsmaður brezkra togaraeigenda i Hull við mig i gær, og bætti við: „Nema hinir komi sér saman um lausn á deilum um fiskveiðilögsögu, þá heyrir fiskiðnaðurinn i heiminum brátt sögunni til." Enda þótt ekki sé tekið tillit til annarra fiskiskipa i flota Rússa en þeirra minnstu, þá eiga þeir samt sem áður þriðjung fiski- skipaflota heims með tilliti til tonnatölu og gera út 1 22 af þeim 391 verksmiðju- skipi i heiminum, sem er yfir 10000 tonn að stærð. Togarar Rússa koma mjög sjaldan i höfn. Þeir eru nú aðallega á Mið- og Suður-Atlantshafi, við Afriku, Austurlönd fjær, á Indlandshafi og ishöfunum. í íshöfunum nota þeir innrauðan geislaútbúnað i þvi skyni að hafa áhrif á veðuriarið. Tvö tveggja skrokka skip, Experiment 1 og 2. eru í reynsluferðum og Vostok IV, risamóður- skip með 14 smátogara. sem framleiðir ótrúlegustu hluti, þar á meðal þaramjöl og fiskúrgangsmjöl, er að fara i sex mánaða úthald frá heimahöfninni við Eystra- salt. Skipasmiðastöðvar i Austur Þýzkalandí eru nú með i smiðum tvær nýjar tegundir af togurum, sem verða allt að 4.500 tonn að stærð, og geta veitt frá báðum borðum samtimis. Rússar veiða við að- stæður, sem eru efnahags- lega óhagkvæmar, eða eins og talsmaður brezkra togaraeigenda sagði: „Þeir hafa orðið fyrir gifurlegu efnahagstjóni við að ryðjast í gegnum heimsskautsisinn — þetta er til dæmis slikt tjón, að brezk tryggingafyr- irtæki mundu aldrei taka i mál að bæta það." Efnahags- sjónarmiðið „Á sama tima og aðrar þjóðir hafa lagt niður fisk- veiðar á Vestur-Atlantshafi vegna mikils eldsneytis- kostnaðar og atlarýrnunar, þá virðist þeim enn vera kleyft að stunda veiðar á þessum miðum. Þeir virðast láta sig engu skipta hina efnahagslegu hlið fisk- veiða, né heldur fiskveiði- kvóta eða möskvastærð. Þeir leggja bara allt kapp á að hrifsa til sin allt, sem þeir geta og gefa fjandann sjálfan i framtiðina." Norðmenn skýrðu nýlega frá þvi, að rússneskir togarar hefðu þverbrotið alþjóðlegar reglur um möskvastærð. Norðmenn hafa uppgötvað að Rússar eru með sérstakan tækjaút- búnað til að sökkva ólög- legum veiðaútbúnaði um leið og þeir verða varir við einhverja óvelkomna sjón- arvotta," segir talsmaður togaraeigendanna. „Sú staðreynd, að svona tækjabúnaður kostar milli 5 og 6 þúsund sterlingspund sýnir, að opinberir aðilar, sem reka fiskiðnaðinn hafa fullkomlega ráð á örlæti þegar útgerðarkostnaður er annars vegar." Röksemdirnar Togaraeigandi nokkur hefur látið svo um mælt: „Ef við færum lögsögu okkar út i 200 milur þá verða Rússar útilokaðir frá veiðum á mikilvægum miðum, þannig að það væri rökrétt fyrir þá að leggjast á móti 200 milna reglunni. Samt sem áður er hugsan- legt. að þeir sjái sér hag i þvi að fallast á 200 milur til að ná hagkvæmum samningum á öðrum sviðum. Alla vega er auðsætt, að Rússar virðast ekki ætla að virða reglur um fiskveiði- kvóta eða aðra samninga. Þeir eiga engin hefðbundin fiskimið, en rusla hins vegar upp öllu sem þeir geta, hvar sem er, og þeir þuria ekki að hugsa um að útgerðin borgi sig." til ad hætt verði að hrjá og of- sækja rithöfunda í Tékkóslóvakfu og stuðningur var látinn í Ijós við baráttu menntamanna þar og störf þeirra. Þessi yfirlýsing var send út að loknum mjög stormasömum um- ræðum f framkvæmdanefnd sam- takanna og tillöguna báru fram tveir tékkneskir rithöfundar, sem eru i útlegð, þeir Pavel Tigrid og Gabriel Laub. Tillagan var sfðan samþykkt með nítján atkvæðum gegn níu og fimm sátu hjá. Þrir andófsrithöfundar sendu boð til fundarins frá Prag, þar sem þeir hörmuðu að haf'a ekki getað/sótt fundinn, þó að þeim hefði verið boðið. Þeir eru Vaclav Havel, Pav- el Kohout og Ludvik Vaculik, allt þekktir höfundar frá því í „vor- þíðunni" 1968 en þeir hafa siðan átt i vök að verjast og sætt ýmsum ofsóknum af stjórnvalda hálfu. Ekki tókst tékknesku rithöf- undunum að fá PEN-klúbbsmenn til að samþykkja tillögu þess efnis Framhald á bls. 20 r Utnefning Rums- felds staðfest WashinKton, 18. nóv. Reuter. ÖLDUNGADEILDIN bandarfska staðfesti f kvöld skipun Donalds Rumsfelds f embætti varnarmála- ráðherra Bandarfkjanna, en Rumsfeid tekur við þvf af James Schlesinger. Honum var vfsað úr starfi fyrir þremur vikum. Rumsfeld hefur verið starfs- mannastjóri Fords Bandarikjafor- seta siðustu fimmtán mánuði. Hann gogndi áður starfi sendi- herra Bandarikjanna hjá Atlants- hafsbandalaginu. Níutíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði með útnefningu Rumsfelds en tveir voru á móti. Búizt er við að Rumsfeld muni ekki vikja i neinum meginatrið- um frá þeirri varnarmálastefnu sem Schlesinger hefur fylgt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.