Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NOVEMBER 1975 35 Mikið handapat. Páll Björgvinsson fórnar höndum, og fagnar Stefáni Halldórssvni sem innsiglaði sigur Vfkinga I leiknum f fyrrakvöld. Gunnlaugur Hjálmarsson dómari dæmir markið gilt, en Karl Benedikts- son þjálfari Vfkinga bendir sínum mönnum á að sofna ekki á verðinum. VÍKHVGStSIGUR 17:15 Á ELLEFTll STLNDl! GEGN LIDI GRÓTTU Islandsmeistarar Vfkings lentu f hinum mestu erfiðleikum f fyrrakvöld í leik sfnum við Sel- tjarnarnesliðið Gróttu f 1. deildar keppni lslandsmótsins í hand- knattleik. Sigur vannst ekki fvrr en á síðustu stundu og naumari gat hann varla verið, 17—15. Veganesti Vfkinga f Gummers- bach-leikinn á laugardaginn er því ekki sérlega gott, en að óreyndu verður ekki öðru trúað en að Víkingar hristi af sér þann doða sem nú er yfir liðinu f þeim leik, og baráttan, sem löngum hefur verið aðalstyrkur liðsins ráði aftur ferðinni. Sannleikur- inn er sá að Vfkingar gengu til Gróttuleiksins með hangandi hendi, og á þvf höfðu þeir alls ekki efni, þar sem Gróttuliðið sýndi nú einn sinn bezta leik f vetur, og leíkmenn liðsins voru greinilega ákveðnir f þvf að láta ekki sinn hlut f þessum leik fyrr en f fulla hncfana. Vörn Víkingsliðsins var slakari hluti þess i leiknum, og náðu Gróttumenn vel að notfæra sér það. Þannig skoraði t.d. Atli Þór Héðinsson sex mörk úr horninu f þessum leik, og komu flest á svipaðan eða sama hátt. Ógnað var á bakvörðinn hjá Vikingum og kom þá hornamaðurinn til hjáipar og þegar Atli fékk svo sendingu hafði hann gott rými til þess að fara inn. Við þessar varnarraunir Vikinga bættist svo að markvarzlan var nokkuð glopp- ótt. öðru hverju varði Sigurgeir, sem var inná meginhluta leiksins, með ágætum, en missti síðan framhjá sér skot sem hann hefði átt að ráða við, og þá sérstaklega hornaskotin. Annars er það aug- ljóst að Sigurgeir gengur enn ekki heill til skógar eftir meiðsli þau sem hann hlaut í útimótinu í sumar og skortir þá snerpu í hreyfingar sínar sem gerðu hann að afbragðsmarkverði f íslands- mótinu í fyrra. Sóknarleikur Víkinga var líka um of einhæfur f þessum leik — ógnanirnar oftast hinar sömu, og við þeim kunnu Gróttumenn svör fyrirfram. Víkingsliðið virðist FIF vann DANSKA liðið FIF sigraði Sporting Lisabon f fyrri leik liðanna í Evrópu- bikarkeppni bikarhafa f handknatt- leik, sem fram fór f Danmörku um sfðustu helgi með 25 mörkum gegn 14, þannig að FIF ætti að teljast öruggt f aðra umferð keppninnar. Höfðu Danirnir yfirburði í leiknum frá upphafi til enda, og það eins sem kom í veg fyrir enn stærri sigur þeirra var frábær markvarzla Carlos Silva f marki Portúgalanna. Mark- hæstir f liði FIF voru Iver Grunnet með 7 mörk og Johnny Göling og Erik Mygind með 4 hvor, en mark- hæstur leikmanna Sporting Lissabon var Luis Sacadura með 3 mörk. Harðir í born að (aka GUMMERSBACH — liðiö sem leikur við Víkinga f Laugar- dalshöllinni á laugardaginn, er líka þekkt fyrir annað en að ná mjög góðum árangri f leikjum sfnum. Löngum hefur sá orð- stfr fvlgt Gummersbach að það leiki harðari handknattlcik en flest önnur lið, og þeirri hlið á þessu fræga liði fengu fslenzkir handknattleiksmenn rækilega að kvnnast f þau skipti sem liðið hefur komið hingað í heimsókn. t Ieik Valsmanna og Gummersbach í Evrópukeppn- inni 1973 var stundum um hrein áflög að ræða milli leik- manna þegar leikið var í Laugardalshöllinni, en hins vegar var leikurinn vtra miklu prúðmannlegri, enda dæmdur af frábærum dómurum — þeim er dæmdu úrslitaleikinn f Olvmpfuleikunum 1972. Minn- ist undirritaður þess ekki að hafa séð jafngóða dómgæzlu f jafn erfiðum leik, fvrr né sfðar. Um þverbak kevrði f auka- leik Gummersbach hér 1973, er liðið mætti Reykjavfkurúrvali, en þá gengu einstakir leik- menn liðsins hreinlega berserksgang, og réðust t.d. á annan dómara leiksins og slógu til hans og spörkuðu að leiks- lokum, enda hafði Gummers- bach tapað þeim leik — nokkuð sem ekki kemur oft fyrir þá. I umsögnum blaða frá þcssum tíma má m.a. lesa eftirfarandi: „Ódrengilegri fþróttamenn en leikmenn þýzka liðsins Gummersbach hafa tæpast sótt okkur Islendinga heim fvrr, og erum við þó ýmsu vanir.“ „Greinilegt er, að kúnstina að kunna að tapa hafa þeir Gummersbachmenn aldrei numið. Var engu Ifkara en sum- ir leikmanna liðsins væru rétt sloppnir út úr mvrkviði frum- skóga í fyrsta sinn.“ Þá var og sagt f blaðaumsögn- um að hinn frægi leikmaður Gummersbach, Hansi Schmidt, ætti örugglega góða möguleika f hnefaleikahringnum, ef hann legði þá fþrótt fvrir sig. Ef að Ifkum lætur verða mikil átök f leiknum á laugar- daginn, og Vfkingar eru ákveðnir f að gefa ekki sinn hlut eftir baráttulaust. Yfir- leitt hafa fslenzkir handknatt- leiksmenn fengið orð fvrir að vera harðir f horn að taka, en mikið má vera ef þeir hafa bet- ur f átökum sem leikurinn bfður vafalaust uppá. Vafalaust ræður það gífurlega miklu hvernig dómgæzlan verður I leiknum, en dómararnir koma hingað frá Noregi. Er vonandi að þeim takist að halda leikn- um sæmilega niðri þannig að ekki komi til átaka, en að því stefnir Gummersbach sjálfsagt það er hreinlega liður í „taktik" þeirra að æsa andstæð- inginn upp og koma honum úr jafnvægi þannig. — stjl. Frægasti handknattleiksmaður f heimi? Hansi Schmidt. Skot- harka hans þykir með ólfkindum, en Schmidt er einnig frægur fyrir hörku sfna, og beitir henni óspart gegn andstæðingunum. Væntanlega fá Vfkingarnir „meðhöndlun" hjá honum á laugar- daginn. enn ekki hafa áttað sig á því að það skortir þann mann sem getur rekið endahnútinn á sóknir þeirra, eins og Einar Magnússon gerði í fyrra. En þvi verður ekki á móti mælt að Víkingar hafa á hinn bóginn nokkuð fram yfir önnur islenzk lið, þegar því tekst vel upp. Það lætur knöttin ganga vel og er á mikilli hreyfingu. Gallinn er bara sá, eins og er, að ekki kemur nógu mikið út úr öllum hlaupunum. Eftir þennan leik má ijóst vera að ekkert 1. deildar liðanna hefur efni á þvi að vanmeta Gróttuliðið. Með þeirri baráttugleði sem var í fyrirrúmi hjá liðinu í þessum leik, getur það unnið hvaða fyrstu deildar lið sem er. En Gróttu- menn hafa átt mjög misjafna leiki að undanförnu og á því eru engin tvfmæli að eins og er þá getur hvort tveggja gerst að liðið vinni beztu liðin i déildinni og að það tapi fyrir þeim slökustu. Gróttu- menn verða að hafa jafngaman af öllum leikjum sínum til þess að árangur liðsins verði umtals- verður. Það sem var Gróttuliðinu meginstýrkur í þessum leik var ágæt frammistaða nokkurra ein- staklinga í liðinu. Þannig átti Árni Indriðason nú einn sinn allra bezta leik í vetur, og barðist eins og ljón í vörninni leikinn út. Og þegar þessi gálinn er á Árna þá er hann jafnoki tveggja meðal- manna í vörn. 1 sóknarleiknum var Björn Pétursson hættulegur, og var mesta furða að Vfkingar skyldu ekki reyna að stöðva hann framar en raun bar vitni. Ekki má heldur gleyma frammistöðu markvarðarins í leiknum, Guð- mundar Ingimundarsonar, sem hvað eftir annað stóð sig mjög vel. Að venju var Páll Björgvinsson bezti maður Víkingsliðsins og hef- ur hann áberandi meiri yfirvegun en félagar hans. Viggó Sigurðsson skoraði stórkostlega falleg mörk í leiknum, og má mikið vera ef það væri ekki sterkur leikur hjá Vfk- ingum að reyna að spila hann meira uppi, þ.e. reyna að „blokkera" ákveðnar fyrir hann, en í þessum leik voru þeir sem áttu að aðstoða hann oft of seinir að stöðva varnarmanninn, þannig að ekki náðist út það sem ætlunin var að gera. — Stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.