Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 19 og as^a X Franska skáldið Saint-John Perse lést fyrir nokkru. Réttu nafni hét hann Alexis Saint- Léger og var fæddur í Vestur- Indium 1887. Hann fluttist ungur til Frakklands, lauk prófi í lögfræði og stjórnvísind- um og hóf eftir það störf i frönsku utanríkisþjónustunni. Hann náði miklum frama í utanríkisþjónustunni, var m.a. sendiráðsritari i Peking 1916—21. Honum var boðin sendiherrastaða í Washington 1940, en hafnaði því boði og kaus að flýja til Bandaríkjanna. Vichystjórnin svipti hann borgararéttindum og gerði eigur hans upptækar. Fyrsta bók Perse var Eloges (Lofgerðir 1911), næst kom Anabase (Austurför 1924). Eftir það komu engin verk eftir Perse út fyrr en Exil (Útlegð 1944). Kunnasta verk hans er Vents (Vindar 1946); þar er %.. talið að skáldskapur hans rfsi einna hæst, en erfitt er að gera upp á milli bóka hans. Síðustu bækurnar Amers (Vitar 1957) qg Chronique (Króníka 1959) eru einnig frábær verk. Perse naut þess að afburðaþýðendur þýddu verk hans: T. S. Eliot á ensku, Erik Lindegren á sænsku. Hann fékk Nóbelsverð- launin 1960. A hátindi frægðar- innar dró Perse sig í hlé til Húss við ströndina í Provence. Hann birti aðeins fáein Ijóð í tímaritum siðustu árin. Heildarútgáfa á verkum hans var gefin út í Pleiadebóka- flokknum 1972, en sá heiður hlotnast fáum skáldum fyrr en að þeim látnum. Ljóð Perse eru upphafin og hátíðleg. Hann yrkir yfirleitt ekki stutt ljóð, heldur langa bálka. íslenskur þýðandi hans, Jón Óskar, talar um „kviður í mörgum köflum, þar sem viða gætir mælskustíls, biblíustíls og endurtekninga, sem magna ljóðið undarlegum seiði". Um Austurför segir Jón Óskar, að hún fjalli „ekki um neinn ákveðinn leiðangur, engan ákveðinn landvinningamann, ekkert ákveðið tímabil, heldur nlá segja að hún fjalli um eirðarlausa leit mannsins, er hyggur sífellt á nýja landvinn- inga, nýja sigra, leggur aftur og aftur út á nýjar og óþekktar auðnir i eilífum straumi timans". I Austurför, sem eins ög önn- ur ljóð Perse er ákaflega mælskt, svimandi i orðaflóði sínu, líkingum og hljómi, er sagt að spurnir hafi borist af skáldinu: „Hann hefur enn kveðið eitthvað mjög ljúft. Og einhverjir höfðu af því kynni.. ." í Vindum aftur á móti gegnir skáldið veigamiklu hlutverki. I þessum volduga óði, sem hefur herst í eldi stríðsins, syngur ekki skáldið aðeins um gott og illt, vegsamar ekki einungis margbreytileik h'fsins, andstæðurnar, sem ljóðið sprettur úr, heldur beinir hann sjónum að manninum og fulltrúa hans skáldinu: En það er um manninn að tefla! Og hvonær verður um sjálfan manninn fjailað? — Mun einhver jaroarbúi upphef ja rausl sína? Þvf það er um manninn að ræða, í mann- legri hérvist sinni; og um víkkun sjónarinnar á dýpstu innhöfum. Fljfitt, fljótt! vitni með manninum! (I'.vðiHK: .lón Óskar) „Skáldið kveðji sér hljóðs og stjórni dóminum", stendur á öðrum stað i Vindum. Þessi trú á gildi skáldskaparins, mikil- vægi skáldsins er hvergi orðuð jafnskýrt og i Vindum. En það er í sjálfu ljóðinu, skáldskap, ^^STIKUR Saint-John Perse Pier Paolo Pasolini sem ekki er boðun, heldur túlk- un lffs okkar, sigra og ósigra, vona og vonleysis, að skáldið færir okkur þessa trú. Ljóð Saint-John Perse eru lærð. Þau vitna um yfirgrips- mikla þekkingu, eru söguleg í lýsingum sínum á fortið og nútið. Flest þeirra eru tormelt, krefjast þolinmæði af Iesandanum. Sama gildir um skáldskap flestra skálda, sem mótast hafa af súrrealisma eins og birtist í verkum þeirra Arthurs Rimbaud og Comte de Lautréamont, hinna miklu brautryðjenda nítjándu aldar. Það er enginn vafi að prósaljóð þessara skálda hafa haft mikil áhrif á Perse. Einnig má nefna Paul Claudel, en þeir Perse voru góðir vinir. Það er eitt- hvað tilbeiðslukennt I ljóðum þessara beggja skálda. Líkt og Perse var Claudel einnig i utan- rikisþjónustunni. Saint-John Perse lifði það að verða klassiskt skáld. Hann gat fylgst með því, sem var að ger- ast i nútímaskáldskap, úr nokk- urri fjarlægð. Sá módernismi, nýsköpun, sem einkenndi verk hans þegar þau komu út, var orðin bókmenntaleg staðreynd, sem allir litu með velþóknun. Það var skiljanlegt að þögnin yrði helsta athvarf hans. Það gustaði svo sannarlega um Pier Paolo Pasolini. Morð hans var eins og óhugnanlegur þáttur i kvikmynd eftir hann sjálfan. Pasolini var þekktastur fyrir kvikmyndir sínar, að minnsta kosti utan ítalíu. En það var ekki sist Ijóðskáldið, skáldsagnahöfundurinn og gagnrýnandinn Pasolini, sem var kunnur heima fyrir. Hann Framhald á bls. 21 Mannleg heimild Hiltgunt Zassenhaus: MENN OG MÚRAR. ? Saga þýzkrar stúlku, sem ávann sér heitið engill fanganna. [ ] Tómas Guð- mundsson íslenzkaði. Q Al- menna bókafélagið 1975. í Nokkrum formálsorðum Manna og múra kemst þýð- andinn Tómas Guðmunds- son svo að orði: ,,Ekki skyldi mig undra, þó að æðimargir lesendur hafi fengið sig full- sadda af öllum þeim bókum, misjafnlega merkilegum, sem fjalla um nazistastjórn Hitlers og allar þær ógnir, sem hún leiddi yfir mannkyn og einstaklinga. Samt tókst svo til, er mér barst í hendur bók sú, er hér kemur á Is- lenzku, að mér varð sjálfkrafa að orði, eftir að hafa farið yfir hana í einum áfanga: Þessa bók verða allir að lesa!" Satt er það. Þær eru orðn- ar margar bækurnar um nas- ismann. Þetta efni er óþrjót- andi. En hliðstæður úr sam- tímanum valda þvi að efnið glatar ekki gildi sínu. Enn er fólk beitt pyndingum og þvingunum innan og utan landamæra þýsku nasist- anna. Menn og múrar er ein af þessum mannlegu heim- ildum, sem öðru hverju skjóta upp kollinum. Þetta er ekki æsisaga með tilheyrandi morðum og ofbeldi. Samt er bókin spennandi. Lesandi, sem hefur lestur hennar án mikils áhuga, verður fljótlega gripinn löngun til að vita meira um þessa hugrökku þýsku stúlku. Saga hennar heldur honum föngnum til enda. Hiltgunt Zassenhaus vann merkilegt starf á striðsárun- um i Þýskalandi. Vegna dönskukunnáttu hennar var henni falið eftirlit með bréfa- skriftum og heimsóknum til Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Hiltgunt Zassenhaus. norskra og danskra fanga. Henni tókst að leika á dóms- málaráðuneytið, Gestapo og fangelsisstjórnir og í staðinn fyrir að auka eymd fanganna kveikti hún vonarneista i brjóstum þeirra. Meðal þess- ara fanga voru menn, sem nú eru kunnir í Noregi: Frederik Ramm, Olav Brun- vald og Björh Simonæss. Saga Hiltgunt Zassenhaus er ekki síst athyglisverð fyrir það að henni tekst að lýsa lifinu í Þýskalandi á nærfær- inn og trúanlegan hátt. Ég býst við að bók hennar sé m. a. samin til að sanna fólki að Þjóðverjar höguðu sér ekki eins og skepnur upp til hópa, heldur voru í röðum þeirra fórnfúsir og göfuglyndir ein- staklingar. Þetta fólk var jafnvel að finna í störfum innan fangelsanna. Þar lék það hlutverk hinna trúu nas- ista, en beið þeirrar stundar að foringinn félli. Okkur hættir til að gleyma að það voru ekki eingöngu þýskir Gyðingar og fólk í her- numdum löndum, sem fékk að kynnast ógnum stríðsins. í Þýskalandi sjálfu var fólki haldið í viðjum skelfinga og hótana og þegar dró nær lokum stríðsins hófust miskunnarlausar loftárásir bandamanna og innrás þeirra. Ástandinu í Hamborg lýsir Hiltgunt Zassenhaus af slíku raunsæi, en um leið æðruleysi að það hlýtur að dýpka og um leið skýra þá mynd, sem við gerum okkur af stríðinu. Fólkið í Mönnum og múrum er ekki málað i hvítu og svörtu. Við kynnumst því i styrkleika sínum og ve.ik- leika. Eitt orð, ein setning, eitt atvik segja meira en iburðarmiklar lýsingar. Hérer lifandi fólk á ferð. Af þeim sökum verða Menn og múrar mikilvæg heimild um leið og sögð er saga einstaklings, sem lætur ekki bugast. Hilt- gunt Zassenhaus er þó ekki úr stáli eins og sumir gætu haldið. Hún er manneskja eins og aðrir og leynir því ekki i frásögn sinni. Henni var gefið óvenjulegt þrek, en heppnin var líka með henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.