Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 3 NÓV íiOTID öKuuófin nunn fóiARHRincinn IAN NtJ ER vetur fyrir alvöru gcng- inn f garð, og þar með sá tími sem akstursskilvrði verða hvað erfiðust. I október og nóvember hafa orðið mörg og alvarleg umferðarslys og það áður en akstursskilyrði urðu eins og þau geta orðið verst að vetrarlagi, með snjó og hálku samfara dimmviðri. Skvndilegar veðrabrevting- ar gera ökumönnum og öðrum vegfarendum ifka erfiðara fyrir. Það er aldrei hægt að gera ráð fyrir sömu akstursskilyrðum langan tfma dag hvern. En það er ekki nóg að ökumaðurinn sjálfur sé við- búinn þessum breytingum. Hann verður að gera ráðstafan- ir til að bifreiðin sem hann ekur sé einnig þannig búin, að öryggið sé alltaf f fyrirrúmi hvernig svo sem akstursskil- yrði eru. Veturinn viðsjárverður tími fyrir ökumenn: við þeirri oftrú sem virðist vera á gagnsemi negldra hjólbarða. Negldir hjólbarðar koma að gagni að vissu marki, þ.e. þegar þunnt lag ísingar er á vegum þannig að naglarnir ná auðveld- lega að krafsa sig í gegn og veita viðnám. Þegar aftur á móti klakalagið er þykkara eða þegar snjór er mikill þá er lítið sem ekkert gagn f negldum hjólbörðum. T.d. getur hemlunarvegalengdin á hörð- um is orðið verulega lengri en á venjulegum hjólbörðum því þá gegna naglarnir sama hlutverki og skautar. Og sama á við venjulegar aðstæður, t.d. á þurru malbiki, þá getur hemlunarvegalengdin orðið 10—15% lengri ef hjólbarðar eru negldir. Ymis hjálpartæki bifreiðar- innar eru ómissandi þegar Nagladekk koma að litlu gagni þegar snjóþvngsli eru mikil. að rúðuþurrkurnar gera litið gagn. Þegar svo er, þá er nauð- synlegt að hreinsa hvort tveggja og eru til þess ýmis efni sem fást á öllum bensín- stöðvum. Þar má einnig fá is- vara á rúðusprautur. sem gerð var eftir þann tima leiddi annað i ljós. Samkvæmt henni hafði þriðjungur bif- reiðaeigenda látið undir höfuð leggjast að færa bifreiðir sinar til skoðunar. Slíkt er vitavert kæruleysi nú þegar ökuljós- Umferðarráð varar við oftrú á gagnsemi negldra hjólbarða SNJÓHJÓLBARÐAR EÐA KEÐJUR Hinn 15. október s.l. var bif- reiðaeigendum leyfilegt að setja undir bifreiðir sínar negida hjólbarða og hafa þegar margir gert það. I reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að þegar bifreið sem er innan við 3500 kg af leyfilegri heildarþyngd er búin negldum hjólbörðum skuli öll hjól vera með negldum hjólbörðum. En það er ekki skylda að nota neglda hjólbarða. Einnig má nota snjóhjólbarða með grófu mynstri og keðjur. En sama gildir um snjóhjólbarða og neglda hjólbarða, þeir þurfa að vera á öllum hjólum. Þótt notaðir séu snjóhjólbarðar, negldir eða ónegldir, leysir það oft ekki allan vandann. Það getur líka verið nauðsynlegt að hafa meðferðis snjókeðjur til að mæta mestu snjóþyngslun- um þegar hjólbarðarnir, hverju nafni sem þeir nefnast, orka ekki lengur því hlutverki sem þeim er ætlað. Umferðarráð vill itrekað vara bleyta og slap er á götum. Hjálpartæki eins og rúðu- þurrkur og rúðusprautur er nauðsynlegt að séu í lagi undir slíkum kringumstæðum. En tjara og óhreinindi sem setjast á framrúðuna eru oft svo mikil SKOÐUN LJÓSA Hinn 31. október s.l. lauk ljósaskoðun 1975 og nú ættu allar bifreiðar að vera með Ijós i lagi og rétt stillt. En könnun ÞANNIG STÖÐUUÓS. Þegor bifreiÖin er stöövuö ó illo lýstri akbrout. Einnig þeg. ar stanzað er vió gatnamót vegna umferöar, sem ó for- gang, eða vift umferöarljós. LÁG LJÓS I slæmu skyggni, s.s. þoku, rigningu, snjókomu o. fl. I myrkri, þegar götulýsing er góð. HÁ LJÓS Á vegum, þar sem engin gotulýsing er og ekki er hætta ó a6 Ijósgeislinn trufli aðra vegfarendur. NOTUM VIÐ LJÓSIN Trassað að fara með þriðjung bifreiða í Ijósaskoðun anna er mest þörf. Ljósin eru þau öryggistæki bifreiðarinnar sem mikilvægast er að séu 1 lagi yfir skammdegistimann.,Það er ekki nóg að hafa allar ljósaper- ur virkar, hitt er ekki síður mikilvægt sem því miður hefur oft skort á, að ljósin séu rétt stillt. Auk þess átta menn síg oft ekki á því, að Ijósaperur, sem virðast í fullkomnu lagi, geta verið svo daufar að þær gera ekki sitt gagn. Fagmaður Framhald á bls. 20 Getur kostað 200 þúsund að gabba slökkviliðið SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík hefur verið gabbað þrisvar sinnum f þessum mánuði og hafa forráðamenn slökkviliðsins nokkrar áhvggjur af þessum málum. 1 öll skiptin hafa ungir drengir vcrið að verki og f öll skiptin hafa þeir náðst því slökkviliðið hefur tök á því að „frysta“ samtöl sem kallað er og sfðan er hægt að rekja hvaðan hringt er. „Svona blekkingar valda miklu tjóni og röskun," sagði Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Mbl. Hann sagði að gabb gæti kostað slökkviliðið allt að 200 þúsund krónur þegar allt tiltækt lið væri kallað út kannski langa leið. Auk þess gæti það hent þegar slökkviliðið væri blekkt á þennan hátt að þörf væri á því annars staðar og gæti þvf orðið óþarfa töf á því að slökkvistarf hæfist. „Það er mest um það að börn og unglingar gabbi slökkviliðið og þau nást í langflestum tilfellum. Þá er talað við foreldra viðkom- andi en lögreglan fylgir síðan málinu eftir. Er full ástæða til að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að leika ekki þennan ljóta leik,“ sagði Gunnar Sigurðsson að lokum. Annað bindi Islenzks ljóðasafns komið út ALMENNA bókafélagið hefur gefið út II. bindið af „Islenzku ljóðasafni". Spannar það Ijóð frá sautjándu öld til fyrri hluta 19. aldar. Fyrsta skáldið sem safnið tekur til er séra Hallgrímur Pétursson en sfðasta Steingrfmur Thorsteinsson. Um er að ræða úr- val Ijóða þeirra skálda, sem þá voru uppi. Bókin er 460 sfður og hefur Kristján Karlsson, sem rit- stýrir þessum bókaflokki, valið Ijóðin f samvinnu við Hannes Pétursson skáld. Aður var III. bindið af Ijóðasafninu komið út en það nær til frá sfðari hluta 19. aldar og fram til upphafs þeirrar tuttugustu. „Islenzka ljóðasafnið11, sem verður í 5 bindum, kemur út hjá Bókaklúbbi AB, og eiga ekki aðrir en klúbbfélagar kost á að kaupa safnið. Klúbburinn, sem er árs- gamall um þessar mundir, hefur nú 4000 meðlimi. Klúbbfélögum eru ekki sett önnur skilyrði en að kaupa 4 bækur klúbbsins fyrstu 18 mánuðina eftir að þeir gerast félagar. Bækurnar sem þeir kaupa fá þeir sendar heim frá klúbbnum strax við útkomu þeirra. Þá eiga klúbbfélagar kost á að fá bækur við vægu verði úr hópi svonefndra valbóka klúbbsins. Markmið Bókaklúbbs AB er að sjálfsögðu að gefa klúbbfélögum kost á að eignast vandaðar bækur með betri kjörum en ella væri hægt. © ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN © ' - **■ / Passat er bíllinn Passat luxus-þægindi, sjálfsögð þægindi Passat framsæti er hægt að stilla að vild og jafnvel í þægilega svefnstöðu. Passat er rúmgóður fimm manna bíll. Þessar staðreyndir eru aðeins brot af öllum sjáan- legum atriðum. Passat er hagkvæmur og ódýr i rekstri. Benzineyðsla. Um 8,8 I. — Viðhalds- skoðunar er þörf aðeins einu sinni á ári e'ða eftir 15 þús. km akstur. — Hin viðurkennda V.W.-varahluta- og viðgerð- arþjónusta er einnig Passat-þjónusta. Passat er öruggur í akstri: Allur öryggisbúnaður Passat og hinn full komni stýris-, fjöðrunar- og hemlabúnað ur er miðaður við hámarksorku og hraða. ávyj Passat er fyrirliggjandi Verð frá kr. 1352 þúsund Laugavegi 1 70—1 72 — Simi 21240 (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.