Morgunblaðið - 20.11.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.11.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 Görruil prentvél fundin Talið að Björn Jónsson ritstjóri hafi flutt hona inn um og eftir 1877 FUNDIZT hefur gömul prent- vél í Tollstöðvarbyggingunni, sem hefur verið I vörzlu toll- gæzlunnar sfðan 1877 og er tal- ið að hún hafi verið kevpt til landsins af Birni Jónssvni, rit- st jóra og ráðherra. Hafsteinn Guðmundsson hókaútgefandi, hefur skoðað pressuna og telur að hún hafi aldrei verið notuð. Hann álftur að um sé að ræða svokallaða raderingavél, djúpprentvél til þess að prenta myndir, en Ifk- legast hafi ekki verið unnt á þessum tfma að fá plötur hér innanlands og þvf hafi hún ef til vill ekki verið nothæf. Hreinsa á vélina og mun Þjóðminjasafnið að öllum Ifk- indum fá hana í hendur. Ríkissjóður tekur 2,3 milljarða Arabalán MATTHÍAS Á. Mathiesen fjármálaráðherra, undir- ritaði í gær lánssamninga fyrir hönd ríkissjóðs um lántöku á fjórum milljón- um Kuwaitdínara, en and- virði lánsins samsvarar 2.270 milljónum íslenzkra króna. Lánið er tekið sam- kvæmt lögum nr. 11 frá 1975 til endurláns innan- lands vegna Fram- kvæmdaáætlunar 1975, m.a. til Framkvæmdasjóðs. Lánið er til 7 ára og ber 8,75% vexti. Seðlabanki Is- lands annaðist undirbún- ing lántökunnar fyrir hönd ríkissjóðs, en það er tekið fyrir milligöngu Arab Financial Consulants Company A.S.K. í Kuwait og First Boston A.G., Aþenu, sem er útibú the First Boston Corporation í New York. Lánveitendur eru nokkr- ir fjárfestingarbankar í Kuwait og nokkrum öðrum Miðausturlöndum. Happdrættisskulda- bréfin nær uppseld I SlÐUSTU viku hófst sala á verð- tryggðum happdrættisskulda- bréfum ríkissjóðs, G-flokki, og Samstarfsnefndin: Hægt að ver ja landhelgina — með aðstoð togara NOKKUR félagasamtök f landinu hafa komið sér saman um að stofna Samstarfsnefnd um vcrnd landheiginnar. Fyrir stofnun nefndarinnar liggja tvær megin- ástæður, sögðu fyrirsvarsmenn hennar á fundi með blaðamönn- um í gærmorgun. Önnur ástæðan er hin alvarlega aðvörun, sem fram kemur í skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar um ástand fiskstofnanna við landið. Hin er sú staðreynd, að þrátt fyrir að- varanir þær, sem fram koma f skýrslunni, halda íslenzk stjórn- völd áfram viðræðum við erlenda aðila um hugsanlega undanþágu- samninga við útlendinga um áframhaldandi fiskveiðar f fslenzkri fiskveiðilandhclgi. Þau félög, sem standa að þess- Skeiðklukku- mælingar í Reykjavík LÖGREGLAN hóf skeið klukkumælingar f höfuðborg- inni f gærdag, en fram til þessa hafa slfkar mælingar að- eins farið fram utan borgar- innar. Lögreglan hefur látið mæla sérstaklega vegakafla á Kringlumýrar- og Breiðholts- braut og var með tilraunamæl- ingar þar f gær, en engir bfl- stjórar voru þá teknir. Hins vegar byrjar lögreglan þessar mælingar af fullum krafti f vikunni og verður þá enginn miskunn sýnd þeim sem brjóta reglur um ökuhraða. Að sögn Oskars Ólasonar yf- irlögregluþjóns hafa 6456 kær- ur verið gefnar út í Reykjavík á þessu ári vegna umferðar- lagabrota, og 6072 kærur vegna rangstöðubrota, eða samtals 12.528 kærur. Stöðu- mælasektir skipta tugum þús- unda. Þá hafa um 7000 árekstr- askýrslur verið gefnar út það sem af er árinu. „Við munum áfram fylgjast vel með umferðinni,“ sagði Óskar Ólason yfirlögreglu- þjónn við Mbl. „Við treystum ökumönnum til þess að láta okkur hafa sem minnst að gera. Við erum ekki á eftir þeningum þeirra heldur höf- um við fyrst og fremst f huga aukið öryggi í umferðinni." ari samstarfsnefnd, eru: Alþýðu- samband Islands, Sjómannasam- band Islands, Verkamannasam- band Islands, Farmanna- og fiski- mannasamband Islands og Félag áhugamanna um sjávarútvegs- mál. Samstarfsnefndin hefur þeg- ar átt viðræður við forsætisráð- herra og utanríkisráðherra og við fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Nefndin hefur boðið öll- um stjórnmálaflokkum þátttöku í störfum sínum. Stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa þegar tilnefnt fulltrúa til samstarfs við nefnd- ina, en svar var enn ókomið frá stjórnarflokkunum f gærmorgun. — Við höfum ekkert að bjóða nema út úr munninum á okkur sjálfum og stjórnvöld hafa þegar látið í það skfna að þau geti sætt sig við að útlendingar veiði alls um 150 þús. tonn á Islandsmiðum á næsta ári. Við álitum að ekki sé mögulegt fyrir stjórnvöld á Is- landi að marka neina stefnu í friðunarmálum þegar þau vilja jafnvel veita útlendingum allt að 40% af því sem veiða má við landið, sagði einn af forsvars- mönnum nefndarinnar á fundi með blaðamönnum. x Það kom fram, að samstarfs- nefndin hefur sérstaklega kynnt. sér álit hinna ýmsu skipstjórnar- manna, þar á meðal skipstjóra Landhelgisgæzlunnar, á vörnum 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Fullkomlega væri hægt að verja 200 milna lögsöguna fyrir veiðum útlendinga með þeim skipa- og tækjakosti sem Landhelgisgæzlan hafi nú og með viðbót nokkurra stærri togara, sem Islendingar eiga og ættu að geta sett til gæzlu- starfa hvenær sem væri. Samstarfsnefndarmenn sögðu, að átelja yrði þá miklu leynd sem átt hefði sér stað í sambandi við þær samningaviðræður sem fram hafa farið. Þjóðin hafi verið leynd eðlilegum upplýsingum um mál- efni, sem varða framtíðarafkomu hennar. Fréttir af því, sem verið hefur að gerazt I samningaviðræð- um, hafi helzt borizt erlendis frá. Jafntefli Englands og Portúgals Úrslit I tveimur leikjum Evrópu- keppninnar I knattspyrnu I gær- kvöldi: England —Portúgal 1:1. Wales — Austurríki 1:0 skal því, fé, sem inn kemur fyrir söiu bréfanna, varið til varanlegr- ar vegagerðar 1 landinu. I G-flokki verða gefin út happ- drættisskuldabréf, samtals að fjárhæð 300 milljónir króna. Hef- ur salan gengið mjög vel sem fyrr og eru nú þegar um tveir þriðju bréfanna seldir, en hvert bréf er að fjárhæð tvö þúsund krónur. Happdrættisskuldabréfin verða endurgreidd handhafa að 10 ár- um liðnum, ásamt verðbótum, í hlutfalli við þá hækkun, sem kann að verða á framfærsluvísi- tölu á lánstímanum. Árleg fjár- hæð happdrættisvinninga nemur 10% af heildarútgáfunni, og er dregið um þá einu sinni á ári, nú fyrst 23. jan. n.k. Alls verður dregið 10 sinnum, en vinningar hverju sinni eru 942 talsins, sam- tals að fjárhæð 30 milljónir króna. Happdrættisskuldabréf rikis- sjóðs eru undanþegin framtals- skyldu og eignarsköttum, en vinn- ingar svo og verðbætur undan- þegnar tekjuskatti og tekjuút- svari. Seðlabanki Islands sér um út- boð happdrættislánsins fyrir hönd ríkissjóðs, en sölustaðir eru bankar, bankaútibú og sparisjóðir um land allt. Samkvæmt upplýsing Stefáns Framhald á bls. 20 Tapaði 200 þúsund krónum MAÐUR nokkur tilkynnti rannsóknarlögreglunni I gær að hann hefði I fyrrinótt tapað seðiaveski með 200 þúsund krónum, auk skilrfkja, ávfs- anaheftis og bankabókar. Maðurinn ætlaði i fyrra- kvöld að greiða fyrrnefnda upphæð vegna húsbyggingar, sem hann stendur I. Einhverra hluta vegna gat hann ekki greitt peningana út og sneri heim á leið. I leiðinni kom hann við á Röðli. Þar hitti hann mann nokkurn og að loknu ballinu héldu þeir heim til þessa manns, en hann bjó annaðhvort í Efstasundi eða Skipasundi. Áfengi var haft um hönd. Milli klukkan 2 og 3 í fyrrinótt fóru báðir þaðan i leigubfl frá Hreyfli niður á Hlemm og þar fór fjármagns- eigandinn í annan bíl frá 'Hreyfli, Ijósan Benz. Með hon- um ók hann heim til sín I Grænuhlið og telur sig hafa þá haft veskiðoggreittfyrir akst urinn. Þegar hann svo vaknaði í gærmorgun, fannst veskið hvergi. Nú eru það tilmæli rann- sóknarlögreglunnar að um- ræddir leigubílstjórar hafi samband við sig svo og maður sá sem fjáreigandinn hitti á Röðli. Þá eru allar upplýsingar vel þegnar frá öðrum aðilum sem telja sig geta veitt þær. Veskið er svart og merkt Sam- vinnubankanum. Undirrituðu áskorunina um lausn Kjarvalsstaðadeilunnar EKKI hafa verið viðræður milli borgaryfirvalda og listamanna um skeið út af Kjarvalsstaða- deilunni svonefndu, m.a. vegna þess að helztu forsvarsmenn beggja aðila hafa verið erlcndis. Hins vegar er þess vænzt að skriður fari að komast á viðræðurnar á nýjan leik. Sem kunnugt er undirrituðu yfir 40 þjóðkunnir menn áskorun til borgaryfirvalda um skjóta lausn deilunnar, og hefur Morgun- blaðið nú aflað sér upplýsinga um nöfn þeirra sem áskorunina und- irrituðu: Gunnar Gunnarsson skáld, E. Ragnar Jónsson bókaútgefandi, Gylfi Þ. Gíslason prófessor, fv. menntamálaráðherra, Guðlaugur Ræðismaður íslands í Grimsby segir af sér AÐALRÆÐISMAÐUR íslands f Grimsby hefur 1 skevti til íslenzka sendiherrans 1 London sagt af sér vegna „stöðugrar árcitni Islenzkra varðskipa við brezka togara“ eins og það heit- ir f skeytinu. J. Carl Ross, for- stjóri Coal & Salt Ltd. f Grimsby hefur gegnt starfi aðalræðismanns Islands f Grimsby frá þvf 1967 en milii fyrirtækis hans og fslenzkra aðila hefur verið náið viðskiptasamband um margra ára skeið. Um aðgerðir íslenzku varð- skipanna um helgina í þann mund sem fundir viðræðu- nefndanna íslenzku og brezku voru að hefjast sagði Ross í viðtali við blað f Grimsby: „Þau hefðu ekki átt að gera þetta, og þetta olli því að ég tók þessa ákvörðun.“ Hann sendi síðan skeyti þessa efnis til fslenzka sendiherrans í London, og er það svohljóðandi: „Ég harma að þurfa að tilkynna yður að vegna aðstæðna sem nú ríkja á fiski- miðunum get ég ekki haldið áfram að gegna starfi aðalræðis manns fyrir Island I Grimsby. Þetta var heiðursstaða er ég mat mikils í kjölfar mjög ánægjulegra viðskiptatengsla við land yðar um nær 40 ára skeið. . Ég verð hins vegar að undirstrika það sérstaklega, að umhyggja mín og samúð er með brezku fiskimönnunum, sem hafa verið vinir mínir og félagar allan feril minn sem kaupsýslumanns. Ég vil þakka yður fyrir alla hjálp yðar og skilning þau ár sem ég hef gegnt þessu starfi en ég verð nú að biðja yður að taka við afsögn minni.“ Þorvaldsson háskólarektor, Tómas Guðmundsson skáld, Árni Kristjánsson píanóleikari, fv. tón- listarstjóri Rfkisútvarps, Halldór Laxness skáld, Magnús Magnús- son prófessor, forstöðumaður Raunvfsindastofnunar, Bragi Hannesson bankastjóri, Rafn Hafnfjörð prentsmiðjustjóri, Jón Nordal tónskáld, skólastjóri Tón- listarskólans , Jóhannes Nordal dr., seðlabankastjóri, Kristján Oddsson bankastjóri, Þórir Jóns- son forstjóri, Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, Jakob Bene- diktsson dr., forstöðumaður Orða- bókar Háskólans, Ingvar Gíslason alþingismaður, Helgi Hafliðason, formaður Listiðnar, Þórir Kr. Þórðarson dr., prófessor, Hildur Hákonardóttir, skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Katrín Briem, skólastjóri Mynd- listaskólans, Hrafnhildur Tove Kjarval leirmyndasmiður, Vigdís Finnbogadóttir leiknússtjóri. Jónas Kristjánsson dr., forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar, Auður Laxness Gljúfra- steini, Gerður Hjörleifsdóttir, for- stjóri Heimilisiðnaðarfélags Islands, Gestur Ölafsson arkitekt, Marta Thors, Tónlistardeild Ríkisútvarpsins, Ólafur Ólafsson læknir, Grenimel 38, Matthías Johannessen skáld, ritstjóri Morgunblaðsins, Erna Ragnars- dóttir innanhússarkitekt, Hanni- bal Valdimarsson fv. alþingis- maður, Svava Jakobsdóttir alþingismaður, Jón Hnefill Aðal- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.