Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 Leikfélag Akureyrar: Kristnihald undir Jökli SL. FÖSTUDAG var frumsýnt á Akureyri Kristnihald undir Jökli í leikgerð Sveins Einars- sonar í samvinnu við höfund- inn, Halldór Laxness. Það er vafalaust, að þessarar leiksýn- ingar verður Iengi minnst. Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri komst svo að orði í stuttu ávarpi á frumsýningunni, að kynni sín og samvinna við leikendur sannfærðu sig um, að Leikfélag Akureyrar væri „Ieikhús með framtíð“. Eg held að frumsýningargest- ir allir hafi verið sama sinnis, — eða það má líka orða það svo: Akureyri hefur stækkað með uppsetningu þessa verks. Svo heilsteypt var þessi leiksýning, svo margur leiksigur var þar unninn, að héðan í frá getur enginn efast um, að Akureyr- ingar hafa eignast sitt „alvöru- Ieikhús“, sem fyllstu kröfur verða gerðar til. Sú djarfa til- raun, sem ákveðið var að gera fyrir þrem árum eða svo, hefur m.ö.o. heppnast. Kristnihald undir Jökli. Það hefur verið skrifað margt um þá bók og þetta leikrit. Ég hef fyrir satt, að meirihlutinn sé misskilningur. Ég skal þvi ekki hætta mér út á þá braut, en læt þetta nægja: Kristnihaldið eins og svo mörg verk Laxness er sprottið úr þjóðlífinu. Við hitt- um kannski ekki þessar sömu persónur á næsta götuhorni. Við könnumst eigi að síður við manngerðina: hún er ramm- íslenzk. Og orðaskiptin, — meitluð og grunduð, — eru umfram allt fyndin og auð- skilin, þótt maður komist kannski aldrei til botns í því hvað þau þýða í raun og veru. Þetta verk er tvímælalaust meðal allra skemmtilegustu leikrita, fyrir íslendinga a.m.k. I Ieikskrá segir svo: Sviðs- setning: Sveinn Einarsson. Leikstjóri ásamt honum: Eyvindur Erlendsson. Leik- mynd: Steinþór Sigurðsson. Gestaleikur og leikstjórn: Gísli Halldórsson. Þessi upptalning ber með sér, að miklu var kostað til þess að gera sýning- una á Kristnihaldi undir Jökli sem bezt úr garði. Örugg leik- tjórn Sveins, kunnugleikar hans á verkinu og smábreyt- ingar, allar til góðs að ég ætla, bera ávöxt í ógleymanlegri sýn- ingu, þar sem allt hjálpast að: Snjöll leiktjöld, óviðjafnanleg- ur gestaleikur og ótrúlega góð frammistaða heimamanna. Gísli Halldórsson hefur gjört úr Jóni Prímus þá persónu, að það er ófyrirséð, hvort öðrum muni nokkuð þýða að reyna að fara þar í hans föt. Túlkun hans er einlæg, fyrirhafnarlaus og rík af þokka. Gestur E. Jónasson leikur Umba og vinnur eftirminni- legan leiksigur. Strax í fyrstu atriðunum fann maður, að hverju stefndi, og í leikslok hlaut maður að samfagna inni- lega hinum unga leikara. Hann fékk sem sé tækifæri til þess að spjara sig á móti einum snjall- asta og kannski vinsælasta leikara landsins og stóðst þá raun með þeirri prýði, að hann fór fram úr því, sem hann hafði áður gert. Úa er leikin af Sigurveigu Jónsdóttur. Þetta hlutverk hefur mér skilizt að sé eitthvert hið vandasamasta. Úa er umtöluð allt leikritið, leyndar- dómsfull og óskiljanleg, en kemur svo fram í dagsljósið í lokin ósköp venjuleg kona. Sigurveig gjörir þessu hlut- verki mjög góð skil og sýnir enn einu sinni, hversu fjölhæf lista- kona hún er. Þeir gömlu og góðu Ieikarar Guðmundur Gunnarsson og Jóhann Ögmundsson koma nú fram aftur eftir margra ára hlé. Sá fyrrnefndi er í hlutverki Godman Syngman og tekst að draga upp mjög sannfærandi mynd af þessum heimsmanni. Hann gjörir þetta tiltölulega smáa hlutverk í rauninni ótrú- lega fyrirferðarmikið í leikn- um. Jóhann Ieikur Tuma Jónsen. Þessi snæfellski karl er ferskur og sannur. Mér fannst á frumsýningargestum að þeim þætti endurkoma þeirra tví- menninganna á sviðið einkar ánægjuleg og þeim til sóma. Þórhalla Þorsteinsdóttir fann sína Hnallþóru og Saga Jóns- dóttir var skvettuleg frú Fína Jónsen eins og vera ber. Þær samsvöruðu sér báðar vel i sin- um rúllum, — og einnig Björg Baldvinsdóttir í því örlitla hlut- verki kona Tuma Jónsens. Það er í rauninni ótrúlegt, hversu góðum leikkonum Leikfélag Akureyrar hefur á að skipa. Hér má bæta við: Kristj:'na Jónsdóttir, Guðlaug Hermanns- dóttir og Þörey Aðalsteins- dóttir. Árni Valur Viggósson nær vel upp í hestamanninn í Helga á Torfhvalastöðum og þeir Eyvindur Erlendsson i hlut- verki Jódínusar Álfberg og Jón Kristinsson sem biskupinn yfir íslandi gjöra sína hluti. Aðrir Framhald á b's. 20 Sigurveig Jónsdóttir f hlutverki Ou og Aðalsteinn Bergdal í hlutverki eins af beitarhúsamönnunum. — Ljósm.: Páll Pálsson. RIKIS- ÍTVARPIÐ Heyrl og séð >í fyrri vil Eyja i hafinu eftir ofanritaðan, leikstjóri Þorsteinn Gunnarsson, þriðji þáttur Þjóðhátið, var fluttur fyrra sunnudag Mönnum mun sýnast sitt hverjum um þau ósköp, þjóðhátiðina Mér gafst kostur á að hlýða á upptöku af þættinum um Stein Steinarr, fyrir tilstilli stjórnandans, Gylfa Gröndal, en ég missti af honum þegar hann var fluttur í útvarpinu fyrr í mánuðinum Það var dæmigert um stöðu rithöfunda í þessu þjóðfélagi að heyra þá góðu konu Ásthildi Björnsdóttur greina frá þvi að bóndi hennar hefði þurft að selja bókasafn sitt til að komast einu sinni á ævinni vel út fyrir landsteinana — til Spánar, en það land dáði Steinn Ég hef þurft að selja þó nokkur listaverk um dagana til að klambra saman bókum sem síðan eru keyrðar heim að húsdyrum manna þeim að kostn- aðarlausu, en að þurfa að selja bókasafn sitt er annað og verra, miklu verra. Það mun hafa orðið eigi alllítil töf á því að Steinn Steinarr kæmist upp í miðflokk lista- mannalauna, að maður tali nú ekki um toppinn Þangað komst hann aldrei, og hafa margir borið kinnroða fyrir því síðan Lltil samfélög þola afar illa frjálsa anda, menn sem segja hug sinn umbúðalaust alstaðar og alltaf, og þess galt Steinn og það hafa fleiri gert, Jón Engilberts til dæmis Um þá tjáir ekki að fást úr þessu, en það væri kannski ekki úr vegi að listlaunanefndin færi að lita i kringum sig Hver veit nema hún uppgötvaði nokkra aðila sem svipað er ástatt um í Ijóði Steins: Ný för að Snorra Sturlusyni segir svo: „Því hvert eitt skáld til sigurs líf sitt leiðir, hve lengi og mjög sem á þess hlut er gert " Það gerði Steinn — að vísu með tilstyrk góðrar konu í lífi listamanna er einkennilega oft slikar konur að finna, svo kærleiksríkar sálir að þær eru tæpast af þessum heimi. Ef ekki eiginkonur, nú þá ástkonur og stundum fleiri en eina, sem ekki er verra. Það mun hafa verið í Spánarförinni sem Steinn um hánótt á götu i Madrid kvað Númarimur fullum hálsi og munaði mjóu að hann kæmist í klærnar á lögreglu Frankós fyrir bragðið Þær er hægara í að komast en úr í þær komst ég — einu sinni, það dugði Spánn hefur æsandi áhrif á Norðurlandabúa, svo þeir mega vara sig Ég var að koma úr kurteisisheimsókn í ónefnt hús um rismál í úthverfi Barsilónu fyrir mörgum árum og hafði gengið mikinn Vegmóður og þyrstur kom ég að dyrum krár sem búið var að loka Ég tók hressilega í húninn og hurðin hrökk upp, dyrnar kviklæstar Drottinn sér um sina Kráreigandinn var að þvo glös næturinnar Það er lokað hérna, sagði hann Það er opið, sagði ég og gekk að barborðinu. Það er lokað, endurtók hann. Ég er þreyttur og syfjaður Ég ætla að fá tvo bjóra, sagði ég Lokað, hvæsti hann. Út með yður. Er mér vatnið frjálst, sagði ég og tók um handfangið á kareflu fyrir framan hann. Já, sagði hann — og vertu fljótur. Para usted, sagði ég og tæmdi karefluna í andlitið á honum og spurði: Fæ ég nú bjórana? Jájá, ekkert sjálfsagðara, sagði hann og var allur á hjólum, glaðvaknaður Svona á að taka þá, það er þetta sem þeir skilja, hugsaði ég og bar mina bjóra að næsta borði til að hafa það gott næsta kortérið, en kráreigandinn vék sér frá Það liðu ekki nema fimm mínútur uns brynvagn renndi upp að kránni og tveir lögreglumenn með vélbyssur um öxl snöruðust inn. Ég svalg bjórinn Það tók mig fjóra klukkutíma að losna úr greipum lögreglunnar, enda komst ég ekki i kast við hana þá mánuði sem ég átti eftir að dveljast í landinu Spánverjar líta ekki á ölvaða Norðurlandabúa sem ölvaða Norðurlandabúa, þeir lita á það sem stórhættulegt fyrirbæri og nálgast þá helst ekki nema með kylfur eða byssur tiltækar En ég var að tala um Stein Það var stórskemmtilegt að heyra Jón Óskar velta þvi fyrir sér í fúlustu alvöru hvort heldur hann hefði barið skáldið augum á Lauga- veginum í fyrsta sinn árið nítján hundruð og fjörutiu eða nítján hundruð fjörutíu og eitt Það væri þokkalegt ef upp úr dúrnum kæmi að það hefði ekki verið fyrr en nítján hundruð fjörutíu og tvö! Matthías í stund milli stríða var ekkert að leyna því að skáldið hefði gert sér nokkrar óþægilegar heimsóknir í musterið við Aðal- stræti og ekki alltaf með fríðu föruneyti Honum fannst það víst við hæfi, sagði Matthias, sem tók hið fræga miðnætursamtal við Stein við huggulegri aðstæður. Matthías bar vina«-hug í brjósti til Steins og umbar erfiða þætti í dagfari hans. Steinn var framstyggur og ekki á færi margra að nálgast hjartað sem sló bak við brynjuna Gylfa Gröndal fórst stjórn þáttarins vel úr hendi Það var sýnilega markmið Gunnars Thoroddsen og Lúðvíks Jósepssonar að rétta við virðingu alþingis eftir mætti i þættinum um alþingi og störf þess í umsjá Eiðs Guðnasonar Og ráðherrann og þingmaðurinn juku vissulega alin við það sem eftir lifir af téðri virðingu. Lúðvík læddi að vísu út nokkrum þrasönglum, en ekki var nógu vel beitt Gunnar deplaði ekki svo mikið sem augunum fremur en stórlúðan á Breiðafirði þegar hún sér í öngulinn. Hún blæs þá brosmild á beituna. Gunnar hlýtur að hafa góðan byrðing úr því hann er svo vel á floti eftir þrjátíu og fimm ár í sviptivindum stjórnmálanna. En skipið þarf líka kjöl, tjáði Halldór Laxness mér einu sinni um borð í Gullfossi af heims- pólitisku tilefni Kilir eru eins og verkast vill, stórir og smáir og enginn fær gert við því. Kilir þeirra fjandvina Lúðvíks og Gunnars eru ósprungnir. Skúta Lúðvíks er raunar oft völt á bárunni — en hann slampast jafnan í höfn af því að hann sækir ekki á djúpmið Það verkar alltaf jafn einkenni- lega á mig að heyra reyndan mann á borð við Lúðvík fullyrða að allt hefði farið á aðra og betri lund ef önnur leið hefði verið farin í tilteknum vanda. Hvernig er hægt að fullyrða um lyktir ferðar sem aldrei var farin — og það um foráttubrim sem heitir islensk efnahags- mál Aladdín-lausnin er alltaf hjá stjórnarandstöðunni Það er sú gloppa í málflutningi sem mest hefur rýrt virðingu alþingis í vitund þjóðarinnar Fyrir tuttugu árum var spurt: hvar endar þetta? Við getum andað rólega Við eigum enn langa leið fyrir höndum — á leiðarenda Af hverju? Af því að leiðin niður á við er miklu lengri en leiðin upp — enda miklu greiðfærari Við erum happdrættisþjóð. Kannski finnst olía á elleftu stundu Eiður spurði oft listilega, kurteis og ísmeygilegur Dagbók ? Lissabon Æ, hvað á maður að segja? Þessir gamalkunnu pólitísku frasar, þessi græna bjart- sýni — og síðan byrja bræðravígin Það er vandratað meðalhófið í henni veröld. Annaðhvort situr og stendur illa upplýstur meirihluti að geðþótta gáfaðs minnihluta — ellegar gáfuðum minnihluta er gert að sitja og standa að geðþótta illa upplýsts meirihluta, sem síðan ungar út nýrri yfirstétt, stundum hálfu verri þeirri sem af var sett. Það tekur þrjá ættliði að kenna mönnum það eitt að umgangast munað með skaplegum hætti. Þetta jaðrar auðvitað við alhæfingu, en án hennar er, mælt mál væl, segir einhversstaðir í Eyju í hafinu Sonja Diego kann meira en portúgölsku, ég hnaut ekki um neina hnökra i texta hennar. Langafi hennar, Diego kafteinn, var merkiskarl, góðvinur afa míns Matthíasar Ólafssonar verzlunarstjóra ? Haukadal í Dýrafirði Diego færði honum konjak og fékk í staðinn ullarvöru og fleira Efnið í finnska leikritinu, Snákur á heimilinu, hefði notið sín ágætlega í þriggja blaðsiðna smásögu. Kristín Mántillá snaraði á íslenzku — með sóma. Maður er að verða persónulega kunnugur drjúgum hluta þjóðarinnar fyrir tilstilli Jónasar Jónassonar og tæknimanna hans og er það vel Jónas er auðheyrilega ferðagarpur Viðtalið við Guðnýju frá Galtafelli var einstakt í sinni röð Frásögn þessarar níutiu og sjö ára gömlu konu snart innstu hjartarætur manns, frásagnargáfa hennar yljuð heitu skopi, elska hennar i garð alls sem er og var, gleðin yfir þvi að vera til. Innborin háttvisin. Erindi Filippiu Kristjánsdóttur, Hugrúnar, var þörf hugvekja Hugrún er kjarnakona, lafði af gamla skólan- um. Hún mætti oftar láta til sín heyra Vilmundur og Valdimar Jóhannsson voru aldeilis i ham í kastljósi Manni var það efst í huga að þættinum loknum að maður lifði þó altént i frjálsu þjóðfélagi, þótt svo það standi á brauðfótum Ég trúi því ekki að bankastjórinn sem þeir félagar yfirheyrðu hafi bruðlað með fé. Hann er sparnaðarsinni. Hann varaði á alþingi fyrstur mann við því að launasjóður rithöfunda yrði að lögum og rikissjóði þar með iþyngt — og þurfti kjark til. í bókmenntaþætti Gylfa Gröndals um bók Halldórs f túninu heima töluðu Óskar Halldórsson og Guðrún P Helgadóttir þau gagnrýndu bókina, sögðu á henni kost og galla, töluðu af viti Bókrýnar blaðanna gætu lært af þessu fólki Halldór er ekki yfir gagnrýni hafinn fremur en aðrir menn Og maður fær sig aldrei saddan á að heyra Ragnar í Smára tjá sig um menn og málefni. Athugasemd frá Mörtu Bjarnadóttur Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd: SEM svar við grein Steinars Waage, skókaupmanns í Mbl. 15. nóv. sl„ þar sem hann telur mig ráðast ómaklega að skókaup- mönnum í viðtali blaðamanns Mbl. við mig fyrir stuttu, vil ég að fram komi eftirfarandi: 1. Þar á ég við ákveðinn skó- fatnað sem mér hefur fundizt afar erfitt að finna hérlendis um langan tíma, þ.e.a.s. fína, vandaða (exclusive) kvenskó og fin Ieður- stígvél víð um öklann (Baggy boots), sem nauðsynlegur er við þann kvenfatnað sem mestra vin- sælda nýtur nú og tók við er stutta tizkan leið fyrir nær tveimur árum, þar sem mest bar á „klumpuskóm" og níðþröngum stigvélum með þykkum botnum og háum hælum. 2. Mér finnast islenzkir skó- kaupmenn seinir á sér í sambandi við nýjungar. Nefni ég dæmi. Nú þegar fást í velflestum skó- verzlunum f París, Italíu, Sviss og London svokölluð „öklastígvél“ úr mjúku, ffnu Ieðri, með þunnum sólum og mjóum hælum, og sjá má í öllum tfzkublöðum. Hvenær skyldi íslenzkt kvefólk fá tækifæri til að kaupa þau hér- lendis? 3. Ég vil taka fram að ég var ekki með orðum mínum að leggja dóm á skókaupmenn almennt. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.