Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975
Tala ekki við
íslenzka
blaðamenn
MORGUNBLAÐIÐ reyndi í
gær að ná tali af Fred Kirkbv,
skipstjóra á Grimsbytogaran-
um Huddersfield Town, en
hann er talsmaður brezkra
togaraskipstjóra á miðunum
við tsland. Samtalið var pant-
að um Nesradíó, en um Lands-
sfmann fékk IVIbl. þau skila-
boð að brezkir togaraskip- I
stjórar töluðu ekki við I
fslenzka blaðamenn.
Vill losna
úr Verð-
lagsnefnd
— ÞAÐ ER rétt, að ég hef
beðið viðskiptaráðherra um að
leysa mig frá störfum í Verðlags-
nefnd. Bréf mitt lagði ég inn til
ráðherra í fyrradag. Hins vegar er
það alrangt sem stóð i einu dag-,
blaðanna í gær, að ég hafi sagt
mig úr Verðlagsnefnd á fundi
þess í gærmorgun og rokið út í
fússi. Ég skil ekki hvernig sú frétt
varð til, því ég var ekki einu sinni
á fundinum, sagði Sveinn Snorra-
son, lögfræðingur, í samtali við
Mbl. í gær. Ekki vildi Sveinn gera
grein fyrir því hvers vegna hann
hefur farið fram á að losna úr
verðlagsnefnd. „Ég sé ekki
ástæðu til þess að ræða það á
opinberum vettvangi."
Peningum
stolið
úr banka
.Akureyri, 19. nóvember
BROTIZT var inn í Akureyrarúti-
bú Útvegsbankans í nótt og stolið
um 70 til 80 þúsund króna virði,
einkum erlendum seðlum. Þjófur-
inn hefur brotið rúðu á bakhlið
hússins og farið inn í afgreiðslu-
salinn, þar sem hann fann seðlana
í ólæstri hirziu og hriti þá. Málið
er i rannsókn, en lögreglunni
hafði ekki tekizt að hafa hendur í
hári þjófsins, þegar síðast fréttist.
— Sv. P.
— Deila risin
Framhald af bls. 36
þeir héldu sig innan takmarkaðs
hólfs og veiddu þar. Svæðið tak-
markast af línu sem dregin er i
austur frá Hvalbak og af línu sem
dregin er í austur frá Glettinga-
nesi. Linurnar eru 65°40’ og
64°30’.
Á þessu svæði voru í gær 35
brezkir togarar að veiðum og
hafði fækkað um tvo frá í fyrra-
dag. Þá voru í gærmorgun 6
brezkir togarar úti af Horni, en í
gærdag síðdegis höfðu þeir fært
sig sunnar og voru á móts við
Bjargtanga. Með þeim var eftir-
litsskipið Othello. Ekki var ljóst
hvað togararnir ætluðust fyrir, en
ef þeir hefðu ætlað á svæðið fyrir
austan, hefði verið styttra að fara
norður fyrir landið en halda
suður fyrir það.
Fjögur eftirlitsskip og verndar-
skip voru með flotanum fyrir
austan. Héldu þau sig miðsvæðis
eða um 50 mílur út af Gerpi. Voru
það skipin Star Aquarius, Star
Polaris og Star Sirius og dráttar-
báturinn Lloydsman, sem kom á
miðin í gærmorgun.
Togararnir hifðu um leið og
varðskipin komu að þeim og
sigldu af stað. Ef að likúm lætur
eru togarasjómennirnir brezku
lítt hrifnir af því að veiða í hóp,
en þessi aðferð var þeim einmitt
mjög mikill þyrnir í augum í fyrri
þorskastríðum.
Verðhækkanir
Framhald af bls. 36
reglum og greiðslukjörum, sem í
gildi voru 20. nóvember 1975.
Ef hafin er sala á nýrri vöru eða
þjónustu, má ekki verðleggja
hana hærra en verð var á hlið-
stæðri vöru og þjónustu þann 20.
nóvember 1975.
2. Þrátt fyrir ákvæði 1. tl. telur
ráðuneytið að heimila megi f
eftirfarandi tilvikum fyrirtækj-
um að taka inn í verð þær
kostnaðarhækkanir, sem sannan-
lega hafa orðið eftir 20. nóvember
1975:
a) Framleiðslufyrirtæki.
Heimila má að taka inn í verð
þá upphæð, sem nauðsynleg er til
að standa undir hráefnahækkun-
um.
b) Þjónustufyrirtæki
Heimila má að hækka þjónustu
sem svarar þeirri upphæð, sem
nauðsynleg er til að standa undir
hækkun þess efniskostnaðar, sem
er i þjónustunni.
c) Verslunarfyrirtæki.
Heimila má að hækka vöruverð,
sem svarar hækkun á innkaups-
verði.
Eigi skal heimila hækkun
álagningar í hundraðstölu frá því,
sem hún var 20. nóvember 1975.
Hækki aðflutningsgjöld vegna
verðhækkana samkvæmt heimild
í liðum a—c hér að framan, má
heimila þá hækkun inn i verð
vöru og þjónustu.
Fyrirtækjum, sem óska eftir
hækkunum, samanber liði a—c,
ber að leggja fyrir viðkomandi
verðlagsyfirvöld verðútreikninga
með nauðsynlegum fylgiskjölum
til rökstuðnings beiðnum sinum.
Ráðuneytið hefur einnig ritað
öllum ráðuneytum, sem fjalla um
verðákvarðanir, og óskað þess, að
ítrustu varkárni verði gætt i verð-
lagningu og að engar verðákvarð-
anir verði teknar nema í samráði
við viðskiptaráðuneytið."
Einnig hefur ráðuneytið í dag
ritað öðrum ráðuneytum svohljóð-
andi bréf:
„Ráðuneytið sendir hér með
ljósrit af bréfi sínu til verðlags-
nefndar, dags. í dag.
I samræmi við það vill ráðu-
neytið mælast til þess við ráðu-
neytið, að itrustu varkárni verði
gætt í sambandi við ákvarðanir
um heimildir til verðhækkana, og
að haft verði samráð við þetta
ráðuneyti hverju sinni, áður en
slíkar ákvarðanir verða teknar.“
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við nokkra fyrirsvarsmenn
aðila vinnumarkaðarins og spurði
þá hvaða afstöðu þeir hefðu til
þessarar ákvörðunar rikisvalds-
ins.
Snorri Jónsson, varaforseti
Alþýðusambands Islands, sagði,
að afstaða allra launþega-
fulltrúanna i verðlagsnefnd hefði
komið fram samhljóða i gær. Það,
sem okkur fannst að þessu, er að
of mikið minnir á það að kjara-
samningar standa fyrir dyrum.
Tímabilið 20. nóvember — 20.
marz. bendir á þann tíma.
Davið Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags ísl. iðnrekenda,
sagði, að sér fyndist meginmálið
með þessum hertu verðstöðvunar-
aðgerðum vera, að nú væri sýni-
lega reynt að koma verðlags-
málum öllum undir eina stjórn i
stað þess að margir aðilar færu
með þessi mál. — Það þykir mér
til bóta. Mér þykir líkp til mikilla
bóta, að núna í fyrsta sinn skuli
vera nefnt beint í reglugerð að
tekið er tillit til hráefnis-
hækkana, sem kunna að verða. Þá
vona ég að þessi aðgerð sé skref í
þá átt, að þessi mál verði samein-
uð og verði komið í viðunandi
horf til frambúðar þjóðinni til
hagsældar. Þorvarður Eliasson,
framkvæmdastjóri Verzlunarráðs
Islands, sagði, að Verzlunarráðið
gæti ekki fallizt á þessi tilmæli,
fyrst og fremst vegna þess, að
fyrir Verðlagsnefnd lægi erindi
frá Verzlunarráði sem legið hefði
þar síðan í júlí og ekki verið tekið
til málefnalegrar afgreiðslu og
þess yrði vænzt að það yrði tekið
fyrir á sama hátt og önnur erindi
sem nefndinni bærust, áður en
tekið yrði tillit til þess hvort
herða ætti verðstöðvunina. Þá
teljum við óraunhæft að fram-
kvæma svona aðgerðír, sem þýða
að enginn kostnaðarauki má
koma inn í, hráefnishækkun
undanskilin, nema að verð-
stöðvunin nái einnig yfir launin
og það er ekkert sem bendir til að
það sé ætlunin.
Á fundi Verðlagsnefndar j' gær-
morgun létu fulltrúar Vinnu-
veitendasambands Islands, Sam-
bands ísl. samvinnufélaga og
Félags ísl. iðnrekenda bóka eftir-
farandi:
„Við teljum að það heyri til
undantekninga, ef umbjóðendur
okkar geta tekið á sig aukinn
reksturskostnað á umræddu tíma-
bili. Eigi að síður viljum við
styðja tilmælin i þeirri von að
sambærilegar starfsaðferðir verði
viðhafðar af öðrum yfirvöldum i
verðlagsmálum og jafnframt að
framkvæmdar verði aðgerðir á
öðrum sviðum efnahagsmála til
að draga úr hinni geigvænlegu
efnahagsþróun i landinu.”
— Úrslitakostir
Framhald af bls. 1
gáturnar eru nú á þeim slóðum að
drjúgan tima tæki að koma þeim á
Islandsmið.
— I blöðunum er alls staðar
gert mikið úr því að klippingar
varðskipanna geti verið mjög
hættulegar lífi og Iimum áhafna
togaranna, og held ég að þarft
væri ef landhelgisgæzlan sendi
frá sér itarlega greinargerð um
þær hættulíkur sem eru, enda
þótt við í sendiráðinu reynum að
gera okkar bezta til að skýra það
út fyrir blaðamönnum.
— Hingað hafa borizt þrjár
heldur hvimleiðar upphringingar
i dag frá reiðu fólki, þar af var
einn sem hótaði að vinna
skemmdarverk á sendiráðinu fyr-
ir þá sömu upphæð og varpan var
metin á, sem skorin var í gær, þ.e.
70. þúsund pund. Hingað berast
svo stöðugar fyrirspurnir og er
mjög annasamt hjá okkur, því að
blaðamenn leita mikið hingað í
upplýsingaleit. Allt eru það kurt-
eisir menn í hvivetna, enda þótt
þeir skýri ekki alltaf frá öllu því
sem við vildum helzt að fram
kæmi.
— Sjónvarpsstöðvar og útvarp
hafa gert málinu hátt undir höfði
og í gærkvöldi var ágætt viðtal við
Einar Ágústsson, utanríkisráð-
herra, hér í BBC. Bæði sendiherr-
ann hér, Niels P. Sigurðsson, og
ég höfum einnig komið fram i
sjónvarpi og svarað spurningum
um landhelgismálið. I BBC i gær-
kvöldi var Larry Harris, sem nú
er í Reykjavík, með frásögn að
heiman. Hann reyndi að magna
upp ýmsa drauga og sagði að mik-
il reiði ríkti meðal almennings
vegna þess að íslenzka rikisstjórn-
in hefði yfirleitt gert brezku
stjórninni boð varðandi aflamagn.
Eins Iét hann að því liggja að
fiskveiðideila Islendinga og Breta
gæti leitt til þess að samskipti
Islands við Atlantshafsbanda-
lagið gætu orðið mjög erfið.
„FISKVERNDIN
AÐALATRIÐIÐ,,
Brezka stórblaðið The Guardian
skrifaði í gær um landhelgismálið
í leiðara og sagði: „Ef sjómenn
veiða ekki minni þorsk á íslands-
miðum, hverníg svo sem þau eru
skilgreind, mun fiskstofninn
deyja út.
Það sem samningamenn Breta
hafa alla tíð ekki skilið er að
brezkir og íslenzkir sjómenn eiga
við sama vandamálið að stríða, —
þ.e. að vernda fiskstofnana.
Fyrsta vandamálið sem leysa
þarf er leyfilegur heildarafli, og
það er mál visindamanna. Annað
vandamálið er hversu stór skerf-
ur Islendinga eigi að vera — sem
eiga sér enga aðra auðlind — og
hversu stór skerfur annarra landa
skuli vera. Ef báðar rikisstjórnir
og fiskveiðibæir beggja landa sjá
málið í þessu Ijósi, getur konung-
legi flotinn og islenzka land-
helgisgæzlan haft skip sín i höfn.“
— Happdrættis-
skuldabréf
Framhald af bls. 2
Þórarinssonar, aðalféhirðis Seðla-
bankans, hefúr þróun fram-
færsluvísitölu orðið sú á undan-
förnum árum, að t.d. 1000 króna
bréf sem gefin voru út í A-flokki
árið 1972 hafa síðan hækkað um
212,74% og 2000 króna bréf, sem
gefin voru út í E og F-flokki fyrir
réttu ári síðan hafa hækkað um
73,56% eða 871 krónu.
— Undirrituðu
Framhald af bls. 2
steinsson fil. lic. Grétar Eiríksson
tæknifræðingur, Sveinn Skorri
Höskuldsson prófessor, Sigurður
Líndal prófessor, Guðmundur
Eggertsson dr., prófessor, forseti
Verkfræðideildar Háskólans, Þór-
dfs Þorvaldsdóttir bókasafns-
fræðingur, formaður Bókavarða-
félags Islv Jónas Eysteinsson,
framkvæmdastjóri Norræna-
félagsins, Haraldur Sigurðsson
bókavörður, Friede Briem Berg-
staðastræti 69, Elsa E. Guðjóns-
son, Laugateigi 31, Þór Guðjóns-
son veiðimáfastjóri.
— Umferðarráð
Framhald af bls. 3
sér þetta strax við Ijósaskoðun
með þeim fullkomnu tækjum
sem hann hefur yfir að ráða.
ÖKULJÓSIN ALLAN
SÓLARHRINGINN
Umferðarráð hefur oft áður
bent á mikilvægi þess að öku-
ljósin séu notuð utan Ijósatíma
ef slíkar aðstæður eru fyrir
hendi, eins og þoka, rigning,
snjókoma, snjófok eða stórhríð.
Þessar aðstæður gera það að
verkum, að útlfnur bifreiða,
jafnvel þótt þær séu málaðar
skærum litum, slævast til
muna. Baksýnis- og hliðar-
speglar verða óvirkir sökum
bleytu og óhreininda og koma
því ekki að gagni. Ef hins vegar
ljósin eru kveikt, auðveldar það
mönnum aksturinn verulega
þvi að Ijósdeplarnir sjást langt
að. Reyndar mætti orða þetta
svo, að nauðsynlegt sé að öku-
ljósin séu notuð allan sólar-
hringinn yfir mesta skamm-
degistímann, þ.e. nóv., des., jan.
og feb. Vill ráðið því eindregið
hvetja ökumenn til að nota öku-
ljósin hvenær sem slikar
aðstæður, sem áður eru nefnd-
ar, eru fyrir hendi.
— PEN-samtök
Framhald af bls. 17
að klúbburinn krefðist þess að
ríkisstjórn Tékkóslóvakíu leyfði
að fulltrúar PEN-klúbbsins
kæmu þangað í heimsókn.
Þá hefur einnig verið samþykkt
á þinginu yfirlýsing þar sem hvatt
er til að tjáningar- og ritfrelsi
verði tryggt hvarvetna og menn
verði verndaðir gegn hvers konar
skerðingu á mannréttindum.
Þessa tillögu báru fram fulltrúar
Ástralíu og Grikklands. Um svip-
að leyti bárust fréttir til fundar-
ins um að sovézki útlagahöfund-
urinn Maximov kæmist ekki til
Austurríkis frá Vestur-
Þýzkalandi vegna þess að skilríki
hans væru ekki fullnægjandi.
Maximov var sviptur sovézku
vegabréfi og mun þetta vera i
tengslum við það.
— Kanada
Framhald af bls. 17
réttarráðstefnunnar í New York
15. marz en honum á að ljúka 7.
maí. Legault sagði að í staðinn
fyrir loforð um viðurkenningu á
útfærslu Kanadamanna myndu
þau lönd sem undirrita tvíhliða
samninga fá rétt til veiða eftir að
þörfum kanadiskra sjómanna
hefur verið fullnægt. Kvóti og
tegundir sem erlendum sjómönn-
um yrði leyft að veiða yrðu
ákveðin af Kanadamönnum sjálf-
um, sagði Legault.
— Hindenburg-
slysið
Framhald af bls. 13
leiknum og rakin saga nokkurra
þeirra sem af komust úr slysinu.
I fréttatilkynningu frá AB, sem
gefur bókina út, segir m.a.:
„Sagan er rituð að undangeng-
inni víðtækri heimildakönnun, en
höfundurinn er kunnur banda-
riskur blaðamaður og hefur m.a.
lengi verið ritstjóri Saturday
Evning Post. Hann varpar fram
mörgum áleitnum spurningum
um hvað hafi i raun og veru gerzt.
Var slysið afleiðing skemmdar-
verka? Hversvegna voru dulbúnir
öryggisverðir nasista með einmitt
í þessari siðustu ferð og hvers-
vegna þögðu stjórnir Bandarikj-
anna og Hitlers um hin raunveru-
Iegu orsök slyssins."
Hindenburg-slysið er 170 bls. að
stærð. _______ ________
— Kristnihald
Framhald af bls. 10
leikendur eru: Aðalsteinn
Bergdal, Hermann Arason,
Jakob Kristinsson, Þórir Stein-
grímsson og Kjartan Óiafsson.
Eins og ég áður sagði hefur
Leikfélag Akureyrar nú sannað
tilverurétt atvinnuleikhúss í
höfuðstað Norðurlands með þvi
að skila Kristnihaldi undir
Jökli þannig, að sýningin sómir
sér hvar sem er. Þetta er i raun-
inni merkilegur atburður,
þegar maður uppgötvar skyndi-
lega, að samhæfur hópur er
búinn að ná tökunum — von-
andi i eitt skipti fyrir öll —
eftir mikla vinnu á undanförn-
um árum og mörg vonbrigði. Ég
óska Leikfélagi Akureyrar til
hamingju með það og Akureyr-
ingum og Norðlendingum með
Leikfélag Akureyrar.
Halldór Blöndal.
— Vísið þeim . .
Framhald af bls. 14
þótt að einu marki sé miðað.
Þetta rit sýnir hvernig undir-
rituðum hefur þótt eðlilegt að
taka það saman. Hinir bókfróð-
ustu menn hérlendis og er-
lendis sem ég náði til, gátu
ekki bent mér á neina bók um
þetta efni, sem ég spurði þó
mjög eftir, þ.e. Nýjatextament-
ið eða Biblíuna alla sem meg-
inrit á uppeldissviðinu. En
sumir þeirra töldu nauðsyn-
legt að taka þetta efni til með-
ferðar og hvöttu mig til að láta
verða af því að birta í bók
athuganir mínar og sannfær-
ingu á þessu svíði. Er ég þeim
þakklátur fyrir þá hvatningu.
En ekki má gleyma öðru atriði,
sem lengi hefur brýnt mig i
ásetningi um að kveðja mér
opinberlega hljóðs um þetta
merka efni, en það er hinn
mjög svo takmarkaði skilning-
ur — og enn fremur hið tak-
markalausa skilningsleysi sem
ég hef sumstaðar mætt við-
komandi uppeldisgildi þessar-
ar fornu og frægu trúarbókar
kristinna manna, svo og tóm-
læti um raunverulegt uppeldi
yfirleitt”.
Bókin er 327 bls. að stærð.
Útgefandi er Prentsmiðjan
Leiftur h.f.
— Nokkur orð
Framhald af bls. 14
ekki átt þess kost að vinna með
Ashkenazy eins og við og kynnast
vinnubrögðum hans, ætti hann þó
að geta skynjað þá alúð, þá vand-
virkni og þá virðingu sem hann
ber fyrir tónlist þeirri sem hann
flytur, hvort sem er sem
píanóleikari eða stjórnandi. Það
varð okkur öllum, sem unnum
með honum að flutningi tónverk-
anna, mikill og ómetanlegur lær-
dómur í því hvernig eigi að vinna
að tónlistarflutningi, lærdómur,
sem við munum búa að um
ókomna framtíð. Hið
„ómanneskjulega öryggi” í leik
Ashkenazy, sem gagnrýnandinn
talar um, ber vitni hinnar full-
komnu vandvirkni hans og virð-
ingu fyrir tónskáldinu og skynji
menn ekki hlýjuna og alúðina í
túlkun hans er það einungis
vegna þess að þeir hafa fyrirfram
flokkað alla afburða flytjendur
sem sálarvana maskínur.
Mig langar að lokum til að grípa
eina setningu Jóns og snúa henni
við: Ef tónlist á að þróast, gerist
það ekki eingöngu í gegn um tón-
smíði, heldur líka í gegn um tón-
flutning og á meðan menn á borð
við Vladimir Ashkenazy eru til
ættu tónskáld síst að kvarta.
Gunnar Egilson