Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20, NÓVEMBER 1975
7
„Ef þeir segja
satt, þá er það
óviljandi”
„Með tilboði þessu hef-
ur ríkisstjórn Geirs Hall-
grfmssonar boðið Bretum
að hirða hér á miðunum
sem næst 3 af hverjum 10
þorskum, sem vit er talið f
að veiða." — Þetta var
fréttafullyrðing Þjóðvilj-
ans um samningstilboð
rfkisstjórnarinnar, sem
gert var á þeirri stundu, er
sýnt þótti, að samninga-
viðræður voru að fara út
um þúfur, með marg-
háttuðum skilyrðum: um
viðurkenningu á hinni
nýju fiskveiðilandhelgi
okkar nánara samkomu-
lag um veiðisvæði, fjölda
skipa, veiðitfma, friðunar-
aðgerðir og tollfvilnanir á
útfluttum sjávarafurðum.
Tilboðið hljóðaði upp á
65.000 tonna „afla-
I__________________________
kvóta" á bolfiski, til mjög
skamms tima, þar af
55.000 tonn af þorski og
10.000 tonn af öðrum
bolfiski að sögn utanrikis-
ráðherra i sjónvarpsvið-
tali. Sé miðað við þau
250.000 tonn af árlegum
þorskafla, sem fiski-
fræðingar okkar telja að
færa þurfi heildaraflann
niður í, meðan þorsk-
stofninn er að ná sér á ný,
er hér um að ræða á milli
23 og 24% en ekki 30%,
eins og Þjóðviljinn stað-
hæfir.
Menn geta deilt um
þetta samningstilboð út af
fyrir sig, en hitt gegnir
furðu, að Þjóðviljinn skuli
undantekningarlítið en
hitt þurfa að fara rangt
með allar tölur og stað-
hæfingar varðandi þjóð-
málaumræðu i landinu.
Þeir virðast keppast við
að sanna þá staðhæfingu.
sem um skrif blaðsins
voru höfð í góðu gamni,
„að það segði aldrei satt,
nema óviljandi." En öllu
gamni fylgir nokkur al-
vara.
Um samningstilboð
þetta er fjallað nánar i
leiðara blaðsins i dag.
Frjáls eða
þvinguð framlög
Umræður um fjárreiður
stjórnmálaflokka hafa
verið ofarlega á baugi
undanfarið. Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson hefur nú flutt
frumvörp til laga er gera
ráð fyrir bókhalds- og
framtalsskyldu stjórn-
málaflokka; þann veg, að
fjárreiður þeirra liggi jafn-
an Ijósar fyrir. Um þetta
atriði hljóta landsmenn
allir að vera sammála.
Um hitt eru skiptar
skoðanir, hvern veg skuli
fjármagna starfsemi
þeirra. Eyjólfur Konráð
gerir ráð fyrir því í frum-
varpi sínu, að fjáröflun
þeirra fari einkum fram
með rekstri happdrætta,
sem njóti skattfrjálsra
vinninga, líkt og ýmis
önnur félagasamtök í
landinu. Að auki verði
frjáls framlög borgaranna
til stjórnmálaflokka frá-
dráttarbær frá skatti, á
sama hátt og félagsgjöld
stéttarfélaga, þó aldrei
hærri upphæð en 5%
skattskyldra tekna.
Ragnar Arnalds vill á
hinn bóginn að stjórn-
málaflokkar hljóti lög-
bundin framlög beint úr
ríkissjóði, sem hann telur
heppilegri leið en að hver
og einn éinstaklingur ráði
sjálfur, hvort og hve
miklu hann ver til slíkrar
starfsemi — eða hvaða
stjórnmálaflokk þeir vilji
styðja. Hér er því enn á
ferð spurningin um ráð-
stöfunarrétt borgaranna
sjálfra á eigin fjármunum
eða þvinguð framlög
gegnum ríkissjóð.
Mýrarljós
Sovézk yfirvöld hafa nú
neitað kjarneðlis-
fræðingnum Andrei
Sakharov um ferðafrelsi
til Oslóar til að veita við-
töku friðarverðlaunum
Nóbels. Borið er við
vitneskju hans um rikis-
leyndarmál. Nær sanni
mun vera, að Sakharov
hefur leyft sér þann
munað að hafa skoðanir,
sem ekki koma heim og
saman við vilja valdhaf-
anna, og láta þær í Ijós í
opinberri umræðu. Þessi
ákvörðun stangast þvi á
við frumréttindi hverrar
manneskju, réttinn til
eigin skoðana, til að láta
þær í Ijós og til að ferðast
frá einum stað til annars.
Þannig halda Sovétríkin
Helsinkisáttmálann, sem
þau státa þó rnest af hlut-
deild sinni i.
Þessi afstaða sovézkra
valdhafa kemur að vísu
ekki á óvart. Hún er engu
að siður ein staðfesting til
viðbótar við fjölda
annarra um hverskonar
þjóðfélag það er, sem vex
af grunni þeirra „hug-
sjóna", sem eru mýrarljós
i hugarheimi nokkurs
hluta okkar eigin þjóðar.
Sr. Bernharð Guðmundsson — Addis Aheba
Hvernig fyndist okkur, ef við
ækjum frá Reykjavík og austur
á Selfoss, og kæmumst að raun
um að einungis sýslumaðurinn
og skólastjórinn skildu mál
okkar. Aðrir þorpsbúar töluðu
aðeins heimamál sitt, sem við
ekki skildum.
Slík er aðstaðan hér í Eþíópíu
— hér eru a.m.k. 70 tungumál
töluð. Reyndar var svo lagt
fyrir á keisaratímanum, að
amharinja skyldi vera rfkismál.
En þar sem einungis 16%
þjóðarinnar eru Amharar eins
og keisarinn var, og aðeins 6%
ganga í skóla og læra þar
amharinju, er opinbera málið
engan veginn hið almenna mál.
Þetta hefur að sjálfsögðu gífur-
lega erfiðleika í för með sér, til
dæmis er koma þarf fréttum til
þjóðarinnar í heild. Það er sagt
að sums staðar úti i frum-
skóginum viti menn ekki enn
að Haile Selassie hafi verið
settur af, hvað þá að hann sé
látinn.
Nú hefur því verið lýst yfir
að prenta megi á öðrum tungu-
málum en amharinju. En það er
sitthvað að mega og geta. Mörg
þessara mála hafa ekki enn ver-
ið rituð. Kristniboðið og Biblíu-
félagið hafa hér sem annars-
staðar forgöngu um að gera
tungumálin rithæf, það er að
finna rittákn sem samsvara
hljóðum tungunnar. Þau geta
verið mjög margbrotin. I
amharinju eru um 230 bókstafir
og það vefst fyrir mörgum
aðkomumanninum sannast
sagna að læra slíkt mál. Nokkr-
ir hafa þó náðargáfuna og
námskraftinn. Innan kristni-
boðsins starfa nokkrir menn,
sem náð hafa tökum á ýmsum
hérlendum tungumálum. Einn
þeirra er landi okkar Haraldur
Ólafsson. Hann býr um þessar
mundir niðri í Negelli, ekki
langt frá landamærum Sóma-
líu, ásamt konu sinni Björgu.
Börnin þeirra tvö, Ólafur og
Ragnhildur, eru í norska
skólanum hér i Addis og sjá
foreldra sína á jólum, páskum
og í sumarleyfinu.
Það er mikil spenna þarna
suður frá, svo sem allsstaðar f
Eþíópíu. Sómalir gerast vígreif-
ir og vilja endurheimta land-
svæði frá Eþiópíu, hvar ýmsir
telja að olia leynist í jörðu.
Reynt er að skipta stórjörðum,
en landeigendur hafa safnað
Iiði og varna því með vopna-
valdi. Stúdentar fara um í hóp-
um og eiga að kenna mönnum
sósíalisma. En hvað er það. Það
vita fæstir enn. Hitt vita menn,
að aðalmatur heimamanna,
teffkornið, er illfáanlegur og
dýr, óöld vex með degi hverj-
um, ráðamenn berjast inn-
byrðis. Siðan keisarinn hvarf,
finnst þeim flest vera á
hverfanda hveli. Fáu að treysta
og byggja á. Það gekk nú
reyndar á ýmsu hér á 16. öld er
Oddur Gottskálkson fór með
leyndum út I fjós f Skálholti og
þýddi þar Nýja testamentið yfir
á íslenzku. Allur almenningur
fékk þar með aðgang að boð-
skap þess og fann þar skjól og
fótfestu i hretviðrum næstu
alda á landinu kalda.
Og sagan endurtekur sig.
Aftur situr fslendingur á
kyrrlátum stað á gangmiklum
tímum og snarar Bibliutextum
yfir á mál fátækrar þjóðar.
Haraldur er langt kominn með
þýðingarstarf sitt yfir á mál
Boranafólksins, sem talað er í
suðurhluta Eþiópíu. I ýmsu til-
Iiti er mikill munur á Islending-
um og Boronum — og þó.
Biblían er nefnilega litblind og
gerir ekki mannamun. Hún tal-
ar til manneskjunnar, hver og
hvar sem hún er.
Brátt mun því Nýja testa-
mentið verða prentað á Borana-
máli með stórum bókstöfum,
svo léttara sé nýlæsum. Fólk
mun einnig læra að lesa á það
með bandprjónaaðferðinni eins
og feður okkar. Það verður
mikil breyting.
Áður urðu menn að læra
amharinju til þéss að geta lesið
Biblíuna rétt eins og við yrðum
að læra frönsku eða þýzku til
þess arna.
Mikil lestrarkennslu-herferð
mun fylgja í kjölfar þýðingar-
innar. Það mun færa mörgum
manninurú frelsi, frelsið að
geta sjálfur séð hvað stendur á
blöðum og haft aðgang að bók-
um. — Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa. — Það renna upp
nýir tímar meðal Borana.
Enginn veit sína ævina fyrr
en öll er. Rauðhærður og
freknóttur órabelgur af As-
vallagötunni las Islandssöguna
sina fyrir tíma í Melaskólanum.
Varla hefur hann órað fyrir þvi
þá, að hann myndi síðar feta í
fótspor Odds meðal Borana i
Blálandi.
r
Víkingur: Gummersbach
laugardaginn 22. nóv. kl. 3.00
Forsalan
hefst í dag í tjaldi
við Útvegsbankann
LEIKUR SEM ENGINN MÁ
LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA.
Kaupgarður auglýsir
ÚTSÖLU
meðan birgðir endast á Akra smjörlíki
&
Akra bökunarsmjörlíki í
jólabaksturinn
RÉTT VERÐ: OKKAR VERÐ: SPARNAÐUR:
Akra 500 gr. 129.— pr. stk. 112.— pr. stk. 17.— pr. stk.
Bökunar-
smjörlíki 119.— pr. stk. 103.— pr. stk. 16.— pr. stk.
*
I baksturinn:
Bökunardropar
(10 teg.)
Kókósmjöl
Kökuskraut
Súkkat
Hveiti
Flórsykur
OpiS:
föstudag 9—12 & 1 3—22
laugardag 9—12.
Sykur
Púðursykur
Suðusúkkulaði
Hnetur
Rúsínur
Smjörpappír
Súkkulaðispænir
Kaupgarður
■ WU Smiöjuvegi 9 Kopavog
novLr
FYRIR VIÐRAÐANLEGT
Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki
ó öllum aldri. Novis er skemmtilega
einföld og hagkvæm lausn fyrir þó, sem
leita að litríkum hillu- og skópasamstæðum,
sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni.
| Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf.
I L Húsið
Híbýlaprýði
Dúna
Akranes: Verzl. Bjarg
Borgarnes: Verzl. Stjarnan
Bolungarvík: Verzl. Virkinn,
Bernódus Halldórsson
Siglufjörður:
Akureyri:
Húsavík:
Selfoss:
Keflavík:
Bólsturgerðin
Augsýn hf.
Hlynur sf.
Kjörhúsgögn
Garðarshólmi hf.
FRAMLEIÐANDI:
KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF.
HÚSGAGNAVERKSMIÐJA