Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 25 STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Skrifstofutækni Námskeið í skrifstofutækni verður haldið mánud. 24.11. þriðjud. 25.11. og miðv.d. 26. 1 1. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir kl. 1 5—1 8 alla dagana. Efni m.a.: Lýsing og greining á vinnurásum á skrifstofum, skrifstofutækni, samning, frágangur og fjölföldun pappírsgagna á skrifstofum, skjala- varsla. Leiðbeinandi er Glúmur Björnsson skrifstofustjóri. Þátttaka tilkynnist í síma 82930. ÞEKKING ER GÓÐ FJÁRFESTING. NÝJUNG 1 SKAMMDEGINU Mikil prýöi utan dyra viö hátíöleg tækifæri avo sem jól, afmæli, skírnir, bruðkaup, fermingar o.fl. Tilvaliö á tröppur, í garða, við hliö og par sem fólk vill hafa hlýlega birtu. VARMAL-ofninn er gerður úr stálrörum og áli og framleiddur með nýtísku aðferðum, sem tryggir gæða framleiðslu og lágt verð. VARMAL-ofninn hefur 3/8“ stúta, báða á sama enda og má snúa ofninum og tengja til hægri eða vinstri að vild. HAGKVÆMNI • ÖRYGGI * HEIMILISPRÝÐI Merki Ofnasmiójunncr tryagir yóur gæóin HF. OFNASMIÐJAN HÁTEKJSVEGf 7 - REYKJAVÍK - PÓSTHÓtf 5091 -SÍMI 21220 Aukaþing Alþýðuflokks: Launakjör vernduð — tíu punktar um hliðarráðstafanir A AUKAÞINGI Alþýðuflokksins, sem haldið var um sl. helgi var samþykkt stjórnmálaályktun. þar sem m.a. er lagt til að iaunakjör almennings verði vernduð en for- senda þess séu tilteknar ráð- stafanir af hálfu rfkisvaldsins. Sá kafli f stjðrnmálaályktun Alþýðu- flokksins, sem um þetta fjallar, hljóðar svo: VII. Launakjör almennings verði vernduð. Flokksþingið teiur, að forsenda þess, að framangreint markmið náist, sé að Alþingi og ríkisstjórn hafi nú þegar forystu um ýmsar ráðstafanir, sem launþegar geti litið á sem tryggingu fyrir raun- verulegum vilja til þess að taka tillit til réttmætra hagsmuna þeirra. Slíkar ráðstafanir telur Flokksþingið m.a. vera þær, sem hér verða nefndar. 1. Tekjuskattur til ríkisins af launatekjum verði afnuminn og ráðstafanir verði gerðar til þess að fyrirtæki þeri eðlilegan og rétt- mætan hluta af 'skattbyrðinni. Komið verði í veg fyrir, að ein- staklingar geti komið sér undan skatt- og útsvarsgreiðslu í skjóli eigin atvinnureksturs. 2. Niðurgreiðslum á vöruverði innanlands verði breytt i greiðsl- ur til neytenda og miðist þær við fjölskyldustærð. 3. Kaupmáttur almanna- tryggingabóta, sem ganga til iág- launafólks, verði verndaður og al- mannatryggingakerfið . endur- skoðað í samráði við verkalýðs- hreyfinguna, i þeim tilgangi að stuðla að almennum jöfnuði með sem markvissustum hætti. 4. Lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað f samráði við samtök launafólks, í þeim tilgangi, að kaupmáttur eftirlaunagreiðslna til aldraðra og öryrkja verði varð- veittur og tryggður gegn verð- bólgu. Réttlátur jöfnuður ríki milli allra landsmanna í lffeyris- sjóðsmálum. Stofnun lifeyrissjóðs allra landsmanna verði undirbú- inn. 5. Láglaunafólki, sem hefur á undanförnum árum stofnað til þungbærra lausaskulda vegna íbúðarkaupa, verði gert kleift að fá slíkum skuldum breytt í föst lán. Jafnframt verði aðstoð til kaupa á eldra húsnæði aukin. 6. Dregið verði úr útgjöldum ríkis og ríkisstofnana, en þess þó gætt, að óhjákvæmilegar fram- kvæmdir og félagsleg þjónusta verði ekki skert. Lögð verði áherzla á að auka framleiðslu þjóðarbúsins með sem skjótustum hætti, en þeim framkvæmdum frestað, sem geta beðið, og komið verði í veg fyrir margvíslegt bruðl, sem nú viðgengst. 7. Gerðar verði fullnægjandi ráðstafanir I gjaldeyrismálum til þess að stemma stigu við frekari viðskiptahalla, t.d. með tlma- bundnum takmörkunum á ónauð- synlegum innflutningi eða breyt- ingum á aðalflutningsgjöldum af honum þannig, að kaup almenn- ings beinist fremur að íslenzkum iðnaðarvörum en erlendum varn- ingi. 8. Sjálfvirkar verðhækkanir verði úr gildi numdar og lög og reglur um verðlagseftirlit endur- skoðuð i þvi skyni, að ná sterkari tökum á þróun verðlagsmála. Flokksþingið lýsir þvf yfir, að Alþýðuflokkurinn er reiðubúinn til þess að styðja ráðstafanir á Alþingi, sem tryggja framgang þessara stefnumála og hcitir launþegasamtökunum fullum stuðningi í baráttu þeirra fyrir þvf, að þau meginmarkmið náist, sem lýst var f upphafi þessarar ályktunar. 9. Vextir verði lækkaðir og hafðir misháir, miðað við þjóð- hagslega nauðsyn framkvæmd- anna, sem fé er lánað til. Lán verði verðtryggð i vaxandi mæ!i. 10. Opinberir starfsmenn fái fullan og óskoraðan samningsrétt um laun sín. Bændur semji einnig við neytendur um launakjör sín. Hringið og pantíð nautakjöt frá Kaupgarði Ný þjónusta Kaupgaröur býöur yður heila og hálfa skrokka, — tekna í sundur merkta og frágengna eftir yðar óskum, — TILBÚNA 1 FRYSTIKISTUNA Aðeins fyrsta flokks Kaupgarður býður yður aðeins gæðaflokka UN 1 og AK 1 Gæðaflokksstimpill fylgir hverri pöntun! Kaupgarðsverð: Per kg. 348.00 Pökkun og frágangur 50.00 Samtals kr. 398.00 Hringið kl. 8—16 PÖNTUNARSÍMANN 32550 Kaupgaróur ■ Smiöjuvegi 9 Kópavogi EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Þt' AL'GLÝSIR L’M ALLT I.AND ÞEGAR ÞL' Al’GLÝSIR I MORGL SBLADINL'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.