Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1975 Nokkur orð um tón- listargagnrýni Skólinn í Þorláks- hotn fær goða gjof Þorlákshöfn 18. nóv. MIÐVIKUDAGINN þann 12. þessa niánaóar komu saman á heimili skólasljórahjónanna hðr, Gunnars Markússonar og frú Sis- urlaugar Stefánsdóltur sljórn Kiwanisklúhhsins ölvers í Þor- lákshöfn og skólanefnd Þorláks- hafnarskðlahverfis. Forscti Sig- urður Helgason afhenli fvrir hönd klúbbsins skólastjóra höfð- inglega peningagjöf að upphæð 180.8.18,00 krónur til harna- og unglingaskóla Þorlákshafnar, með þeirri ósk að gjöfinni vrði varið til kaupa á Ijóslækninga- tækjum og aukningu á hókasafni skólans. Sigurður Ilelgason flutti ræðu við þetta tækifæri og fór viður- kenningarorðum um skólann í Þorlákshöfn og það starf sem þar er unnið, og þá ekki sízt um lipurð þá og skilning sem skólastjóri hef- ur jafnan sýnt öllu félagsstarfi á staðnum, sem hingað til hefur ekki haft annað húsaskjól en skól- ann. Skólastjóri þakkaði hina höfðinglegu gjöf Kiwanisklúbbs- ins með ræðu. Menn undu sér svo við samræður og góðar veitingar frú Sigurlaugar Stefánsdöttur fram eftir kvöldi. —Ragnhciður. SUNNUDAGINN 2. nóv. s.l. efndi Kammersveit Reykjavikur til sinna fyrstu tónleika á starfsár- inu og voru þeir haldnir í sam- komusal Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir fullu húsi. Tón- leikarnir tókust mjög vel og voru okkur öllum, sem að þeim stóðum, til óblandinnar ánægju. 1 Mbl. I dag, 18. nóv. (lesendur taki eftir: sextán dögum síðar) birtist eins dálks umsögn tónlistargagnrýn- anda blaðsins, Jóns G. Ásgeirs- sonar, um tónleikana. Eflaust kunna ritstjórar blaðsins ein- hverja skýringu á þessum óeðli- Iega drætti á birtingu umsagnar Jóns, en varla er hér plássleysi I blaðinu til að dreifa, því ekki var fyrirferðin mikil. Eg ætla ekki að gera hér að umtalsefni áhugaleysi blaða á starfi ýmissa listahópa í landinu, sem sannast i hvert sinn sem slikir hópar láta til sin heyra (og nægir þar að benda á til samanburðar átta heilsíður til- sterka hjartað VENJULEGAR RAFHL. NATIONAL RAFHLÖOUR ÞETTA LENGRI ENDING. hentar í öll tæki ©0 Ll 1 I « U ■ I 1 I I 3 ■ - v EgNational einkaðar nokkurra daga gömlum iþróttaviðburðum, innlendum sem erlendum, sem birtist í Mbl. sama dag og eins dálks tveggja vikna gamla umsögn um tónleik- ana birtist) heldur get ég ekki orða bundist að ræða það, sem tónlistargagnrýnandinn segir í umsögn sinni. „Fyrstu tvö verkin (þ.e. Mozart: Serenada KV 388 og Rondó i B-dúr eftir Beethoven) hefðu mátt missa sig og raunar undarlegt hve Mozart er oft val- inn sem létt uppfylling." Ég vil benda tónlistargagnrýnandanum á að við lítum ekki á Mozart sem „létta uppfyllingu" og það gerir enginn, sem fæst við að leika verk Mozarts. Við vörðum meiri æfingatíma i Serenödu Mozarts en Oktett Stravinskys, sem gagn- rýnandinn taldi „mjög vel leik- inn“ og að þar „hafi stjórnandi og hljóðfæraleikarar gefið sér tíma til að fjalla um verkið sem tón- list“. Ef meðferð okkar á Serenödu Mozarts hefur ekki tekizt betur en svo að hún virkaði á gagnrýnanda sem einhver „létt uppfylling" þá er annað tveggja, að við erum ekki vandanum vaxn- ir sem tónlistarmenn eða hann ekki dómbær á tónlistarflutning. Gagnrýnandinn heldur áfram og segir: „Rondóið eftir Beethoven er svo sem ekkert sérstakt. Það gæti verið til fróðleiks, er að það er talið samið sem æfing og á harla lítið erindi við hlustendur", en því er til að svara að Beet- hoven samdi verkið sem þriðja þátt í píanókonsert nr. 2 en var ekki allskostar ánægður með það i samhengi við fyrri þættina tvo og samdi því annan lokaþátt við píanókonsertinn. Rondóið er því ekki talið sem æfing og á nógu mikið erindi við hlustendur til þess að það er oft Ieikið á tónleik- um erlendis og hefur verið gefið út á hljómplötum. Eftir sömu rök- semdarfærslu gagnrýnanda og sama mæli ætti að strika Leonoru forleiki Beethovens nr. 1, 2 og 3 út af verkefnaskrám hljómsveita og telja þau merku verk sem „æfingu, sem ætti harla litið erindi við hlustendur" því eins og kunnugt er samdi Beethoven fjóra forleiki við óperu sína „Fidelio", en var ekki nógu ánægður með fyrrnefndu þrjá forleikina í samhengi við efni óperunnar. Pianókonsert Mozarts i C-dúr, K. 453 eyðir gagnrýnandi ekki orðum að frekar en það verk hafi aldrei verið flutt á tónleikun- um. „Um val verkefna mætti rita langt mál og finna að ýmsu“, — já, vist er um það, en þó ekki væri öðru til að dreifa en þvf, að Serenada Mozarts hefur aðeins verið flutt einu sinni áður á tón- leikum hér á landi (fyrir u.þ.b. 20 árum) en ekkert hinna verkanna verið flutt áður hérlendis, þá rétt- lætir það fullkomlega verkefna- valið að okkar dómi og held ég að mér sé óhætt að staðhæfa að tón- leikagestir^_ hafi ekki verið óánægðir með valið. Umsögn Jóns Ásgeirssonar tón- skálds um leik Ashkenazy tel ég fullkomlega ósæmandi manni, sem fæst við tónlist í jafn ríkum mæli og Jón, þvi þótt hann hafi Helgi Tryggvason „Vísið þeim veginn” — ný bók eftir Helga Tryggvason KOMIN er út bók eftir sr. Helga Tryggvason, yfirkenn- ara, „Vísið þeim veginn“, en undirtitillinn er „Hér eru rakt- ar og ræddar meginreglur fremsta uppeldismálarits allra tima“. í formála segir höfundur m.a.: „Um Ritninguna sem upp- eldismálabók eða bækur má sjálfsagt skrifa á margan veg, Framhald á bls. 20 Stjórn Félags þingeyskra kvenna í Reykjavík skipa þessar konur, fremri röð frá vinstri, Dóra Sigurjónsdóttir, Vilfrfður Steingrfms- dóttir, Ilulda Pétursdóttir og Hrefna Sigurðardóttir, sem allar eru meðstjórnendur. f aftari röð eru (f.v.) Birna Björnsdóttir gjaldkeri, Guðrún Jóhannsdóttir formaður og Oddný Gestsdóttir ritari. Fjölsóttur fagnaður þingeyskra kvenna FÉLAG þingeyskra kvenna í Reykjavfk efndi til árlegs skemmtifagnaðar að Hótel Esju, laugardaginn 15. nóvember s.l. og tókst fagnaðurinn með ágætum og var fjölsóttur. Félagið var stofnað 28. október 1973 og er markmið þess að vinna að menningar- og mannúðarmálum heima 1 sýslu, sérstaklega vilja konur í félaginu stuðla að byggingu heimilis fyrir aldraða. Félagskonur vilja hvetja allar þingeyskar konur, sem ekki eru þegar félagar til að ganga i félagið sér til ánægju og félaginu til framdráttar. Formaður félags- ins er Guðrún Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.