Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975
29
I nýju húsnœði
+ Úra- og skartgripaverslun
Magnúsar E. Baldvinssonar
hefur nú flutt I nýtt húsnæði að
Laugavegi 8. Verzlunin var
stofnuð 1947 og hefur sfðustu
26 árin verið að Laugavegi 12.
Verzlunin selur úr, kiukkur,
úrabönd og starfrækir úrsmfða-
verkstæði. Einnig eru þar seld-
ir skartgripir, gjafavörur og
verðlaunagripir fvrir íþrðttir.
Einnig er í sambandi við fyrir-
tækið rekin málmiðja, sem
framleiðir minjagripi, félaga-
merki o.fl. Stjórnendur fvrir-
tækisins eru Magnús E. Bald-
vinsson og Björn Ágústsson úr-
smiður. — Mvndin er tekin f
nýju verzluninni.
+ Lauslega áætlað er talið, að
prentaðar hafi verið á fslenzku
vestan hafs um 1000 bækur og
tímarit, og segir það sína sögu
um bókmenntaiðju Islendinga
þar allt frá fvrstu tíð. Jón
Ólafsson skáld samdi rit um
Alaska, og var það prentað
fvrst fslenzkra rita vestan hafs
f Washington 1875. Var Jón for-
maður sendinefndar, er fór á
vegum Bandarfkjastjórnar
1874 til að kanna landkosti f
Alaska með það fyrir augum,
að Islendingar flvttust þangað
og stofnuðu þar nýlendu.
íslendingar höfðu ekki dval-
izt lengi f Nýja islandi í Kan-
ada, þegar þeir keyptu prent-
smiðju sunnan úr Bandaríkj-
um og hófu að gefa út blaðið
Framfara.
Þessi rit eru til sýnis f and-
dyri Safnahússins, en margs
konar önnur verk eru þar einn-
ig, m.a. ljóð og sögur nokkurra
kunnustu skáldanna auk hand-
rita sumra þeirra.
Þá hangir uppi landnámskort
eitt míkið er sýnir heimilisrétt-
arjarðir fslenzku frumbyggj-
anna f Gimlisveit og Arnes-
bvggð 1 Manitoba. En kortið
sendi Gimlideild Þjóðræknisfé-
lagsins Landsbókasafni að gjöf
í fyrra.
Sýningin mun standa nokkr-
ar vikur f anddyri safnahúss-
ins, og er hún opin virka daga
kl. 9—10.
Fyrsta lands-
þing franskra
vœndiskvenna
Parfs, 18. nóvember—Reuter.
+ Einbeittar vændiskonur vfðs-
vegar að úr Frakklandi flugu f
dag til Parísar til að sitja fyrsta
landsþing franskra vændis-
kvenna, sem hefjast á f kvöld.
Um 2000 vændiskonur voru
væntanlegar á þingið sem er
meiri háttar áfangi fyrir bar-
áttu þeirra gegn lögregluof-
sóknum og scktum, en hún
vakti fvrst athygli á þessu ári
er vændiskonur lögðu undir sig
kirkjur málstað sfnum til árétt-
ingar. Markmið þingsins nú er
að ná samkomulagi við stjórn-
völd sem gerir ráð fvrir að þær
greiði skatta vegna atvinnunar
en fái f staðinn viðurkenningu
lögreglunnar sem venjulegar
verkakonur. ÖUum 490 þing-
mönnum franska þingsins var
boðið til þings vændiskvenna f
kvöld ástamt helztu félagsfræð-
ingum, lögfræðingum, kirkju-
mönnum og rithöfundum
landsins, þ.á m. Simone De
Beauvoir. Ekki var vitað hversu
margir mvndu þiggja boðið.
NÝ SENDING
VETRARKÁPUR, PELSKÁPUR OG LOÐHIJFUR.
Kápu- og dömubuðin,
Laugavegi 46.
Heimsfrægar glervörur, kunnarfyrir listfenga hönnun
og frumlegt útlit. littala glervörur eru ein
fallegasta tækifærisgjöf, sem hægt er að hugsa sér.
Komið og skoðið úrvalið í verzlun okkar.
HÚSGAGNAVERZUIN
KRISTIÁNS SIGGEIUSSONAK
▼ * • 'icmi