Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 Tvær hliðar sama hlutar Núverandi ríkisstjórn hefur haft forgöngu um tvennt. sem hvorttveggja er grundvallaratriði i lifs- baráttu og framtíSarvel- ferS þjóðarinnar. Annars vegar útfærsla fiskveiSi- landhelgi okkar i 200 sjó- milur og hinsvegar undir- búningur aS löggjöf um skynsamlega nýtingu fisk- stofnanna viS landiS. NiSurstöSur haf- rannsóknastofnunnar og fiskifræSinga, islenzkra og erlendra, ber saman um, aS ofsókn I helztu nytjafiska okkar hafi stuSlaS aS vaxandi smð- fiskadrápi og ört minnk- andi stofnstærð, sem bók- staflega hrópi á verndun fiskstofnanna, stjórnun veiSanna og skynsamlega nýtingu miðanna, ef bolfisktegundir okkar eigi ekki að hljóta sömu örlög og sildin, sem var a8 þvi komin a8 deyja út. 80% af útflutningsverS- mætum okkar í dag eru sjðvarafurðir. Útfærslan og skynsamleg nýting miðanna eru þvi tvær hliðar sama hlutar, þ.e. að vernda þær auðlindir, sem verið hafa undirstaðan að atvinnu- og afkomuöryggi þéttbýlissvæða og sjávar- siðu og raunar að efna- hagslegu sjálfstæði þjóða rinnar. Tilgangur útfærslu fisk- veiðiland- helginnar Megintilgangur útfærsl- unnar var að öðlast stjórn- un á sókn i fiskstofnana, koma ð nauðsynlegri friðun svo nytjafiskar okkar geti á ný náð há- marksstofnstærð og gefið þann arð i þjóðarbúið, sem skynsamleg nýting þeirra frekast leyfir. Meðan hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðann er enn að þinga um haf- réttarreglur og 200 sjó- milna f iskveiðilögsaga nýtur ekki alþjóðlegrar viðurkenningar, eru ýmis Ijón ð vegi I þessu lifs- hagsmunamáli islend- inga, einkum og sér i lagi hið brezka. Þrátt fyrir út- færslu I 50 sjómilur og vaska vörzlu löggæzlu okkar á þvi hafsvæði náðu Bretar og V-Þjóðverjar 250.000 tonna afla á is- landsmiðum árið 1973. þar af Bretar einir 155.000 tonnum. Þaðvar því ekki að ástæðulausu, að islenzk stjórnvöld vildu kanna ofan í kjölinn, hvort hægt væri að ná frekar og fyrr þeim árangri, sem að var stefnt með útf ærslunni, með eða ðn tima- og skilyrðisbund- inna samninga við viðkomandi þjóðir. Þetta var meginforsenda samn- ingstilboðs þess, sem Bretum var gert, rétt- læting og röksemd þess. þó einnig væru haft i huga það sjónarmið, að samn- ingsvilji styrkti mðlstað okkar og stöðu á alþjóða- vettvangi sem og sú staðreynd, að söluaðstaða sjávarafurða á erlendum mörkuðum skiptir þjóðina verulegu máli. Hlutur stjórn- arandstöðu Sýnt þykir að samningar við Breta séu úr sögunni að sinni, vegna óbilgirni þeirra og dæma- fðrrar þröngsýni og að f ramundan séu hörð átök, ef marka má hótanir og dylgjur brezku krataráð- herranna. Með það í huga, hve hér er um þýðingarmikið stórmál að ræða, sem og þau ðtök, sem framundan eru, gegn- ir furðu, hve Islenzka stjórnarandstaðan leikur gráan leik i þessu máli. Allur hennar mðlflutn- ingur virðist miða að þvi fyrst og fremst að tvistra bjóðinni i þessu máli — og sundrunariðjan virðist hert að sama skapi sem þörf þjóðarinnar fyrir sam- stöðu vex og verður brýnni. Forystan i þessum gráa leik er að sjðlfsögðu i höndum kommúnista. Mannanna, sem sömdu við Breta (og fleiri þjóðir) 1973, án þess að tryggja viðurkenningu á útfærslu i 50 sjómilur. Með dansa aðrir gjörendur samnings- ins frá 1973, þ.e. svo- kallaðir frjálslyndir vinstri menn. Og ekki hefur heyrzt um orðsendingar fslenzka Alþýðuflokksins til brezkra „bræðraflokks- ins" nýverið. Hótanir Breta eru að visu alvarlegs eðlis — en þeim verður að mæta ð viðeigandi hátt. Hitt er þó öllu alvarlegri hættuboði, ef kommúnistum tekst að koma i veg fyrir nauðsyn- lega samstöðu þjóðar- innar á örlagastundu, þegar hún þarf ð öllum sínum samtakamætti að halda, hyggindum og herzlu. Foreldrasamtök barna með sérþarfir: Góðar gjafir og aukinn skilningur Foreldrasamtökum barna með sérþarfir hafa borizt gjafir að undan- förnu sem sýna vaxandi skilning á þörf aðgerða á þessum vettvangi í fs- lenzku þjóðlífi. Félagið Foreldrasamtök barna með sérþarfir var áður kennt við f jölfötluð börn, en nafni félagsins var breytt s.I. vetur. Foreldrasamtökin eru hags- munasamtök barna með sér- þarfir en í samtökunum eru 105 manns, bæði hjón og einstæðir foreldrar, en alls eru 56 bprn á vegum þessa fólks, þar af 26 úti á landi og 30 í Reykjavík. Fyrir skömmu afhentu 6 kon- ur í saumaklúbb samtökunum 266 þús. kr. sem konurnar höfðu safnað hjá vinum, vanda- mönnum og vinnufélögum á rúmum mánuði. Konurnar vilja ekki láta nafns sins getið en í spjalli við þær á blaðamanna- fundi með Foreldrasamtökun- um- sögðu þær að þessi hug- mynd hefði komið upp í spjalii um þessi mál og að þeirra áliti hefði ekki verið gert nóg fyrir þennan þátt þjóðlifsins. Töldu þær að þetta íæri í rauninni eina gagnið sem þessi sauma- klúbbur hefði gert í þau 15 ár sem hann hefur starfað. Þá hefur Ljósmjeðrafélag Reykjavikur fært Foreldrasam- tökunum 50 þús. kr. sem komu inn fyrir merkjasölu i apríl s.l., en Ljósmæðrafélagið hefur mjög lagt hönd á plóginn í ýms- um líknar- og framfaramálum varðandi Landspítalann, fæð- ingardeildina og fleira. I spjalli við ljósmæðurnar töldu þær að það væri mikil þörf fyrir aðgerðir i þágu barna með sérþarfir, þvi það væri margt sem vantaði til þeirra daglega lifs og hingað til hefðu þau verið mjög afskipt. Einnig hafa 25 konur, sem vinna i Verzlunarbanka ís- lands, aðalbankanum og útibúi i Breiðholti, afhent Foreldra- samtökunum 71 þús. kr., en það er laun þessara kvenna á kvennafridaginn 24. okt. s.l. Mynd af forsíðu eins jólakortsins sem For- eldrasamtök barna með sérþarfir bjóða nú lands- mönnum til styrktar starfinu. Flestar starfsstúlkur Verzlun- arbankans tóku sér frí þá og kváðust þær ekki hafa reiknað með þessum launum og því hefði útborgun þeirra komið þeim á óvart. Þær ákváðu hins vegar að láta þessi laun renna til góðgerðarmála og þær konur sem unnu í bankanum þennan dag létu einnig sin laun renna í sjóðinn. Kom þessi hugmynd til tals þegar nokkrar konur sem voru á móti fritöku kvenna þennan dag, töldu að konur ættu að beita sér fremur t.d. með því að taka sig saman allar einn dag á ári og leggja ein- hverju þörfu máli lið. I samtali við forsvarsmenn Foreldrasamtaka barna með sérþarfir kom fram að talið er að 2—3% barna í nálægum löndum séu líkamlega eða and- lega skert og jafnvel hvort tveggja, en ekki hefur verið gerð gagngerð könnun á því hér á landi hver staðan er í þessum málum. I Bandarikjunum voru á s.l. ári sett alrikislög fyrir þessi börn og varða þau öll börn með sérþarfir, bæði andlega og líkamlega bæklun, blind og heyrnarlaus og fjölfötluð. Foreldrasamtök barna með sérþarfir hafa starfað í tæp tvö ár og samtökin reka nú gisti- heimili i Brautarholti 4 þar sem hægt er að hafa 6 börn með rt]|pðrum sinum eða t.d. tvenn hjón með tvö börn, en stöðu þessara barna hefur ekki verið mikill gaumur gefinn fyrr en á allra síðustu árum. Foreldrasamtökin standa fyr- ir jólakortasölu og hefur henni verið vel tekið, en kortin voru prentuð í 100 þús. eintökum fyrir siðustu jól og er talið lik- legt að þau seljist upp fyrir þessi jól. 7 HVEITI 5 LBS. 276 FLÓRSYKUR 1 . LBS. 105 FLÓRU ÁVAXTSAFI 2L. 508 SNAK KORNFLAKES 500 GR. 1 92 FISKBOLLUR ORA 1/168 TROPICANA 2L 249 KAFFI 1 /4 KG. 1 1 5 SAHI W.C. PAPPÍR 25 RÚLLUR 1 .286. HVEITI OG SYKUR í SEKKJUM KJÖT, KJÖTVÖRUR, OSTAR, SMJÖR FISKUR. Opið til kl. 10 föstudag Opið til kl. 12 laugardag. OG Vörumarkaðurinn hl. Armul* 1A Hu»Q«gna og h«imilt«d S 86 112 Matvorud«ild S 86 111 Vofnaftarv d S 86 1 1 3 •■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•• Nýkomið Italskar karlmannamokkasíur úr sérstaklega mjúku leöri, Teg: 181 Litir. Rauðbrúnt eða dökkbrúnt Stærðir: 42—46 (i Vh nr) Kr. 6.790 - Skóverzlun Þórðar Péturssonar v/Austurvöll. Sími 14181. Kaupgarður auglýsir ÚTSÖLU meðan birgðir endast á Akra smjörlíki & Akra bökunarsmjörlíki í jólabaksturinn RÉTT VERÐ: OKKAR VERÐ: SPARNAÐUR: Akra 500 gr. 129.— pr. stk. 112.— pr. stk. 17.— pr. stk. Bökunar- stnjörlíki 119.— pr. stk. 103.— pr. stk. 16.— pr. stk. I baksturinru Sykur Púðursykur Suðusúkkulaði Hnetur Rúsínur Smjörpappír Súkkulaðispænir föstudag 9—12 & 13—22. laugardag 9—12. Kaupgardur ■ Bp Smiöjuvegi 9 Kopavog Bökunardropar (10 teg.) Kókósmjöl Kökuskraut Súkkat Hveiti Flórsykur Opið:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.