Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 17 FRETTIR uðum æsingamönnum. I tll- kynningu sem stjórnin birti eftir fundinn sakaði hún vissa herfor- ingja um að svíkja loforð um að veita stjórninni stuðning hersins. Hún sagði að hún gæti ekki stjórnað 1 vissum hlutum lands- ins. Einn helzti leiðtogi flokks alþýðudemókrata (PPD) Fran- cisco da Carneiro, sagði í dag að nauðsynlegt væri að skipa nýja menn í æðstu stöður í hernum. Hann kvað hugsanlegt að Costa Gomes viki núverandi samsteypu- stjón frá en taldi hana nauðsyn- lega til að varðveita lýðræði \ Portúgal og sjálfstæði landsins. Styður KGB júgó- slavneska andófsmenn? Belgrad, 19. nóv. Reuter. MOMCILO Dugalic, þekktur foringi úr síðari heimsstyrjöld- inni, sagði 1 dag, að erlendar leyniþjónustur væru að gera til raun til (hlutunar um frelsi og sjálfstæði Júgðslavíu. Hann sagði að júgóslavneskir aðilar, sem væru á móti stjórn lands- ins, hefðu gengið til samstarfs við erlenda njósnara. Talið er öruggt að Dugalic hafi þarna átt við aðildarríki Varsjár- bandalagsins, en þetta er í fyrsta skipti, sem opinberlega hefur verið kveðið upp úr með þá skoðun, að andstæðingar Titostjórnarinnar lytu fyrir- mælum erlendra leyniþjón- ustu- og njósnakerfa. Nú munu um 35 menn sem sýnt hafa andstöðu við stjórn- ina vera f fangelsum og bíða réttarhalda í landinu, ef marka má áreiðanlegar heimildir. Aft- ur á móti eru þeir einnig til sem telja að talan-sé miklum mun hærri, jafnvel nálægt einu hundraði. Reagan 1 kosningaham. Ronald Reagan gefur formlega kost á sér Washington, 20. nóv. Reuter RONALD Reagan, fyrrverandi rfkisstjóri 1 Kaliforniu, tilkynnti f dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni f kosningunum á næsta ári. hvers Bandarikjamanns óvið- komandi. Vinsældir Reagans munu byggjast á íhaldssamri lífsskoðun, ræðuhæfileikum og frægð fyrir leik í 50 Hollywood-kvikmyndum. Lissabon, 20. nóvember AP. Reuter JOSE Pinheiro de Azevedo for- sætisráðherra og aðrir ráðherrar portúgölsku stjórnarinnar fóru 1 verkfall í dag til að knýja fram kröfu sína um stuðning hersins við stjórnina og þúsundir verka- manna efndu til mótmælaaðgerða gegn stjórninni. Forsætisráðherrann tilkynnti að loknum fundi f stjórninni að hún hefði ákveðið að hætta öllum störfum þangað til Francisco da Costa Gomes forseti tryggði henni fullan stuðning hersins en tók fram að stjórnin hefði ekki sagt af sér. Samtök verkamanna í Lissabon er kommúnistar ráða svöruðu þessu með hörðum árásum á Azevedo og hvöttu til allsherjar- verkfalls. Verkamenn svöruðu þeirri áskorun með mótmælaað- gerðum fyrir utan höll Costa Gomes forseta og kröfðust þess að forsætisráðherrann yrði rekinn og „byltingarstjórn“ mynduð. Forsetinn var hins vegar ekki staddur í höllinni heldur á fundi í byltingarráði hersins í virki skammt frá Lissabon. Azevedo sagði í útvarpsviðtali að hann væri „fangi“ og orðinn þreyttur á „innilokun" vegna skorts á stuðningi hersins við stjórnina. Hins vegar neitaði hann því að stjórnin hefði sett Costa Gomes úrslitakosti. Þó fer ekki á miíli mála að hann vill neyða herinn til að láta til skarar skríða gegn vinstrisinn- Hann kvað helztu ástæðuna til þess að hann tók þessa ákvörðun vaxandi áhyggjur sfnar af þróun- inni ( Bandarfkjunum og f heiminum. Reagan hefur áður gagnrýnt skrifstofuveldi f Washington og ókosti stórrar og voidugrar rfkis- stjórnar sem fáist við of umfangs- mikil vandamál. Á blaðamannafundi í dag bað Reagan alla Bandaríkjamenn, sem væru honum sarnmála um að taka yrði upp nýja og jákvæða stefnu, að veita sér brautargengi. Reagan er 12. stjórnmálamaður- inn sem gefur kost á sér sem forsetaefni, en eini repúblikaninn auk Fords forseta. Á blaðamannafundinum gagn- rýndi Reagan stjórn Fords fyrir að ráða ekki við verðbólgu og atvirinuleysi. Hann gaf einnig í skyn að hann mundi taka harðari afstöðu gegn Rússum ef hann yrði kjörinn for- seti Hann mun einkum höfða til kjósenda sem telja að ríkisvaldið sé með nefið ofan í öllu og láti'sér jafnvel ekki smæstu atriði f lífi mm Dalur hinna föllnu er helgaður þeim sem féllu f spænska borgarastríðinu 1969 og lfklegt er að Franco hershöfðingi verði lagður til hinztu hvfldar f grafhýsinu þar. Portúgalsst j órn f arin í verkf all Sovézk tenging í geimnum Moskvu, 20. nóv. Reuter. RÚSSAR hafa tengt ómannað geimfar, Soyuz- 20, við geimrannsóknar- stöðina Salyut-4, en þeir reyndu fyrst sjálfvirka tengingu 1967, og hér virð- ist aðeins vera um endur- tekningu að ræða. Ekkert var látið uppskátt um tilgang tengingarinnar, en bandarískir sérfræðing- ar velta því fyrir sér hvort hann sé sá að flytja nýjar birgðir af eldsneyti, súr- efni og vatni til rannsókn- arstöðvarinnar. Sovézkir geimfarar hafa alls dvalizt þrjá mánuði í stöðinni síðan henni var skotið á loft 26. desember í fyrra. Síðustu ferðinni lauk í júlí þegar tveir menn komu til jarðar með Soyuz-18 eftir 63 daga dvöl á braut — og lengstu mönnuðu geimferð Rússa. Economist vill falla frá kröfum til veiða BREZKA tímaritið The Economist segir f sfðasta tölublaði að Bretar eigi að gefa upp á bátinn allar kröfur til stöðugra veiða á Islandsmiðum, að Islendingar geti og muni veiða allan sinn „50 mílna fisk“ fyrir sig sjálfa og Roy Hattersley geti í mesta lagi gert sér von um samning til eins eða tveggja ára með veiðiheimildum handa brezkum togurum og stórlækkuðum veiðikvóta. Blaðið segir að bæði Islendingar og Bret- ar muni reyna af fremsta megni að forðast „fallbyssupólitík" og telur að ef til hennar verði gripið muni hún bitna mest á brezk- um togaramönnum. The Economist segir að Bretar hafi haft tvö ár til að leysa framtíðarvanda togara- manna sinna og hafi þvi fáar afsakanir. íslendingar hafi hins vegar svo fárra kosta völ stjórnmálalega og efnahagslega að mál- ið sé svo að segja útrætt fyrir fram af þeirra hálfu. Blaðið segir að Islendingar hafi aldrei skuldbundið sig til að endurnýja samning- inn við Breta og Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra hafi margsinnis sagt að Is- lendingar væntu þess að Bretar hypjuðu sig þegar samningurinn rynni út. Það segir að honum hafi gengið erfiðlega að fá stjórn sína að samþykkja samninga við Vestur-Þjóðverja en samkvæmt heimildum í Bonn verði samið ef stjórnin falli ekki fyrir þeirri freistingu að hamstra fiski og sparka öllum útlendingum sem sé sterk þar sem 80% útflutnings Islendinga séu fiskafurðir. Economist vitnar í skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar og bendir á að Bretar veiði næstum því þriðja hvern þorsk sem nú sé veiddur á íslandsmiðum og það sé rúmlega 90% afla brezkra togara við Island. Blaðið segir að brezkur sjávarútvegur sé í rúst þar sem lagt hafi verið 137 togurum eða rúmum fjórðungi flotans og að færri brezk skip veiði upp í 130.000 tonna kvóta Breta sem verði sennilega ekki fylltur á þessu ári. Á það er bent að Bretar hafi lítið reynt að draga úr þorskneyzlu og beina veiðunum til Norðursjávar. Bretar hafi aldrei fyllt kvóta sinn þar og veitt innan við 75% af því sem þeir hafi mátt veiða af helztu tegundum. Lagt sé bátum sem veiði við Færeyjar og við Norður-Noreg þar sem þeir séu fljótir að fylla kvóta sfna. Togveiðar valda erfiðleikum seg- ir The Economist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.