Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 Fjármál sveitarfélaga: Skatttekjur sveitarfélaga 6% en ríkisins 26,5% af þjóðarframleiðslu UNDANFARNA DAGA HEFUR STAÐIÐ YFIR HÉR I Reykja- vík ráðstefna um fjármál sveitarfélaga á vegum Sambands (slenzkra sveitarfélaga. Fjárhagsstaða fjölda sveitarfélaga I land- inu er mjög erfið, ekki slzt sökum þess, að tekjustofnar sveitar- félaga hafa hvergi nærri fylgt eftir verðlagsþróun I landinu né vaxið 1 samræmi við hlutdeild heildarskatttekna hins opinbera, en aukning opinberrar skattheimtu hefur einkum komið f hlut rfkisins. Skatttekjur hins opinbera hafa 1 heild hækkað úr 22.2% af vergri þjóðarframleiðslu árið 1954 í 32.5% 1974. Þar af hafa skattar til rfkisins hækkað úr 17.3% þjóðarframleiðslu f 26.5% en skattar til sveitarfélaga aðeins úr tæpum 5% f 6%. A ráðstefnunni vóru lagðar fram lauslegar áætlanir Þjóðhags- stofnunar um breytingar á helztu tekju- og gjaldaliðum sveitar- félaga milli áranna 1975 og 1976. t þeim áætlunum kemur fram margskonar fróðleikur um útsvör, fasteignaskatta, aðstöðugjöld, Jölnunarsjóð sveitarfélaga og þéttbýlisvegafé, sem eru helztu tekjulindir sveitarfélaganna. Þá er og fjallað um gjaldaliði, en þar speglast m.a. launaþróun í landinu á Ifðandi ári, verðlags- þróun o.fl., sem Morgunblaðið telur að eigi erindi til lesenda þess. Þetta yfirlit Þjóðhagsstofnunar fer þvf hér á eftir. l. (JTSVÖR — MEÐALTEKJUHÆKKUN 25% 1975. Nú er áætlað, að meðal- brúttótekjur einstaklinga til skatts hækki um nær 25% milli tekjuáranna 1974 og 1975, þ.e. milli skattáranna 1975 og 1976. Álagningarstofn útsvars, þ.e. bruttótekjur að frádregnum tekjum af eigin húsnæði, skyldusparnaði og nokkrum minni háttar liðum, mun þó sennilega hækka aðeins meira eða um 25,5—26%. Þessi áætlun er i aðalatriðum byggð á mati á breytingum kauptaxta, tekna sjómanna og lauslegum hugmyndum um breytingar annarra skattskyldra tekna, auk þess sem stuðzt er við skýrslur Kjararannsóknar- nefndar um laun og vinnutíma verkafólks og iðnaðarmanna i Reykjavík og nágrenni á fyrra árshelmingi 1975. Tölur um al- menna veltubreytingu skv. söluskattsframtölum styðja einnig þessa áætlun. Hafa ber jafnan í huga, að hér er um áætlað landsmeðaltal að ræða, og tekjubreytingar í einstökum sveitarfélögum geta vikið nokkuð frá þessu meðaltali, bæði til hækkunar og lækk- unar. I lögum nr. 11/1975 er kveðið svo á, að upphæðir persónu- afsláttar frá útsvari skuli breyt- ast með skattvísitölu. í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1976 er skattvísitala ákveðin 125 stig m. v. 1975 = 100 og hækkar hún því til jafns við tekjur. Sé gert ráð fyrir, að annar útsvarsaf- sláttur skv. 27. grein tekju- stofnalaga hækki svipað og tekjur, felur framangreind áætlun í sér 26% hækkun út- svarsálagningar m.v. sama álagningarhlutfall 1976 og notað var í ár. Sem dæmi má nefna, að þótt ekki yrði veitt heimild til 11% álagningar, myndu álögð útsvör samt hækka um 12,5% á næsta ári. 1 báðum tilvikum er miðað við óbreytta meðferð skattafsláttar og barnabóta til greiðslu út- svars frá því sem er á árinu 1975. Við þær breytingar út- svarsálagningar, sem hér hafa verið nefndar, bætast sfðan áhrif fjölgunar (eða fækkunar gjaldenda, eins og hún er á hverjum stað. II. IIÆKKAÐ ÁLAG A FASTEIGNAMAT — FASTEIGNASKATTUR Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um álag á fasteignamat við álagningu fasteignaskatts — og annarra gjalda, sem reiknuð eru sem hlutfall af fasteignamati — árið 1976. Er þessi auglýsing í sam- ræmi við ákvæði til bráða- birgða í III. kafla laga nr. 11/1975 um ráðstafanir í efna- hagsmálum og fjármálum o.fl. I þessu ákvæði segir, „að þar til nýtt fasteignamat hefur tekið gildi, er ráðherra heimilt að ákveða fyrir 15. nóv. ár hvert, að gjöld næsta árs, sem reiknuð eru sem hlutfall af fasteigna- mati, megi breytast í hlutfalli við þá breytingu byggingarvísi- tölu, sem orðið hefur frá 1. nóv. árið áður til 1. nóv. ákvörðunar- ársins". Vísitala byggingar- kostnaðar var 1455 stig 1. nóvember 1974, en hækkaði í 1986 stig 1. nóvember s.l., og nemur hækkunin 36,5%. Sam- kvæmt þessu hækkar álag á gildandi fasteignamat við 1974 ákvörðun fasteignaskatts úr 100% árið 1975 i 173% árið 1976, þ.e. á árinu 1975 var gild- andi fasteignamat tvöfaldað við álagningu fasteignaskatts, en á næsta ári skal margfalda matið með 2,73. III. AÐSTÖÐUGJALD — VELTUAUKNING YFIR 30% Við áætlanir um breytingar aðstöðugjaldsstofns hefur á undanförnum árum einkum verið stuðzt við almennar veltu- breytingar, eins og þær koma fram í álagningu söluskatts. Nú má búast við, að álagningar- stofn söluskatts hækki um 30% milli áranna 1974 og 1975, og gefur það væntanlega ein- hverja vísbendingu um hækkun aðstöðugjaldsstofns. Þetta má þó sennilega líta á sem lágmarkshækkun, og afar lausleg hugmynd um breyt- ingar aðstöðugjaldsstofns í helztu atvinnugreinum milli ár- anna 1974 og 1975 bendir til 35—40% hækkunar að meðal- tali. Hækkunin verður sem fyrr misjöfn eftir atvinnusamsetn- ingu og afkomu einstakra fyrir- tækja á hverjum stað. IV. JÖFNUNARSJÖÐUR SVEITARFÉLAGA Áætlun um innheimtan sölu- skatt og aðflutningsgjöld á árinu 1975 bendir til þess, að tekjur Jöfnunarsjóðs af þessum TEKJUR, GJÖLD OG LÁNTÖKUR SVEITAR- FÉLAGA í HEILD 1953-1972. • 100 • 90 • 80 • 70 • 60 • 50 • 40 • 30 • 20 • 10 • 0 */. — • 0 • 10 • 20 • 30 • 40 • 50 • 60 • 70 • 80 • 90 t, • 100 [[] LÁNTÖKUR. NETTÓ 1 * III. IV.-1 I-1 Tekjur, gjöld og lántökur sveitarfélaga í heild 1953 til 1972. UTSVOR FASTEIGNASKATTAR AÐRIR SKATTAR OG GJ0LD ÞMT AÐSTÖÐUGJALD AÐRAR TEKJUR, Þ.M.T. FRÁ JÖFNUNARSJÓÐI REKSTRARTEKJUR REKSTRARUTGJOLD STJÓRNUNARKOSTNAÐUR, LÖGGÆSLA FRAMFÆRgLUMAL, HEIL- BRIGÐISMAL, ALMANNA - TRYGGINGAR FR/EÐSLUMAL TIL GATNA, VEGA OG HOLR/ESA ONNUR REKSTRARGJOLD REKSTRAFGANGUR Strjólbýli stofnum verði nær 1.600 m.kr. í ár. Landsútsvör námu 374 m.kr. og aðrar tekjur gætu orðið um 30 m.kr., þannig að heildartekj- ur Jöfnunarsjóðs má nú áætla um 2.000 m.kr. í ár. Þegar út- gjöld sjóðsins (þ.m.t. beinn hluti sveitarfélaga af landsút- svörum, framlög til Innheimtu- stofnunar og Lánasjóðs sveitar- félaga) hafa verið dregin frá, má lauslega áætla, að um 1.460 m.kr. verði til skipta milli sveitarfélaga í ár eða um 6.700 krónur á íbúa. Greitt framlag sjóðsins á árinu gæti hins vegar orðið eitthvað minna eða e.t.v. um 6.500 krónur, þar sem desemberinnheimta flyzt yfir á næsta ár. Þessi áætlun er þó enn nokkuð óviss, og á það bæði við um tekjur og gjöld sjóðsins, og endanleg tala verður ekki kunn fyrr en um áramót. Miðað við áætlun fjárlaga- frumvarps um tekjur Jöfnunar- sjóðs af söluskatti og aðflutn- ingsgjöldum og lauslega áætlun um landsútsvör á næsta ári má búast við um 2.350 m.kr. tekj- um sjóðsins á næsta ári. Sér- stök útgjöld og aukaframlög, þ.m.t. 25% óskiptur hluti af landsútsvari, framlag til Inn- heimtustofnunar og 5% fram- lag til Lánasjóðs sveitarfélaga, gætu að viðbættum tekjuaf- gangi numið nær 700 m.kr. þannig, að rúmlega 1.650 m.kr. yrðu til skipta, eða rúmlega 7.500 krónur á íbúa. Hér er um afar lauslega áætlun að ræða, sem m.a. er reist á forsendum fjárlagafrumvarps og getur því breytzt við endanlega afgreiðslu fjárlaga. í áætlun- inni er miðað við óbreytta hlut- deild sveitarfélaga i söluskatti frá því sem nú er. I athuga- semdum við fjárlagafrumvarp er tekið fram, að ríkisstjórnin telji rétt að stefna að aukinni hlutdeild Jöfnunarsjóðs í sölu- skatti og auknu starfssviði sveitarfélaga. Enn liggja hins vegar ekki fyrir nánari tillögur í þessum efnum. Á næsta ári er fyrirhugað, að framlag Jöfnunarsjóðs verði greitt mánaðarlega. V. ÞÉTTBÝLISVEGAFÉ Þéttbýlisfé til sveitarfélaga skv. 32. grein vegalaga verður 1.140 krónur á hvern fbúa á árinu 1975. Samkvæmt vega- áætlun fyrir næsta ár er þétt- býlisfé áætlað 1.050 krónur á íbúa eða heldur minna en í ár. Hér er aðallega um tilfærslu milli ára að ræða, þar sem fram- lagið í ár er að nokkru leyti vegna ársins 1974, auk þess sem vart er, hægt að reikna með aukningu markaðra tekna til. vegagerðar á næsta ári að óbreyttum gjaldstofnum. VI. GJALDAHÆKKANIR — KAUPTAXTAR VERKAFÖLKS HÆKKUÐU 33—35% Á árinu 1975 munu kaup- taxtar launþega sennilega hækka um 27% að meðaltali frá árinu áður, en hækkunin er nokkuð misjöfn eftir starfs- stéttum. Þannig munu kaup- taxtar verkafólks hækka um 33—35%, kauptaxtar iðnaðar- manna um 28% en kauptaxtar opinberra starfsmanna aðeins um 17—18%. í þessu mati á kauptaxtabreytingum opin- berra starfsmanna er ekki reiknað með áhrifum aldurs- hækkana eða flokkatilfærslna — launaskriði — sem gætu verið einhver á árinu. Hinn 1. nóvember s.I. höfðu kauptaxtar hækkað um 25—26% að meðaltali frá desember 1974 og voru jafn- framt um 9% hærri en þeir verða að meðaltali á árinu 1975. Á þessu tímabili hafa kaup- taxtar verkafólks hækkað um nær 30%, kauptaxtar iðnaðar- manna um 26% og kauptaxtar opinberra starfsmanna um 21—22%. Vísitala framfærslu- kostnaðar 1. nóvember s.l. var 491 stig, en að frá dregnum áhrifum hækkunar áfengis- og tóbaksverðs í júni s.l. og hækk- unar launaliðar i verðlags- grundvelli búvöru í september er vísitalan 479,88 stig. Sam- kvæmt kjarasamningunum í júnf s.I. skyldu laun hækka 1. desember n.k., ef vísitala fram- færslukostnaðar — án áhrifa ofangreindra hækkana — færi yfir 477 stig á samningstiman- um og reyndist visitalan 1. nóvember þvi 0,6% hærri en umsamið mark. Kjarasamningur ASÍ og vinnuveitenda rennur út um næstu áramót, og hefur mið- stjórn ASl þegar skorað á aðildarfélögin að segja upp samningum. Má því búast við, að samningaviðræður hefjist á næstunni, en kjaramál opin- berra starfsmanna hafa þegar verið á döfinni um nokkurt skeið. Á næstu vikum eða mánuðum verða þannig gerðir nýir kjarasamningar fyrir nær alla launþega, sem ráða munu kauplagsþróuninni á næsta ári. VII. ÖNNUR (JTGJÖLD Nú er áætlað, að verðlag á vörum og þjónustu verði að meðaltali nær 50% hærra á árinu 1975 en árið 1974, og frá 1. nóvember 1974 til 1. nóvem- ber 1975 hefur vísitala vöru og þjónustu (a-liður framfærslu- vísitölu) hækkað um 46%. Er visitalan nú um 11% hærri en hún verður að meðaltali á árinu 1975. Á næstu mánuðum eru þegar fyrirsjáanlegar ýmsar hækkanir á verðlagi, m.a. búvöruverðshækkun og áhrif olíuverðshækkunar á heims- markaði auk þess sem ýmsir liðir eru aðeins reiknaðir út f vfsitölu einu sinni á ári og hækkanir á þessum liðum hafa þvi enn ekki komið fram i vfsi- tölunni. Á sex mánaða tímabilinu 1. maí s.l. til 1. nóvember hækkaði vfsitala vöru og þjónustu um 18%, sem svarar til 39% hækk- unar á heilu ári. Þetta er tals- vert minni hækkun en varð á árinu 1974 og framan af ári 1975, er vísitalan hækkaði um meira en 50% m.v. heilt ár. Á sfðari helmingi þessa árs hefur þvi dregið verulega úr verð- bólgu frá því, sem verið hefur að undanförnu. Afar lausleg hugmynd um verðlagsþróunina fram til febrúar n.k. bendir til þess, að enn gæti hægt á verð- hækkunum á fyrstu mánuðum næsta árs, ef ekki koma ný til- efni verulegra verðhækkana. Um verðlagsþróun á næsta ári verður hins vegar engu frekar spáð hér. Af einstökum útgjaldaliðum má nefna, að rafmagn hefur hækkað um nálægt 45% frá desember i fyrra. Verð á olíu til húsakyndingar er nú krónur 20,20 hver líter, en var krónur 14,30 í desember í fyrra, en hækkun olfuverðs á heims- markaði í október hefur enn ekki komið fram i útsöluverði hér á landi. Gjaldskrá pósts og síma hefur hækkað að meðal- tali um 56% á árinu, akstur og vélavinna um 25% og ýmis annar rekstrarkostnaður er talinn hafa hækkað um 40—45%. Vísitala byggingarkostnaðar verður sennilega 42% hærri að meðaltali í ár en f fyrra, og frá nóvember 1974 hefur visitalan hækkað um 36,5% og er nú 9—10% hærri en hún verður að meðaltali á þessu ári. Viðhalds- kostnaður hefur sennilega hækkað svipað og visitala bygg- ingarkostnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.