Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, . Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Gu5mundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Hvernig á að bregð- ast við skýrslunni? Eftir að skýrslur Haf- rannsóknastofríunar og samstarfsnefndar Rannsókna- ráðs ríkisins um ástand fisk- stofnanna á íslandsmiðum, komu fram hafa menn að von- um mjög velt því fyrir sér, hvernig við íslendingar eigum að bregðast við niðurstöðum þeirra. Þessar umræður mótast að sjálfsögðu mjög af hinum alvarlegu horfum varðandi þorskstofninn og þeirri hættu, sem virðist yfirvofandi á algeru hruni þorskveiðanna um og j upp úr lokum þessa áratugar. Ef til vill eru einhverjir svo léttlyndir að vilja horfa fram hjá niðurstöðum þessara vísinda- legu rannsókna og segja sem svo, að oft áður hafi svartsýnir spádómar verið settir fram um fiskstofnana á íslandsmiðum og ekki meiri ástæða til að fara eftir þeim nú en áður. Enginn ábyrgur maður getur hugsað á þann veg. Þorskstofninn á ís- landsmiðum er undirstaða lífs- afkomu þjóðarinnar i þessu landi og sporin hræða í byrjun sjöunda áratugarins héldu menn, að síidin væri óþrjót- andi, en hrunið á síldveiðun- um, sem hófst 1967 og varð síðan algjört, sýndi okkur fram á, að með sama hætti og sildin hvarf er hægt að eyðileggja þorskstofninn með rányrkju. Þess vegna kemur sú leið að sjálfsögðu ekki til greina að hafa álit vísindamanna að engu. ! Þá er uppi sú skoðun í um- ræðum, að niðurstaða vísinda- manna sé á þann veg, að ekki komi til mála að gera nokkra samninga við aðrar þjóðir um veiðiheimildir á íslandsmiðum. Þessi skoðun er rökstudd með því að talið sé óhætt að veiða 230 þúsund tonn að þorski á næsta ári. Þar sé um að ræða 100 þúsund tonnum minna magn, en við höfum sjálfir veitt á ári hverju að undanförnu. Þess vegna sé augljóst, að við höfum af engu að taka og um ekkert að semja. Þess vegna eigum við að taka upp þá stefnu í landhelgismál.um að gera enga samninga við aðrar þjóðir. Við fyrstu sýn kann þessi röksemdarfærsla að sýnast eðlileg í hugum almennings, en við nánari athugun kemur þó í Ijós, að þeir sem halda þessum sjónarmiðum fram kjósa að loka algerlega augun- um fyrir einni einfaldri stað- reynd. Hún er sú, að hvað sem líður boðum okkar og bönnum hafa erlendar þjóðir veitt um- talsvert magn af fiski á íslands- miðum um langt skeið og sem dæmi má nefna, að á árinu 1973, fyrsta heila árinu eftir útfærslu fiskveiðimarka í 50 mílur, veiddu fiskveiðiflotar Breta og Þjóðverja samtals 250 þúsund tonn af fiski, þar af Bretar 155 þúsund tonn. Þetta aflamagn tóku togarar þessara þjóða þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir íslendinga til að trufla veiðar þeirra og þrátt fyrir að brezku togararnir yrðu í hálft ár að veiða undir herskipavernd. Jafnvel þótt við tækjum þá afstöðu að alls enga samninga bæri að gera eru allar líkur á því, að veiðiflotar Þjóðverja og Breta og fleiri þjóða mundu á næsta ári veiða hér einhvers staðar milli 100 og 175 þús- und tonn af fiski, þar af lang mest af þorski, og hvar er þá komin friðun þorskstofnsins á árinu 1976? Loks er svo sú stefna uppi hjá ríkisstjórninni og talsmönn- um hennar, að óhjákvæmilegt sé að horfast i augu við kaldan veruleikann, taka mið af niður- stöðum vísindamanna og gera tilraun til þess að ná stjórnun á fiskveiðum, okkar sjálfra og þá ekki síður útlendinga, ef þess er nokkur kostur. Ráðandi sjónarmið hjá talsmönnum þessarar leiðar er, að það muni takast að minnka aflamagn út- lendinga á íslandsmiðum meira með skynsamlegum samning- um en án samninga. Enginn vafi er á því, að ef við mótherja væri að eiga, sem væru við- mælanlegir, væri þetta skyn- samlegasta leiðin. Þess vegna hefur rikisstjórnin gert itrekað- ar tilraunir til þess að knýja Breta, sem eru sú þjóð, sem veiðir mest af þorski á íslands- miðum, til samninga, en því miður hafa samningamenn Breta hagað sér á þann veg, að engar líkur eru á samningum við þá í náinni framtið. í sam- bandi við hugsanlegt sam- komulag við Vestur-Þjóðverja ber að hafa i huga, að þeir veiða sáralítinn þorsk hér á fslandsmiðum og veiðar þeirra skipta því ekki jafnmiklu máli í þessum efnum og veiðar Bret- anna. ' Sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur markað, frammi fyrir hin- um válegu tíðindum er skyn- samleg, en í þessum efnum þarf tvo til og því miður virðast Bretar ætla að kjósa þann kost- inn að stunda rányrkju á Islandi undir herskipavernd. Þar er um slíka aðför að lífsafkomu íslenzku þjóðarinnar að ræða, að mótleikur okkar hlýtur að verða sá að beita öllum mætti okkar til þess að magna upp almenningsálitið í nálægum löndum gegn þessari ofsókn Breta. (S> Hvað tekur við að Franco látnum ? Franco þjóðarleiðtogi ríkti í tæp 40 ár. Svo langur stjórnartími gegnir furðu í landi, sem hefur verið annálað fyrir stjórnmálaöngþveiti. Spánverjar hafa notið góðs af löngum innanlandsfriði. En þeir hafa ekki búið við lýðræði og ekki fengið að njóta þeirra réttinda sem því fylgir. Franco var einráður og völd- um hans var aldrei ógnað. Francisco Franco var 82 ára gamall og ættaður frá Galizíu. Faðir hans var starfsmaður í flotastjórninni. Fjórtán ára gamall gekk hann í herskóla. Sfðan gekk hann alltaf í einkennisbúningi. Hann taldi alltaf að agi væri það sem Spánverja skorti. Böl Spánar voru að hans dómi ofbeldi, stjórnleysi og öngþveiti. Gegn því böli varð baráttan að beinast að hans mati. Hann fékk fljótt orð fyrir að vera strangur og þrjózkur, kuldaleg- ur og kænn, sneyddur persónuþokka. Hann varð yngsti majór Spánar 24 ára gamall og skömmu síðar yngsti hershöfðingi Evrópu frá dögum Napóleons. Hann var frægur fyrir hugrekki og var orðinn yfirmaður Útlendingahersveitarinnar 1921. Hann var skipaður yfirmaður spænska herliðsins j Marokkó 1934. I borgarastríðinu, sem hófst 1936, varð hann „þjóðarleiðtogi" þjóðernissinna, „Caudillo", og einvaldur Spánar upp frá því. Francos verður Ifklega ekki minnzt fyrir hersnilli. Til þess var hann talinn of varkár. Hann righélt i svæði sem hann náði valdi yfir og beið eftir þvf hvort óvinurinn gerði árás. Hann þótti ekki fylgja nógu samræmdri heildarstefnu og einblína á smáatriði. Árásir hans voru ekki nógu kröftugar og óvæntar. Lýðveldissinnar vörðust í rúm þrjú ár og Spánverjar urðu að þola blóðugustu borgarastyrjöldina í blóði drifinni sögu sinni. Ein milljón manna beið bana. Undir lokin buðu foringjar lýðveldissinna frið, en Franco krafðist skilyrðislausrar uppgjafar. Aftökur Báðir aðilar gerðust sekir um níðingsverk. Þremur mánuðum eftir að stríðinu lauk, sagði Ciano greifi, tengdasonur Mussolinis, sem þá var á Spáni, að 200 lýðveldissinnar væru líflátnir daglega í Madrid, 150 í Barcelona og 80 í Sevilla. Tuttugu árum síðar sátu menn enn inni fyrir hlutverk þeirra í borgarastrfðinu. Það vakti mikla reiði erlendis 1963 þegar Franco fyrirskipaði aftöku yfirmanns öryggisþjónustu lýð- veldissinna, Julian Grimau, sem var ákærður fyrir 25 ára gamla glæpi. Þvi kom á óvart í árslok 1970, að Franco breytti dauðadómum sex þjóðernissinnaðra Baska í ævilangt fangelsi, eftir mikinn þrýsting er- lendis frá, meðal annars frá páfanum. Hins vegar neitaði hann í síðasta mánuði að breyta dauðadómum skæruliða, sem voru ákærðir fyrir morð á lögreglu- mönnum. Nú deyr hann í skugga hryðjuverka og pau örlög hefði hann ekki kosið sér. Franco var guðhræddur og kirkjurækinn. Kirkjan gegndi mikilvægu hlutverki í varðveizlu og eflingu stjórnar hans. Undantekningarnar voru Katalónía og héruð Baska þar sem klerkar voru honum erfiðir. Hins vegar vildi Franco ekki afsala sér völdum í hendur kirkjunni fremur en öðrum stofnunum. Hann forðað- ist að láta þær vaxa sér yfir höfuð. Eftir mikið þjark gerði hann samning við páfa 1953. Kirkjan fékk víðtæk völd í menntamálum og viðurkenningu á yfir- ráðum yfir eignum sínum. I staðinn fékk Franco vald, sem Spánarkonungar höfðu einir haft á undan honum, til að skipa sjálfur biskupa Spánar. Upp frá þvi færðist kirkjan í meiri frjálslyndisátt og varð tregari til samvinnu við stjórn Francos. Tæpum tuttugu árum síðar voru 15 bráðabirgðabiskupar á Spáni, þar sem Franco gat ekki sætt sig við þá menn, sem páfi tilnefndi. Drottnaði Upphaflega var Franco frægur sem fasisti, en ekki sem maður kirkjunnar. Hann naut í byrjun stuðnings tveggja ókristilegra manna, Hitlers og Mussolinis. Hann gat aldrei rekið það orð af sér, að hann væri fasisti og ofstækismaður. Enn þann dag i dag finnst mörgu ungu fólki, sem fæddist löngu eftir borgara- stríðið, að Franco hafi verið ógeðfelldari en aðrir einræðisherrar, sem síðan hafa komió til sögunnar eins og Castro, Nasser, Amin og fleiri. Franco sýndi þó á síðari hluta stjórnarferils sins, að hann notaði aðeins stuðningsmenn sína, falangistana, á sama hátt og hann notaði sjálfum sér til framdráttar alla hópa, sem studdu hann, hvort sem það voru kaupsýslumenn, klerkar, liðsforingjar, fyrrverandi hermenn, fjármála- menn, menn úr Opus Dei (samtökum kaþólskra leik- manna f mikilvægum stöðum) eða embættismenn. Hann egndi öllum þessum hópum saman, deildi og drottnaði. í utanrikismálum var hann jafnslægur og sveigjan- legur. Hann komst til valda með stuðningi Öxulveld- anna, en neitaði að þakka þeim stuðninginn með því að berjast við hlið þeirra í síðari heimsstyrjöldinni og leyfa Þjóðverjum að sækja yfir Spán og taka Gíbralt- ar. Hann átti í löngum deilum við Hitler, sem varð að lokum að sætta sig við velviljað hlutleysi Spánverja. Þjóðverjar fengu kafbátastöðvar á Spáni, aðra hernað- arlega aðstöðu og leyfi til að stunda námagröft. Seinna sendi Franco 47.000 „sjálfboðaliða", Bláa herfylkið, til austurvígstöðva'nna. Brezki flotinn leyfði Franco að fá matvæli og bensín frá Bandaríkjunum öll stríðsárin i staðinn fyrir hlut- leysið. Hlutleysi Francos varð velviljað Bandamönn- um um leið og gæfan varð þeim hliðholl. Eftir uppgjöf Þióðverja við Stalíngrad í ársbyrjun 1943 hét hann á Churchill f einkabréfi að semja frið við Hitler og bjarga Evrópu frá kommúnisma. _________Útskúfaður_______________________ Eftir síðari heimsstyrjöldina töldu flestir, að hann færi sömu leið og verndarar hans. Hann varð að búa við pólitíska útskúfun, en hún varð aðeins til að efla spænska þjóðernishyggju.' Spánverjar fengu ekki að njóta góðs af Marshall-hjálpinni, en með tvihliða samningum fengu þeir 2.000 milljón dollara hernaðar- og efnahagsaðstoð frá Bandaríkjamönnum i staðinn fyrir að leyfa þeim afnot af herstöðvum og flota- stöðvum. Þegar Eisenhower forseti kom til Madrid 1959 fékk Franco loks viðurkenningu sem hann hafði sótzt eftir. Arið 1970 gerði hann „vináttu- og sam- starfssamning" við Nixon forseta. Nú nýlega hafa samningar um afnot Bandaríkjamanna af herstöðvum á Spáni verið endurnýjaðir. Ófrjálslyndi stjórnar Francos kom í veg fyrir aðild Spánar að Atlantshafsbandalaginu og Efnahagsbanda- laginu. Á dögum fjórða lýðveldisins ýttu Frakkar undir mótspyrnu lýðveldissinna gegn stjórninni, en De Gaulle hershöfðingi og Pompidou forseti stuðluðu að friðsamlegri sambúð við Franco. Sambandið við Efnahagsbandalagið hefur orðið nánara. Bandaríkja- menn hafa beitt sér fyrir aðild Spánar að NATO. Síðustu atburðir á Spáni hafa að vísu sett strik í reikninginn. En Franco tókst að tryggja viðurkenn- ingu á því, að Spánn ætti heima í þjóðasamfélagi Vestur-Evrópu. Eftir heimsstyrjöldina mótaði Franco hagkerfi eftir hugmyndum falangista. Það miðaði að því að gera Spánverja sjálfum sér nóga. Kerfið hafði í för með sér höft og spillingu, og um 1960 sagði Franco skilið við það. Hann fékk þá erlend lán, sem hann þurfti til að stemma stigu við óðaverðbólgu, og tryggði upptöku Spánar í Efnahags- og framfarastofnunina, OECD. Upp frá því streymdi mikið fjármagn til Spánar frá Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum og mikill uppgangs- timi hófst í spænsku efnahagslífi. Bak við þessa þróun stóðu ráðherrar úr Opus Dei. Um 1970 skipuðu þeir flest ráðherraembætti i stjórninni, en síðan hefur MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 19 díegið úr áhrifum þeirra. Spillingin hefur haldið áfram, en miklar breytingar hafá orðið í nútímahorf, og mikil gróska hefur verið i spænsku viðskiptalifi. Madrid tók stakkaskiptum á aðeins tíu árum. Þar bjuggu nokkur hundruð þúsund manns 1960. Tíu árum síðar var Madrid orðin geysistór iðnaðarborg með 3.500.000 ibúum. Ferðamenn Bilið, sem hefur skilið Spán frá öðrum löndum Vestur-Evrópu, hefur minnkað óðum. Franco kom á þjóðfélagsfriði, sem hefur ekki veríð ógnað fyrr en á síðustu árum. A sama tima efnuðust verkamenn i öðrum löndum Vestur-Evrópu nógu mikið til þess að geta ferðazt tfl annarra landa. Spánn var kjörinn staður fyrir ferðamenn vegna loftslagsins, landslags- ins og sögu landsins. Erlendir gestir hafa streymt til Spánar í sívaxandi mæli. Ferðamennskuiðnaður hefur orðið ein mikilvægasta tekjulind Spánverja, gefið af sér mikinn erlendan gjaldeyri og ýtt undir stöðugan hagvöxt. Stundum hafa verið fleiri erlendir gestir á Spáni en sem svarar tveimur þriðju landsmanna. Þjóðfélagsbreytingar hafa verið furðulitlar. Stétta- munur hefur haldizt mikill. Þeir sem hafa reynt að bæta lífskjör sfn hafa orðið að vinna langan vinnudag eða stunda fleiri en eina atvinnu. Verkföll hafa verið bönnuð, en ólögleg verkalýðsfélög hafa sprottið upp. Verkamenn hafa snúið baki við opinberum verkalýðs félögum, Sindicatos. Stúdentar og verkamenn hafa orðið Franco-stjórninni stöðugt hættulegri á síðari árum og hryðjuverk hafa færst i vöxt, eins og síðustu atburðir sýna. Kommúnistar eru vel skipulagðir og hafa mikil áhrif, en foringjar þeirra taldir tiltölulega hófsamir. Síðustu æviárin lifði Franco kyrrlátu og einangr- uðu lífi og kom sjaldan fram opinberlega. Hann þjáð- ist af hjartveiki og naut umönnunar konu sinnar, Dona Carmena. Margir töldu hana hafa meiri áhrif i Pardo-höll, þar sem þau bjuggu, en allir ráðunautar Francos. Hvað nú? Franco var alltaf tregur að undirbúa ríkiserfðirnar, leggja niður völd og fá þau öðrum í hendur. Hann ákvað að gera Spán að konungsríki 1947 og bar ákvörðun sína undir þjóðaratkvæði, þar sem hún var staðfest. Tuttugu og tveimur árum siðar ákvað hann að sonur Don Juans, kröfuhafa spænsku krúnunnar, Juan Carlos prins, skyldi taka við ríkinu. Prinsinn fékk menntun sina á Spáni með samþykki föður síns sem hefur dvalist í Portúgal fram á siðustu ár, og þjónaði í spænska hernum, en Franco hélt honum utan við stjórnina og stofnanir rikisins. Franco notaði hann aðeins fyrir tákn, þar til hann sendi hann í heimsókn til Washington í ársbyrjun 1971. Siðan hefur Juan Carlos komið æ oftar fram við opinber tækifæri. Baskar réðu Blanco Carrero aðmirál af dögum 1973 og þegar Franco veiktist i júlí i fyrra fól hann prinsinum að fara með völdin til bráðabirgða, en tveimur mánuðum síðar tók hann aftur við völdum. Fyrir liggur áætlun um hægfaraþróun í lýðræðislegra horf að Franco látnum. Eftir á að koma í ljós hvort Juan Carlos er gæddur þeim stjórnmálahæfileikum sem geta gert honum kleift að tryggja friðsamlega þróun, verja Spán gegn háskalegu þjóðfélagsumróti og fela raunveruleg völd I hendur þjóðkjörnum fulltrúum. Ef hann er ekki gæddur slíkum hæfileikum, getur honum skolað burtu í nýju umróti, sem margir búast við að fylgi i kjölfar langrar stjórnmálalömunar, sem hefur varað siðan Franco tók völdin á Spáni. Það var metnaður Francos að tryggja innanlandsfrið; nú óttast margir borgara- stríð að honum látnum. t' ranco við tráarhátíð f Zaragoza 1961. Franco f augum skopteiknara Franco á hersýningu í Burgos þar sem hann var skipaður þjóðarleiðtogi 1. oktðber 1936. Nýársávörpum Francos var jafnan sjónvarpað frá EI Pardo-höll á efri árum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.