Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 Walesbúar í úrslitum en Englendingar munu verða að sitja heima EINS og sagt var frá í Morgun- blaðinu f gær, gerðu Portúgalar og Englendingar jafntefli í lands- leik í knattspyrnu I fyrrakvöld, en leikur þessi var liður I Evrðpu- bikarkeppni landsliða. Eftir þessi úrslit minnka vonir Englendinga verulega um að komast áfram í keppninni og eins og er eiga Tékkar langmesta möguleika á að komast f úrslitin. Hafa þeir að- eins einu stigi minna en Englendingar og eiga eftir að leika við Kýpurbúa, sem þeir eiga undir öllum kringumstæðum að eiga nokkuð auðvelt með. Enn einu sinni verða Englendingar þvf sennilega að sætta sig við að sitja hjá þegar þeir beztu berjast til úrslita. Leikurinn í fyrrakvöld í Portú- gal var nokkuð jafn, en Englend- ingar voru þá öllu betri aðilinn og sóttu meira, enda um líf og dauða að tefla hjá þeim. Portúgalar Berne sigraði ÞAU óvnntu úrslit urðu I leik svissneska liðsins BSV Berne og RauSu stjömunnar frá Júgóslavlu I Evrópubikarkeppni bikarhafa I hand- knattleik a8 Svisslendingamir sigruSu I leiknum me8 21 marki gegn 19, eftir að hafa haft 5 marka forystu, 13—8, I hðlfleik. Sem kunnugt er þá þykja júgóslavnesk félagslið þau beztu I heimi og var t.d. Rauðu stjömunni spáð sigri í þessari keppni. Mð af þessum úrslitum marka a8 handknattleikur er nú I mikilli framför I Sviss. urðu þó fyrri til að skora. Markið kom á 15. mínútu beint úr auka- spyrnu. Undir lok hálfleiksins tókst Englendingum að jafna og skoraði Mike Channon markið beint úr aukaspyrnu. 1 seinni hálfleiknum bar svo mest á miðju- þófi — Ieikmenn beggja liða lögðu á það áherzlu að taka ekki áhættu í leik sínum. Englend- ingar áttu þó a.m.k. tvisvar sæmi- Ieg marktækifæri, en höfðu ekki heppnina með sér. Staðan i 1. riðli Evrópu- keppninnar eftir leikinn í fyrra- kvöld: England 6 3 2 1 11—3 8 Túkk6sló\ akía 5 3 11 12—5 7 Portúgal 5 13 1 4—7 5 Kýpur 4 0 0 4 0—12 0 Betur gekk hins vegar hjá nágrönnum Englendinga, Wales- búum, í fvrrakvöld. en þá tókst þeim að tryggja sér glæsilegan sigur í sínum riðli Evrópukeppn- innar. Komu Wales-búar mjög á óvart í keppninni, þar sem við sterkar þjóðir var að etja: Austur- ríki og Ungverjaland. I fyrra- kvöld lék Wales við Austurríki og sigraði 1—0. Markið skoraði Griffith snemma f seinni hálf- leiknum. Verður þetta í fyrsta skiptið sem Wales-liðið tekur þátt í úrslitakeppni Evrópubikar- keppni Iandsiiða. Lokastaðan í 2. riðli varð sem hér segir: Walcs 6 5 0 1 14—4 io Ungvcrjaland 6 3 12 15—8 7 Austurrfki 6 3 12 11—7 7 Luxemburg 6 0 0 6 7—28 0 1200fundir hiá KSI 1200. fundur stjórnar Knattspyrnusamhands Is- lands var haldinn nýlega og var myndin tekin við það tækifæri í skrifstofu sambandsins f Iþrótta- miðstöðinni f Laugardal, en þar hefur KSt yfir| eigin húsnæði að ráða. Sambandið var stofnað 26. marz árið 1947, og hefur einn núverandi stjórnar- manna, Jón Magnússon, átt sæti f stjórninni í 23 ár og hefur hann setið um 950 stjórnarfundi, af þeim 1200 sem haldnir hafa verið. 1 tilefni af þeim tfmamótum sem urðu með fundi þessum ákvað stjórnín að gangast fyrir Norðurlandamóti drengja á aldrinum 14 til 16 ára á næsta ári. Sú er von stjórnarinnar að með þvf verði aukinn áhugi drengja á knattspyrnufþróttinni, henni til fram- dráttar og þeim til þroska og ánægju. Er stefna stjórnarinnar að auka allt unglingastarf og er þessi ákvörðun liður f þeirri viðleitni. Á myndinni eru talið frá vinstri: Jens Sumar- liðason, formaður landsliðsnefndar, Friðjón B. Friðjónsson, gjaldkeri, Jón Magnússon, varafor- maður, Ellert B. Schram, formaður Jón Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri, Árni Þorgrímsson ritari, Páll Bjarnason, meðstjórnandi, og Helgi Danfels- son, formaður mótanefndar. Hankar leika við Gnmmersbadi Ntl er afráðið að aukaleikur Gummersbach hér á sunnudaginn verður við fið Hauka f Hafnar- firði. Er vel til þess fundið hjá Vfkingum að fá Haukana til þessa leiks, en sem kunnugt er þá skip- ar Haukaliðið nú efsta sætið i 1. deildar keppninni ásamt Vals- mönnum, og hefur lagt að velli þrjú af þeim fjórum liðum sem nú eru álitin sterkust hérlendis: Fram, FH og Vfking og auk þess gert jafntefli við Val á útivelli. Má segja að Haukarnir séu „spútniklið'* fslenzks handknatt- feiks um þessar mundir og verður afar fróðlegt að sjá hvernig þvf vegnar f viðureigninni við Gummersbach. Upphaflega buðu Víkingar landsliðinu að leika við Þjóð- verjana, en einvaldurinn, Viðar Símonarson, og aðstoðarmaður hans, Ágúst ögmundsson, völdu Ef menn halda að harður handknattleikur sé hvergi til nema á Islandi, þá er það misskilningur. Alla vega eru það engin smá átök sem sjást á þessum myndum, þar sem hetja Gummersbach- Iiðsins, Hans-Giinther Schmidt er I aðalhlutverkinu. Hansi fær oft óblfðar viðtökur hjá andstæðing- um sfnum, en lætur þá aldrei eiga hjá sér. Aðeins tveir leikmenn Gummefs^ baá hafa ekki leikið landsleiki I KVÖLD er þýzka handknatt- leiksliðið Gummersbach væntanlegt hingað til lands og á morgun kl. 15.00 mætir það Islandsmeisturum Víkings 1 Laugardalshöllinni f Evrópu- bikarkeppni meistaraliða I handknattleik. Spurning er hvort Víkingar hafi verið heppnir eða óheppnir þegar þeir drógust á móti þessu fræga liði. Möguleikar að komast áfram I keppninni eru nánast engir hjá Vfkingunum, en hins vegar er það eftirsóknarvert tækifæri hjá þeim að fá að reyna sig á móti þessu þekkta liði, og varla þarf að efa að gífurleg aðsókn verður að leikj- um Gummersbach hér, eins og jafnan áður þegar þetta lið hefur sótt okkur heim. Valsmenn léku við Gummersbach f sömu keppni árið 1973, og lauk leiknum í Laugardalshöllinni með sigri Þjóðverjanna 11:10 og skoruðu þeir sigurmark sitt á síðustu stundu f leiknum, eftir að Vals- menn höfðu glatað knettinum á klaufalegan hátt. Það er þvf engan veginn vonlaust að Víkingar vinni sigur f leiknum á laugardaginn, jafnvel þótt frammistaða þeirra í Islands- mótinu til þessa hafi ekki verið sérlega góð. Allt mun verða undir þvf komið hvernig til tekst að stöðva hinar ágætu skyttur Gummersbach-liðsins og þá ekki sízt tröllið Hansa Schmidt. 1 Gummersbach-liðinu eru að- eins tveir Ieikmenn sem ekki hafa leikið landsleiki fyrir Ve..tur-Þjóðverja. Markvörður- inn Rainer Schumacher og Manfred Glodde. Flesta lands- leiki að baki á Hansi Schmidt sem leíkið hefur alls 114 leiki fyrir Þýzkaland, auk þess sem harln lék á sínum tíma allmarga leiki fyrir Rúmeníu. Væri Hansi örugglega miklu leikja- hærri ef ekki hefðu komið til stöðugir árekstrar milli hans og stjórnenda og leikmanna þýzka landsliðinu, sem kostað að Hansi hefur settur út í kuldann hvað eftir annað. Hann er nú 34 ára og er sagt að hann hafi sjaldan verið f betra formi en nú, né sterkari. Aðrir leikmenn Gummersbach sem hafa marga landsleiki að baki er markvörðurinn Klaus Kater sem leikið hefur 71 landsleik, Jochen Feldhorf sem á 67 leiki, Klaus Westebbe sem er með 51 leik og Joachim Deckarm sem er með 41 leik. í hafa verið þann kostinn að afþakka boðið. Var það gert á þeim forsendum að svo marga menn vantaði í íslenzka landsliðið og búast mætti við slæmri útreið f leiknum við Gummersbach. Rétt er að mikið vantar í íslenzka landsliðið ef fimm- menningarnir sem leika í Þýzka- landi geta ekki verið með, en óneitanlega er illa komið ef ekki er hægt að stilla upp bærilegu liði án þeirra. I fljótu bragði virðist manni að það hefði einmitt átt að vera landsliðsnefndinni kær- komið tækifæri að fá þennan leik til þess að reyna ýmsa leikmenn sem koma til greina í landsliðið. Má í því sambandi nefna þá Friðrik Friðriksson, Þrótti, Elias Jónasson, Haukum, og fleiri. Einnig má mikið vera ef það er ekki nauðsynlegt fyrir Iandsliðs- nefnd að þreifa fyrir sér með markverði. Eins og er þá virðist aðeins Olafur Benediktsson sjálf- sagður í landsliðið, en hinir mark- verðirnir standa mjög jafnt að vígi, og ef til vill hægt að fá nokkra vitneskju um þá f leik sem þessum. tslenzka landsliðið hefur ekkert æft að undanförnu, og það því auðvitaó rétt, að ekki hefði verið hægt að búast við góðum árangri hjá þvf, en varla hefði verið unnt að byrja betur komandi æfingar en með leik við jafngott lið og Gummersbach. Ársþing FSÍ ÁRSÞING Fimleikasambands Is- lands verður haldið laugardaginn 22. nóvember 1975 kl. 13.30 f Félagsheimili starfsmannafélags Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. ___*-*-«____ FH AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar FH verður haldinn sunnu- daginn 30. nóvember kl. 14.00 í Víðistaðaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.