Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 267. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Drög að samkomulagi í Bonn: Verulegar tilslakanir hjá Vestur-Þjóðverjum segir Einar Ágústsson VIÐRÆÐUM Islendinga og V- Þjóöverja í Bonn sem staðið hafa sl. tvo daga, lauk f gær með því að samninganefndir gengu frá drög- um að samkomuiagi, sem lögð verða fyrir ríkisstjórn, þing- flokka og Alþingi, ef þau hljóta samþykki fyrrgreindra tveggja aðila, Ókleift reyndist f gær að fá upplýsingar hjá rfkisst jórnum beggja landanna um efni þessara samkomulagsdraga, en AP- fréttastofan taldi sig f gær hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvf að m.a. væri að finna f þeim cftir- farandi efnisatriði: • V-Þjóðverjar hafi fallizt á 60 þúsund tonna ársafla, sem mun vera svo til eingöngu karfi og ufsi. 0 Ákvæði er um fjölda togara, sem hafa leyfi til veiða. 0 Samkvæmt heimildum AP er gert ráð fyrir allt að 2ja ára samningi. 0 Heimildarmenn AP segja, að Bonnstjórnin muni beita sér fyrir að bókun 6 taki gildi, en AP telur spurningu, hvort Bretar muni fallast á það, þar sem þeir hafi ekki náð samningum við fslendinga. Þegar Mbl. náði tali af Einari Agústssyni utanríkisráðherra í Bonn síðdegis sagði hann að við- ræðufundum hefði lokið um hádegi og sendinefndin kæmi heim með samkomulagsdrögin á morgun og síðan yrðu þau lögð fyrir ríkisstjórnina um helgina og að svo búnu fyrir þingflokkana og Alþingi í heild. — Við urðum sammála um að segja alls ekkert frá efni þessara samningsdraga fyrr en við höfum gert grein fyrir þeim á réttum vettvangi, sagði ráðherra. Að- spurður um, hvort rétt væri sem segði í AP-fréttum, að Vestur- Þjóðverjar teldu sig hafa gert verulegar tilslakanir gagnvart íslendingum sagði Einar Agústs- son: — Það get ég staðfest. Þeir féllu alveg frá frystitogaraveiðum og gerðu auk þess ýmsar lag- Framhald á bls. 20 Varðskipið Týr og landhelgísbrjótur. — Myndin er tekin úti fyrir Austf jörðum i gærdag. Annar tónn hjá Hattersley: Vill viðræður—slær af kröfum um aflamagn ROY Hattersley, aðstoðarutan- rfkisráðherra, vfsaði á bug kröf- um sem komu fram á fundi Neðri málstofunnar f gær um að brezk herskip yrðu send á Islandsmið til að vernda brezka togara að veiðum þar. Hann lýsti jafnframt þeim vilja brezku stjórnarinnar að halda áfram viðræðum við lslendinga en sagði að hún yrði að verja hagsmuni brezkra sjómanna og verkamanna í landi. Hann kvað það ekki ófrávíkjan- lega kröfu Breta að ársafli þeirra Þjóðarsamstaða var síðasta bón Francos □ - Sjá grcin á bls 18—19. 20. -□ nóvember, Madrid, Reuter. FRANCISCO Franco hers- höfðingi, þjóðarleiðtogi Spánar um 36 ára skeið, lét eftir sig boðskap til spænsku þjóðarinn- ar þar sem hann skorar á hana að standa saman og forðast Juan Carlos og Soffía prinsessa við Ifkhörur Franco hers- höfðingja f kapellu Pardohall- Sfmamynd AP. sundrungu er gæti leitt til nýrrar borgarastyrjaldar og að sameinast um arftaka sinn, Juan Carlos prins. Flestum Spánverjum virtist létta að langri þjáningu hers- höfðingjans væri lokið þegar þeir heyrðu um andlát hans í morgun og flestir virtust ugg- andi um hvað framtíðin bæri í skauti. Carlos Arias Navarro for- sætisráðherra var djúpt snort- inn þegar hann hélt um hann minningarræðu i útvarpi og Framhald á bls. 20 á Islandsmiðum yrði 110.000 lest- ir og kvaðst hafa tjáð Einari Agústssyni utanrikisráðherra að hann viðurkenndi að allar fisk- veiðiþjóðir við Norður-Atlantshaf yrðu að draga úr veiðum vegna verndunarsjónarmiða. Hattersley endurtók að Einar Agústsson hefði tjáð sér að hann hefði ekkert umboð til að bjóða meira en 65.000 lesta kvóta. Seinna sagði hann í sjónvarpsvið- tali að hann væri ekki reiðubúinn að sætta sig við 65.000 tonn þar sem það mundi hafa I för með sér óheyrilegt atvinnuleysi í sjávarút- vegi Breta og skyldum greinum. Hins vegar kvaðst hann reiðubú- inn að taka til athugunar minni afla en 100.000 lestir. 1 sjónvarpsviðtalinu sagði Hattersley þegar hann var að því spurður hvort hann mundi senda herskip á Islandsmið að hann vildi leyfa „aðstoðarskipunum" að sýna hvort þau gætu veitt nægilega vernd áður en hann at- hugaði möguleika á frekari að- gerðum. Hann hafði áður sagt í þinginu að bezt væri að aðstoðarskipin sæju um að vernda togarana. „Ef þau reynast ekki vandanum vaxin verðum við að endurskoða af- stöðu okkar. En það á eftir að Framhald á bls. 20 Reagan ógnað Miami, 20. nóvember. Reuter. STARFSMENN leyniþjónust- unnar réðu f dag niðurlögum ungs manns sem vitni segja að hafi miðað byssu að Ronald Reagan, fyrrum rfkisstjóra Kalifornfu. Reagan stóð aðeins nokkra metra frá manninum þegar áflogin hófust en sakaði ekki. Hann var nýbúinn að halda ræðu á fundi með stuðnings- mönnum sfnum skömmu eftir að hann tilkynnti að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni rcpúhlikana. (Sjá bls. 17)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.