Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975
3
Málverk-
in fölsuð
Afgreiðslustúlka f Klaustur-
hðlum með myndirnar þrjár. Á
Ijósmyndinni má glöggva sig á
stærð myndanna þriggja.
Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
— er niðurstaða Björns Th. um myndir Þórarins B. Þorlákssonar
skipt á þessum myndum og
trúarlegum ritum við konu
eina fyrir rúmlega 20 árum sfð-
an, sagðist hann allan tfmann
hafa staðið í þeirri trú að
myndirnar væru eftir Þórarin.
Kvaðst Þórður ekki Iengur
muna nafn konunnar né vita
hvar hún væri niðurkomin,
enda hefðu þau ekkert þekkst.
Hér fer á eftir I heild álits-
gerð sú sem Björn Th. Björns-
son listfræðingur gerði um
myndirnar að beiðni
Guðmundar kaupmanns í
Klausturhólum:
Fyrir mig hafa verið lagðar
eftirtaldar þrjár myndir, allar
málaðar með oiíulitum á teikni-
pappír: 1. Landslagsmynd,
17,5x27 sm., kölluð „Undir
Eyjafjöllum“, merkt
samslungnu ÞÞ og ártalinu
1922; 2. Landslagsmynd,
24,5x35,5, kölluð ,,Hekla“, með
sömu skammstöfun og ártalinu
1922, og, 3., landslagsmynd,
13x23,5 sm„ kölluð „Frá
Blöndu, Vatnsdalsfjall í bak-
sýn“, merkt sömu stöfum og
ártalinu 1917. Nafnritunin á
myndunum er með þeim hætti
sem Þórarinn B. Þorláksson var
vanur að merkja myndir sinar,
og er þvi um að ræða, hvort þær
geti verið verk hans. Skal hér
drepið á nokkur atriði sem
gætu orðið til ábendingar:
1. Myndirnar, og þó einkum
nr. 1 og 2, eru ákaflega við-
vaningslega málaðar og all
fjarri þvi sem gerðist um mynd-
ir Þórarins frá ofannefndu ára-
bili. Litnotkunin, pensilskrift-
in, meðferð forgrunns og
himins, svo og stafagerðin i
nafnrituninni, vekur allt upp
grun um, að hér geti verið um
falsaða nafnritun að ræða.
Að vísu eru mörg dæmi þess,
að málari geri litla frumdrætti
úti í náttúrunni, og oft við slæm
skilyrði, til þess að vinna eftir
þeim inni við og á stærri flöt.
Slík frumköst geta oft verið all
fjarri öðrum málaragæðum
sama listamanns, en víkja þó
sjaldan svo langt frá, að stíl-
bragð listamannsins leyni sér.
2. Ferill þessara mynda er
algjörlega hulinn. Það, að þær
eru þrjár saman og hafa allar
þá sérstöðu, að vera málaðar
á pappír, ætti að benda til þess,
að þær hafi fylgzt að, 1 einni og
sömu eigu. Við endursölu eða
arfaskipti væri líklegt að þær
hefðu tvístrazt. Þetta atriði ætti
að gera það hálfu auðveldara að
hafa upp á fyrri eiganda eða
eigendum og sanna feril
myndanna.
3. Ekki er mér kunnugt um
neitt dæmi þess, að Þórarinn B.
Þorláksson hafi málað með
olíulitum á pappír. Yfirleitt
málaði hann smámyndir sínar á
léreft eða léreftsyfirdregin
pappaspjöld^ („Reeves-spjöld“),
og dæmi er þess, að hann hafi
málað á pappaspjald. Hér væri
því um undantekningu að ræða,
og hana all grunsamlega, þar
Framhald á bls. 20
BJÖRN Th. Björnsson Iist-
fræðingur hefur nú skilað álits-
gerð um þrjú málverk sem
merkt eru Þórarni B. Þorláks-
syni listmálara, en talið var að
væru fölsuð. Er það álit Björns,
að málverkin séu ekki máluð af
Þórarni B. Þorlákssyni list-
málara og nafnaritanir á þess-
um þremur myndum séu
falsaðar. Núverandi eigandi
myndanna er Guðmundur
Axelsson kaupmaður 1 li'st-
munaverzluninni Klausturhól-
um. Hann keypti myndirnar
fyrir nokkru sfðan af Þórði
Valdimarssyni og átti að selja
þær á uppboði Klausturhóla, en
eftir að dóttir málarans,
Guðrún Þórarinsdóttir, hafði
litið á myndirnar og dregið í
efa að þær væru eftir föður
hennar, voru myndirnar dregn-
ar til baka og Birni Th. Björns-
syni falið að rannsaka þær.
Guðmundur Axelsson tjáði
Mbl„ að hann m.vndi ekkert
frekar aðhafast f þessu máli.
Guðrún dóttir listamannsins
tjáði Mbl. f gær, að hún væri að
athuga hvort hún ætti að óska
eftir sakadómsrannsókn 1 þessu
fölsunarmáli og myndi hún
taka um það ákvörðun sfðar. Þá
ræddi Mbl. einnig við Þórð
Valdimarsson, sem seldi
Guðmundi i Klausturhólum
málverkin. Hann sagðist hafa
MYNDIRNAR — Þetta eru mvndirnar sem Björn Th. Björnsson telur falsaðar. Lengst til vinstri er
mynd undan Eyjaf jöllum, merkt 1922,1 miðið er mynd frá Blöndu, með Vatnsdalsf jall f baksýn, merkt
1917, og lengst tii hægri er mynd frá Heklu, merkt 1922.
Hljóðmælar settir upp á Hótel Sögu:
Rafmagnið rofið þegar há-
vaðinn fer yfir visst mark
HÓTEL Saga hefur nú sett upp
f tveimur veitingasölum sfnum
hljóðmæia, sem mæla hljóð-
styrk þeirrar tónlistar, sem þar
er leikin. Mælar þessir sýna
með Ijósmerkjum hljóð-
styrkinn og f Súlnasalnum
rofnar straumur tii hljóm-
svcitarinnar f 5 sek. fari hijóð-
styrkurinn yfir 95 decibel og
hafi hljómsveitin ekki lækkað
sig að þcim tfma liðnum rofnar
straumurinn fyrir fullt og allt.
Ileilbrigðiseftirlit Reykja-
vfkurborgar hefur að undan-
förnu framkvæmt mæiingar á
hljóðstyrk á samkomuhúsum f
Reykjavfk. Voru starfsmenn
þess við mælingar f Tónabæ s.l.
föstudagskvöld með mæla, sem
mæia hæst 110 decibel og slógu
þeir mælar út, en reikna má
með að hljóðstyrkurinn hafi
mest farið f 115 decibel.
Að sögn Konráðs Guðmunds-
sonar hótelstjóra er hér um að
ræða tvenns konar mæla. I
Súlnasalnum er mælirinn
tengdur við ljósasúlu, sem stað-
sett er á sviðinu og sýnir með
mismunandi litum ljósum hver
hljóðstyrkurinn er. Fari hljóð-
styrkurinn yfir 95 decibel rofn-
ar straumurinn til hljóðfær-
anna 1 5 sek. og leiki hljóm-
sveitin með sama hljóðstyrk að
þessum tíma liðnum rofnar
straumurinn alveg. Mælir sá,
sem staðsettur er í Atthagasaln-
um, er hins vegar einfaldari og
gefur til kynna með ljósmerki
fari hljóðstyrkurinn yfir 95
decibel. Þessi mælir rífur ekki
straum til hljómsveitarinnar af
sjálfsdáðum, en er ætlað að að-
vara starfsfólk hótelsins og liðs-
menn hljómsveitarinnar.
Það kom fram hjá Konráði að
mælir sá, sem staðsettur er i
Súlnasalnum er sérstaklega
framleiddur fyrir dansstaði og
kostar hann um 260 þúsund
krónur. Mælar, eins og sá sem
komið hefur verið fyrir i Att-
hagasalnum, eru hins vegar
framleiddir til notkunar í iðn-
fyrirtækjum og kosta um 85
þúsund krónur.
Astæðuna fyrir því að þessir
mælar væru settir upp, sagði
Konráð vera stöðugar kvartanir
samkomugesta, sem kvörtuðu
um hávaða frá hljómsveitun-
um. Ásiðastliðnumvetri hefðu
veitingamenn rætt þessi mál á
fundi með Erlingi Þorsteins-
syni lækni og hefði í framhaldi
af þeim fundi verið ákveðið að
panta þessa mæla. Mælar þessir
voru fyrst reyndir um síðustu
helgi og fór hljómsveitin i
Súlnasalnum tvisvar upp fyrir
mörkin fyrsta kvöldið.
Magnús Ólafsson, heilbrigðis-
fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti
borgarinnar, sagði að niðurstöð-
ur þeirra mælinga, sem þeir
hefðu framkvæmt á samkomu-
húsum i borginni að undan-
förnu sýndu glöggt að hætta
væri á, að fólk hlyti varanlegar
heyrnarskemmdir af völdum
hávaða þar. Nefndi hann sem
dæmi að við mælingar í Tóna-
bæ s.l. föstudagskvöld hefðu
þeir verið með mæla, sem
mældu hæst 110 decibel en
þessir mælar slógu út þegar
hávaðinn var mestur og sagði
Magnús að gera mætti ráð fyrir
að hljóðstyrkurinn hefði verið
um 115 decibel. Þegar hljómlist
var leikin úr diskóteki hússins
mældist hljóðstyrkurinn mest
105 decibel. Einnig tók hann
sem dæmi að i Veitingahúsinu
Borgartúni 32 (Klúbbnum)
væri yfirleitt stöðugt geysileg-
ur hávaði á þeim hæðum, sem
hljómsveitir lékju á, og rokkaði
hljóðstyrkurinn, þegar hávað-
inn væri mestur, frá 105 deci-
belum og upp í 110 decibel.
Varðandi hvað sé hættulegur
hávaði sagði Magnús Ólafsson,
að dvöl á stað þar sem hljóð-
styrkur mældist 85 decibel væri
hættuleg, ef dvalið væri lengur
en 5 tíma. Ef hávaði nær
95—100 decibelum er hann
verulega skaðlegur. Þess má
geta að reiknað er með að sam-
tal manna sem eru í metra fjar-
lægð hvor frá öðrum fari fram
með 40—60 decibela hljóðstyrk.
Notkun eyrnatappa úr gúmmíi,
plasti eða glertrefjum er yfir-
leitt talin nægileg vörn, þar
sem hávaði fer ekki yfir
90—100 decibel. Fari hávaði
hins vegar yfir þau mörk, er
nauðsynlegt að notaheyrnarhlíf
ar, sé það ætlun viðkomandi að
verjast heyrnarskemmdum.
rítfffl Éh.
ff j IH * w Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
UTSYNARKVOLD1
Suður-amerísk grísaveizla
í Súlnasal Hótel Sögu
sunnudagskvöld
23. nóvember
1975.
Kl. 19.00 Húsið opnað
Suðuramerískir svaladrykkir og lystaukar
Kl. 19.30
♦ Veizlan hefst — Grisaveizla með Suður Amerisku sniði
Ljúffengir réttir — matarverð aðeins kr. 1.200.—
♦ Halldór Kristinsson skemmtir og stjórnar söng.
Kl. 20 30
♦ Ferðakynning: ingólfur Guðbrandsson frumsýnir og kynnir
nýja kvikmynd frá Karabisku eyjunum og Mexico
♦ Skemmtiatriði: Danssýning, Suður Ameriskir dansar
♦ Fegurðarsamkeppni: Valin Ijósmyndafyrirsæta Útsýnar —
♦ Ungfrú Útsýn — forkeppni 1976. Allir þátttakendur fá
ferðaverðlaun. Aldur: 1 7 — 23 ár.
♦ Stórferðabingó 3 glæsilegar utanlandsferðir m.a. til Kara-
blska hafsins.
♦ Dang til kl 1 OO
MissiS ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en
ódýrri skemmtun.
Hátfðin hefst stundvislega og borðum verður ekki
haldið eftir kl. 19.30.
Munið, alltaf fullt hús og fjör hjá ÚTSÝN
Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá
kl 1 5.00 í síma 20221
Verið velkomin — Góða skemmtun.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN