Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 13
 „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" 5«^b3ÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 Landsbóka- safni berast handrit Bæjarfoss — nýtt skip til Eimskips SKIPIÐ Nordkynfrost, sem Eim- skipafélagið festi nýverið kaup á í Noregi, var afhent félaginu f í vikunni f Hamborg. Viggó E. Maack, skipaverkfræðingur, og Kristján Guðmundsson, skip- stjóri, veittu skipinu viðtöku fvr- ir hönd Eimskipafélagsins. Hefur skipinu verið gefið nafnið „BÆJARFOSS". M.s. BÆJARFOSS er tuttugasta skipið í flota Eimskipafélagsins. Það er smíðað i Noregi árið 1972 og er 240 brúttó tonn að stærð, D.W. 530 tonn. Tvær frystilestir eru í skipinu, samtals 35 þúsund tengingsfet. Bæjarfoss siglir væntanlega frá Hamborg laugay- daginn 22. nóvember og tekur vörur i Antwerpen. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur 1. des- ember. látnum gefið Manitobaháskóla f Winnioeg bókasafn hans, mörg hundruð binda. BÖRN Guttorms J. Guttorms- sonar skálds og Jensfnu konu hans, dæturnar Pálfna, Berg- Ijót og Hulda, og sonurinn Gil- bert Konráð, hafa fyrir nokkru sent Landsbókasafni lslands að gjöf mikið og merkilegt safn handrita föður sfns, en fjöl- skyldan hafði áður að honum Nokkur handrit Guttorms skálds liggja nú frammi á þeirri sýningu nokkurra sýnishorna bókmenntaiðju íslendinga i Vesturheimi er stendur þessa dagana i anddyri safnahússins við Hverfisgötu og opin er alla virka daga kl. 9—19. Frétt frá Landsbókasafni tslands. Upphaf kvæðis Guttorms J. Guttormssonar fyrir minni Nýja Islands. 1 gjöfinni til Landsbókasafns eru saman komin margvísleg handrit skáldsins, kvæði, sögur, leikrit, endurminningar auk mikils safns bréfa, er honum bárust á langri ævi. Saab 96 árg. 1973 drapp km. 85 þús. kr. 775 þús. Saab 96 árg. 1 974 blár km. 30 þús. kr. 1 1 90 þús. Saab 99 árg. 1 973 drapp km. 47 þús. kr. 1 250 þús. Saab 99 árg. 1 973 drapp km. 56 þús. kr. 1 250 þús. Saab 99 árg. 1973 grænn 4ra dyra km. 1 00 þús. kr. 1050 þús. leggur til að auk hinnar þriggja ára námsáætlunar verði haldin á vegum námsbrautarinnar nám- skeið fyrir starfandi blaðamenn. Þessi námskeið verði haldin á þeim sviðum fjölmiðlunar sem helzt virðist þ3rf og áhugi á auk- inni fræðslu í. Námskeiðin verði haldin { samvinnu við Blaða- mannafélag Islands, sem hafi fullan tillögurétt um tilhögun þeirra og innihald. Nefndin leggur til að stjórn námsbrautarinnar verði í megin- atriðum háttað eins og stjórn annarra námsbrauta við Háskóla Islands og nefndin leggur til að inntökuskilyrði i námsbraut i fjöl- miðlun verði hin sömu og í aðrar námsbrautir Háskóla íslands. • ■ /r. : Dömufrakkar úr flauéliNjí900.7* Sféttflauelsjakkar á dömW v- V/ % ', Herra- og dömuléðurjakkar. . Mikiö urval. af í'*' Höfuðklútar'og belti, \ " \ * \ : Þvegnar gallabuxur úöþykku denim. Nýtt snii ♦ \ v . ■ ' 1 * ■ , r \\\ Terelynebuxur á dömur og herra. \ / V ♦ \ * •- \ \ Ofsalegt úrvataf peysijm. I * V '1‘" V *■»■ . BERGSTAO Vélapakkningar Dodge '46—’58, 6 strokka. Dodge Dart '60—70, 6—8 strokka. Fiat, allar gerðir. Bedford, 4—6 strokka, dísilhreyfil. Buick, 6—8 strokka. Chevrol. '48—'70, 6—8 strokka. Corvair Ford Cortina '63 — '71. Ford Trader, 4—6 strokka. Ford D800 '65—70. Ford K300 '65— '70. Ford, 6 — 8 strokka, '52 —'70. Singer — Flillman — Rambler — Renault, flestar gerðir. Rover, bensín- dísilhreyfl- ar. Tékkneskar bifreiðar allar gerðir. Simca. Taunus 12M, 17M og 20M. Volga. Moskvich 407—408. Vauxhall 4—6 strokka. Willys '46—'70. Toyota, flestar gerðir. Opel, allar gerðir. Þ. Jónsson&Co. Stmar 84515 — 84516. Skeifan 17. Tónlistarfélag Akureyrar: Fjölbreytt dagskrá fyrirhuguð í vetur Akureyri 18. nóv. STARFSEMI Tónlistarfélags Akureyrar á þessu starfsári hefur nú verið ákveðin í stórum drátt- um. Fyrstu tónleikar haustsins eru reyndar um garð gengnir en Erling Blöndal Bengtson og Árni Kristjánsson léku á vegum félags- ins 22. október. Aðrir tónleikar félagsins verða í Borgarbíói á sunnudaginn klukkan 17. Þar koma fram norski sellóleikarinn Aage Kval- bein og Jens Harald Bratlie píanóleikari. Aage Kvalbein er einleikari hjá Fílharmóníusveit- inni í Bergen og norræna einleik- arasambandið valdi hann úr hópi ungra norskra tónlistarmanna til tónleikaferðar um Norðurlönd þetta árið. Halldór Haraldsson var fyrstur norrænna einleikara til að fara slíka tónleikaför fyrir tveimur árum. Önnur viðfangsefni tónlistarfé- lagsins á þessu starfsári eru ráð- gerð sem hér segir: I desember kemur brezki barytónsöngvarinn John Speight og mun eiginkona hans, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, leika undir á píanó. 1 janúar eru þeir væntanlegir Philip Jenkins píanóleikari og Einar Jóhannes- son klarinettuleikari til þess að flytja sameiginlega dagskrá auk þess sem Philip Jenkins leikur einleik. Þar að auki eru í athugun hljómleikar söngsveitarinnar Hljómeykis í febrúar, Manuelu Wiesler flautuleikara og Halldórs Haraldssonar píanóleikara í marz og i lok starfsársins er von á Sin- fóníuhljómsveit Islands til Akur- eyrar. Einnig er ráðgerð fjöl- breytt skemmtun f marzmánuði með innanbæjarlistamönnum. I stjórn Tónlistarfélags Akur- eyrar eru nú Jón Hj. Jónsson, formaður, Örn Baldursson, gjald- keri, og Magnús Kristinsson, rit- ari. — Sv. P. Tillaga fjölmiðlanefndar: Tekið verði upp 3ja ára nám til BA-prófs í fjölmiðlun MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur látið frá sér fara nefndarálit um kcnnslu í fjölmiðlun. Nefnd f þessu skyni var skipuð hinn 27. ágúst 1974 og skyldi hlutverk hennar vera athugun á þvf hvort kennsla f fjölmiðlun skyldi tekin upp við háskóla Islands. 1 nefndinni áttu sæti þeir Þorbjörn Broddason, lektor, sem var formaður nefndarinnar, Eiður Guðnason, Haraldur Olafsson, Páll Sigurðsson og Þröstur Haraldsson. I greinargerð nefndarinnar kemur fram tillaga um þriggja ára nám til BA-prófs í fjölmiðlun við Háskóla tslands. Nefndin leggur til að námsbrautinni verði valin staður í sérstakri skor innan deildar eða fengin sjálfstæð staða (líkt og námsbraut í hjúkrun og námsbraut í þjóðfélagsfræði) en tryggð verði góð tengsl við þær námsbrautir, sem hún mun eink- um hafa samvinnu við. Nefndin hefur gert frumdrög að námsskrá og er einingarfjöldi hennar samtals 90 en þar af eru 47 einingar fólgnar í starfsþjálf- un og verklegum æfingum. Meðal annars er gert ráð fyrir vettvangs- námi í starfandi fjölmiðlun. Annars er námsefnið m.a. fólgið I fjölmiðlafræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, sagnfræði, hag- fræði, lögfræði, málnotkun svo að eitthvað sé nefnt. Nefndin leggur til, að þegar kennslan hefjist verði fyrir hendi viðunandi aðstaða til vélritunar og fjölritunar fyrir nemendur. Einnig liggi fyrir samningar við hljóðvarp og sjónvarp um aðstöðu til verklegra æfinga. Álítur nefndin að eigin tækjakostur námsbrautarinnar geti vaxið hægt, hugsanlega I einhverju formi sameignar með starfandi fjölmiðlum. Nefndin leggur til að ráðinn verði kennari í fjölmiðlun I fullu starfi frá 1. janúar 1976. Verkefni hans í upphafi verði að kynna sér reynslu annarra þjóða af fjölmiðlunarkennslu, ganga endanlega frá námsskrá, panta nauðsynlegar bækUr og tímarit til Iláskólabókasafns, ráða þjálfunaraðila (stofnanir og ein- staklinga) og fylgjast með útveg- un kennsluhúsnæðis. Nefndin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.