Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 27 samborgaranna. Að visu eru fé- lagsmálastörf ekki einhlftur mælikvarði á verðleika, en ekki fór milli mála, að Magnús var kjörinn til forustu sakir óvenju- legs dugnaðar og trúmennsku. Magnús bjó heima hjá foreldr- um sínum, unz faðir hans lézt 1944. Kristín móðir hans fluttist þá til Guðrúnar dóttur sinnar, og þar lézt hún 1954. — Magnús leigði sér herbergi í bænum næstu árin eða unz hann byggði húseignina Knarrarstíg 4, en þar bjó hann unz Haraldur mágur hans lézt í desember 1973. Þá fluttist hann til Bjarna systurson- ar síns, sem misst hafði báða for- eldra sina með skömmu millibili. Kynni mín af Magnúsi Bjarna- syni hófust laust eftir 1950. Ég var þá prófdómari við Gagnfræða- skólann á Sauðárkróki, en hann var til húsa í barnaskólanum. Við tókum oft tal saman, er tóm gafst, og veitti ég því athygli, hve skoð- anafastur hann var, en um leið mikill og óeigingjarn hugsjóna- maður. Hann hélt jafnan fast á máli sínu og lét ekki deigan siga; þótti stundum kenna þrjózku og ýtni, er á móti blés. Hann Ias mikið og fylgdist vel með og hafði fastmótaðar skoðanir. Aldrei varð ég þess var, að hann erfði við menn, þótt í brýnu slægi. En gam- an hafði hann af að rifja upp pólitískar væringar og hló þá mik- ið. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var opnað á öndverðu ári 1971, og varð Magnús þegar fastagestur þar, vantaði sjaldan eða aldrei á opnunartíma, ef hann var í bæn- um enda höfðum við að gaman- málum, að honum yrði stefnt fyr- ir dómarann sakir vanrækslu, ef hann mætti ekki í þrjú skipti samt. Því var það, er Magnús átti 75 ára afmæli á siðasta ári, að hann fór vestur i Bolungavík til systurdóttur sinnar Mariu og dvaldist þar um sinn. Aður „meld- aði“ hann sig í safninu til þess að verða ekki tekinn í karphúsið! En vesturförin mun hafa verið ráðin að minnsta kosti meðfram til þess að losna við allt „tilstand" sökum afmælisins, sóun fjármuna hans vegna var honum ógeðfelld til- hugsun. Hann vildi ekki láta minnast afmælisins í neinu. A öndverðu þessu ári seldi Magnús húseign sína að Knarrar- stig 4. Andvirði hennar voru um- talsverðir fjármunir. Ekki kom Magnúsi til hugar að sitja að þeim, heldur gaf þá alla, nokkrar milljónir króna til styrktar mál- efnum, sem hann bar fyrir brjósti. Ég innti hann einu sinni eftir þessari ráðabreytni — að vísu í gamni til þess að sjá viðbrögð hans — hverju slíkt fyrirhyggju- leysi sætti og ætti ég ekki á sliku von af miklum ráðdeildarmanni. Hann væri við beztu heilsu, gæti átt langt lif fyrir höndum og nú væri tækifærið að veita sér hvers konar munað. Það kom snúður á Magnús, ér hann svaraði og fyrir- litningartónninn leyndi sér ekki: Ég hef mín eftirlaun og ellilífeyri og kemst vel af. Uss, til hvers ætti ég að sóa peningum á mig. Það eru bara ræflar, sem sóa fé á sjálfa sig. Magnús Bjarnason var mestur fédrengur, sem ég hef komist í kynni við. Fé var honum jafnan ógnægra vilja til að gefa. Þó skyldi enginn ætla að hann hafi gefið á báðar hendur að óhugsuðu máli. Því fór fjarri. Hann gaf til styrktar góðum málstað og var stjórgjöfull fátæku fólki, þegar þörf þess var brýn. Aldrei mátti minnast á siíkan rausnarskap opinberlega. Það var ekki ótítt, er hann vissi umkomulitla í skulda- kröggum, að hann kæmi með peninga, svo sem eins og sendill fyrir hlutaðeigandi, og greiddi kröfuna. Skuldandi vissi svo ekki fyrr en síðar, að allt var klappað og klárt. Ég get ekki stillt mig um að segja aðra sögu af Magnúsi: Hann var bókamaður mikill fyrr á árum, hafði safnað að sér bókum frá því hann var unglingur og var silesandi. Svo var þáð eigi alls fyrir löngu, að félag nokkurt á Sauðárkróki, sem notið hafði styrks hans um áratugi varð fé- vana, enda stóð það í byggingar- framkvæmdum. Magnús hafði reytt f það allt það fé, er hann mátti en er það hrökk ekki til seldi hann bókasafn sitt og lét andvirðið renna til félagsins. Ég spurði Magnús, hvers vegna hann hefði gert þetta. Hann svaraði snúðugt: Hvað hef ég með bækur að gera? Það var eitt fimmtudagskvöld á síðastliðnum vetri, að Magnús kom sem oftar i Héraðsskjalasafn- ið, varð fyrstur mættur þar. Hann skákaði til mín bréfi, sem ritað var utan á til safnsins. Ég taldi vist að þetta væri fyrirspurn um eitthvað og lagði bréfið frá mér, en tók Magnús tali. Hann var brennandi I andanum eins og venjulega. Loks segir hann: Ætlarðu annars ekki að opna bréfið strax? — Jú, það er kannske rétt ég geri það, ansa ég. Upp úr umslaginu dró ég banka- bók með hálfrar milljónar króna gjöf til safnsins. Gefandi var Magnús Bjarnason. Þegar ég stóð upp og rétti honum hendina til að þakka slíkan höfðingsskap, sagði hann nærri því önuglega: Þetta er ekki umtalsvert. Hvað hef ég svo sem með peninga að gera? Ég er bara að þakka fyrir mig. Síðan benti hann mér á bréf, sem fylgdi gjafabréfinu og vakti athygli mína á skilyrði, sem þar hafði verið sett: „Það skal tekið fram, að ég vil, að engin tilkynning sé birt um gjöf þessa, enda nægur tími til þess, þegar ég er dauður.“ — Þannig var Magnús Bjarnason. Heill og sjálfum sér samkvæmur til hinstu stundar. í gjafabréfi setti Magnús skil- yrði fyrir gjöfinni, „ ... að stjórn safnsins láti árlega fara fram visnakeppni i héraðinu . .. og höf- undi besta botnsins veitt verð- Iaun.“ Til þess að verja hluta vaxta. Og Magnús bætir við: „Tekið skal fram, að ekki ber að taka gildar aðrar visur en þær, sem ortar eru undir hefðbundn- um hætti og notaðir eru höfuð- stafir og stuólar ...“ Eg vissi ekki fyrr en nú sem ég rita þetta, að Magnús kom með fyrrnefnda gjöf á afmælisdaginn sinn, hinn 13. marz. Öljóst var mér einnig, að Magnús hafði unn- ið að vísnasöfnun og átti mikið safn lausavísna. Hitt var mér aft- ur á móti ljóst, að hann fyrirleit svonefndan atómkveðskap og þótti mér jafnan Magnús nokkuð stórtækur, er hann var að flokka ljóðagerð undir það kveðskapar- lag. Vorum við þar á andstæðri skoðun; en báðum var í mun, að ferskeytlan ætti líf fyrir höndum. Magnús þuldi mér oft atómljóð eða það, sem hann kallaði „lang- Iokur af vitleysu", og satt bezt að segja, þá fannst mér hann undur fundvís á það, sem merglausast var í þeim kveðskap, og sætti furðu, að hann skyldi leggja á sig að læra þetta. En það kvaðst Magnús gera til þess að hafa rök á takteinum, er deilt væri um ljóða- gerð! — Menningarsjóður Magn- úsar Bjarnasonar kennara — en svo nefnist gjafasjóður hans — er þvi meðfram stofnaður til höfuðs „rímleysingjum", en til styrktar hefðbundnu kveðskaparlagi. Þannig var hugsjónabarátta Magnúsar Bjarnasonar. Hjá Magnúsi Bjarnasyni fór saman einstakur rausnarskapur og hagsýni og sparsemi, sem þó átti aldrei neitt skylt við nurlara- brag. En honum var ríkt í hug, að vel væri farið með fjármuni. Ég minnist þess, að nokkru eftir að hann færði Héraðsskjalasafninu áðurnefnda gjöf, vann hann að uppskriftum fyrir kunningja sinn á öðru landshorni. Hann þurfti að skrifa upp langt mál, því bauð ég honum að ljórita. Hann afþakk- aði, kvaðst ekki hafa annað með tímann að gera og þetta væri þvi þarflaus eyðsla. Þó kom svo, að hann þurfti að hraða einni send- ingu en var orðið naumt fyrir með tíma. Bauð ég honum þá ljósrit af einni síðu, sem enn hafði ekki verið afrituð. Þá hann það. Er ég rétti honum blaðið skákaði hann til mín andvirðinu, 15 krónum. Ég neitaði að taka við, kvað hann eiga annað eins inni hjá stofnun- | inni. En svo fóru leikar, að ég | varð undan að láta, enda gaf hann | mér þá áminningu, að jafnan væri órétt að gefa þeim, sem all- nokkur fjárráð hefðu; margir hefðu minna handa á milli en hann. Magnús Bjarnason var lágur meðalmaður á vöxt og samsvaraði sér vel. Hann var mikið snyrti- menni og manna prúðmannlegast- ur, jafnan glaður og reifur í við- móti og fullur áhuga á málefnum samtíðar, jafnframt því sem hann lagði mikla rækt við sögu geng- inna kynslóða. Hinn 13. nóvember s.l. var i ráði að ganga endanlega frá fyrir- komulagi vísnakeppninnar, sem hann hefði stofnað til. Sjálfsagt þótti, að Magnús réð tilhögun hennar. Það kom í minn hlut að reifa það mál við hann fyrir fund. Hann hafði tillögur á prjónunum, er meðal annars stefndu að því, að kostnaður safnsins yrði sem minnstur vegna þessa. Hann vildi taka hann á sig. Hann talaði við mig í síma nokkrum klukkustund- um fyrir fundinn sem átti að hefj- ast kl. 8 um kvöldið. Hann var hress í anda og stuttorður og gagnorður sem venja hans var. Hann hlakkaði til þess að ganga frá þessu Okkur talaðist svo til, að hann kæmi kl 9, er önnur fund armál höfðu verið rædd. Magnús hélt af stað heiman að frá sér upp úr hálfníu og gekk að vanda hratt suður götuna. En hann komst ekki á leiðarenda: Dauðinn beið hans nokkur fótmál frá Safna- húsinu. Hann hné niður örendur. Ég veit, að ég mæli fyrir munn allra stjórnarnefndarmanna Hér- aðsskjalasafns, er ég þakka hlý- hug hans og rausn í garð þess og persónulega vinsemd við okkur. Systurbörnum Magnúsar heit- ins, frú Maríu Haraldsdóttur og Bjarna Haraldssyni sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Kristmundur Bjarnasoa ÞorbjörgM. Kérúlf —Minningarorö Fædd 27. nóvember 1908 Dáin 13. nóvember 1975 — Kveðja að austan. — Þann 13. nóv. sl. lézt á Landa- kotsspítala Þorbjörg M. Kérúlf frá Brekkugerðishúsum í Fljóts- dal. Hún hafði um árabil átt við vanheilsu að striða og vinir og ættingjar vissu, að hverju fór, þótt læknar hefðu hvað eftir annað bægt frá dyrum gestinum óumflýjanlega. Einnig hún sjálf bjóst til að ganga til móts við gestinn kalda. Með rósemi í hjarta og reisn til hins síðasta beið hún komu hans, sátt við allt og alla. Hún fæddist að Hrafnkels- stöðum í Fljótsdal 27. nóv. 1908, þriðja elzt af 17 börnum hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Metú- salems Kérúlf, sem þar bjuggu um rúmlega hálfrar aldar skeið. Heimilið á Hrafnkelsstöðum var óvenjulegt að mörgu leyti. Söngur og tónlist var þar í hávegum meir en annárs staðar gerðist og heimilisfólkið mjög samhent um að halda uppi gleðskap jafnframt vinnusemi og reglusemi i hví- vetna. Þorbjörg ólst upp á hinu fjöl- menna heimili í glaðværum syst- kinahópnum og góðum en ströngum skóla vinnunnar, um annað var ekki að ræða, þótt löngun til náms væri fyrir hendi. Tuttugu og fjögurra ára að aldri giftist hún Jóni J. Kérúlf frá Brekkugerðishúsum og voru þau þremenningar að skyldleika. Fyrsta hjúskaparárið voru þau á Arnheiðarstöðum og bjuggu þvi næst í eitt ár í Hrafnsgerði í Fell- Framhald á bls. 25 Bingo — Bingo Nýtt norskt garn. Kostar aðeins kr. 110.- pr. 50 gr. Þolir þvottavélaþvott. VERZL. HOF., Þingholtsstræti 1, sími 16764. Reykjavik. BANKASTRÆTI 9 — SIMI 1-18-11 Dömudeild OPIÐ TIL KL. 7 OG TIL HÁDEGIS LAUGARDAG ULLARKÁPUR GABERDÍIMKÁPUR JAKKAR KASSABUXUR SJÖL OG TREFLAR Herradeild Grófrifluð flauelsföt 6 litir með og án vestis Stakir j'akkar og buxur Herrapeysur með kraga Flegnar silkiskyrtur. og miklu meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.