Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 21 Sigurbjörn Árnason húsvörður - Minning Fæddur 10. júnf 1899. Dáinn 13. nóvember 1975. I dag er til moldar borinn minn ágæti vinur Sigurbjörn Árnason húsvöröur. Hann lést á Borgar- spitalanum þann 13. nóvember s.l. á 77. aldursári eftir að hafa lent í bflslysi fyrir nokkru sfðan. Ég kynntist Sigurbirni Iítillega fyrir u.þ.b. tuttugu árum síðan, en kynni okkar breyttust sfðar í ævilanga vináttu eftir að hann fluttist til mfn f Breiðfirðingabúð á árinu 1959, en þar var hann til húsa allan þann tíma, sem ég var með hana á leigu i samfleytt 9 ár. Ég ætla ekki að fara að telja upp öll þau störf, sem Sigurbjörn vann til sjós og lands á liðnum áratugum. Alþýðumaður, sem fæddur er um aldamótin hefur oft átt við kröpp kjör að bua, og fór Sigur- björn ekki varhluta af því. Hann sagði mér mikið af þvi, sem á daga hans dreif og grunar mig um að oft hafi verið þröngt i búi þótt sparlega hafi verið á haldið þvf, sem aflað var. En þegar við Bjössi eins og við alltaf kölluðum hann kynntumst voru orðnir breyttir timar og þjóð- félagshættir og sú fátækt, sem hér réð í landi heyrði fortiðinni til. Það litla sem honum áskotnað- ist af veraldlegum auði var hann fljótur til að miðla honum með náunganum. Það var reglulega gaman að heyra Bjössa segja frá og gat maður stundum setið og hlustað tímunum saman þegar hann var að segja sögu af sjálfum sér og samtíðarmönnum sinum. Hrönn Sæmundsdðttir við eitt verka sinna. Sýndi 34 verk á Akranesi Akranesi, 17. nóvember SÍÐASTLIÐINN sunnudag lauk fyrstu málverkasýningu Hrannar Sæmundsdóttur í Bókhlöðunni á Akranesi. Hún sýndí þar 24 verk, olíumál- verk, teikningar og pastel- myndir. Sýningin var vel sött og seld- ust 10 myndir. Hrönn er Akur- nesingur og stundaði nám i fjóra vetur við Myndlista- og handfðaskólann í Reykjavík. Síðan hefur hún verið kennari í myndið við barna- og gagn- fræðaskólann hér í bæ. Júlíus. Kynni mín af Bjössa voru . þann veg að hann var tryggur vinur vina sinna, en fátt um þá gefið, sem á hluta hans gerðu. Hann lét verkalýðsmál mikið til sin taka, og var alltaf þegar verk- föll voru, upptekinn við að aðstoða sína félaga og forvígis- menn. Aldrei eyddum við miklum tfma í að þrátta um stjórnmál þó að við værum þar sinn á hvorum væng, en oft ræddum við félags- mál og fann ég þá að þar var maður, sem var vel heima í sögu verkalýðshreyfingarinnar, enda starfað innan þeirra samtaka um áratuga skeið. A yngri árum sinum var hann góður íþróttamaður og tók þátt i mótum með góðum árangri. Nú þegar Bjössi er horfinn sjónum okkar koma fram i hugann minn- ingar um góðan dreng, sem barð- ist harðri baráttu í gegnum stormasamt líf, baráttu alþýðu- mannsins, sem að lokum féll fyrir sláttumanninum mikla, sem eng- um hlifir. Ég kveð kæran vin að sinni, en við hittumst seinna í landi Ijóss- ins, bak við móðuna miklu. Ég votta aðstandendum einlæga samúð. Sigmar Pétursson. Kvennakór Suðurnesja gefur út hljómplötu Á NÆSTUNNI er væntanleg á markað plata með kvennakór Suðurnesja og ber hún heitið „Nú er öllum létt um róminn". Kon- urnar f kórnum hafa sjálfar gefið plötuna út og lagt í töluverðan kostnað hennar vegna. Á plötunni eru 13 lög, innlend og erlend. Söngstjóri er Herbert H. Agústsson og hefur hann einn- ig útsett flest laganna. Einsöngv ari með kórnum er Elfsabet Erlingsdóttir. Undirleik á plöt- unni annast Ragnheiður Skúla- dóttir, Ratislav Zatloukal, Hrönn Sigmundsdóttir, Sigriður Þor- steinsdóttir og Ragnar Sigurjóns- son. Platan var tekin upp i Hljóð- riti hf f Hafnarfirði og er hún í stereó. Aage Kvalbein Jebs Harald Bratlie. Norskir tón- listarmenn leika á Isa- firði og Akureyri Á MORGUN, laugardag, koma hingað til lands tveir norskir tónlistarmenn, sellóleikarinn, Aage Kvalbeim og píanóleikar- inn Jens Harald Bratlie. Þeir félagar munu halda tónleika fyrir tónlistarfélögin í Reykja- vik, Akureyri og Isafirði. Þess- ir tónleikar eru liður i skipu- lögðum norrænum tónlistar- mannaskiptum, og haldnir á vegum „Nordisk solistraad" með fjárhagslegum styrk frá Menningarsjóði Norðurlanda, en til þeirra skipta eru valdir hæfustu tónlistarmenn á við- komandi sviði, sem Norður- löndin, hvert um sig, eiga á að skipa. Einnig leika Norðmennirnir ný norsk tónverk í ríkisútvarp- ið. Tónleikarnir í Reykjavik verða 25. nóvember, en á Akureyri verða þeir sunnudag- inn 23. növember og á Isafirði föstudaginn 28. nóvember. Ráðherrar íslands 1904 — 1971 Ný bók eftir Magnús Magnússon RÁÐHERRAR Islands 1904— 1971, ný bók eftir Magnús Magn- ússon (Storm) er komin út. — I bókinni er getið allra ráðuneyta og ráðherra á þessu tfmabili, en í upphafi er kafli um landshöfð- ingjatímabilið 1873—1904. — Ut- gefandi er Skuggsjá, 1 formála segir höfundur m.a.: „ ... ég vil taka fram að ég einn ber alla ábyrgð á þvi sem sagt er ráðherrunum til lofs eða lasts, nema þar sem ummæli annarra eru tilfærð. Ég hef viljað vera hlutlaus f dómum mfnum um þá, en hins hef ég af ásettu ráði ekki gætt að láta hvergi sjást hverjum flokki ég er hlynntastur ...“ Síð- an vitnar hann í eftirmæli Gríms Thomsen um Pétur Pétursson, biskup: „... Ég hefi ritað það sem á undan fer, eins og ég veit réttast og sannast, kalalaust og smjaður- laust. Eigi æviminningar að hafa nokkra þýðingu, ber að sneiða jafnt hjá ofhóli sem oflasti. Að öðrum kosti gjöra þær fremur skaða en gagn, og eru hvorki til eftirdæmis né viðvörunar.“ Og Magnús lýkur máli sinu þannig. „Ég hefi viljað fylgja fordæmi skáldsins á Bessastöðum í þessum svipmyndum minum hvort sem mér hefur tekizt það eða ekki. En þess bið ég alla lesendur að minn- ast, að þetta eru aðeins svipmynd ir og því hvergi um neina alhliða lýsingu að ræða. Hins vegar þyk- ist ég hafa nokkuð góða aðstöðu til þess að geta lýst ráðherrunum með nokkrum sannindum, því ég hef séð þá alla, talað við flesta, kynnzt mörgum þeirra mikið og sumum allnáið. Að lokum vil ég geta þess, að i riti þessu er allmik- inn fróðleik að finna um stjórn- málasögu þessa tímabils.“ Svo hleypur æskan unga Bók eftir Skúla á Ljótunnarstöðum SVO HLEYPUR æskan unga heitir bók eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnar- stöðum, sem Skuggsjá hef- ur sent frá sér. Þetta eru minningabrot frá bernsku höfundar, þar sem hann segir frá reynslu sinni og bregður upp svipmyndum af mönnum sem honum eru minnisstæðastir. Bók- inni er skipt i eftirtalda kafla: Formálsorð, Fyrstu skrefin, Fullorðið fólk, Get- ið í eyðurnar, Með blindu fólki, Tveir útvarpsþættir og Svo hleypur æskan unga. Skúli Guðjónsson hefur áður sent frá sér fjórar bækur. A kápu segir svo meðal annars: „Skúli Guðjónsson er fæddur 30. janúar 1903 að Ljótunnarstöðum í Hrúta- firði og þar hóf hann búskap 1936. I febrúar 1946 varð Skúli blindur, en það kom honum ekki svo '2Z' 44LEYPUR ASKAN ^UNGA SKÚLI GUDJÓNSSON LJOTUNNARSTÖÐUM á óvart, því hann hafði frá æsku haft veikbyggð augu. Hann hafði tekið mikinn þátt I félagslifi og skrifað fjölda greina um þjóðfé- lagsmál og var þá orðinn þekktur ritgerðahöf undur. “ Svo hleypur æskan unga er bú- in til prentunar af Pétri Sumar- liðasyni, Skuggsjá annaðist setn- ingu og prentun og Bókfell sá um bókbandið. Bókin er 180 bls. að stærð. Kynningarkvöld fyrir sjúkravini á Akureyri ÞJÖNUSTA við aldraða og sjúka á vegum Félagsmálastofnunar og Heilsuverndarstöðvarinnar á Akureyri hefur farið mjög vax- andi að undanförnu. Þó hefur komið i ljós að brýn þörf er fyrir þjónustu sem þessir aðilar geta ekki veitt. Þvi hefur Akureyrar- deild RKI unnið að því að koma á fót sveit sjúkravina á Akureyri. Hér er um að ræða þjónustu sjálf- boðins liðs til fyllingar starfi áðurnefndra aðila. Akureyrar- deildin gengst þvi fyrir tveim kynningar- og fræðslufundum um þessa starfsemi. Verður fyrri fundurinn í kvöld kl. 20.00 en hinn síðari næstkomandi föstu- dagskvöld 28. nóv. á sama tima i Bæjarhúsinu, Geislagötú 9. Helga Svanlaugsdóttir hjúkrunarkona sem ábyrg verður fyrir starfinu mun segja frá sjúkravinastarfi almennt og starfsvettvangi sjúkravina á Akureyri. Flutt verða erindi um sögu og skipulag Rauða krossins, sálfræðilega hlið sjúkravina- starfsins, bókaútlán, trygginga- mál, velferðarmál aldraðra og framkomu sjúkravina í starfi. (Fréttatilkynning) Grensásútibú Iðnaðarbank- ans í nýjum húsakynnum MANUDAGINN 10. nóvember var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir Grensásútibú Iðnaðarbank- ans í Miðbæ við Háaleitisbraut. Hið nýja húsnæði er í viðbygg- ingu við norðurenda þjónustu- miðstöðvarinnar að Háaleitis- braut 58—60 og er um 100 fer- metrar að grunnfleti á 2 hæðum. Grensásútibú var fyrst opnað 15. október 1966 og hefur frá upp- hafi verið í sama húsnæði í Miðbæ. Vegna stóraukinna við- skipta voru orðin mikil þrengsli í útibúinu og því brýn nauðsyn að stækka húsakynnin. I febrúar 1974 var ákveðið að hefja byggingarframkvæmdir. Kjartan Sveinsson bygginga- tæknifræðingur teiknaði bygg- inguna svo og allar innréttingar. Útibústjóri við Grensásútibú hefur verið frá upphafi Helgi Elíasson, en fulltrúi hans er Kristín Guðmundsdóttir. Heildar- innlán útibúsins 31. október s.l. voru 300 millj. kr. og hafa aukist á ! þessu ári um 31%. Ur hínum nýju húsakynnum Grensásútibús Iðnaðarbankans. Bók um andlttían vanþroska FYRIR tilmæli Styrktarfélags vangefinna hefur Almenna bóka- félagið gefið út fræðslurit sem nefnist Andlegur vanþroski. Bók þessi var samin og gefin fyrst út í Noregi en hefur nú verið íslenzk- uð og staðfærð af þeim Ragnhildi Ingibergsdóttur og Sigríði Thorlacius. Bókin er rituð af fjórum Norð- mönnum, og eru tveir þeirra læknar, einn sálfræðingur og einn blaðamaður. Á hver þeirra sinn kaflann í bókinni. Hér er m.a. fjallað um hvað andlegur vanþroski sé, um afstöðu al- mennings til hinna vangefnu, or- sakir andlegs vanþroska, heilsu- gæzlu fyrir hina vangefnu, kennslu vanþroska, heilsugæzlu fyrir hina vangefnu, kennslu vanþroska barna, ráð og leiðbein- ingar þeim fjölskyldum til handa. þar sem eru andlega vanþroska einstaklingar o.m.fl. I síðasta kaflanum er fjallað um réttindi vangefinna og tekin saman ákvæði úr íslenzkum lögum um fávitastofnanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.