Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 23 SpmMR Sölubörn í Eyjaferð ÞESSI káti hópur heim- sótti Vestmannaeyjar s.l. sunnudagsmorgun og dvaldi þar í tvo tíma og skoðaði það helzta sem var að sjá, þar á meðal nýja hraunið. Þetta eru söluhæstu börnin á merkjasöludegi Flug- björgunarsveitarinnar og fengu þau ferðina í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Lögðu Vængir flugvélina fram endurgjaldslaust. Með sölubörnunum duglegu á þessari mynd eru for- ráðamenn Flugbjörg- unarsveitarinnar og flug- menn Vængja, en myndin er tekin á Vest- mannaeyjaflugvelli. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Fé tvíbaðað í Húnavatnssýslum Landbúnaðarráðuneytið hefur nú skipað svo fyrir að tillögu yfir- dýralæknis, að allt fé f Vestur- og Austur-Húnavatnssýslum, á svæð- inu frá Blöndu og vestur að Mið- f jarðargirðingu, verði tvfbaðað á þessum vetri. Er þessi ákvörðun tekin f framhaldi af þvf að við siátrun á fé af þessu svæði I haust fannst fjárklaði f fé af sex bæj- um. Að sögn Sigurðar Péturssonar, dýralæknis á Blönduósi, hefur Næg atvinna í byggingariðnaði NÆG atvinna hefur verið f byggingariðnaðinum fram til þessa og cnnþá er svolftil eftir- spurn eftir vinnuafli, að þvf er Benedikt Davfðsson formaður Sambands byggingarmanna tjáði Mbl. Astæðan er fyrst og fremst sú, fjárkláði verið viðloðandi í fé á þessu svæði allt frá fjárskiptiui og á hverju ári hafa fundizt kind- ur með þennan sjúkdóm. Með þvf að tvíbaða allt fé á þessu svæði nð er ætlunin að reyna að útrýma fjárkláðanum en á undanförnum árum hefur aðeins verið baðað á tveggja ára fresti. Sigurður sagði, að fjárkláðinn væri maur, sem lifir á vessum úr húð skepnunnar og sýgur sig kin í húðina. Maur þessi getur við góð skilyrði tímg- azt á 12—14 dögum. að sögn Benedikts, að tið hefur verið mjög hagstæð í haust og því hægt að vinna útivinnu rétt eins og á sumardegi. „En ástandið get- ur breytzt mjög snögglega ef tíðarfar ’breytist," sagði Benedikt í samtalinu. AL'OLÝSINCASIMLN'N ER: 224ÍD |R«r0tmbIahiþ „Suðrið”, ritsafn eftir Borges í íslenzkri þýðingu Suðrið, ritsafn eftir J.L. Borges er komið út í íslenzkri þýðingu Guðbergs Bergssonar, en útgef- andi er Almenna bókafélagið. Argentíska skáldið Jorge Luis Borges er i hópi þekktustu og virtustu skálda, sem nú eru uppi. Hann er fæddur í Buenos Aires 24.8.1899, en á árunum um og eftir fyrri heimsstyrjöldina dvald- ist hann á Spáni og í Svisslandi, þar sem hann lagði m.a. stund á nám, en hann er sérfræðingur í málvísindum, einkum engilsaxn- eskri tungu. Jafnframt kynnti hann sér germönsk mál, og þá ekki sízt forníslenzkar bókmennt- ir, sem hann ann af alhug. Hann hefur sagt að hann hafi lært mik- ið af knöppum stíl fornrar is- lenzkrar sagnritunar, minnist oft á ísland og íslenzkar bókmenntir og menningu í ritum sínum og hefur m.a. ort ljóð um Snorra Sturluson, sem hann dáir öðrum höfundum meir. Þegar hann kom i einskonar pílagrimsheimsókn til Islands fyrir nokkrum árum, sagði hann m.a. í blaðasamtali, að Snorri Sturluson hefði jafnvel verið meiri dramatíker en sjálfur Shakespeare. Borges sneri aftur heim til Argentínu að Evrópudvölinni lok- inni og hefur starfað þar, bæði sem rithöfundur og bókavörður. Sögur hans eru sprottnar úr suðurameriskum jarðvegi, þ.e. umhverfi æsku hans. En hann hefur að sjálfsögðu orðið fyrir margvislegum áhrifum, jafnframt því sem hann hefur fjallað um bókmenntir, bæði bandariskar og evrópskar, og m.a. skrifað stutta bókmenntasögu um forna íslénzka sagna- og ljóðlist. Nú vinnur hann að því að endurbæta það verk. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Suðrið er fyrsta ritsafn Borg- es, sem út kemur hér á landi, og Jorge Luis Borges er að því mikill fengur, ekki sizt vegna þess, að sögurnar eru þýdd- ar beint úr spænsku. Guðbergur Bergsson hefur válið sögurnar og þýtt þær og hefur Iagt mikla alúð við verk sitt. Það er hnýsilegt að kynnast þvi, hvernig þessir tveir gjörólíku höfundar knýja saman dyra hjá íslenzkum lesendum. Jorge Luis Borges er borgara- legur höfundur, en hann hefur samt ávallt átt í útistöðum við Peron, og eftir að einræðisherr- ann kom aftur til landsins úr út- legð var skáldið rekið úr bóka- varðarstöðu sinni í Buenos Aires, enda felldi hann harðan dóm yfir stjórn einvaldsins og ekki siður ekkju hans, forseta landsins. Það er því full ástæða til, að Islend- ingar fylgist með þessum vini sín- um, sem er einn þeirra fjölmörgu rithöfunda i heiminum, sem á ekki upp á pallborðið hjá stjórn- völdum heimalands síns vegna of- ríkis þröngsýnnar valdaklíku sem óttast rithöfunda meir en annað fólk, eins og venja er, þar sem kúgun og ofbeldi ræður ríkjum, hvort sem' er til hægri eða . vinstri.“ Paradís með tón- leika - kabarett HLJÓMSVEITIN Paradis heldur tónleika í Austurbæjarbíói næst- komandi laugardag þ. 22. nóv. og hefjast þeir kl. 14.00. Hljómsveitina Paradís skipa: Gunnar Hermannsson á bassa, Ólafur J. Kolbeinsson á trommur, Pétur Hjaltesed á orgel, Pétur „Kapteinn“ Kristjánsson á píanó og Pétur W. Kristjánsson sem syngur og leikur á synthesiser. Til að auka á fjölbreytni hefur hljómsveitin fengið með ^sér nokkra kunna menn til að skemmta með glensi og grini, og eru það þeir Halli og Laddi, fjór- menningarnir Hálfbræður og galdramaðurinn Baldur Brjáns- son. Milli atriða mun diskótekið Áslákur leika tónlist. Kynnir verður Gisli Rúnar Jónsson. Á þessum tónleikum hyggst Paradís kynna ljósagangs- tæki (ljósashow) er þeir hafa ný- verið fest kaup á og þykja þau all fullkomin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.