Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 Ekki enn ákveðið hvort landbúnaðar- vörur hækka 1. des. EKKI hefur enn veriö tekin ákvörðun um, hvort hækkun sú á landbúnaðarvörum, sem átti að verða 1. desember n.k., koma til framkvæmda. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, formanns Stéttarsambands bænda, hefur ríkisstjórnin óskað eftir því að fyrrnefnd hækkun komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir 20. marz á næsta ári eða þegar því fjögurra mánaða verðstöðvunar- tímabili, sem nýlega var ákveðið, lýkur. Gunnar sagði að bændur gætu ekki fallist á þetta nema fyrir lægi yfirlýsing frá ríkis- stjórninni um að bændum yrði bættur þessi tekjumissir. Samkvæmt lögum skal fjórum sinnum á ári endurskoða verð á landbúnaðarvörum og er þá tekið tillit til þeirra hækkana, sem orðið hafa á gjaldalið verðlags- grundvallar landbúnaðarafurða á síðustu þremur mánuðum. 1. desember nk. ætti að öllu óbreyttu að koma til hækkun á verðlagsgrundvellinum, sem næmi 2,6%. Ekki er þó hér um að ræða raunverulega hækkun á Iandbúnaðarvörum að öllu leyti. Því við þessi mánaðamót fellur niður gjald, sem lagt var ofan á verðlagsgrundvöllinn vegna lág- launabóta 1. desember 1974. Gjald þetta verður nú tekið inn i verðlagsgrundvöllinn og er því ætlað að bæta bændum upp kaup- hækkun, sem varð I. október s.l. og þeir hafa ekki fengið. Eftir standa þá 1,16%, sem er hækkun vegna verðhækkunar á kjarn- fóðri, bensíni og olíu, aðkeyptri viðgerðarvinnu og flutningum. Landbúnaðarvörur ættu því að réttu að hækka um 1,16%. Gunnar Guðbjartsson sagði að við þessi mánaðamót hefði átt að semja til tveggja ára um hlutföll innan verðlagsgrundvallarins, en sýnt væri að af því gæti ekki orðið. Aðspurður um hverjaryrðu kröfur bænda, ef landbúnaðar- vöruhækkunin nú kæmi ekki til framkvæmda, sagði Gunnar, að Framhald á bls. 31. 200 þúsund kr. stolið frá Seltjarnarneskaupstað Kostir samkomulagsins fleiri og vega þyngra að mati sjávarútvegsráðherra 52 ára gamall maður fórst í bruna EINN maður lézt þegar eldur kom upp f húsinu á Fálkagötu 27 í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 7 í gærmorgun. Maður- inn sem lézt hét Asgeir Magnússon. Hann var 52 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Hann bjó einn f húsinu. Maður, sem var á leið til vinnu í gærmorgun varð fyrstur var við að eldur væri laus í húsinu. Hann hljóp þegar í nálægt hús og vakti þar upp fólk, sem síðan hringdi á lög- reglu og slökkvilið. Slökkvi- liðsmenn voru fyrstir á staðinn og þegar þeir komu að húsinu voru útidyr opnar og maður lá þar rétt fyrir innan. Var hann strax fluttur á slysadeild Borgarspítalans og var hann látinn þegar þangað var komið. Var hann töluvert mikið brenndur. Líkur benda til þess að Ásgeir heitinn hafi verið að reyna að bjarga sér út en ekki tekizt. Tiltölulega Iitlar skemmdir urðu á húsinu, sem er einlyft timburhús. Ekki er fullljóst hver elds- upptök voru, en svo virðist sem eldur hafi verið mestur í klæðn- ingu bak við rafmagnsofn í her- berginu þar sem Ásgeir heitinn svaf. Ljósmynd Sv. Þorm. Ljósmynd ÓI.K.M. Pétur Sigurðsson, forstjórí Landhelgisgæzlunnar bendir á stað- inn þar sem TF-SÝR fann kafbátinn. Kafbáturinn ekki brezkur ALLT bendir til þess að kaf- báturinn, sem Sýr flugvél Landhelgisgæzlunnar sá norð- vestur af Langanesi í fyrradag hafi ekki verið brezkur né hafi tilheyrt neinni af aðildarþjóð- um Atlantshafsbandalagsins. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði Morgunblaðinu að hann teldi bátinn ekki hafa verið brezkan en sagðist ekki að öðru leyti vita um þjóðerni hans. Brezka varnarmálaráðu- neytið ncitaði því að kafbátur- inn tilheyrði þeim þegar Morgunblaðið innti það eftir upplýsingum. Sagði talsmaður ráðuneytisins að engir brezkir kafbátar væru á þessum slóðum og að ekki stæði til að senda Framhald ábls. 31. Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, erlendis f sjúkra- leyfi. t umræðum í sameinuðu þingi f gær kom fram fyrir- spurn frá þingmanni um af- stöðu ráðherrans til fyrirliggj- andi samningsdraga við Vestur- Þjóðverja. Geir Hallgrfmsson, forsætis- ráðherra, svaraði, efnislega á þessa leið: Ég hefi rætt við hæstvirtan sjávarútvegsráð- herra, sem nú dvelur I sjúkra- leyfi erfendis, og get upplýst, að hann mælir með samþykkt fyrirliggjandi samningsdraga. Hann sér annmarka á þeim en telur kostina fleiri og vega þyngra og á því er afstaða hans byggð. króna. Peningana tóku þjófarnir úr peningaskáp, sem þeir brutu upp. Þeir reyndu einnig að brjóta upp þrjá aðra peningaskápa í hús- inu, en án árangurs, en skáparnir eru stórskemmdir eftir. Loks er þess að geta, að þjófarnir höfðu á brott með sér svarta skambyssu, 25 cal, og pakka af 22 cal skotum, en byssan og skotin eru í eigu lögreglunnar á Seltjarnarnesi. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar í Hafnarfirði, sem hefur með rannsókn þessa innbrotsmáls að gera, komust þjófarnir inn í húsið með því að sprengja upp hurð f gömlum kyndiklefa, en áður en yfirreið þeirra um húsið lauk, höfðu þeir sprengt upp fimm hurðir. Skápurinn, sem þeim tókst að sprengja upp er í aðalafgreiðslu Seltjarnarnes- kaupstaðar. I skápnum voru 200 þúsund krónur í peningum og 2,6 milljónir í ávísunum. Þjófarnir hirtu peningana og lengi vel var haldið að þeir hefðu einnig haft á brott með sér ávísanirnar, en þær fundust sfðar í húsinu. Þjófarnir reyndu að brjóta upp þrjá aðra skápa en tókst ekki að opna neinn þeirra, en skáparnir eru allir stór- Eins og lesendum Morgun- blaðsins er kunnugt dveldst skemmdir eftir járn þjófanna. Viðgerð á húsnæðinu hófst strax í gærmorgun, og var ekki hægt að opna skrifstofuna fyrr en eftir hádegi. Þjófarnir voru ófundnir í gær. Einar Agústsson um hugsanlegar mótaðgerðir í þorskastríði: TVÖ HUNDRUÐ þúsund krónum var stolið frá Seltjarnarneskaup- stað í fyrrinótt, þegar brotist var inn í skrifstofur kaupstaðarins í gamla Mýrarhúsaskólanum. Hins vegar litu þjófarnir ekki við ávísunum upp á 2,6 milljónir Handtekinn fyrir svik RANNSOKNARLÖGREGLAN hefur handtekið ungan mann, sem hefur viðurkennt að hafa svikið 500 þúsund krónur út úr banka nokkrum í fyrri viku, en frá svikunum var skýrt í frétt í Mbl. s.l. fimmtudag. Maðurinn hafði notað alla peningana þegar hann náðist. Ri nnn VAÚ iRO VftÐ KUPPöR.r'' vera okkar í NATO endurskoðuð Norðmenn hafa boðizt til að miðla EINAR Agústsson utanrfkisráð- herra sagði f viðtali við Mbl. f gær að Norðmenn hefði boðizt til þess að reyna að miðla málum milli Breta og Islendinga f fiskveiði- deilu landanna. Einar hélt í gær fund með erlendum blaðamönn- um, scm hér eru vegna fiskveiði- deilunnar og sagði hann þar m.a. að komið gæti til greina að ts- lendingar slitu stjórnmálasam- bandi við Breta, kölluðu sendi- herra sinn heim og segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu, NATO. Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sagði að hér væri eingöngu um sinar eigin hugmyndir að ræða um hvað ríkisstjórnin gæti hugsanlega gert til þess að bregð- ast við flotainnrás Breta í fisk- veiðilandhelgina. Jafnframt sagði Einar að litið væri svo á að þau 65 þúsund tonn, sem Bretum hefðu verið boðin, giltu ekki lengur sem boð til þeirra. Einar sagði á blaðamanna- Norðmenn hafa boðizt til að miðla málum mflli Breta og Islendinga fundinum að kæra til öryggisráös Sameinuðu þjóðanna væri eitt atriðið, sem ríkisstjórnin gæti gripið til, jafnframt gæti hún tekið málið upp innan Atlants- hafsbandalagsins og jafnvel tekið til endurskoðunar veru okkar í Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.