Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NOVEMBER 1975 Óbreytt verð á gas- olíu til fiskiskipa Niðurgreiðslur úr SJAVARLTVEGSRAÐUNEYTIÐ gaf í fyrradag út reglugerð um breytingu á fyrri reglugerð um niðurgreiðslu verðs á brennslu- olfu til fslenzkra fiskiskipa. Með reglugerðinni eru niðurgreiðslur Olfusjóðs auknar, þannig að enn um sinn verður um óbreytt olíu- verð að ræða til fslenzkra fiski- skipa, krónur 5,80 fyrir hvern lítra af gasolfu, þrátt fyrir að út- söluverð olíu hefði hækkað /yrir nokkrum dögum um 4 krónur lítr- inn. Benedikt Harold MORGUNBLAÐINU barst I fyrradag eftirfarandi fréttatil- kynning frá Alþýðuflokknum: Formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, sendi í fyrra- dag eftirfarandi símskeyti til Harolds Wilsons, forsætisráð- herra Breta: Harold Wilson forsætisráðherra Downing Street 10, London. Islenskir jafnaðarmenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum við það, að ríkisstjórn Verka- mannaflokksins hefur sent breska flotann inn i fiskveiðiland- helgi íslands, og við mótmælum Olíusjóði auknar Olíuverð var áður krónur 20,20 og voru niðúrgreiðslur miðaðar við það verð, og voru 14,40 krónur. 19. nóvember hækkaði gasolíuverð í 24,20 krónur og miðað við óbreyttar niðurgreiðsl- ur hefði verð til fiskiskipa átt að hækka í krónur 9,80. En nú hefur ráðuneytið ákveðið að auka niður- greiðslurnar í 18,40 krónur og verður því gasolíuverð til fiski- skipa óbreytt, 5,80 krónur. þessari ögrunaraðgerð harðlega. Við teljum fiskveiðar við strendur fjarlægra landa vera leifar af nýlendustefnu fortíðar- innar, sem standist ekki við nútíma aðstæður. Minnkandi afli og vaxandi hætta á ofveiði valda íslensku þjóðinni, sem þegar á við alvar- lega efnahagsörðugleika að etja, miklum áhyggjum. Við skorum á þig að kalla flot- ann heim þar sem deilan verður aldrei leyst með valdi. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokks Islands. Gröndal sendi Wilson símskeyti Stúdentar fjalla um kreppuna STÚDENTAR minnast að vanda fullveldisdagsins. 1. desember og verður dagskrá dagsins að þessu sinni helguð kreppunni. Sam- koma verður í Háskólabíói og hefst hún klukkan 14 og verður útvarpað. Þá gefa stúdentar einnig út 1. des. blað og er það helgað málefni dagsins. Um kvöldið verður dansleikur i Sig- túni. I fréttatilkynningu frá Hátiðar- nefnd stúdenta 1. des. 1975 segir að vandamálið, kreppa, verði skoðað í ljósi sögunnar og sýnt verði fram á hvernig hún hefur komið fram áður í öllum sínum glundroða og ógnunum. Á sam- komunni í Háskólabíói verða flutt ávörp, lesið úr völdum köflum íslenzkra og erlendra bókmennta, er varða kreppuna og fram koma þjóðlagasöngvarar. Nátt- fiðrildi Ný Ijóðabók eftir Gylfa Gröndal NATTFIÐRILDI heitir ný Ijóðabók eftir Gylfa Gröndal. Hún er 48 blaðsíður að stærð og skiptist í fjóra kafla, en hinn síðasti, Vaka, er flokkur tíu Ijóða. A bókarkápu segir að Gylfi Gröndal hafi fengist við ljóða- gerð frá ungaaldri. „Hann birti allmörg ljóð á skólaaldri sínum í skólablöðum og bókmennta- tímaritum sem þá lifðu sitt blómaskeið: Stefni, Dagskrá, Félagsbréfi A.B. og Eimreið- ínni. Kvæði eftir hann voru einnig í Ljóðum ungra skálda, sem Magnús Ásgeirsson gaf út og Árbók skálda sem Kristján Karlsson annaðist. Gýlfi er fæddur í Reykjavík árið 1936, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vfk 1957, stundaði íslenzkunám við Háskóla Islands tvo vetur. en hætti því og gerðist blaða- maður. Hann hefur nú stundað blaðamennsku í nálega tvo ára- tugi og lengst af verið ritstjóri. Hann var ritstjóri Fálkans í fjögur ár, Alþýðublaðsins í önnur fjögur, en síðan ritstjóri Vikunnar f tæp átta ár. Síðast- liðið haust gerðist hann rit- stjóri Samvinnunnar. Þetta er fyrsta ljóðabók Gylfa, en hann hefur áður samið tvær ævisögur i bóka- flokki Setbergs um erlenda stjórnmálamenn, um Róbert Kennedy og Franklin D. Roose- velt, og einnig skrifað viðtals- bók við dr. Kristin Guðmunds- son, „Frá Rauðasandi til Rússfá". Útgefandi Náttfiðrilda er Setberg, bókin er tileinkuð Þór- önnu. Hér eru börn ! Reiðskóla Fíks og Æskulýðsrððs Reykjavíkur að leggja a< stað ! útreiðartúr undir stjórn Kolbrúnar Kristjánsdóttur. Samþykktir 26. ársþings L.H. í ÞESSUM þætti verður haldið áfram að gera grein fyrir sam- þykktum 26. ársþings Landssam- bands hestamannafélaga og að þessu sinni verður fjallað um þær tillögur, sem komu frá Fræðslu- nefnd þingsins. í einni samþykkt- inni er þess farið á leit við Búnaðarfélag íslands að það ráðist hið fyrsta í útgáfu ættbóka og ástæða til að taka undir þessa samþykkt þingsins. Það er orðið mjög aðkallandi að framhald verði á útgáfu ættbókar stóðhesta og tekið verði til við útgáfu ættbókar fyrir hryssur. Ef viðhalda á áhuga fólks fyrir hrossarækt og kynbótum, verða hestamenn að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um kynbótahross og þær upplýsingar verða bezt gefnar með útgáfu ættbókar Leiðbeiningabók í hestamennsku verði gefin út í vetur Þingið fagnaði þeirri tillögu, sem lögð var fyrir þingið um útgáfu leiðbeiningabókar í hestamennsku og fól milliþinganefnd og stjórn L.H. að sjá um útgáfu leiðbeiningabókar- innar nú í vetur Jafnframt skoraði þingið á stjórn L H að hún beitti sér fyrir þvi að námskeið fyrir leiðbeinendur reiðskóla yrði haldið svo fljótt sem auðið er, og yrði leiðbeiningabókm og notkun hennar á reiðskólum kynnt Milliþinganefnd hafði starfað að undirbúningi þessarar leiðbeininga- bókar frá síðasta þingi og lagði á þinginu fram handrit að slíkri bók Einpig er i þessari samþykkt gert ráð fyrir að haldið verði námskeið fyrir leiðbeinendur á reiðskólunum en þetta er nýjung og er vart að efa að hún á eftir að gefa góða raun Leiðbeinandi í hestamennsku Þingið beindi því til stjórnar L.H. að hún hefði ávallt til reiðu kennara til fræðslu og leiðbeiningar í reið- mennsku fyrir hin ýmsu hesta- mannafélög, sem þess óska A síðustu árum hafa verið haldin nokkur námskeið fyrir fólk, sem þegar býr yfir nokkurri reynslu í hestamennsku og hafa þeir, sem sótt hafa þessi námskeið i sumum tilvikum verið úr röðum kunnari hestamanna. Fyrst í stað voru leiðbeinendur á þessum námskeið- um erlendir en síðar hafa íslenzkir hestamenn einnig tekizt það á hendur að leiðbeina löndum sínum. Þeir sem sótt hafa slík námskeið, hafa lýst ánægju smni með þau og talið að á þeim mætti margt læra og þá ekki sízt að lagfæra ýmislegt, sem miður fer en menn höfðu ekki sjálfir komið auga á Almennur og vaxandi áhugi er á því að slík námskeið verði haldin sem víðast um land og vildu flutningsmenn tillögunnar leggja á það áherzlu að með samþykkt hennar skapaðist betri grundvöllur fyrir smærri félög- in að standa fyrir slíkum námskeið- um Dómar kynbótahrossa verði birtir í Frey Þmgið beindi þeirri áskorun til ritstjóra Búnaðarblaðsins Freys, að hánn sæi svo til að ráðunaut B í í hrossarækt yrði veitt rúm i blaðinu til birtingar niðurstöðum dóma á héraðssýningum og helztu fréttum af ættbókarfærðum hrossum á fjórðungs- og landsmótum til fróðleiks fyrir bændur og aðra lesendur ritsins Þeirri skoðun var hreyft á þinginu að eðlilegt væri að i Frey væru birtar niðurstöður dóma um kynbótahross og aðrar þær fréttir, sem tengdar 2. hluti eru hrossarækt Og var á það bent, að þó að hluti þessara sömu upplýs- inga birtist í blaði L.H , Hestinum okkar, væri veruleg ástæða til að bændur hefðu aðgang að þessum upplýsingum í blaði sínu og var vitnað til þess, að í Frey eru árlega birtar niðurstöður ýmissa sýninga s.s. hrútasýnmga og sýninga á mjólkurkúm Ættbók komi út sem fyrst Þmgið fól stjórn L.H. að fara þess á leit við Búnaðarfélag íslands að það réðist hið fyrsta í útgáfu ættbókar fyrir stóðhesta og hryssur í einföldu og aðgengilegu formi, t.d lausblaða formi, þar sem m a yrði komið við leiðréttingum og viðbót- um á auðveldan hátt Það var samdóma álit allra þeirra, sem þessa tillögu ræddu á þinginu að ekki mætti dragast lengur að framhald yrði á útgáfu ættbókar fyrir stóðhesta, sem hófst með útkomu í DAG, laugardag, verður haldinn i Félagsheimili Fáks v/gamla skeið- völlinn framhaldsstofnfundur Hags- munasamtaka hrossabænda og hefst fundurinn kl. 1 4 00 Að und- anförnu hafa verið stofnaðar innan samtakanna deildir, sem ná yfir ákveðin svæði og á framhaldsstofn- fundmum í dag verður endanlega gengið frá stofnun samtakanna og ekki er ósennilegt, að töluverðar umræður verði um ýmis stefnumál samtakanna s.s. um tilverurétt út- flutningstolla á hrö§sum og verð- lagningu hrossakjöts. A stofnfundi samtakanna, sem haldinn var í aprílmánuði s I , urðu nokkrar deilur um, hvert ætti að vera skifyrði fyrir inngöngu í sam- tökm og voru lagðar fram tillögur um að félagar gætu þeir einir orðið, sem ættu svo og svo margar hryssur á ákveðnum aldri eða stóðhest og þá ættbókar og sögu ísl hestsins eftir Gunnar Bjarnason ráðunaut Einnig ítrekuðu menn þá nauðsyn, sem er á því að innan tíðar kæmi út ættbók fyrir hryssur í umræðunum kom fram, að núverandi hrossaræktar- ráðunautur, Þorkell Bjarnason, hefur látið vinna nokkuð að undirbúningi ættbókar fyrir hryssur, sem færðar hafa verið í ættbók frá því að hann tók við starfi hrossaræktarráðu- nauts Þá liggur nú fyrir handrit að ættbók stóðhesta, sem getur um stóðhesta, er færðir hafa verið í ættbók frá því að Ættbók og sögu sleppir og hefur Albert Jóhannsson, form L.H., unnið það verk í sam- vinnu við Þorkel Bjarnason Útgáfuréttur ættbóka kynbóta- hrossa er i höndum Búnaðarfélags- ins og er því verulega brýnt að það marki einhverja stefnu í útgáfu þeirra Og er þá um þá kosti að velja, að B í annist sjálft útgáfu þeirra eða láti bókaútgáfufyrirtæki í té útgáfuréttinn gegn því að það gefi bækurnar út en vitað er að ekki stendur á vilja bókaútgefenda Reiðgötur kortlagðar Ársþingið fagnaði því að hafizt hefur verið handa við að teikna reiðgötur í byggð og óbyggð inn á kort Æskilegt væri að kortum þess- um fylgdu glöggar og gagnorðar leiðbeiningar eftir kunnuga menn Verk þetta yrði unnið i áföngum i samvinnu við viðkomandi hesta- mannafélög Fyrst yrði tekinn fyrir hver landsfjórðungur, en síðan leiðir um miðhálendi landsins Á þinginu kom fram að það er tillaga stjórnar L.H að kort frá Land- mælingum íslands í mælikvarðan- um 1:50000 verði yfirprentuð og verði það gert í einum lit Tákni heil lina greiðfæra reiðvegi, en brotin lína ógreiðfærar brautir Einnig verði áningarstaðir og hlið merkt inn á kortin. Á síðast liðnu starfsári óskaði stjórn L.H eftir því við stjórnir Fáks og Harðar, að þær aðstoðuðu við undirbúning þessa verkefnis. Stjórn L H. hafði fyrir ársþingið fengið í hendur uppdrátt með reiðleiðum um land Mosfellssveitar. Breyttur kappreiða- annáll Þingið fól ritstjórn Hestsins okkar að vinna að því í samráði við Hesta- mannafélög sambandsins að úrslita kappreiða yrði getið með fréttum af félagsstarfi félaganna og þar væri aðeins tilgreindur fyrsti hestur hverrar keppnisgreinar, nema sér- stakar ástæður væri til annars að mati félagsstjórnar, ásamt og með upplýsingum um hestinn ætt hans, eiganda og knapa. Tillaga þessi var komin frá rit- stjóra Hestsins okkar, Halldóri Gunnarssyni, og sagði hann i um- Framhald á bls. 31. eldri en 4 vetra Ekki voru allir sáttir við þær hugmyndir, sem gengu í þá átt að binda þátttöku i félaginu ákveðinni hrossaeign og töldu menn að með því væri verið að þrengja þann hóp, sem möguleika ætti á þáttöku í félaginu óhóflega mikið Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að nú er í 3 gr laga Hagsmuna- samtaka hrossabænda ákvæði um að félagar geti orðið allir þeir, sem stunda hrossarækt Að sögn Sigurð- ar Haraldssonar, formanns samtak- anna, liggur að baki þessari grein sá vilji, að menn geri það upp við sig, hvort þeir eigi heima í þessum sam- tökum og þá vegna hagsmuna sinna sem hrossaræktendur Allir félagar í samtökunum og þá einnig nýir hafa rétt til að sækja framhaldsaðalfundinn í dag en hins vegar hafa aðeins kjörnir fulltrúar hinna einstöku deilda atkvæðisrétt. umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Framhaldsstofn- fundur Hagsmuna- samtaka hwssabænda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.