Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975
Halla Lovísa Lofts-
dóttir — Minning
F. 12. júní 1886.
D. 15. nóvember 1975.
1 dag er gerð frá Hrepphóla-
kirkju í Hrunamannahreppi útför
Höllu Lovísu Loftsdóttur skáld-
konu. Halla var fædd 12. júní
1886 í Stóra Kollabæ í Fljótshlíð.
Foreldrar hannar voru sæmdar-
hjónin Sigríður Bárðardóttir og
Loftur Loftsson sem þar bjuggu.
Halla fluttist ung með foreldrum
sínum og systkinum út í Hruna-
mannahrepp og átti þar heima
þar til hún fluttist til Reykjavíkur
árið 1931.
Ég minnist Höllu fyrst sem
ungrar glæsilegrar stúlku, er hún
dvaldi á heimili foreldra minna
síðari hluta vetrar árið 1911. Hún
var grannvaxin, fríð sýnum, dökk-
hærð og fagureygð, gáfuð, við-
kvæm i lund og yndislega hlý í
viðmóti. Hún var þá heitbundin
Ámunda Guðmundssyni á Sand-
læk f Gnúpverjahreppi, en hann
var hið mesta góðmenni og
prúður svo af bar.
Halla Lovísa var komin til
Reykjavíkur til að Iæra karl-
mannafatasaum hjá Lilju
Gunnarsdóttur, konu Benedikts
Ásgrímssonar gullsmiðs í Bene-
diktshúsi, Bergstaðarstræti 19, en
það er næsta hús fyrir sunnan
Ólafshús sem við bjuggum í.
Halla saumaði þá brúðarfötin á
unnustann eins og algengt var í
þá daga. Ég gleymi aldrei hve
gaman mér þótti sem barn, að
fara í hús og verslanir með Vísu,
en það kölluðum við mamma hana
alltaf. Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar við fórum eitt sinn
niður í Þingholtsstræti að heim-
sækja Guðrúnu Erlings —
Guðrún átti svo mikið af fallegum
pottablómum, sem okkur Ilöllu
þótti mjög gaman að skoða. Mér
þótti líka sérstaklega gaman að
heyra þær tala og fara með ljóð
yfir kaffibollunum. Þær voru
báðar ljóðelskar, enda var Halla
Lovísa skáldmælt vel, en Guðrún
var kona Þorsteins Erlingssonar,
eins ástsælasta skálds okkar.
Halla og Ámundi giftust um
vorið þetta sama ár 1911, þau
bjuggu í farsælu hjónabandi á
Sandlæk, þar til Ámundi lést árið
1918. Stóð Halla þá eftir barns-
hafandi með fimm börn í ómegð,
það yngsta aðeins tveggja ára.
Þrjú gamalmenni. tengda-
foreldrar hennar og faðir voru
einnig á heimilinu í hennar
umsjá. Líðan móður á þeim
tímum undir slíkum kringum-
stæðum getur maður látið sér
detta í hug, en ómöguiegt að lýsa
með orðum.
Nokkru eftir lát Ámunda
gerðist Loftur yngsti bróðir Höllu
sem þá hafði lokið námi við
búnaðarskólann á Hvanneyri,
ráðsmaður hjá henni, og gerði
henni þar með fært að búa áfram
á Sandlæk og hafa öll börnin sín
hjá sér. Var þarna unnið kær-
leiksverk, sem Halla gleymdi
aldrei og fannst að hún gæti seint
þakkað og aldrei borgað til fulls.
Börn þeirra Höllu og Amunda,
sem upp komust, eru Guðmundur
bóndi í Asum 1 Gnúpverjahreppi,
kvæntur Stefaníu Ágústsdóttur;
Guðrún gift Karli Guðmundssyni
leikara; Loftur járnsmiður,
búsettur í Kópavogi, hans kona er
Ágústa Björnsdóttir; Hjálmar,
hann lést uppkominn piltur. Elst
barnanna er Sigríður bókavörður
og hefur hún búið með móður
sinni alla tíð og veitt henni á
siðustu æviárum alla þá aðstoð og
umhyggju sem hún gat i té látið.
Halla átti þvi láni að fagna að
eiga góð og vel greind börn og
tengdabörn, sem öll tóku þátt í
lífskjörum hennar og sýndu
henni alla tíð umhyggju og elsku,
enda var hún þeim góð fyrirmynd
að öllu leyti. Halla brá búi og
fluttist til Reykjavíkur 1931, eins
og áður er sagt, með yngsta son
sinn. Hún stundaði ýmsa heima-
vinnu, ásamt heimilisstörfum
einkum þó vélprjón og handprjón
og var kappsöm og vinnuglöð að
hverju sem hún gekk.
Halla var trúkona, friðarsinni
og félagshyggjukona. Hún var
félagi í Kvenréttindafélagi Is-
lands, Mæðrafélaginu og Kven-
félagi Óháðasafnaðarins, og átti
sæti í stjórnum hinna tveggja
síðastnefndu félaga. Hún var
mjög vinsæl meðal félagskvenna,
enda las hún oft upp á félagsfund-
um, bæði eigin ljóð og eftir aðra
höfunda.
Tíminn sem Halla hafði til af-
lögu til að sinna andlegum
hugðarefnum sínum svo sem
ljóðagerðinni var því ekki of
mikill, þó sá maður annað veifið
ljóð eftir hana í ýmsum timaritum.
Þessi ljóð þóttu mér öll skínandi
falleg og vél gerð og bera þau vott
um innilega hlýju og gott hjarta-
lag höfundar síns.
Nú hefur heyrst að von sé á frá
Helgafelli Ijóðabók eftir Höllu
Lovísu og eru það mikil gleðitíð-
indi. Við hiökkum öll mikið til
þess að sjá ljóðabókina hennar.
Guð gefi að harpa hennar megi
hljóma skært bæði hér og hinum
megin við landamærin miklu,
öldnum og óbornum til gleði og
blessunar.
Guðrún Guðjónsdóttir.
Flestum þykir Fljótshlíðin vera
ein fríðasta sveit þessa lands,
ekki aðeins þeim, sem þar eiga
heima eða þaðan eru kynjaðir.
Grónar hlíðar með skógargiljum
og tærum lækjum veita skjól fyrir
norðannæðingum, en bæirnir
undir brekkunum opna faðminn
móti sólarljósi, hájöklum og víð-
erni sjónhringsins. í bjarkarilmi,
fossahljóði og himinbjarma
skynja börnin fyrst umhverfi
sitt. Sú skynjun fylgir þeim síðan,
hvar sem leiðirnar liggja, grópast
ósjálfrátt í vitundina og orkar á
hug þeirra og hjarta, viðhorf og
viðmót.
Úr hinum frjóa jarðvegi, sem
Þverá hefir ekki enn tekist að
bera allan á haf út og skal aldrei
takast, er mikill kjarngróður og
ilmgróður sprottinn. Hann er að
vísu, einsog allt, sem lífsanda
dregur, ofurseldur eyðingunni
miklu, jafnt „reyr, stör sem rósir
vænar.“ Og nú gerist hinn slyngi
sláttumaður tíðhöggur um sinn í
rósarunnana úr Fljótshlíðinni.
Réttri viku eftir að við höfðum
fylgt móður minni til grafar, and-
aðist kær vinkona okkar hjóna,
Halla Lovísa Loftsdóttir, sem í
dag verður lögð í faðm fósturjarð-
arinnar við Hrepphólakirkju.
Halla Lovísa fæddist í Stóra-
Kollabæ í Fljótshlíð 12. júní árið
1886. Hún var elst sjö barna hjón-
anna Sigríðar Bárðardóttur frá
Stóra-Kollabæ og Lofts Loftsson-
ar frá Tjörnum í Vestur-
Eyjafjallahreppi. Systkini hennar
voru Jónína, Vilborg og Haraldur,
sem nú eru látin, Kristján, Gústaf
og Loftur.
Hún ólst upp í Fljótshlið fram
undir fermingu, en fluttist þá
með foreldrum sínum út í Hruna-
mannahrepp. Þar giftist hún árið
1911 Ámunda Guðmundssyni frá
Sandlæk í Gnúpverjahreppi. Þar
hófu þau búskap, og þar
eignuðust þau sjö börn, en tvö
þeirra fæddust andvana. Hin eru:
1) Sigríður Lilja, f. 1912, bóka-
vörður við Borgarbókasafn
Reykjavíkur.
2) Guðrún, f. 1913, búsett í
Reykjavík, gift Karli Jóh. Guð-
mundssyni leikara.
3) Guðmundur, tvíburabróðir
hennar, bóndi í Ásum í Gnúp-
verjahreppi, kvæntur Stefaníu
Ágústsdóttur.
4) Loftur, f. 1914, járnsmíða-
meistari, búsettur í Kópavogi,
kvæntur Ágústu Björnsdóttur.
5) Hjálmar, f. 1916, d. 1943, var
hjartasjúklingur alla ævi.
Amundi dó úr spönsku veikinni
haustið 1918, en þá bar Halla Lov-
ísa sjöunda barn þeirra undir
belti, dreng, sem fæddist andvana
um vorið. Fráfall Ámunda var
þung raun fyrir ekkjuna, sem eft-
ir stóð með stóran barnahóp i
ómegð, en þá lagðist henni sem
oftar líkn með þraut. Loftur bróð-
ir hennar, sem lokið hafði bú-
fræðinámi við Hvanneyrarskóla,
var þessa döpru haustdaga á leið
til Hvanneyrar, en Halldór skóla-
stjóri hafði falað hann til vinnu
vegna fyrri kynna sinna af hon-
um. Loftur kom við á Sandlæk og
ætlaði að gista þar nokkrar næt-
ur, en þá urðu umskiptin. Loftur
fór ekki lengra, heldur tók við
búsforráðum með systur sinni og
gerðist bjargvættur heimilisins af
alkunnum drengskap sinum og
bróðurþeli. Þau systkinin unnu
að því í félagi að koma börnunum
á legg, þar til Halla Lovísa fluttist
til Reykjavíkur árið 1931. Þar átti
hún heimili upp frá því, lengst
með Sigríði dóttur sinni, sem ann-
aðist móður sína af frábærri nær-
gætni og umhyggju í ellinni.
Halla Lovísa andaðist 15.
nóvember á heimili Guðrúnar og
Karls, þar sem hún dvaldist um
stundarsakir.
Ekki þykir nú á bensinöld lang-
ur spölur milli Sámsstaða og
Kollabæjar, en ekki mun neinn
sérlegur kunningsskapur hafa
tekist með móður minni og Höllu
Lovísu á bernskudögum þeirra í
Fljótshlíð, enda fjögurra ára ald-
ursmunur með þeim, sem er ær-
t
Bestu þakkir færi ég óllum þeim fjölmörgu er sýndu mér og fjölskyldu
minni samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns
LÁRUSAR H. GUÐMUNDSSONAR
kennara
Sigrfður Jónsdóttir.
+ Inmlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og Í Bróðir okkar.
bróður. JÓHANNGUÐNASON,
MAGNÚSAR REYNIS JÓNSSONAR lézt að heimili sínu Óðmsgötu 4 þann 26 nóvember
raf magnsverkf ræðings, Sundlaugavegi 18.
Gitte Jónsson Marianne Magnúsdóttir Reynir Magnússon Kristjón Már Magnússon Nanna Cortes. Systkinin.
*
inn á þessu aldursskeiði, og bæja-
flakk barna og tómstundir ekki úr
hófi fram. Það var ekki fyrr en
löngu siðar á ævinni, sem þær
hittust og rifjuðu upp minningar
frá sameiginlegri æskuslóð og þá
vegna þess, að góð vinátta hafði
tekist með sonum þeirra,— fyrir
tilviljun, eins og sumir kalla, en
fáir geta fullyrt neitt um. Fyrst
urðu þeir bekkjarbræður í Iðn-
skólanum í Reykjavík. Loftur
Amundason og Haukur heitinn
bróðir minn, og tókst þá með þeim
mikil vinátta, sem hélst meðan
báðir lifðu. Síðar vildi svo til, að
við Guðmundur Ámundason
störfuðum mikið saman að söng
nokkur ár. Þá varð ég heimagang-
ur á heimili þeirra Sandlækjar-
systkina og móður þeirra á Bar-
ónsstíg 27, og síðan hefir Halla
Lovísa verið mér og mínum ein-
lægur og náinn vinur, nærri því
eins og önnur móðir. Að þeirri
vináttu hefir mér verið meiri
fengur en ég fái með orðum tjáð
eða þakkað sem vert væri.
Þá hefi ég átt annríkt eða haft
knappan tíma í Reykjavíkurferð-
um, ef ekki hefir gefist tóm til að
líta inn til þeirra mæðgna, Sigríð-
ar og Höllu Lovísu, til að sækja
andlega hressingu. Viðmótið var
alltaf hið sama, gestum heilsað af
hlýju, innileik og fögnuði og þeir
leiddir í stofu. Sjaldnast þurfti
lengi að bíða eftir kaffinu, sú bláa
var venjulega innan seilingar, og
oftast fylgdi kleina eða pönnu-
kaka á diski. Húsakynnin voru
víst ekki tiltakanlega margir fer-
metrar að fleti, en gestum þótti
þeir komnir í kóngshöll. A veggj-
um voru úrvalsmálverk eftir
fremstu myndlistarmenn vora, í
skápum og á hillum úrvalsbækur,
og ekki aðeins í skápum og á
hillum, heldur lágu alltaf ein-
hverjar þessara bóka á borði eða
stóibrík, sumar með bókmerkjum,
aðrar opnar, því að bækur voru
hér ekki stofuskraut í metratali,
heldur um hönd hafðar, lesnar og
ræddar, vakandi þáttur í daglegu
lífi. Listnautnin var jafn-eðlileg
og jafn-nauðsynleg á heimilinu og
sjálfur andardrátturinn, hvort
sem listarinnar var notið í litum
og línum, tónum, ljóðum eða
lausu máli.
Húsmóðirin sat ekki auðum
höndum, meðan hún ræddi við
gesti sína, heldur léku prjónarnir
að bandi og lykkju af mikilli fimi
milli fingra hennar, að því er virt-
ist án umhugsunar, ósjálfrátt, en
þó af óskeikulli nákvæmni. Höllu
Lovísu þótti vænt um íslensku
ullina, hún þekkti hana og alla
eiginleika hennar til hlítar og
vann úr henni ýmist þarflega
hluti til daglegra nota eða fágæt-
lega gerða listmuni af hagleik og
ræktuðum smekk.
Margt bar á góma, ýmist menn
og málefni líðandi stundar eða
önnur efni, sem standa ofar tím-
anlegu gildi. Hugleiknast var
henni að ræða þrennt: Manngildi,
kveðskap og trúmál. Um allt
ræddi hún af hógværð, stillingu
og yfirvegun. I djúpum augum
hennar, fullum af mannviti og
góðleik máttistundumlíta svarta
hylji djúprar sorgar og sárrar
reynslu, en oftar var þar að sjá
bjarma vongleði og bjartsýni. Allt
í einu ljómaði glatt bros í augum
og munnvikum, og þá geislaði allt
andlitið, — já, og öll stofan.
Þegar Halla Lovísa ræddi um
fólk, var það ævinlega til að draga
fram einhverja kosti þess, að
halda á loft drengilegum við-
brögðum þess eða bera 1 bæti-
fláka fyrir það. Hún þekkti vel
mannleg mein og mannlega
bresti, en dæmdi aldrei, heldur
reyndi að skilja og fyrirgefa.
Aldrei sagði hún illt til nokk-
urs manns, og aldrei sagði hún
neitt öðrum til ófrægðar,
alsdrei steig hún viljandi
á rétt eða heiður annarra.
Vitarilega sá hún mæta vel, þegar
einhverjum var hrösult á vegi
dygðar eða lagalegs réttlætis, því
að hún kunni flestum öðrum betri
skil á réttu og röngu, en hún vildi
þá alltaf í lengstu lög kenna um
skammsýni og veikleika fremur
en illu innræti. Blessandi orð og
fyrirbæn voruhennarráðog henn
ar svar, og þess hefir margur
fengið að njóta. Hún tók sér jafn-
an stöðu hjá lítilmagnanum og
þeim, sem átti i vök að verjast,
varði jafnan þann málstað, sem
hún taldi bestan og réttastan,
hver sem í hlut átti og við hvern
sem var að eiga.
Höllu Lovísu var mjög ljúft að
ræða ljóð, sem henni þótti vel
gerð og aðrir höfðu kveðið. Hitt er
mér til efs, að mjög margir hafi
vitað, að hún var sjálf f höpi bestu
skáldkvenna okkar, svo lítt var
henni um það gefið að flíka þeirri
íþrótt sinni. Hún mun heldur ekki
hafa hirt nægilega um að halda
ljóðum sínum saman. Þessu
hvoru tveggja olli hlédrægni
hennar og hógværð. En þessi hrif-
næma sál átti margar náðarstund-
ir, þegar kvæðin fæddust fram í
hugann, leituðu forms og orða og
fengu sýnilegan tjáningarbúning.
Hitt er svo annað mál, hve margir
fengu að sjá eða heyra þessi
hjartabörn, sem flest voru orðin
til I dagsins önn og njóta þeirra
með henni, því að hún var svo
vandvirk og vandfýsin um eigin
verk, að henni þótti þau seint
nógu vel í búning færð til þess að
verða öðrum til sýnis. Þó hafa
nokkur kvæði hennar birst í tima-
ritum, og vonir eru um, að ljóða-
bók eftir hana sjái dagsins ljós
bráðlega. t
Halla Lovísa var einlæg trú-
kona, trúrækin og bænheit. Hún
unni skapara sínum og frelsara
sínum af einlægu hjarta og öllum
hug. Trú hennar var bjartsýn og
víðsýn, enda kom hún óbrotin og
óbuguð úr mikilli æviraun. Hún
var aldrei í neinum efa um guð-
lega forsjón og framhaldslíf eftir
líkamsdauðann, og sú vissa var í
senn mesta fagnaðarefni hennar,
mesta alvörumál hennar og ljúf-
asta umræðuefni hennar, þegar
hún gat talað við vini sina í gagn-
kvæmum trúnaði.
Og nú hefir hún hlotið raun lofi
betri. Nú skiljast leiðir um sinn
og nú er að bera sig og þakka
fyrir alla vináttuna, kærleikann
og tryggðina, allar góðar óskir og
blessandi fyrirbænir, sem hún
hefir lagt okkur í lófa, alla þá
uppbyggingu, sem hún hefir verið
okkur samferðafólkinu með for-
dæmi sínu. Megi bjarkarilmur,
fossahljóð og himinbjarmi fylgja
henni til nýrra heimkynna.
Um leið og við Ellen vottum
Sandlækjarsystkinunum einlæga
samúð í söknuði þeirra við ævilok
göfugrar móður og sendum öðr-
um vandamönnum hennar alúðar-
kveðjur, langar mig að ljúka þess-
um lfnum með síðasta erindi
kvæðisins Lóufjöður eftir Höllu
Lovísu sjálfa:
,,Nú er sem dapurt kveðjuklukk-
ur hringi,
er kölluð ertu burt á suðurstig,
ekki er víst, að sama lóan syngi
á sumri næsta ljóðin fyrir mig.
Og því er horft og hlustað fast
oglengi,
uns hinsti geisli á vesturhimni
dvín,
en angurblandinn ómur fer
um strengi,
með aftanblænum hverfur
kveðjan mín.“
Sverrir Pálsson.
Úllaraskreytingar
bMmauql
Groðurhusið v/Sigtun simf‘36770 ■