Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÖVEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Málstað Islands til tjóns Hin svonefnda sam- starfsnefnd um vernd- un landhelginnar, sem mynduð var á vegum Al- þýðusambands íslands, nokkurra annarra laun- þegasamtaka og fleiri að- ila, hefur nú þegar unnið málstað íslands í land- helgismálinu á erlendum vettvangi mikið tjón með þeirri sundrungariðju, sem þessir aðilar hafa haldið uppi undanfarnar vikur. Eins og glögglega kom í ljós í fyrradag, þegar að- gerðir samstarfsnefnd- arinnar áttu að ná hámarki með allsherjar verkfalli um land allt, heimsiglingu fiskiskipaflotans og úti- fundi í Reykjavík, reyndist enginn hljómgrunnur vera fyrir málflutningi tals- manna þessarar nefndar í sambandi við samkomu- lagið við Vestur-Þjóðverja. Það heyrði til algerra und- antekninga, ef vinnandi fólk varð við áskorun sam- starfsnefndarinnar um að taka sér frí frá störfum síð- astliðinn fimmtudag og það er mat lögreglunnar í Reykjavík, aö fjöldi fundarmanna á útifund- inum á Lækjartorgi hafi verið um 4000 manns, en til samanburðar má geta þess, að á landhelgisfundinúm vorið 1973 var talið, að um 25.000 manns hefðu safnazt saman á Lækjartorgi til þess að mótmæla flota- íhlutun Breta þá, en alger samstaða ríkti um þann fund. Og út í hött er að jafna þessum fundi nú við 1. mai fundi, sem að jafnaði hafa verið miklu fjölmenn- ari, en bollaleggingar um það skipta svo sem engu máli. Samstarfsnefndin boðaði til þessara aðgerða til þess að mótmæla samkomulags- drögunum við Vestur- Þjóðverja en bætti því svo við, eftir flotaíhlutun Breta, að fundurinn væri einnig haldinn í þeim til- gangi að mótmæla flotainn- rás þeirra. Þegar á fundinn kom, var hins vegar ljóst af ræðum manna, að sem fyrr var megintilgangurinn að mótmæla samkomulaginu við Vestur-Þjóðverja. Enginn vafi leikur hins vegar á því, að þær fréttir munu berast út til Bret- lands, að fundur sem haldinn hafi verið í Reykjavík þennan dag til þess að mótmæla flota- íhlutun Breta hafi verið einhver fámennasti úti- fundur sem haldinn hafi verið í Reykjavík árum saman, og munu Bretar væntanlega draga sínar ályktanir af því um sam- stöðu íslendinga í bar- áttunni við þá. Af þessu er ljóst, að sundrungariðja þeirra aðila, sem að samstarfs- nefndinni hafa staðið, hef- ur þegar skaðað málstað okkar á alþjóðavettvangi og hefði betur verið heima setið en af stað farið enda kann það ekki góðri lukku að stýra, þegar staðið er að málum á þann veg sem þarna var gert. En vonandi draga þeir menn, sem að þessum misheppnuðu að- gerðum stóðu, nokkurn Síðustu daga hafa kom- ið fram ákaflega alvar- legar upplýsingar um frammistöðu Lúðvíks Jósepssonar á þeim tíma, sem hann var sjávarút- vegsráðherra. í útvarps- umræðum um vestur- þýzka samkomulagið í fyrrakvöld, skýrði Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra frá því, að í marz- mánuði 1972, hefði Haf- rannsóknastofnun skrifað Lúðvík Jósepssyni, þáver- andi sjávarútvegsráð- herra, bréf, þar sem athygli hans er vakin á því, að æskilegt sé að minnka sókn I þorskstofninn um helming. Lúðvík Jósepsson virðist hafa haft þessa al- varlegu aðvörun Hafrann- sóknastofnunar að engu og enga tilraun gert til þess að lærdóm af þessari reynslu, og nú þegar deilurnar um samkomulagið við Vestur- Þjóðverja eru að baki, er þess að vænta, að lands- menn allir snúi bökum saman og standi sameinað- ir undir forystu ríkis- stjórnarinnar í baráttunni gegn hernaðarofbeldi Breta. beita áhrifamætti sínum, sem sjávarútvegsráðherra, til að leiða þjóðinni fyrir sjónir, hversu alvarlegar horfur væru að skapast á fiskimiðunum. En jafnvel þótt Lúðvík Jósepsson hafi setið uppi með þessa vitneskju um tveggja ára skeið, var hann samt sem áður tilbúinn til þess í marzmánuði 1974 að gera Þjóðverjum tilboð um að veiða 80 þúsund tonn af fiski hér við land án þess að nokkrar takmarkanir væru settar á þorskafla þeirra í því tilboði sem Lúðvík Jósepsson vildi gera þeim. Þessar stað- reyndir eru fróðlegt íhug- unarefni fyrir þá sem kunna að hafa fylgst með málflutningi þessa þing- manns að undanförnu. Alvarleg vanræksla Lúðvíks Jósepssonar THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSEKVER THE OBSERVER áSfefe. THE OBSERVER Rússarsjárautt út af Palme Moskva, Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti er ekki eini stjórn- málaleiðtoginn í Evröpu, sem velgt hefur Sovétstjórninni undir uggum. Olof Palme for- sætisráðherra Svíþjóðar er að sönnu ekki eins áhrifamikill, en þó hefur hann líklega bakað henni ennþá meiri óþægindi. Hin harðskeytta gagnrýni Giscards á Sovétríkin er engin nýlunda heldur dæmigerð af- staða íhaldsafla á Vesturlönd- um, en vitaskuld lætur hún ekkert þægilega í eyrum Rússa. En þeir eru hins vegar fjúkandi reiðir út af málflutningi Olofs Palme, sem er einlægur mál- svari lýðræðissósialisma og hefur þar að auki lýst yfir megnustu grunsemdum á risa- veldaþíðunni. Ekki bætir það úr skák, að Palme er um margt hallur undir sjónarmið Kinverja. Ösamlyndi Palme og Moskvu- stjórnar er á engan hátt unnt að rekja til gagnkvæmra árekstra á sviði þjóðarhagsmuna. Bein samskipti Rússa og Svía, jafnt á efnahagssviði sem á stjórn- málasviði, standa með miklum blóma. Rússar þakka það hlut- leysisstefnu Svía, hvað þeim hefur orðið vel ágengt i sam- búðinni við Norðurlandaþjóðir, og aukin viðskipti milli landanna tveggja er á sinn hátt vottur um það, hversu vel Rúss- um fellur stjórnmálastefna Svía almennt. En eigi að síður fer hrein- skilni Palmes óskaplfega í taugarnar á Rússum. Vel má vera, að það hafi verið til þess að auðsýna óánægju með um- mæli forsætisráðherrans, að nýskipaður ambassador Svía þurfti að bíða í rúman mánuð, áður en hann fékk tækifæri til að afhenda Podgorny forseta trúnaðarbréf sitt, en þetta átti sér stað nú fyrir skömmu. Sænskir diplómatar líta reyndar ekki þeim augum á málið. Eru þeir sannfærðir um, að töfin hafi ekki verið af ásettu ráði, heldur hafi hún or- sakast af orlofi og önnum Pod- gornys. Hins vegar er ekki svo fráleitt að gera ráð fyrir að hvort tveggja atriðið hafi átt sinn þátt. Það sem raunverulega ber á milli hjá Rússum annars vegar og Palme hins vegar, er það að hann, sem er ákafur fylgis- maður friðsamlegrar sambúðar þjóða, hefur ekkiviljað fallast á þá skoðun Rússa, að það sé ein- göngu að þakka risavelda- þíðunni svokölluðu, hversu friðsamlega horfi nú í heimin- um. Né heldur teiur hann sig skuldbundinn til að skrifa upp á hvern þann víxil, sem stór- veldin gefa út í nafni „þíðunnar” né leggja blessun sína yfir hverja þá aðgerð, sem framkvæmd er í skjóli hennar. Hefur þetta reitt Moskvustjórn- ina illilega til reiði ekki sízt vegna þess að hún gerir sér grein fyrir því, að P«dme talar hér ekki einungis fyrir sjálfan sig heldur mælir hann fyrir munn margra annarra smá- ríkja. Þessum ríkjum er ekki að skapi fremur en Svíum, hvert álit Rússar hafa á heimsmálun- um, þ.e. að allir hlutir þurfi að meira eða minna leyti að falla að sameiginlegum hagsmunum risaveldanna tveggja, Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Er Moskvustjórn orðin svo fyrtin og hörundsár út af þessari gagnrýni að hún hefur vísað á bug nafngiftinna ,,risa- veldi“, þegar Sovétrfkin eiga í hlut. Samt sem áður vakti það athygli samkvæmt sovézkum fréttum, að Brezhnef talaði við- stöðulaust um „okkur stórveld- in tvö“ er hann hitti bandaríska geimfara nú fyrir skömmu. Þessi tvöfeldni í málflutningi Rússa er vissulega farin að reyna á þolrifin í Palme og fleirum. Er hún orðin eins konar fleygur á milli Rússa og annarra ríkja, sem eru Iítt hrif- in af þeim sérstöku böndum, sem risaveldin hafa bundizt. Málið verður öllu flóknara, þegar Kínverjar reyna að færa sér í nyt þessar hræringar smá- ríkjanna með blygðunarlausri hentistefnu sinni. Þeir benda á, að hér sé enn ein ástæða fyrir þvi, að smáþjóðir skuli gjalda varhuga við Rússum, en á þeim má hins vegar skilja, að Banda- ríkjamenn hafi algerlega hrein- an skjöld, enda þótt báðir þessir aðilar eigi í hlut. Vita- skuld stefna Kínverjar leynt og ljóst að því að taka sæti Sovét- ríkjanna sem risaveldi og koma á nánu sambandi við Washing- ton, en láta Moskvu vera utan- garðs. Ef til vill yrði Moskvu- stjórnin ekki eins uppnæm fyr- ir gagnrýni Palme og raun ber vitni, ef hann setti hana fram á annan hátt en Kinverjar. Það er þessi kínverzki keimur af málflutningi Palmes, sem Rússar þykjast finna, er hefur gersamlega komið þeim úr jafn- vægi. Af sovézkri hálfu kom nýlega fram gagnrýni á Palme, þar sem honum var borið á brýn að draga taum Kínverja. Gagnrýni þessi kom ekki fram í sovézkum fjölmiðlum, heldur í blaði Finnska Kommúnistaflokksins, Tiedonataja 25. september sl. og var undirrituð af nafninu M. Semyenof. Greinarhöfundur ásakaði Palme harðlega fyrir að taka sömu afstöðu og Kínverjar varðandi samskipti Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Gerði grein þessi það að verkum að menn fóru að setja töfina, sem varð á afhendingu trúnaðarbréfs sænska sendi- herrans, í sambandi við óánægju Moskvustjórnar með málflutning Palme. Vitaskuld var hér ekki um að ræða fyrstu gagnrýninga á Palme á opinberum vettvangi af sovézkri hálfu. 1 vikuritinu New Times hefur til að mynda birzt grein undirrituð af L. Vladimirof, þar sem sagði m.a: „Palme sér núvernadi ástand í heimsmálunum eingöngu í Ijósi hinnar alræmdu „risavelda- kenningar", en eins og menn muna, eru það Maóistar, sem klifa á henni f sifellu. Palme litur gersamlega framhjá þeirri staðreynd hvílíkur reginmunur er á stjórnmála- og þjóð- félagskerfi I Bandaríkjunum annars vegar og í Sovétrikjun- um híns vegar. Greinarhöfundur virðist hins vegar skella skollaeyrum við því, að einungis hefur verið rætt um valdasamstöðu risa- veldanna tveggja í þessu sam- bandi, og mismunandi þjóð- félagskerfi koma á engan hátt' við málið. Bein gagnrýni á Palme birtist eingöngu við og við og oft er aðeins tæpt á málunum, eins og til að sýna fram á, að Moskvu- stjórnin sé á engan hátt við það riðin. Hins vegar hafa sovézkir fjölmiðlar hagnýtt sér aðra aðferð til að láta f Ijós vanþókn- un á Palme. Þegar málefni Norðurlanda eru til umræðu, er yfirleitt hvergi minnzt á Palme, en Sven Andersson, utanríkis- ráðherra Svía er hins vegar hampað við hvert tækifæri. Hann er sósialdemókrati af gamla skólanum. Þetta færir sönnur á annað atriði en það er að Moskvustjórn fellur síður við unga menntamenn í hópi evrópskra sósfaldemókrata en eldri kynslóð sósíaldemókrata, sem yfirleitt eru ekki mennta- menn. Til að bæta gráu ofan á svart hafa Kínverjar nýlega tekið til við að fjalla um varnarmál Svía og gefið í skyn að Svíþjóð stafi hætta af Sovétríkjunum. Eru þessar ályktanir dregnar af um- deildum yfirlýsingum, sem Stig Synnergren, yfirmaður herafla Svía, hefur gefið. Fyrir bragðið eykst gremja Rússa, og enn dekkri skuggi fellur á Palme.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.