Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 Hjalti húsmannssonur meira en fyrst hafði sýnst, þegar hann kom í lörfunum sínum. Svo sögðu þau konungsdóttur, foreldrar hennar, að hún skyldi með lagni reyna að komast að því, hvernig í þessu lægi með biðilinn. Konungsdóttir gerði sig blíða eins og bráðið smjör og smaðraði fyrir Hjalta á allar lundir, hún gat hvorki verið án hans dag eða nótt. Þegar Ieið á fyrsta kvöldið, sagði hún: „Fyrst eigum við nú að verða hjón, þú og ég, þá þarftu ekki að dylja mig neins og þú segir mér þá líklega frá því hvernig þú ferð að byggja skip og hallir í einni svipan?“ „Æ, já,“ sagði Hjalti, „það er nú ekki svo mikill vandi og það get ég líka sagt þér, þegar við erum gift þess þarf ekki fyrr,“ sagði hann. Kvöldið eftir nauðaði konungsdóttir á þessu sama. — „Þér er alveg sama um mig, fyrst þú vilt ekki segja mér það sem mig langar til að vita,“ sagði hún, „og úr því þú vilt ekki láta þetta smáræði eftir mér, þá er eins gott að ég segi þér upp.“ — Við það brá Hjalta heldur betur, ekki kærði hann sig mikið um að missa hana og svo sagði hann henni upp alla sögu um hringinn. Þetta var stúlkan ekki sein að hlaupa með í foreldra sína og svo ráð- lögðu þau henni, hvernig hún skyldi fara að ná hringnum af pilti og sögðu, að eftir það yrði ekki mikill vandi að eiga við hann. Um kvöldið kom konungsdóttir með svefnlyf og sagði að hún ætlaði að gefa unnustanum ástardrykk, því sér fyndist honum ekki þykja nógu vænt um hana. — Hjalta grunaði ekkert misjafnt og drakk allt saman, sem hún bar honum, og um leið sofnaði hann svo fast, að hægt hefði verið að velta um höllinni, án þess að hann rumsakaði. Þá tók konungsdóttir hringinn af fingri hans; setti hann á sig og óskaði að Hjalti lægi úti í göturæsinu í sömu görmunum og hann kom í og jafn óásjálegur og hann var þá, en í hans stað vildi hún fá fegursta konungsson í heimi. Þetta varð hvorttveggja um leið og þess var óskað. Þegar leið á dag, vaknaði Hjalti, fyrst hélt hann bara að sig væri að dreyma, en þegar hann fann að hringur- inn var horfinn, þá sá hann hvernig í öllu lá og varð utan við sig af harmi og ætlaði að hlaupa í sjóinn og drekkja sér. En um leið, mætti hann kettinum, sem húsbóndi hans hafði keypt handa honum áður. „Hvert ætlar þú?“ spurði kisi. „Ég ætla að drekkja mér,“ svaraði Hjalti. „Vertu ekki að því,“ sagði kötturinn, „þú skalt fá hringinn aftur.“ „Jæja, ef ég fæ hann aftur, þá skal ég víst ekki fara að ana í sjóinn,“ sagði piltur. Kötturinn lagði af stað. Hann hafði þá séð rottu. „Nú tek ég þig,“ sagði köttur- inn. „Nei, vertu ekki að því,“ sagði rottan, „þú skalt fá hringinn aftur.“ „Jæja, ef ég fæ hringinn aftur, þá skaltu sleppa,“ sagði kisi. Þau fór nú inn í höllina, rottan og kötturinn, og snuðruðu þar um, og að lokum fann rottan lítið gat inn í herbergi konungsdóttur, hún var þá að ræða við foreldra sína þarna inni, og rottan heyrði að nýi óskaprinsinn hennar hefði hring- inn á fingri sínum, því auðvitað var hann þarna líka með tengdafólkinu tilvonandi. Og rottan heyrði að konungsdóttir sagði við hann: „Gættu nú hringsins vel, vinur minn. — „O svei,“ sagði konungssonur, „hér kemst ekki nokkurt kvikindi inn, en ef þú heldur að hringurinn sé ekki örugg- ur á fingrinum á mér, þá get ég haft hann uppi í mér.“ Hægan! Hávaði er bannaður f námunda við sjúkrahús! — Pabbi, af hverju eru negrar svartir? — Hvaða kjánaspurning er þetta, drengur? Ef þeir væru ekki svartir, væru þeir ekki negrar. X sagði dómarinn, sennilega er þetta nú í síðasta sinn, sem ég sé þig hér. — Ha, er dómarinn að hugsa um að segja af sér, eða hvað? X Gvendur gamli, hrumur af elli, stendur einu sinni enn fyrir framan dómarann. Hann hafði brotið eitthvað af sér. — Jæja, Guðmundur minn, — Ef þú átt enga óvini eða öfundarmenn, þá er það af því að þú ert gleymdur og heillum horfinn. J Morðíkirkjugarðinum Eftír Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi. 46 Tords að ég hélt hann myndi missa luktina. Svo svaraði hann stiliilega. — Það er oft haft þannig að vetri til. Grafararnir taka gröfina í dagsbirtu og vilja einnig fá að ganga frá henni við sa-milega birtu. begar útforin fór fram í dag var að byrja að skyggja. En þeir setja auðvitað planka yfir svo að slys eiga ekki að geta orðið undir nokkrum kringumstæðum. — Afsakið mig prestur góður. Connie Lundgren hafði bersýni- lega náð sér furðufljótt. — Ég var hér að tala við hann Arvid meðan hann var að koma fyrir plönkun- um og ég veit hann kom þeim mjög vandlega fyrir. Einhver hefur hróflað við þeim eftir að þeir voru farnir og það svo um munar. Ungi lögreglumaðurinn var látinn sfga niður f gröfina. Svo heyrðum við rödd hans rólega og stillta: — Hún hefur skollið með hnakkann á kistulokið Hún er steindauð. Christer rétti hægt úr sér. Það var eins og hann tæki fvrst nú eftir öllu þessu fólki, sem þarna var samankomið og hann sagði stuttaralega: — Ég sting upp á að þið farið öll vfir á prestsetrið og bíðið mín þar. Hann lét ljósið hvarfla frá ein- um til annars og sagði síðan: — Ef frá er talin Hjördfs Holm, sem varð eftir hjá Lottu, vantar aðeins frú Teklu Motander. Ég adla að biðja ykkur að hringja til hennar og biðja hana að koma. Einar viltu gjöra svo vel og hinkra við andartak. Við fetuðum okkur af stað áleiðis að prestssetrinu, óróleg, kvíðin og full af tortrvggni hvert í annars garð. Það setti að mér sterka velgjutilfinningu og þegar við komum inn, flýtti ég mér fram f baðherbergið og kastaði upp. Þegar ég hafði hresstst aðeins gekk ég inn f setustofuna og þá voru Christer og Einar komnir aftur. Andrúmsloftið f fallegri setu- stofunni var þrungið og ekki bjargaði það að Iljördís hafði kveikt Ijósin hjá jötunni og einnig á jólatrénu. Éngin viðstaddra gat sýnt neina kæti vegna þess að nýárið var f nánd. Faðir minn gerði veikburða til- raun til að halda uppi samræðum, en gafst fljótlega upp. Tekla Motander, Márlen ogSusann voru að hvíslast á, en Connie Lundgren sagði ekki orð. Friedeborg Jans- son snökfí. Hjördfs starði þráð- beint fram fyrir sig og Tord horfði einnig eins og algerlega utangátta í kringum sig. Og ekki lífgaði það upp á stemninguna að allir viðstaddir nema ég, Márten og Christer Wijk voru klæddir f jarðarfararfötin sín ennþá. Christer settist á stól skammt frá mér og nú beindust að honum allra augu. Faðir minn hristi hvftan koll- inn. — Þú veizt hvaða álit ég hef á svona viðræðum. Mér finnst hreint og beint viðbjóðslegt að sitja og ræða þetta eins og ekkert sé eðlilegra og skemmta sér við að velja hugsanlega morðingja, elginlega meira eftir tilfinning- unni en beinum staðrevndum. En ég get þó ekki neitað þvf að ýmis- legt í þessu máli vekur ólýsanlcga forvitni mína og ég get ckki lýst þvf heldur, hve eftirvænting mfn er míkil að vita hvernig það á endanum leysist. Hann horfði hugsandi á Christer gegnum þykk gleraug- un og loks bar hann fram eina spurningu og ég fann þó tregðuna í honum þegar hann mælti þessi orð: — Hver er skoðun þín á Teklu Motander? — Ja, sagði Christer og dró seiminn. — Venjulega er þaö Puck sem kemur með sálfræðina inn f málið. En hvað snertir Teklu Motander verð ég sannar- lega að lýsa því yfir að ég tel að hún GÆTI FRAMIÐ MORÐ. Hún er kaidrifjuð og svffst einskis, þegar henni býður svo við að horfa og hún tekur þaö óstinnt upp ef maður rís upp gegn vilja hennar. Það er alls ekki útilokað hún hafi rutt eiginmanni sfnum úr vegi, og að Arne Sandell hafi fvrir tilviljun orðið vitni að sfð- asta stigi glæps hennar og þar með hafi lífi hans stöðugt veriö ógnað. Kannski hefur hún haft eitthvað tak á honum, sem ekki var raunhæft lengur, kannski hafði eitthvað annað komið til sem varð þess valdandi að hún ákvað á aðfangadagskvöld að þagga nfður f honum... Ilún býr áreiðanlega yfir þeim Ifkamlega þrótti sem til þarf til að lemja hann með öxinni og hvað fjar- vistarsönnun hennar viðvfkur er hún harla Iftils virði. Það kom upp úr dúrnum að Christer var vel heima í bæjar- slúðrinu um samband Barböru og Gerhards Motander, aftur á móti vissi hann ekki að mánuði fyrir dauða sinn hefði forstjórinn til- kynnt eiginkonu sinni að hann hefði í hvggju að fara fram á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.