Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 7 Klofningur í Alþýðuflokki? Þingflokkur Alþýðu- flokksins er ekki stór. í honum eru aðeins fimm þingmenn. En samt sem áður herma fregnir, að ágreiningur hafi komið upp innan þingf lokksins um það, hvaða afstöðu bæri að taka til samkomu lagsdraganna við Vestur- Þjóðverja. Það mun hafa verið formanni Alþýðu flokksins, Benedikt Grön- dal, mikið kappsmál, að Alþýðuflokkurinn ætti samleið með kommún istum í baráttu gegn sam- komulagsdrögunum og niðurstaðan varð sú, að flokksformaðurinn fékk vilja sínum framgengt og Alþýðuflokkurinn markaði óábyrga lýðskrumsstefnu í málinu. En á sama tima og þessi niðurstaða varð i þingflokki Alþýðuflokks ins, og þegar samkomu- lagsdrögin við Vestur- Þjóðverja skyldu koma til meðferðar á Alþingi, hvarf Gylfi Þ. Gíslason, for maður þingflokksins af þingi, en Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands- ins og einn af forystu- mönnum samstarfsnefnd- ar um verndun landhelg innar, kom á þing í hans stað. Sagt er, að með þessum hætti, hafi Gylfi Þ. Gíslason viljað komast hjá þvi, að taka þátt i stefnumörkun, sem hann var mótfallinn og vildi ekki eiga aðild að. Hlýðir ekki „línunni” Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri Þjóðviljans, ritar þessa athyglisverðu klausu i blað sitt i gær: „Morgunblaðið fær i gær nokkra forystumenn i sölu- og félagssamtökum sjávarútvegsins til þess að vitna með sér í samninga- málum. Það vekur at- hygli, að formaður Sjó- mannafélags Reykjavikur fæst til að segja það sem persónulega skoðun sina að semja eigi við Þjóð- verja og jafnvel Breta. Hann hefur greinilega ekki lesið flokksblað sitt, Alþýðublaðið upp á sið- kastið'' Takið eftir þessari sið ustu setningu. Formaður Sjómannafélagsins er at yrtur fyrir það að hafa sjálfstæða skoðun á sam komulagsdrögunum við Vestur-Þjóðverja og ávitt ur fyrir að hafa ekki fylgt stefnu þeirri sem flokks blað hans, Alþýðublaðið, hafi fylgt i málinu. Fátt lýsir betur hugarfari kommúnista en einmitt þetta að telja það sjálf- sagðan hlut, að einstakl ingar, sem ef til vill fylgja ákveðnum stjórnmála- flokki að málum, geti ekki myndað sér sjálfstæða skoðun heldur beri þeim að taka við þeirri línu sem málgagn viðkomandi flokks sendir þeim. Hann skammast sín Eins og allir vita eru þingfundir á Alþingi háðir í heyranda hljóði. Þarsitja blaðamenn og fylgjast með máli manna en jafn- framt eru ræðurnar teknar upp á segulband og vélrit- aðar eftir segulböndum. Síðan lesa þingmenn þær yfir og loks eru þær birtar í Þingtíðindum. í um- ræðum um samkomulags drögin við Vestur- Þjóðverja vildi svo til, að fréttaritari Morgunblaðs- ins gat ekki verið við- staddur þingfundi um tveggja klukkutíma skeið og óskaði því eftir því að fá að hlýða á þær ræður, sem fluttar voru á þessu timabili, af segulböndum. Þvi var tekið sem sjálf- sögðum hlut af öllum þingmönnum, sem til var leitað nema einum. Bersýnilegt var að Stefán Jónsson skammaðist sin nægilega mikið fyrir ræðu þá. sem hann hafði flutt i þinginu um þessi mál til þess að hann bannaði að fréttaritari Morgunblaðs- ins hlýddi á ræðu hans af segulbandi! DOMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Altarisganga. Séra Þórir Stephensen. Barnasamkoma í Vesturbæjarskólanum viA Öldugötu kl. 10.30 Hrefna Tynes. Aðventukvöld kl. 8.30 síðd. Kirkjunefnd kvenna. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Frank M. Halldórsson. Messa kl. 2 síðd. Aðventuhelgistund kl. 5 síðd. Sóknarprestarnir. HALLGRIMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Lesmessa nk. mið- vikudag kl. 10.30 árd. Prestarn- ir. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. og Iágmessa kl. 2 síðd. FRlKIRKJAN I REYKJAVÍK Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðdegis. Séra Þor- steinn Björnsson. FELLA- OG HÓLASÓKN Barnasamkoma kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. í Fellaskóla. Fermingarbörnum og foreldr- um þeirra sérstaklega boðið að koma. Séra Hreinn Hjartarson. Arbæjarprestakall Kirkjudagur í Arbæjarskóla. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta fyrir alla fjöl- skylduna kl. 2 síðd. Spiirningar- barna og foreldra þeirra sér- staklega vænzt. Kaffisala, skyndihappdrætti og dans- sýning eftir messu. Hátíðarsam- koma kl. 9 síðd. Frú Sigríður Thorlácius formaður Kvenfél. sambands Islands flytur hátíðarræðu, Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngur ein- söng. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar leikur einleik á orgel. Táninga- dansar sýndir af nemendum úr danSskóla Heiðars Ástvaldssonr ar. Séra Guðmundur Þorsteins- son. FlLADELFlUKIRKJAN Safnaðarguðþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 sfðd. Einar J. Gíslason. HÁTEIGSKIRKJA Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Jónas Gíslason lektor prédikar. Séra Arngrímur Jóns- son. ASPRESTAKALL Barnasam- koma kl. 11, árdegis í Laugarás- bíói. Messa kl. 14 síðdegis, að Norðurbrún 1. sr. Grímur Grímsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Árelíus Níelsson. Guð- þjónusta kl. 2 síðd. — Ræðu- efni: I leit að líkn við lífsins lind. — Kór Öldutúnsskólans í Hafnarfirði kemur í heimsókn ásamt stjörnanda sínum Agli Friðleifssyni. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Öska- stundin kl. 4. Sig. Haukur. Aðalfundur safnaðarins er kl. 3 ásunnudag. Sóknarnefndin. BUSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Kaffiveitingar eftir messu. Aðventusamkoma kl. 8.30 slðd. Halldór E. Sigurðsson flytur ræðu og kór Öldutúns- skólans syngur. Séra Ölafur Skúlason. GRENSÁSKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Guðþjón- usta kl. 2 síðd. — Aðventukvöld verður kl. 8.30. Séra Halldór S. Gröndal. KIRKJA ÖHAÐA SAFNAÐ- ARINS Messa kl. 2 síðd. Séra Emil Björnsson. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Altarisganga. Barna- guðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Þorsteinsson. SELTJARNARNES Guðþjón- usta kl. 11 árd. í félagsheimil- inu. Séra Frank. M. Halldórs- son og Guðmundur Öskar Ölafs- son. HJALPRÆÐISHERINN Kl. 11 árd. Helgunarsamkoma. Kl. 2 síðd. Sunnudagaskóli. Kl. 8.30 síðd. Hjálpræðissamkoma. Kapt. Daniel Öskarsson. DIGRANESPRESTAKALL Barnaguðþjónusta í Víghóla- skóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Að- ventukvöld kl. 8.30 síðd. Sérá Þorbergur Kristjánsson. KARSNESPRESTAKALL Barnaguðþjónusta í Kársnes- skóla kl. 11 árd. Messa í Kópa- vogskirkju kl. 2 síðd. Altaris- ganga. Séra Arni Pálsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Garðar Þorsteinsson. FRlKIRKJAN I HAFNAR- FIRÐI Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Prestur séra Magnús Guð- jónsson. Safnaðarfundur að lokinni messu. Safnaðarstjórn- in. Innri-, Njarðvíkursókn Sunnu- dagsskóli kl. 11 árd. í dag Messa kl. 2 sfðd. Ytri-Njarðvíkursókn Sunnudagaskóli í Stapa kl. 5 síðd. Séra Ölafur Oddur Jóns- son. GRINDAVlKURKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Almennur safnaðarfundur verður haldinn að lokinni messu. Séra Jón Árni Sigurðsson. GARDAKIRKJA Guðþjónusta kl. 11 árd. Bílferð frá barna- skólanum kl. 10.45. Séra Bragi Friðriksson. UTSKALAKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Séra Guðmundur Guð- mundsson. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Aðventukvöld kl. 9 sfðd. Stefán Jasonarson og séra Arngrímur Jónsson tala. Sóknarprestur. GAULVERJARBÆJAR- KIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. BERGÞÓRSHVOLSPRESTA- KALL Messa í Voðmúlastaða- kapellu kl. 2 siðd. Séra Páll Pálsson. ODDAKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárus- son. HELLA Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Stefán Lárusson. REYNIVALLAKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Haukur Ágústs- son prédikar. — Altarisganga. Séra Einar Sigurbjörnsson. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. Jólagjafir fyrir veiðimenn Krossið Uppástungur hér: frá Veiðilínunni □ VEIÐITÖSKUR frá Abu, hliðartöskur kr. 3122 | | ÍFÆRUR úr ryðfríu stáli kr. 3108 | | TAILERS (Sporðgrip) enskirfrá Hardy kr. 3927 | | ROTARAR úr eyr í gjafapakkningu kr. 1350 □ ABU JUNIOR SETT fyrir börn og unglinga. í settinu er hjól, stöng og spónn. kr. 2400 □ ABU SPÓNAR fyrirlax, 6 stk blandaðir í boxi kr. 1312 □ ABU SPÓNAR fyrir silung 6 stk. blandaðir í boxi kr. 1100 □ VINSÆLAR SILUNGAFLUGUR 15 stk. í fluguboxi kr. 1550 Einnig bjóðum við hin vönduðu ABU HJÓLOG STENGUR Fljót og örugg þjónusta. Sendum í póstkröfu. NAFN ......................... HEIMILI ...................... VEIÐILÍNAN p.o .Box 7085 Reykjavík Ný tízkuverzlun í dag laugardaginn 29. nóvember opnum við að Laugavegi 12 nýja tízkuverzlun undir nafninu Viktoría. Við bjóðum viðskiptavinum okkar innlendan og erlendan tízkufatnað svo sem stutta og síða kjóla, pils, buxur, peysur, peysusett, pils og buxnadragtir. Takmark okkar er, að allir fari út vel klæddir frá Viktoríu Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Uifetoria Tízkuverzlunin VIKTORÍA, Laugaveg 1 2, sími 14160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.