Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NOVEMBER 1975 3 Um 110 fulltrúar víðsvegar að af landinu voru komnir til fundarins f gær. Flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins lýkur í dag FLOKKSRAÐSFUNDUR Sjálf- stæðisflokksins hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Formaður flokksins, Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra, setti fundinn og ræddi síðan um stjórnmála- viðhorfið. Þá fóru fram al- mennar umræður, en að því búnu var kjörin stjórnmála- nefnd, og tók hún til starfa í gærkvöldi. Ritarar á fundinum í gær voru Sigríður Ásgeirsdóttir og Jón Þorgeirsson. Fundarstörfum verður fram haldið f dag. Fyrir hádegi starfa umræðuhópar og fjalla þeir um eftirtalda málaflokka: Sjálfstæðisflokkurinn og þrýstihóparnir, Vinnulöggjöf- in og samningsréttarmálin, Sjóðakerfið og sjávarútvegur- inn, Opinber aðstoð við blöð og flokka — Réttindi og skyldur stjórnmálaflokka, Bvggða- málin, Landhlutasamtökin — kosning og verkaskipting. Umræðustjórar eru Þorsteinn Pálsson, Guðmundur H. Garðarsson, Jón Arnason, Eyjólfur K. Jónsson, Lárus Jónsson og Markús Örn Antons- son. Eftir hádegi verða lögð fram drög að stjórnmálaályktun. Sfðan verða um þau almennar umræður og loks afgreiðsla stjórnmálaálvktunar. Búizt er við því, að flokksráðsfundinum ljúki um kl. 17 í dag. Geir Hallgrímsson setur flokksráðsfundinn. 14 listamenn sýna á Loftinu I DAG er opnuð á Loftinu við Skólavörðustíg sýning á 33 myndum eftir 14 listamenn. Þegar við litum inn á Loftið í vikunni var verið að hengja upp myndir. Björg Sverrisdóttir hefur umsjón með sýningum á Loftinu, og sagði hún ætlunina að athuga hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að reka þarna nokkurs konar „sölu-gallerí“, sem tfðkast í veru- legum mæli víða erlendis. Þar koma listamenn og einstaklingar aðrir með falar myndir, sem síðan eru hafðar til sýnis og sölu. Listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, eru Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Eiríkur Smith, Gunnar örn Gunnarsson, Hafsteinn Aust- mann, Hallsteinn Sigurðsson, Jó- hannes Jóhannesson, Kjartan Guðjönsson, Magnús Kjartansson, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Örlygsson, Sverrir Haraldsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Verkin eru frá ýmsum tímum og eru flest í eigu lista- mannanna sjálfra. Sýningin verður opin á verzlunartfma, en í dag verður hún opin til sex. Enn er óráðið hve lengi hún stendur, en Björg sagðist gizka á þrjár vikur. Björg Sverrisdóttir á Loftinu við undirbúning sýning- arinnar. Lítil breyting á mjölverði PERUMENN hafa nú stöðvað út- flutning á fiskmjöli vegna fisk- leysis þar. Þessi ráðstöfun Perú- manna hefur haft f för með sér dálitla hækkun á mjölmarkaðin- um og sagði Gunnar Petersen í samtali við Mbl. í gær að hann gerði ráð fyrir þvf að unnt væri að fá fyrir hverja próteineiningu af þorskmjöli 4,60 dollara. Lítið sem ekkert er til af þorskmjöli hér innanlands. Síðustu sölur, sem fram fóru, voru 4,40 dollarar fyrir prótein- eininguna. Verðhækkun hefur verið óveruleg þrátt fyrir að Perúmenn hafa ekki flutt út mjöl — og kvað Gunnar ástæðuna vera þá að sojabaunamjöl væri talsvert lægra og héldi það markaðinum niðri. Ekki er ljóst, hver verður þróun markaðarins, en langvar- andi aflaleysi Perúmanna getur þar haft áhrif á í framtíðinni. Ferðamiðstöðin h.f. skipuleggur hópferðir á alþjóðlegar vörusýningar l -. .. ■ - Erum umboðsmenn fyrir ýmsar stærstu vörusýningar í Evrópu og veitum allar upplýsingar og þjónustu, svo sem aðgöngumiða, sýningarskrár, pöntum sýningasvæði o.fl. Eftirfarandi sýningar eru fram undan: DUSSELDORF 108. IGEDO Alþjóðleg tlzkusýning 14/3—17/376 INTEROCEAN 76 I International Conference and Trade Fair Research, Technology, Economics 15/6—19/6 76 Húsgagnasýning Alþjóðleg herrafatasýning SPOGA76 Alþjóðleg sportvörusýning 20/1—25/1 76 27/2—29/2 76 September 1976 MUNCHEN 1 |U| mImIb BAU 76 Byggingasýning 22/1—28/1 76 ISPO 76 Sportvörusýning 26/2—29/2 76 I FRANKFURT 1 i HEIMTEX 76 Vefnaðar-og teppasýning 14/1 —18/1 76 Alþjóðleg vörusýning í Frankfurt 22/2—26/2 76 Bókasýning 16/9—21/9 76. BRNO | SALIMA 76 18/2—25/2 76 PARÍS Pret á Porter Féminin Kventízkusýning 3/4—7/4 76 SIAL 76 15/11—20/11 76 NURNBERG Leikfangasýning 7/2—13/2 76 BRIGHTON Leikfangasýning 31/1—4/2 76 BIRMINGHAM Int. Spring Fair for Hardware and Giftware Industries (áður Blackpool) 1 / 2—5 / 2 76 Gjafavörusýning • KAUPMANNAHOFN Tannlæknasýning Norræn tlzkuvika Norrænt gull og silfur 3/1—5/1 76 14/3—17/3 76 24/4—27/4 76 Frankfurt Heimtex '76. Sérstakt tilboð í hópferð á teppa- og gluggatjaldasýninguna. Bjóðum uppá þægileg hótel, rétt hjá sýningarsvæðinu Verð frá aðeins kr. 54 þús Brottför 1 3 janúar 1976 Tilboðið stendur aðeins til 6. des. 1975. Kaupsýslumenn, ferðizt ódýrt og notið yður þjónustu sem er yður að kostnaðarlausu. Allar nánari upplýsingar í síma 11255 og 28133 Férðamiðstöðin hf. Central Travel Aðalstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.