Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NOVEMBER 1975 Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráöherra: Færri veiðiskip, minna aflamac stof ni hlíft,f riðunaraðgerðir vii Gunnar Thoroddsen, fé- lagsmálaráðherra, átti sæti í viðræðunefndinni við Vestur- Þjóðverja, og gjörþekkir að- draganda og eðli samnings- draganna við þá. Hér fer á eftir ræða sú, sem hann flutti í utvarpsumræðum á Al- þingi um samningsdrögin. • HELMINGUR MEÐALAFLA í ÁRATUG Eftir að haldnar hafa verið í þessum umr. í gær og í dag 40 ræður þm, sumar mjög ýtarlegar og málefnaleg- ar, er mér sá vandi á höndum að velja, hvaða málsatriði ég ætti helzt að taka hér til meðferðar Þegar reynt er að virða fyrir sér landhelgismálið allt í heild og hagsmuni íslands í bráð og lengd, þá mun mörgum finnast í fyrsta lagi áleitin þessi spurning Hefur verið reynt til þrautar að ná hinum hag- kvæmustu samningum við Þjóðverja? Er hugsanlegt að þoka Þjóðverjum lengra í átt til okkar, að ná betra boði? Ef þess væri einhver kostur eða ein- hver von, einhverjar líkur, þá væri einsætt að reyna enn. í löngu samningaþófi verður alltaf meira og minna af óskum og kröfum, sem aðilar ná ekki fram Svo er einnig hér En á einhverju stigi finna menn hvenær komið er á leiðarenda og hve- nær taka verður ákvörðun Þegar við, sem tókum þátt í þessum viðræðum við Vestur-Þjóðverja í okt og nóv.. í Reykjavik og í Bonn, þegar við bárum saman ráð okkar um þessa spumingu undir lok samningaviðræðna í Bonn fyrir réttri vfku, 20. nóv. sí., þá vorum við allir á einu máli um það, að þau drög, sem þá lágu fyrir, væru það ýtrasta, sem unnt væri að ná. Þessi skoðun var og er studd af mörgum rökum Ég skal telja fram nokkur þeirra Lítum fyrst á aflamagnið, 60 þús tonn. Það er helmingur þess, sem Þjóðverjar veiddu hér við land að með- altali undanfarinn áratug, áður en deil- ur hófust í marzmánuði 19 74, stakk þáverandi sjávarútvegsráðherra upp á 80 þús. tonnum til handa Þjóðverj- um í samningsdrögum Um það náðist ekki samkomulag Nú hefur tekizt að fá Þjóðverja til að ganga inn á 60 þús lestir sem hámark Þá hefur að sjálfsögðu, miðað við þessar staðreyndir, sem ég nefndi, mikið áunnizt Við vit- um það, að að mati Þjóðverja er þetta aflamagn komið á það stig, að sumir þeirra telja vafasamt, að það borgi sig að semja, og þess urðum við varir, að sumir þeirra töldu jafnvel betra að hafa ósamið eins og verið hefði heldur en að ganga inn á þetta aflahámark • TEGUNDIR VEIÐISKIPA, FJÖLDI ÞEIRRA OG í HVAÐA FISKSTOFNA ER SÓTT Við skulum lita í öðru lagi á frystitog- arana, sem í rauninni hafa verið ásteyt- ingarsteinninn og sem Þjóðverjar stóðu lengi vel fast á að heimta veiði- heimildir fyrir. Nú er gengið inn á það, að enginn frystitogari verði inn- an 200 mílna lögsögunnar. Ef við lítum i þriðja lagi á fjölda skipa í október í fyrra þegar við- ræður fóru fram úti I Þýzkalandi hafði samninganefnd sú, sem að málinu vann þá af hálfu íslendinga, gert drpg að samkomulagi, sem ekki náði samþykki eins og kunnugt er Þar var gert ráð fyrir 57 skipum samtals. Nú er gert ráð fyrir 40 skipum sem hámark. Ef við iitum a fiskstofnana og fisktegundirnar, þá er öllum kunnugt, að þorskstofninn er viðkvæmastur, hann er í mestri hættu fyrir ofveiði og um leið er hann mikilvægastur fyrir okkur Is- lendinga, bæði að magni og verð- mæti. Áður, þ.e.a.s i fyrri umr við Þjóðverja, vóru engar takmarkanir settar um hversu mikið mætti veiða af þorski T d. var ekkert slíkt i þeirri uppástungu, sem fyrrv. sjávarútvegs- | ráðherra gerði í marzmánuði 1974 í samningsdrögum frá i fyrra var hins vegar farið inn á þá leið að setja hámark á þorskafla. 10 þús. tonn Nú i þessum samníngsdrögum er svo ákveðið, að Þjóðverjar hætti að stunda þorskveiðar. Hins vegar er öllum Ijóst, að þegar veiddar eru aðrar tegundir, sem nú verða ufsi og karfi, þá hlýtur eitthvað að slæðast með af þorski, og er sett algert hámark í samninginn að það megi muna 5000 tonnum. Hér hefur vissulega, i ákaf- lega mikilvægu og viðkvæmu máli. náðst mikill árangur Ef við litum á veiðisvæðin, þá getum við einnig rakið þá sögu Ef við tökum stærð veiðisvæða, sem vóru i uppástungu, sem fyrrv. sjávarútvegs- ráðherra, Lúðvik Jósepsson, gerði i marz 1974, þ.e.a.s fyrir rösku hálfu öðru ári, er i henni gert ráð fyrir veiðisvæðum til handa Þjóðverjum að stærð 54 þús. ferkm. innan 50 mílna. I okt í fyrra, i drögunum þá, var stærðin komin niður í 42 þús.ferkm. Nú í þessum samnings- drögum er stærð þessara veiðisvæða samtals ekki 54 þús., ekki 42 þús., heldur 25 þús. ferkm. innan 50 milna. En það er auðvitað rétt, að það er ekki stærð veiðisvæðanna eða tala ferkm. sem hér skiptir öllu máli, heldur hvaða mið, hvaða veiðisvæði um er að ræða í fyrri viðræðum hefur jafnan verið krafa Þjóðverja að komast að einhverjum svæðum upp að 1 2 milum og i þeim uppástungum sem vóru fyrirliggjandi bæði i marz 1974 og í okt. sama ár, þá var farið miklu nær landi heldur en nú er; 19—20 mílur ' Auk þess að snerta 1 2 mílurnar einnig Nú er þó hvergi farið nær landi en 23 milur Ef við minnumst á einstök veiði- svæði, þá er kannskí rétt að nefna það svæðið, sem kannski mest hefur verið rætt i þessum samningsviðræðum, og það er Víkurállinn fyrir Vestfjörðum. í fyrri tillögum, bæði tillögum Lúð- víks Jósepssonar frá því í marz 1974 og i samningsdrögunum frá þvi í okt. sama ár, var gert ráð fyrir þvi, að Þjóðverjar fengju að veiða á verulegum hluta Vikurálsinseða upp að 36—37 sjómilur frá landi Nú er Víkurállinn hins vegar lokaður Þjóðverjum samkv þessum drögum. þannig að það er 50 milna lina, sem dregin er við mynni hans eða utan við hann. Þannig hefur þessu viðkvæma veiðisvæði verið bjargað undan veiðiskap Þjóðverja með þessum samningsdrögum. • VERNDARSVÆÐI OG FRIÐUNAR Það er rangt, sem kom hér fram i þessum umr. hér áðan að Þjóðverjar tryggi sér næstum öll veiðisvæði með þessum samningsdrögum, sem þeir hafa notað eða óskað eftir Þetta eru algerlega staðlausir stafir. En um leið og nefnd eru veiðisvæði er nauðsyn- legt að nefna einnig verndarsvæði og friðunar Eitt mikilvægasta verkefni okkar nú er að vernda hrygningar- stöðvar og uppeldis, og kosta kapps um að koma í veg fyrir ofveiði og rányrkju. Þetta snýr að okkur sjálfum fyrst og fremst Við íslendingar verðum að gera strangari kröfur til okkar sjálfra í þessum efnum. En um leið og við gerum það, sem ég vona að verði, þá kemur það ekki að fullu gagni, ef erlend skip leika lausum hala. í samningsdrögunum við Þjóðverja var lögð á það áherzla, að þeir skyldu virða friðunar- og verndaraðgerðir okkar og þetta er tryggt i þessum samningsdrögum, bæði varðandi þau friðunarsvæði, sem nú eru og þau, sem við síðar ákveðum að taka upp. Án samninga er það Ijóst, að hinir erlendu aðilar munu fara sinna ferða. Að því er Þjóðverja snertir má gera ráð fyrir þvi, að þeir kæmu hingað með frystitogara Við ráðum og engu um tölu þeirra skipa —*• án samninga— þeir mundu veiða eins og þeim sjálfum sýndist, ekki víst að þeir mundu taka tillit til verndar- og friðunaraðgerða okkar, auk þess, sem þeir væru ekki bundnir af neinum samningum um hámarksafla Væntanlega mundu þá ekki vera sinnt um þau samnings- ákvæði, sem eru i þessum drögum, að þorskaflinn skyldi aldrei vera meiri en 5000, heldur mundu þeir þá vafalaust veiða margfalt meira af þorski, eins og þeir hafa gert um ýmis undanfarin ár. Þegar þetta er rakið, hvernig samn- ingsstaðan er, og að það er mat okkar, sem að þessu stóðum, studd af þessum rökum, sem ég nefndi og mörgum öðrum, að ekki verði náð lengra, þá liggur það fyrir, að ekki þýðir að ætla sér að halda frekar áfram samningum að sinni. Heldur liggur það nú fyrir Alþ. Islendinga að taka ákvörðun um það, sem fyrir liggur, að velja eða hafna. Og ein meginástæða í minum huga fyrir því að samþykkja þennan samning er, að það sé hag- kvæmara fyrir íslendinga að semja vegna þess að með þeim hætti munu Þjóðverjar veiða minna á íslands- miðum heldur en án samnings og að við höfum betri möguleika til þess að stjóma veiðunum, skipuleggja þær og beita friðunar- og verndaraðgerðum. • ÁN SAMNINGA HÉLDU VEIÐAR ÁFRAM — EN ÁN TAKMÖRKUNAR- ÁKVÆÐA Andstæðingar þessa máls byggja fyrst og fremst á eínni aðalástæðu. Hún er þessi: Það er verið að gefa Þjóðverjum 60 þús. tonn. Ef ekki er samið, þá höfum við 200 mílurnar algerlega fyrir okkur. Þetta er sú stóra villa, hín alranga forsenda, sem í raun- inni öll þessi andstaða við samninginn byggist fyrst og fremst á. Lúðvík Jósepsson segir. Við getum varið land- helgina gegn öltum erlendum veiði- þjófum, bara með því að beita t.d. klippingum, eíns og hefur verið gert lengi undanfarið. Ég hélt, að klippur hefðu verið til i tið Lúðviks og þeim hefði verið beitt þá, stundum. En þetta er ekkert nýr boðskapur. Við heyrðum það meðan hann var sjávarútvegsráð- herra, oft og einatt frá honum, að við gætum varið landhelgina. Jafnvel að Bretar væru i þann veginn að flýja af Verndun fiskstofnanna aðalatriðið: Samkomulagsdrögin virða viðkvæm hrygningarsvæði og uppeldissvæði Erum sterkari eftir en áður í varnarátökum við Breta, segir Jón Árnason, þingmaður Vesturlands Gagnrýnisatriðin frá 1973. Þegar athugað er, hvað I þessu sam- komulagi um veiðar þýzkra togara við íslandi felst. og efni þeirra samninga, sem i gildi voru á milli Breta og íslendinga, allt til 13. nóvember s I.. ætti það að vera flestum Ijóst, sem á annað borð vilja viðurkenna staðreynd- ir, að það samkomulag. sem hér um ræðir, er að flestu leyti islendingum hagstæðara en sá samningur, sem gerður var árið 1 973 við Breta Þegar tekin eru til athugunar hin einstöku ákvæði samkomulagsins er augljóst. að nú hefur samizt um þýðingarmikil atriði, sem ekki náðist samkomulag um árið 1973 Svo sem kunnugt er þá voru þeir I fyrrverandi rlkisstjórn ekki allir á einu máli um þann samning og voru við umræður um málið að ýmsu leyti ósammála, þó að lokum færi svo, eins og háttv. þm Lúðvík Jósepsson sagði I lok ræðu sinnar hér á háttv Alþingi þann 8 nóvember 1973, en þá sagði þing- maðurinn: „Nú liggur það sem sagt Ijóst fyrir, að ekki er samstaða innan ríkisstjórnar- innar um að halda áfram frekari samningsviðræðum við Breta og knýja þá til að samþykkja tilteknar breytingar hér til viðbótar, sem við Alþýðubanda- lagsmenn hefðum talið æskilegt Þegar svo var komið var Ijóst, að það varð að taka afstöðu til þess hvort ríkisstjórnin sem heild gæti staðið saman um þessa afgreiðslu málsins eða ekki Við Al- þýðubandalagsmenn höfum þvi tekið þá ákvörðun, að þó að við séum ekki ánægðir með ýmis efnisatriði sam- komulagsins, sem ég hefi hér gert grein fyrir, þá teljum við svo þýðingar- mikið að halda stjórnmálasamstarfinu áfram, ekki sízt fyrir landhelgismálið, og einnig varðandi önnur stórmál, sem ríkisstjórnin hefur með höndum, að við vildum fallast á þau drög, sem hér liggja fyrir að samkomulagi, þó að þau uppfylli ekki óskir okkar I öllum grein- um " En um hvað er sá ágreiníngur, sem um var að ræða, og þær athugasemd- ir, sem þeir Alþýðubandalagsmenn voru þá með? Ekki var það fiskimagn- ið, sem um var samið, 1 30.000 tonn. Þá þótti honum engin ástæða til að gagnrýna það Og það þótt upplýsing- ar liggi nú fyrir um, að einstaka fiski- fræðingar hafi alvarlega aðvarað um hættu á ofveiði og þá sérstaklega hvað þorskstofninn snerti, en það er sem kunnugt er sá fiskur, sem Bretar sækj- ast mest eftir — Nei, það voru ýmis önnur atriði, og háttvirtur 2. þingmað- ur Austfirðinga taldi þau upp i 5 liðum. Hann sagði, að þeir Alþýðubandalags- menn hefðu borið fram I ríkisstjórninni tillögur um að reyna til þrautar að fá Breta til að fallast á eftirfarandi 5 atriði: 1 Að skýrt sé. að íslendingar geti ákveðið ný friðunarsvæði og breytt friðunartima á þeim svæðum, sem að þá voru i gíldi. 2 Að lokuð veiðihólf væru tvö en ekki eitt 3 Að lokunartlmi veiðihólfa verði ís- lendingum hagkvæmari en gert er ráð fyrir i samkomulagsdrögunum. 4 Að fram verði tekið, að komi í Ijós, að skip hafi brotið reglur um út- búnað veiðarfæra, þá jafngildi það brotum á samkomulagi 5 Að samkomulagið gangi ekki I gildi fyrr en EBE hefur samþykkt þau réttindi, sem Islendingar sömdu um I viðskiptasamningi við banda- lagið, gangi öll I gildi Það, sem þá war gagnrýnt, og samningsdrögin nú. Um þessi atriði varð ekki samkomu- lag, en samt samþykktu þeir sam- komulagið svo sem kunnugt er. Ef þessi atriði og fyrri tillögur þeirra Al- þýðubandalagsmanna eru bornar saman við það, sem felst i þvl sam- komulagi, sem hér er til umræðu, þá ættu þeir Alþýðubandalagsmenn að kunna að meta, hvað áunnizt hefur, því að hér má vissuléga benda á mikils- verð atriði í 5. tölulið samkomulagsins segir: „í þvl skyni að vernda svæði, þar sem mikið er af ungfiski eða hrygningarfiski á hafsvæðum um- hverfis Island ábyrgist rlkisstjórn Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands, að þýzk- ir togarar stundi ekki þær veiðar, sem islenzkum skipum eru bannaðar af þar til bærum stjórnvöldum Slíkar ráð- stafanir, sem skulu byggðar á hlutlæg- um og visindalegum sjónarmiðum og ekki fela I sér mismunun I reynd eða að lögum, skulu tilkynntar rlkisstjórn Sambandslýðveldisins Þýzkafands eða þeim stjórnvöldum, sem hún tilnefnir." í 6 tölulið segir: „Til frekari verndar fiskistofnum um- hverfis Island skal rlkisstjórn Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands ábyrgjast eftirfarandi: a) Þýzk skip, er veiðar stunda á haf- svæðinu umhverfis fsland, skulu ekki veiða eða hirða fisk undir þvi máli eða þyngd, sem tilgreind eru I hlutaðeigandi reglum varðandi veiðar Islendinga og tilkynntar hafa verið rikisstjórn Sambands- lýðveldisins Þýzkalands eða þeim stjórnvöldum, sem hún tilnefnir. b) Þá skulu þýzk skip, sem veiðar stunda á hafsvæðinu umhverfis ísland ekki nota net með smærri möskvastærð en 135 mm frá 16. ágúst 1976 c) Ef fsland ákveður siðar að nota skuli aðra möskvastærð fyrir Islenzka togara, skal sú stærð einnig gilda fyrir þýzka togara, enda hafi hinar nýju stærðir verið tilkynntar þann- ig, að gert sé ráð fyrir a.m.k eins árs aðlögunartima " Viðskiptahagsmunir íslendinga í Evrópu Varðandi viðskiptasamning EBE, að hann taki gildi eða sá hluti hans, sem mestu máli skiptir fyrir íslendinga, það er tollaákvæðið, sem gilda átti um sjávarafurðirnar, þá hefði það nú eins og I fyrra skiptið verið nauðsynlegt að tengja gildistöku samkomulagsins þvl ákvæði En það verður þó að segja, að sá varnagli, sem hér er settur, það er að samningurinn frestist að 5 mánuð- um liðnum, hafi þetta ákvæði ekki þá náð fram að ganga, er vissulega betri kostur en sá að sitja með samkomu- lagið gildandi allt timabilið. án þess að ná fram þessu þýðingarmikla hags- munaatriði viðskiptasamningsins. Ég vil lika benda á það, að fari svo að þetta mikilsverða atriði nái ekki fram að ganga á þessum tilskylda tlma, þá fá Vestur-Þjóðverjar enga veiðiheimild út af Vestfjörðum og það ættu a.m.k. sumir háttvirtir þingmenn að kunna að meta, eftir þvi sem hér hefur komið fram I þessum umræðum.----Og eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.