Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975
33
99
Guðrún Níelsen:
„Þegar við kennarar
göngum svo til
kennslunnar höfum
við hingað til starfað
nokkuð mikið út frá
þessum fyrirfram
ákveðnu skoðunum,
að hjá piltum skuli
stefnt að krafti,
snerpu og dirfsku en
hjá stúlkum leitumst
við við að fá fram
mýkt, rythma og
fegurð“ .
Ragna Lára Ragnars-
dóttir, íþróttakennari
í M.R: „Stelpurnar
eru svo sannarlega
jafn hressar á hlaup-
unum og strákarnir
— málning og túber-
ingar trufla engan
lengur“
u
Mynd-og
handmennt
SÍÐASTLIÐINN sunnurtag var
ekki rými í þessum rtálkum til
a<) skýra frá framkvæmd til-
raunakennslu i mynd- og hand-
mennt. t fyrrahaust hófst til-
raunakennsla f 1. og 2. bekk (7
og 8 ára nemendur). Þessi til-
raunakennsla heldur áfram.
I vetur hefst tilraunakennsla
f 3. og 7. bekk. Næsta vctur f 4.
og 8. bekk og haustíð 1977 i 5.
og 9. bekk og haustid 1978 6.
bekk. Arið 1980 er stefnt að
þvf, að endurskoðað námsefni f
inynd- og handmennt verði
kennt f öllum aldursflokkum
grunnskólans.
Kvngreining hefur þá alger-
lega horfið f hannyrða- og
smfðanámi. Þðrir sagði, að
megin markmið með ailri
mynd- og handmenntakennslu f
þessum greinum sé:
Að þroska og þjálfa hug og
hönd nemendanna til tjáníngar
eigin hugmvnda og skoðana í
og á margs konar efni meö
viðeigandi vinnubrögðum.
Að efla sköpunarhæfileika og
sköpunarafl, hugmyndaflug,
frumkvæði, sjálfstraust og
tjáningarhæfni ncmenda.
Að ncmendur læri rétt og
hagkvæm vinnubrögð og temji
sér snyrtimennsku, reglusemi
og staðfestu í starfi.
Að efla samstarfsvilja sam-
starfshæfni og félagsþroska
nemenda. Að kenna nemcnd-
um að sjá, skvnja, skilja og
bera virðingu fyrir umhverfi
sínu.
Að leggja grundvöll að
traustu gildisinati nemenda, að
vekja áhuga þeirra og auka
þekkingu á listum og listiðnaði
og öðrum menningarsöguleg-
um verðmætum.
Að vekja ðhuga þeirra fyrir
nytsömu, þroskandi tðm-
stundastarfi.
Þegar við inntum Þðri eftir
því, hvort handavinnukennarar
hefðu búíð sig undir þær breyt-
ingar. sem boðaðar væru í nvrri
námsskrá, sagði hann, að f
flestum skðlum hefðu
kennarar revnt að búa sig sem
best undir þær hrevtingar sem
væntanlegar eru. Hefðu þeir
gert það m.a. með þvf að sækja
mjög vel námskeiö fyrir tnynd-
og handmenntakennara, sem
haldin hafa verið undanfarin
ár á vegum Menntamálaráðu-
ne.vlisins og endurmenntunar-
deild KIIl, en einnig hala verið
haldin f jölsðtt námsskeið á veg-
um hinna ýmsu kennarasam-
banda landsbyggðarinnar.
Að lokum sagði Þórir. að
handavinnukonnarar hefðu
yfirleitt, reynt að bæta handa-
vinnukennsluna og gera hana
fjölbreyttari. Ilin svokölluðu
skyidustykki eru á undanhaldi,
en i staðinn komin vcrkefni,
sem nemandinn hannar sjálf-
ur, verkefni sem fela f sér þau
vinnubrögð, sem kenna á. Þetta
cr eitt af aðalatriðunum sem
koma skai.
B.U.
Heimilisfræði
1 ýmsum skólum í Reykjavík eru í fyrsta skipti
strákar og stelpur saman í matreiðslu.
Á þessum myndum eru unglingar úr Hagaskóla
að búa sig undir framtíðarsamstarf. Eldhúsið er í
Melaskólanum.
Heimilisfræði flokkast m.a. í næringarfræði,
vörufræði, innkaup, áhöld og búnaður oc
matreiðsla.