Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1975
3
„Samt þekki ég mig ekki
í þessum síbreytilega bœ”
Rabbað við íslenzkar konur búsettar í Grimsby
HÉR Á landi er nú í heimsókn 70 manna hópur Islendinga, sem búsettir eru í
Bretlandi og m.a. er þar á annan tug íslenskra kvenna sem eiga heima í
fiskimannabænum Grimsby. Hópurinn er hér á vegum Félags Islendinga í
London og er þetta þriðja árið sem félagið efnir til 5 daga ferðar hingað rétt fyrir
jólin, en fararstjóri er Ólafur Guðmundsson, formaður félagsins í London. Við
hittum að máli þrjár konur búsettar í Grimsby og fara viðtölin hér á eftir:
„Dásamlegt að sjá
breytingarnar hér
Svana og Guðbjörg.
Ljósmynd Mbl. Sv. Þorm.
„Mismunandi fas Islend-
inga og Englendinga
99
Svana Aðalsteinsson hefur
búið í Grimsby í 43 ár. Fyrri
maður hennar, Englendingur,
fórst í síðari heimsstyrjöldinni,
en seinni maður hennar, Páll
heitinn Aðalsteinsson, var skip-
stjóri og útgerðarmaður í
Grimsby um árabil.
Svana kvað það fastan sið hjá
íslenzku konunum í Grimsby að
hittast hálfsmánaðarlega, þ.e.
annan hvern fimmtudag, heima
hjá hver annarri og spjalla
saman. „Við erum 15 íslenzku
konurnar,“ sagði hún,“ sem
búum þarna og þegar við hitt-
umst tölum við um Island og
það sem er að gerast hér heima
og við erum hérna einar 11 frá
Grimsby í heimsókn núna.“
„Líkar þér vel í Grimsby"?
„Mér hefur alltaf líkað alveg
prýðilega þar. Það er svo vin-
samlegt fólk þar og tekur
manni vel. Við höfum aldrei
fundið fyrir því í þorskastríð-
um að þá sé óþægilegt að vera
Islendingur í Bretlandi, fólkið
hefur ekkert á möti okkur, en
blöðin gera oft meira úr hlutun-
um en efni standa til i raun-
inni.“
„Og svo er skroppið heim?“
„Það er mjög gaman að koma
heim, ég hef komið nú á hverju
ári s.l. þrjú ár með Félagi Is-
lendinga í London, en það er
bara tæplega nógu löng viðdvöl.
Við konurnar erum flestar
félagar í félaginu í London og á
þjóðhátiðardaginn okkar, 17.
Framhald á bls. 47
Guðbjörg Edmundson hefur
verið gift í Grimsby í 25 ár, en
ytra hefur hún búið tveimur
árum lengur. Hún er hér nú
með 6 ára gamalli dóttur sinni,
en maður hennar, Rafn, er
fæddur í Bretlandi, sonur
Agústs Ebenezersonar skip-
stjóra í Grimsby, ættuðum úr
Djúpinu.
„Það eru tvö ár síðan ég kom
síðast heim,“ sagði hún, „maður
reynir að koma eins oft og hægt
er og það er alltaf jafn gaman
að koma heim og hitta skyld-
fólk og vini. Ég er úr Bildudal
við Arnarfjörð, fædd þar og
uppalin, en fór þaðan tiFGrims-
by 16 ára gömul. Þar höldum
við saman íslenzku konurnar og
þá er reynt að hafa allt eins
islenzkt og hægt er, pönnukök-
ur með rjóma, rúgbrauð með
kæfu, fslenzka að sjálfsögðu
töluð og málin rædd. Ég kann
vel við mig í Grimsby, því fólk-
ið þar er gott og vinalegt. Ég er
hrifin af Englandi, en það er
alltaf gott að koma heim, við
erum alltaf Islendingar og
gerum okkur lika grein fyrir
því að fas Islendinga og Eng-
lendinga er ekki með sama
hætti. Við myndum t.d. minnast
á þorskastríð við Breta búsetta
hér, en ytra er aldrei ymprað á
slíkum málum við okkur.“
Dfsa með börnum sfnum tvelmur. Ljfamynd Mbi. s>. Þorm.
„Hlýlegra þeg-
ar inn er komið”
„Ég hef búið í Grimsby í 11
ár,“ sagði Dísa Hallet í rabbi
við okkur, „fór utan 1964 þá 19
ára gömul og vann hjá Þórarni
Olgeirssyni."
Eiginmaður Dísu er Englend-
ingur og eiga þau tvö börn, 9
ára dreng og 5 ára telpu, sem
bæði eru með móður sinni hér í
heimsókn.
„Við notum núna þessi hag-
kvæmu fargjöld sem hægt er að
fá yfir veturinn, það er of dýrt
að koma heim yfir sumartím-
ann.“
„Hvernig finnst þér að búa í
Grimsby?"
„Það er mjög gott og ég kann
vel við það. Við hittumst þar
hálfsmánaðarlega fslenzku kon-
urnar og það er skemmtilegt.
Það er ekkert vandamál að vera
íslendingur í Grimsby, jafnvel
þótt kastist í kekki í þorska-
stríðum. Hins vegar hefur
bróðir minn verið að stríða mér
með því að ég fái ekki að fara
úr landi núna vegna þess að ég
er með brezkan passa, hann vill
halda slíkum í gíslingu hér.“
„Finnst þér sérstök breyting
eiga sér stað hér á milli þess
sem þú kemur heim?“
„Nei, engin sérstök, en upp-
byggingin er mikil. Breiðholtið
t.d. er ekki mjög skemmtilegt
að sjá utan frá, en þess ber að
geta að í Bretlandí er meira
lagt upp úr útliti húsa að utan.
En þegar maður kemur inn í
íbúðir í Breiðholtinu, þá eru
heimilin miklu huggulegri og
hlýlegri en þegar komið er inn
á brezk heimili.
Hins vegar verður maður
mest var við dýrtíðina, af öllum
breytingum, og nú kaupi ég
ekkert nema kæfu, skyr, hangi-
kjöt og slíkt lostæti. Hins
vegar sakna ég fjölskyldunnar
mikið þegar ég er úti og þeim
mun meir sem ég verð eldri.
Það er svona þegar maður kem-
ur frá stórri fjölskyldu."
Kanaríeyjar
1975—1976
GRAN CANARIA:
Nú eru aðeins laus sæti i
eftirtaldar ferðir:
4. des. 2 vikur
25. marz 3 vikur
22. april 3 vikur
Verð frá kr. 42.800.
TENERIFE:
4. jan 2 vikur
1 8 jan 2 vikur
1 feb 1 9 dagar
1 9 feb. 24 dagar
1 4 marz 3 vikur
4 april 1 8 daqar
Allir fara í ferð með
ÚTSÝN
Sýningar
í Kaupmannahöfn
drottför 1 5. feb
Scand menswear faii
Brottför 14 marz.
Scand fashion week
Brottför 23. apr.
Scand gold &
silver fair.
Verð frá kr. 38.300
Frankfurt
Hópferð á
teppasýningu
13. —19. jan.
Verð frá
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17
Bangkok
og
Pattaya
Ógleymanleg
ævintrýaferð
Brottför:
1 9. des
15. feb.
Kenya
Brottför: 13. marz
Safari og vikudvöl við
*^^^^ndlandshaf. /jj^
SÍMAR 26611 OG 20100
Costa
Del Sol
Páskaferð
Brottför 1 4. apríl
1 8 dagar.
Skíðaferðir
til Lech
í Austurríki
Brottför 1 5. jan og 7. febr.
Verð með gistingu og Vi fæði