Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 29 blomoool ! btömoocil 1 Gródurhúsiö v/Sigtún sími 36770 Tilbúnir aðventukransar í stórkostlegu úrvali. Einnig allt efni í aðventukransa. Yerið velkomin Astor Fáið yður sæti Þægileg sæti, sem má raða upp eftir ástæðum og mynda sæti, stóla og sófa. Komið í verzlun okkar og fáið yður sæti.sem hæfir! t>etta gerðist líka .... Listin að lifa lengi Itarlegar heilsufarsrannsóknir, sem hafa farið fram í Kaliforniu um tiu ára skeið, þykja hafa sannað, að ef menn fvlqia ákveðnum lifsveniunt sæmilega samvisku- samlega. geti þeir vænst þess að verða töluvert langllfari en gengur og gerist U.S. News & World Report segir frá þess- um rannsóknum fyrir skemmstu og tiundar þær „sjö gullnu regl- ur" sem menn skyldu fara eftir. Þær eru: U Nægilegur svefn á hverri nóttu: átta stundir fyrir karla og sjö fyrir kvenfólk. U Að neyta ætlð morgunverðar. 0 Að borða þrjár máltiðir á dag og forðast að snarla. 0 Að stunda einhverskonar likamsæfingar og þó allra helst að taka þátt i keppnisiþróttum. 0 Að neyta áfengis i hófi: einn til tveir snafsar á dag eru til heilsubóta. 0 Að vara sig að ofþyngjast ekki — en halda sig samt ögn ofan við þau mörk sem oftast eru nefnd á heilsuverndartöflum. 0 Og svo eiga menn alls ekki að reykja. Visindamaður sá, sem stjórnaði þessum rannsóknum. fullyrðir, að 45 ára gamall Bandarikjamaður, sem fylgi að minnstakosti sex ofan- nefndra boðorða, geti (að meðaltali) gert sér vonir um að verða 78 ára — eða fimm árum eldri en sá, sem aðeins hlýðir fjórum eða fimm af þessum reglum, og vel ellefu árum eldri en sá sem einungis fer að þremur i mesta lagi. Hin lifandi lík Ber „að leyfa" þvi fólki að deyja, sem að mati lækna er „ólækn- andi"? Eins og fréttir bera með sér hefur þessi spurning nú jafnvel komið til kasta dómstóla vestur i Bandarikjum, sem eftir úrskurðum að dæma treysta sér ekki til þess að svara jákvætt. Þá er málið og talsvert rætt i Englandi, þar sem 37 ára gamall kvenlæknir að nafni Miriam Stoppard hefur lýst yfir opinberlega, að hún hafi „deytt" einn af sjúklingum sinum. Þessar upplýsingar komu fram i sjónvarpsþætti þar sem „liknarmorð" voru tii umræðu Stoppard skýrði svo frá, að umræddum sjúklingi, sem var 27 ára gamall maður, hefði verið haldið lifandi með flóknum tækjabúnaði, sem var meðal annars tengdur hjarta hans og heila. „Það var samdóma álit fjölmargra sérfræðinga sem vitjuðu hans," sagði Stoppard i sjónvarpsþættinum, „að maðurinn væri látinn frá læknisfræðilegu sjónarmiði. en enginn var reiðubúinn til þess að taka tækin úr sambandi. Morgun einn, eftir að hafa hugsað þetta eins gaumgæfilega og ég gat, stóð ég upp og slökkti á þeim." Byttur í bolsalandi Ofdrykkjuvandamál Sovétmanna heldur áfram að magnast. Sam- kvæmt opinberum skýrslum voru 600.000 Rússar sakaðir um ölvun við akstur á síðastliðnu ári og áfengisneyzla er tíðasta orsök umferðar- slysa. Þá er áætlað, að betur en fjórðungur vinnuslysa í Sovétríkj- unum eigi rætur sinar að rekja til áfengisneyslu. Sovétmenn eru hinir ótrúlegustu svelgir miðað við flestar aðrar þjóðir. Sveitahérað er nefnt til, þar sem meðalneysla sterkra drykkja var sjö litrar á mannsbarn árið 1963 en var kom- in upp í 26 litra tiu árum seinna! Þegar hér var komið eyddu héraðs búar að meðaltali tveimur rúblum á ári til bókakaupa — en 230 rúblum i vodka! — Að sögn yfirvalda er meira en helmingur allra afbrota i Sovétrikj- unum framinn undir áhrifum áfengis. Og menn þykjast geta rakið niu af hverjum tiu morðum og ofbeldisglæpum allskonar til sömu ástæðu. Hættulegur aldursflokkur Ættu karlmenn helst ekki að fá að aka bil fyrr en þeir eru orðnir 26 ára? Námsmeyjar tvær i Árósum hafa rannsakað þau 38 banaslys sem urðu á þessum slóðum á árunum 1968— 74 og gerðust með þeim hætti, að fótgangandi manneskjur týndu lifinu þegar þær urðu fyrir bifreiðum. Sú athugun leiddi í Ijós, að i 21 af þessum 38 banaslysum sat karlmaður á aldrinum 18—26 ára við stýrið i drápsbilnum, en einungis ein kona í sama aldursflokki varð völd að samskonar slysi. Þrír af hverjum fjórum hinna ungu ökumanna höfðu auk þess neytt áfengis og jafnmargir óku bilum með bilaðar bremsur. Sitt lítið af hverju Meira en fjórðungur þeirra Bandarikjamanna, sem handteknir voru á siðastliðnu ári fyrir „alvarlega glæpi" hafði ekki náð átján ára aldri . . . Sviar eru búnir að taka timburflutningaskip i notkun. sem getur steypt farminum af þil- fari sinu eins og myndin sýnir, þegar það þykir henta best . . . Fimm feta há höggmynd af rómverskum sjáv- arguði hefur fund- ist á sextlu feta dýpi i Bláa hellin- um sem svo er nefndur á Capri . . . Despinu Papadopoulos, sem er eiginkona hins fangelsaða gríska einræðisherra, hefur verið stefnt fyrir rétt fyrir að svíkja hátt i fjórðu milljón króna út úr rlkissjóði á meðan maðurinn hennar var og hét. Þótt frúin hafi endurgreitt fyrrgreinda upphæð verður ákærunni haldið til streitu . . . Ýmsir breskir íhaldsþingmenn sýnast nú liklegir til að krefjast þess, að dauðarefsing verði tekin upp að nýju I Bretlandi, svosem i þeim tilvikum þegar hermdarverkamenn verða fólki að fjörtjóni með sprengjum eða svip- uðum morðtólum . . . Hafa Spánverjar haft kóngalán? er eðlileg spurning eins og nú er komið fyrir þeim. Þvi miður taldi hinn frjálslyndi sagnfræðingur Salvador de Madariaga reynsluna af spænskri konungsstjórn hreint ekki góða. „Spánn hefur átt litlu láni að fagna með kóngana sina," er haft eftir honum. „Þeir slæmu rikja lengi og þeir góðu deyja ungir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.