Morgunblaðið - 30.11.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.11.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 i I 1 h \ I Tízkan er eins nauðsynleg og loftið, sem þú andar að þér, og vatnið, sem þú drekkur. Aldrei hefur meira verið vandað til hennar en ’ einmitt núna, enda hefur tizkuúrvalið aldrei verið meira. Þar ræður enginn meira en annar. Og fjölbreytni tízkunnar er þvílík, að engri annarri atvinnu- grein verður við það jafnað. snið, litir og fjölmargt fleira, sem gerir það að verkum að þú villt bara þessar buxur og engar aðrar, þó ekki af því að einhver hafi sagt þér að þessar buxur séu þær einu sem séu í tízku, heldur vegna þess að þér finnst þær fallegar, fara vel og vera þægilegar. , EKKIEINSOGAÐ v FRAMLEIÐA FRANSKBRAUÐ Enginn skyldi láta sér detta í hug að hægt sé að framleiða tízkufatnað eins og franskbrauð. Á bak við hverja flík liggur svo mikið starf, að hínn almenni borgari gerir sér enga grein fyrir því. Og þegar því verki er lokið og flíkin er loksins tilbúin á markaðinn eftir allt erfiðið, þá er ekki þar með sagt að hún slái í gegn. Því að þá er röðin komin að við- skiptavininum. Nú er það hans að dæma, enda ofur eðlilegt þar hann að flíkina. Við í Karna- bæ verðum að hlíta þeim úrskurði hvort sem okkur líkar það betur eða verr. AÐALSMERKI AÐ VERA VEL KLÆDDUR Það hefur alla tíð talist til aðalsmerkja að vera fallega og smekklega klæddur. Aður réði efna- hagur manna míklu um klæðaburðinn, en sem betur fer er það nú breytt. Tízku-iðnaðurinn er orðinn mikilvæg atvinnugrein, og það þýðir auðvitað að við Karnabæjarfólkið verðum að ná til fjöldans — sem þýðir hinsvegar síður en svo að allir verði að vera eins klæddir eins og hjá Mao blessuðum, heldur klæðist hver eftir sinum smekk. Buxur eru ekki bara buxur. Þar kemur til efni,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.