Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 48
4
SILFUR-
SKEIFAN
BORÐSMJÖRLÍKI
SMJÖRLÍKIÐ
SEM ALUR ÞEKKJA
ALLA
DAGA
„O
SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1975
Ljósmynd Sv. Þorm.
Það er óneitanlega Alpa-stemming á þessari mynd en svona getur aðdráttarlins-
an blekkt augað. Þetta er auðvitað gamla góða Reykjavík með Esjuna í
vetrarbúningi í baksýn.
Vonzkuveður hamlar enn veiðum Breta:
Aðstoðarskipin
að verða olíulítil
BREZKI togaraflotinn hélt sjó f gær í því stórviðri, sem gengur nú
yfir miðin úti af Norðausturlandi og úti fyrir Austfjörðum. Flotinn
hafði fært sig sunnar og var um hádegisbil í gær allur, 40 togarar, um
20 sjómilur úti af Dalatanga. Flestöll aðstoðarskipin voru á meðal
togaranna, nema Othello, sem lá í vari fyrir sunnan Langanes. Þá hafði
Miranda óskað eftir að komast í var með togarann Black Watch GY 23,
en um borð i togaranum hafði slasazt maður, er vír slitnaði og slóst í
fót hans.
Veðrið á miðunuin var i gær
mjög slæmt, 10 vindstig og
um 10 metra öldur. Þá hafði
Morgunblaðið spurnir af því
úr talstöðvum að eftirlitsskip-
in brezku væru orðin olíu-
lftil. en olíubirgðaskipið Tide-
pool var ekki komið á miðin í gær
og hafði það tafizt vegna veðurs.
Þá hafði Landhelgisgæzlan ekki
haft spurnir af freigátunum
tveimur, sem væntanlegar voru á
miðin í gærmorgun, en búizt var
við því að freigátan Brighton
hefði eitthvað tafizt, þar sem hún
fór til móts við hinn brennandi
færeyska togara í fyrradag. Um
borð i freigátunni Falmouth voru
8 brezkir blaðamann og í Miranda
voru a.m.k. tveir blaðamenn.Frei-
gátan Leopard mun eiga að halda
heim til Bretlands um leið.og hin-
ar tvær koma á miðin.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Hjúkrunardeild
tekur til starfa
NtJ hefur Landspftalinn flutt inn
á eina hæðina af þremur í húsi
Öryrkjabandalagsins f Hátúni,
sem hann hefur tekið þar á leigu
fyrir hjúkrunarsjúklinga sína.
Að sögn Páls Sigurðssonar ráðu-
neytisstjóra í heilbrigðisráðu-
neytinu er nú verið að auglýsa
eftir starfsfólki fyrir næstu
hæðina og er vonazt til að hún
verði komin í gagnið fljótlega
upp úr mánaðamótunum.
Húsnæði þetta er tekið á leigu
hjá Öryrkjabandalaginu eins og
áður segir og var öll húsaleigan
fyrir u.þ.b. áratug greidd fyrir-
fram til að hægt yrði að fullgera
húsið. Að þvi er Páll sagði eru
góðar horfur á því að hægt verði
að halda reksturkostnaði þessarar
deildar fyrir neðan hálft daggjald
á Landspítalanum, þannig að það
verði ekki yfir 6 þúsund krónur
en daggjaldið á Landspítalanum
er í kringum 15 þúsund krónur.
1 hverri hæð í hinum nýju húsa-
kynnum verða 23 rúm eða 69 rúm
í allt. Nú er verið að kanna hversu
margir hjúkrunar- eða langlegu-
sjúklingar séu í sjúkrahúsunum
hér til þess að fá gleggri hugmynd
um hversu langt þessi nýja að-
staða hrekkur. Er það Þór Hall-
dórsson, læknir sem þessa athug-
un annast, en hann hefur verið
Framhald á bls. 46
skipstjórann á Othello, Mr. Why-
att, sem þá lá í vari sunnan við
Langanes. Skipið hafði í fyrra-
kvöld óskað eftir að fara i var
vegna veikinda um borð í tveimur
togurum og hafði ekki farið út á
haf aftur. Skipstjórinn á Othello
sagði að veðrið væri „ekki mjög
Framhald á bls. 47
Ný aðferð við verðlagseftirlit:
Verðútreikning-
ar á staðnum
VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa gef-
ið fyrirmæli til allra verzlana og
fyrirtækja um að gögn um verð-
lagningu vara þurfti að liggja
frammi í verzlunum, svo að eftir-
litsmenn verðlagsyfirvalda geti
fyrirvaralaust sannreynt verðút-
reikninga á staðnum. Mun þessi
skipan verða næstu tvo mánuði og
fylgja f kjölfar hertrar verð-
stöðvunar og eru jafnframt inn-
leiddar, þar sem f hönd fer mikill
verzlunartfmi.
Georg Ölafsson, verðlagsstjóri,
sagði í viðtali við Mbl. í gær, að til
þessa hefði verið látið nægja að
kaupmenn sendu inn verðút-
reikninga, en nú yrði þessi háttur
tekinn upp. Þessi starfsemi er nú
að hefjast og hafa verið ráðnir 4
nýir starfsmenn til þess að annast
þetta verkefni til viðbótar föstu
starfsliði og eru þeir allir hálfs-
dagsmenn. Sagði Georg, að hann
vænti þess, að þessi nýja starfsað-
ferð verðlagsyfirvalda gæfi góða
raun.
Þá ræddi Morgunblaðið við
Magnús E. Finnsson, fram-
kvæmdastjóra Kaupmannasam-
taka Islands, og spurði hann um
viðbrögð samtakanna vegna
þessara nýju starfshátta verðlags-
yfirvalda. Magnús sagði að Kaup-
mannasamtökin væru ekki á móti
verðlagseftirliti, ef það væri
framkvæmt á þann hátt, sem
Framhald á bls. 47
Danska listaverka-
gjöfin afþökkuð
1 SUMAR kom til landsins danskur listaverkasafnari, Gunnar Mikkel-
sen, og bauð hann íslenzka ríkinu að gjöf málverkasafn sitt, 2—300
myndir, þar á meðal að hans sögn nokkur verk eftir heimsþekkta
listamenn. Menntamálaráðuneytið hefur látið kanna þetta mál mjög
gaumgæfilega, og varð niðurstaðan sú, að listaverkasafnaranum var á
föstudaginn ritað bréf, þar sem gjöfin var afþökkuð.
Morgunblaðið ræddi í gær við til, sem ráðherrann vildi ekki
Vilhjálm Hjálmarsson mennta- ræða frekar á þessu stigi.
málaráðherra um þetta mál. Ráð-
herrann sagði, að gjöfin hefði
fyrst og fremst verið afþökkuð af
tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi
hefði dr. Selma Jónsdóttir for-
stöðumaður Listasafns Islands
skoðað umrætt listaverkasafn
ásamt sænskum listfræðingi og
einnig hefðu þau rætt við Gunnar
Mikkelsen. Hefði umsögn þeirra
til ráðuneytisins verið neikvæð. I
öðru lagi hefðu kvaðir fylgt gjöf-
inni, sem hefðu haft geysilegan
kostnað í för með sér. Hefði
Gunnar Mikkelsen t.d. gert það að
skilyrði, að sérstakt safnhús yrði
reist fyrir listaverkin og að
honum yrði útvegað hús á íslandi
og rífleg laun, en hann mun hafa
hugsað sér að hafa umsjón með
safninu. Fleiri atriði hefðu komið
Öðinn á
heimleið
VARÐSKIPIÐ Óðinn lagði sfð-
degis f gær af stað frá Arhus f
Danmörku áleiðis til tslands,
en gagngerðar endurbætur
hafa verið gerðar á skipinu.
Að sögn Péturs Sigurðssonar
forstjóra Landhelgisgæzlunn-
ar er Óðinn væntanlegur heim
um miðja næstu viku. Hér
hcima verður sett byssa í skip-
ið og annar útbúnaður, en sfð-
an fer það beint til gæzlu-
starfa. Varðskipin verða þá
orðin 6 að tölu. Skipherra á
Óðni er Sigurður Árnason.
Verður loðnan veidd
hér allt næsta ár?
FISKIFRÆÐINGAR hafa nú hugsanlega oröið þess vísari hvar loönan heldur sig í
sjónum hér við land um þetta leyti ársins. Er það veigamikill áfangi í rannsóknum á
hegðan loðnunnar, og er nú mikill áhugi á því að fylgjast með ferðum hennar allt
næsta ár. Eru verulegar líkur á því, að reynt verði þá að veiða loðnuna allt árið um
kring enda er loðnuárgangurinn sem kemur í kjölfar næstu hefðbundnu loðnuver-
tíðar hinn stærsti sem fiskifræðingar vita dæmi um hingað til.
Að sögn Hjálmars Vilhjálms-
sonar, fiskifræðings, fór hann í
rannsóknaleiðandur á Árna Frið-
rikssyni 8. nóvember sl. og var
skipið við rannsóknastörf fyrir
Norðurlandi í tvær vikur. Sagði
Hjálmar að byrjað hefði verið að
leita við landsgrunnsbrúnina úti
af Vestfjörðum og hefði leiðang-
urinn eytt um það bil viku í að
leita það svæði vandlega allt aust-
ur fyrir Melrakkasléttu án þess að
finna nokkuð sem talandi er um.
Hófu þeir þá að leita norðar í
hafinu eða á svæðinu út frá Kol-
beinsey og vestur um að stranda-
grunni. Varð þeim þar betur
ágengt en þá var komið óstöðugt
veður þannig að ekki reyndist
unnt að leita meira. Sagði Hjálm-
ar að helzt hefðu þeir þurft að
leita lengra norður á vestnan-
verðu svæðinu.
Hjálmar sagði, að þessi leið-
angur nú hefði verið farinn þrem-
ur vikum til mánuði fyrr en
undanfarin ár, þar eð þeir leið-
angrar hefðu oftast orðið
árangurslitlir vegna veðurs. Þess
vegna hefði urðið ofaná nú að
fara fyrr í von um betra næði til
rannsókna vegna veðurlagsins.
Hjálmar sagði einnig, að enda
þótt þessi leiðangur hefði að
nokkru leyti orðið veðrinu að
bráð vildi hann þó ekki telja hahn
með öllu árangurslausan, því að
leiðangursmenn teldu sig hafa
fengið betri hugmynd um það en
Framhald á bls. 47