Morgunblaðið - 30.11.1975, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.11.1975, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 47 — Aðstoðar- skipin Framhald af bls. 48 skemmtilegt og gæti verið betra“. Hjá Othello voru 9 vindstig og stórsjór. Whyatt var spurður að því, hvort aðstoðarskipin væru að verða olíulaus vegna þess að Tide- pool hefði seinkað á miðin. Skip- stjórinn sagðist því miður ekki vita, hvað blaðamaðurinn væri að tala um. Othello sagðist vera fyrir norð- an togaraflotann og því væri þeim um borð ekki kunnugt um það hvort flotinn væri að veiðum, en Whyatt sagðist geta ímyndað sér að það væri erfiðleikum bundið að toga i slíkum veðraham. Þá ræddi Morgunblaðið við skipstjórann á Miröndu, sem hafði í gær fengið leyfi til þess að fara með Grimsbytogarann Black Watch í var til þess að unnt væri að koma slösuðum manni um borð f Miröndu. Skipstjórinn sagði: „Við höfum hér slysatilfelli og höfum fengið leyfi Landhelgis- gæzlunnar til þess að fara með hinn slasaða inn til Seyðisfjarðar. Sjúklingurinn er enn ekki kom- inn um borð til okkar og læknir- inn okkar er um borð í togaran- um. Veður var of slæmt til þess að hægt væri að koma lækninum eða sjúklingum til baka yfir til okkar. Þess vegna þurfum við að fara inn á fjörðinn i var. Við getum ekki skýrt frá nafni sjúkiingsins, þar sem enn hefur ekki verið sent skeyti til ættingja hans heima.“ Skipstjórinn sagðist vera búinn að fá heimild til þess að fara inn i fjaðarmynnið og ná sjúklingnum og lækninum frá togaranum, en svo kvað hann togarann eiga að fara beint út á sjó aftur. Hann var siðan spurður að því, hvort Land- helgisgæzlan hefði gefið trygg- ingu fyrir því að togarinn yrði ekki tekinn i fjarðarmynninu. Hann svaraði: „Þeir hafa ekki gefið mér neina tryggingu fyrir þvf, þar sem ég bað ekki um hana. Ég held að það sé skilningur milli þjóðanna á þvi, að um Ieið og slík heimild sé gefin, þá fylgi henni að þeir aðhafast ekkert á meðan." Þá sagði skipstjórinn að togara- sjómaðurinn hafði meiðzt á fæti. Ekki væri kunnugt um hve alvar- leg meiðslin væru og ástæðan fyrir því að flytja þyrfti hann í sjúkrahús sagði hann vera að hann þyrfti að fá Röntgen- myndatöku og tækin um borð i Miröndu væru ekki nógu góð til þess að unnt væri að mynda meiðslin þar um borð. Skipstjór- inn sagði að slysið hefði orðið er vír slitnaði og fór í fót mannsins. Hann var þá spurður að því, hvort um hefði verið að ræða togvira- skurð og svaraði hann þá: „Nei- kvætt svar, neikvætt svar, slysið varð ekki við togvíraklippingu, svarið er neikvætt, slysið varð ekki við togvíraklippingu." „Veðrið hér er mjög vont og engir togaranna eru að veiðum nú. Þvi miður er ég svo önnum kafinn, að ég get ekki lengur rætt við yður og verð þvi að kveðja," sagði skipstjórinn á Miröndu. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar hafði Miranda upþhaflega óskað eftir því að fá að fara inn til Norðfjarðar, en samkvæmt upplýsingum skip- stjórans á Miröndu tók hann ákvörðun um að fara til Seyðis- fjarðar. Ástæðan er sú að skip- stjórinn vildi helzt ekki að sagan frá þvi fyrir nokkrum dögum endurtæki sig, en eins og kunnugt er af fréttum tóku Norðfirðingar heldur óblíðlega á móti sjúkum Spánverja af einum dráttarbát- anna, er Othello kom inn með hann, svo að maðurinn gæti kom- izt í sjúkrahús. — Ný aðferð Framhald af bls. 48 kaupmenn gætu sætt sig við. Hann kvað þennan hátt þó koma Kaupmannasamtökunum svolítið að óvörum, þar sem nú virtust vera undir smásjá ákveðnar teg- undir verzlana. Starfsmenn verð- lagsyfirvalda krefðust útreikn- tnga og sannana um verðlagningu af afgreiðslufólki, sem venjuleg- ast er ekki sá aðili, sem verðlegg- ur vöruna. Það væri kaupmaður- inn sjálfur og eigendur, sem bæru ábyrgð á slíku. Magnús sagðist harma, ef nú væri að koma upp deila milli verðlagsyfirvalda og kaupmanna. Magnús E. Finnsson sagði að fyrirhugað væri að koma á fundi milli verðlagsstjóraskrifstof- unnar og þeirra verzlunareig- enda, sem aðallega hefðu lent í þessum nýju aðgerðum — tizku- verzlununum. Sagði Magnús að þar yrði leitazt við að fá svör við því, hvers vegna verið væri að þessu og af hverju væri verið að leita. — Loðna Framhald af bls. 48 áður hvar loðnunnar væri helzt að leita í næsta sinn um þetta Ieyti ársins, þ.e, norðar út af Vestfjörð- um. „Ég hef mikinn áhuga á því að láta fylgjast með loðnunni allt næsta ár,“ sagði Hjálmar. „Allar okkar áætlanir um næstu loðnu- vertíð benda til þess að að þá verði ekkert minna um loðnu en undanfarin en að vertíðinni lok- inni höfum við hug á að fylgjast með loðnunni áfram yfir sumar- tímann og fram yfir næstu loðnu- vertíð í byrjun árs 1977, og láta stunda loðnuveiðar jafnt yfir sumarið sem á vetrarvertíðinni. Sá loðnuárángur er nefnilega sá stærsti sem við höfum dæmi um frá 1970 er seiðarannsóknir okkar hófust. Taldist okkur til að miðað við seiðin gæti þessi árgangur orðið allt að 50% stærri en hinir fyrri.“ ______, _______ — Til Peking Framhald af bls. 1 uðum. Kínverjar munu láta það í ljós að þeir beri mikla virðingu fyrir Nixon, sem varð að segja af sér vegna Watergatehneykslisins, fyrir frumkvæði hans við að gjör- breyta sambandi ríkjanna tveggja. Hafa þeir boðið honum að heimsækja Kína í annað sinn sem óbreyttum borgara. Á sinn hátt hafa Kínverjar einnig gefið í skyn að þeir séu ekki alls kostar ánægðir með sam- band sitt við Bandaríkin með þvf að bjóða Ford i aðeins fimm daga á meðan Nixon var hjá þeim i viku, auk þess sem þeir takmarka heimsókn Fords við Peking en Noxon ferðaðist til Shanghai og Ilanchow, þar sem Mao dvelst helzt í frfstundum sinum. Embættismenn, sem fylgja Ford til Peking, segja að ekki sé við þvi að búast að sáttmálar og samningar verði undirritaðir að þessu sinni, né verði komiszt að samkomulagi um Formósu. — Dásamlegt Framhald af bls. 3 júní, fer ég alltaf til London að halda upp á daginn, hef gert það í mörg herrans ár. En það er gott og gaman að koma heim og hitta vini og kunningja og dásamlegt að sjá breytingarnar hér. Bærinn er svo afskaplega fallegur, allt svo síbreytilegt, bjart og fallegt veður, en samt þekki ég mig ekki lengur i þess- um síbreytilega bæ,“ sagði þessi hressa islenzka kona að lokum á algjörlega hreinni íslenzku þótt hún hafi búið erlendis í 43 ár. — Myndlist Framhald af bls. 27 sinni Af utanfélagsmönnum má nefna Sævar Daníelsson, sem virð- ist I jafnri framför, Akureyringinn Helga Vilberg, sem sýnir sérkenni- leg vinnubrögð i súrrealisma er lofa góðu Hjörleifur Sigurðsson hefur fyrr sýnt meiri tilþrif i vatnslitatækni, en það hefur Arnar Herbertsson naumast gert Glermyndir Leifs Breiðfjörðs eru vafalaust ágæt verk. en njóta sín alls ekki sem skyldi i minni salnum Höggmyndir er erfitt að sýna á þessum stað og gjalda þess allir sem þær sýna nema Sigurjón Ólafsson en verk hans er einmitt á rétta staðnum i sýningar- sölunum. Guðmundur Benedikts- son og Hallsteinn Sigurðsson sýna traust vinnubrögð, en myndir Hallsteins nær hverfa vegna hins liflausa gráa lits formanna, hér hefðu sterkir litir átt meira erindi Að lokum vil ég brjóta þá reglu, sem ég setti mér i upphafi um nýliða sem á aðeins eina mynd, enda þekki ég vel til annarra mynda hans, — er hér um að ræða Steingrím E. Kristmundsson, sem sýnir fágæt- lega vönduð vinnubrögð og áhuga- verð i mynd sinni er hann hefur útfært með penna og litblýant og auðkennd er 791 3 Teikningar Jóns Reykdal eru mjög menningarlegar og einkum sannfæra myndirnar nr 76 og 77, en slagkrafturinn mætti þó vera meiri. Ég hef áður getið álits mins á heildarmynd sýningarinnar og er engu þar við að bæta, en einlæg er sú ósk mín og von, að í framtiðinni skiptist mál þannig að haustsýn- ingunum verði markaður framtiðar- bás I þeim húsakynnum, sem gefa mestan möguleika til heilbrigðra umsvifa fyrir starfandi myndlistar- menn og um leið fyrir almenning að njóta listar þeirra — Sýningarskrá er íátækleg og engan veginn boðleg slíkri sýningu, hér þarf að koma til kynning á hverjum þeim nýliða sem kynntur er ásamt með mynd, — jafnframt er skilti sýningarinnar, dökkt og sviplltið betur við hæfi stjörnubjartra nátta heldur en myrk- ur skammdegisins. Mihið fyrir lítið Okkur er það kappsmál, að geta boðið viðskipta- vinum okkar á sviði hljómtækja jafn mikinn, vand- aðan og fallegan tækjakost og frekast er hægt fyrir sem allra minnst fé. Oftast verður okkur, sem betur fer, sæmilega ágengt í þessari viðleitni okkar, stundum vel og það meira að segja mjög vel. Við álítum t.d., að okkur hafi tekizt býsna vel til um þá samstæðu, sem hér er sýnd, en hún samanstendur af eftirfarandi tækjum: SUPERSCOPE útvarps- magnari teg. R-330: 2x9 sinus/RMS wött. FM- og miðbylgja. „Loudness" stilli. 4 hátalaraúttök. Stilli fyrir for- og bakhátalara. Innstunga fyrir höfuðtól, sem aftengir hátalara sjálfkrafa, þegar það er sett í samband. — BSR plötuspilari teg. BDS-80: „multi-pole synchronous'* mótor. 2 hraðar. Nákvæm þyngdarstilling og vökvalyfta á armi. „Anti-skating" stilling. Renndur diskur. Hand- eða sjálfvirk notkun. ADC K7E segulþreif. - SUPERSCOPE hátalarar teg. S-18: Flutningsgeta 20 sinus/RMS wött (hvor). Tónsvið 55-17.000 rið. 2 hátalarar i hvorum „kassa“. Stærð: Hæð 49 sm, breidd 32 sm og dýpt 22 sm. — Auðvitað er þetta engin þrumusamstæða, en þeg- ar verðið, sem er kr. 126.600,00, er skoðað, ætti engum að blandast hugur um, að hér bjóðum við mikið fyrir litið. NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavk. Simar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.