Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1975
Hljómplötugaprýni
Þokkabót: Bætiflákar
003 Steinar hf.
Þokkabót skipa: Gylfi Gunnars-
son, hljómgftar, söngur. Ingólf-
ur Steinsson, hljómgftar, raf-
gftar, söngur. Halldór Gunnars-
son, hljómborð, munnharpa,
■ söngur. Magnús Einarsson,
bassi, hljómgítar, slædgítar,
söngur. Eggert Þorleifsson,
■ flauta klarinett, söngur. Ragn-
ar Eymundsson, trommur.
Aðstoðarmenn eru: Reynír
Sigurðsson, slagverk. Jón Ár-
sæll, Jón Karl, Ólafur Þórðar-
son, djúpar raddir.
Fyrir stuttu kom út önnur LP
:r;x>. plata Þokkabótar og nefnist
hún Bætiflákar. Að þessu sinni
sýnir hljómsveitin á sér fleiri
hliðar en á fyrri plötu sinni.
Platan skiptist í tvennt og hef-
ur hlið A yfirskriftina ,,Flug-
vélar“ og hlið B „Sólarhring-
ur“. Af þessu tvennu er „Sólar-
hringur“ mun forvitnilegri
áheyrnar. Sólarhringur er sam-
stæða fimm laga er heita: Morg-
unn, Dagur, Kvöld, Vögguvísa
og Nótt. I hverju laganna er
reynt að laða fram anja dags-
stundar með hljóðfæraleik,
söng og textum og segja má að
það takist all vel. Sérstaklega
má nefna lögin Dagur (lag:
Magnús Einarsson og Ingólfur
Steinsson, ljóð: Halldór Gunn-
arsson) og Nótt (lag: Ingólfur
Steinsson, ljóð: Halldór Gunn-
arsson), sem eru jafn andstæð
að áhrifum en ekki gæðum.
Dagur er mjög fjölbreytt, létt
og líflegt lag. Hljóðfæraleikur
og söngur er mjög góður og
fjölbreyttur og útsetning öll
sérlega góð. Slagverk Reynis
Sigurðssonar gefur laginu mjög
skemmtilegan blæ. Nótt er
hinsvegar rólegt lag og kennir
töluverðra jassáhrifa í því.
Meginhluti lagsins er lipurt og
fjölbreytt jam-session þar sem
hljóðfæraleikararnir sýna mik-
inn frumleika og tilfinningu.
Lágar og dimmar raddir skila
vel dularfullum áhrifum nátt-
Sfuífsíóan er f umsjón Ásmundar Jóns-
sonar og Baldurs J. Baldurssonar.
S SAM-koma
■ SAM-klúbbsins
Cabaret er vafalaust einhver efnilegasta hljómsveit sem fram hefur
komið hér f áraraðir.
Örn Bjarnason lék og söng
trúbadorsöngva.
Þriðjudagskvöldið þann 18.
þessa mánaðar stóð endur-
vakinn SAM-klúbbur fyrir
SAM-kvöldi í tilefni af útgáfu
blaðsins Samson. Á þessu
kvöldi voru seld meðlimaskír-
teini og tilgangur klúbbsins
kynntur, sem í sjálfu sér er
mjög ánægjulegur og nauðsyn-
legur, þ.e. kynning nýrra
hljómsveita og tónlistarmanna
þeirra. Ásamt þessu voru nýjar
íslenzkar plötur kynntar.
Spurningin er bara sú, hvernig
þessi klúbbur mun standa sig í
framtíðinni sem áframhaldandi
framtak fyrir þá sem hafa
gengið í hann. Það hcfur nefni-
lega sýnt sig að stofnaðir hafa
verið klúbbar hérlendis, scm
svo lítið heyrist frá þegar
borguð hafa verið meðlimaskír-
teini.
Framkvæmdahlið kvöldsins
samanborið við stefnuskrá
klúbbsins verður að teljast all
neikvæð. Kynningar voru Iitlar
sem engar, svo sem á meðlim-
um þeirra hljómsveita, er
þarna komu fram og á því efni
er þær fluttu. Undirbúningur
kvöldsins var einnig greinilega
í algjöru lágmarki, sbr. þær
stöðugu seinkanir, scm áttu sér
stað á dagskránni.
Dagskráin hófst með leik
hljómsveitarinr.ar Bláber sem
þarna kom óvænt í stað Eikar-
irinar. Bláber lék einkum
taktþunga tónlist undir
bluesáhrifum líkt og al-
gengt var skömmu fyrir eða í
kringum árið 1970. En áhrif
Framhald á bls. 21
Hljómsveitin Bláber lék einkum taktþunga tónlist undir
bluesáhrifum.
Hljómsveitin Sheriff. — Mikil „hard-rokk“ hljómsveit.
Jakob Magnússon
- Ameríkuferðin
- Whitebadiman
ENN Á nv mun Jakob Magnús-
son hafa horfið ð erlenda grund
og nú til Danmerkur. Hér á
landi hefur hann annars dvalið
undanfarnar tvær vikur eða svo
eftir alllanga og stranga
Ameríkuferð. En með Jakobi I
þessari ferð var hljómsveit
hans, The Whitebachman Trio,
sem skipað er auk hans þeim
John Giblin, Alan Murphy og
Preston Ross Hevman. Sökum
þessa höfðum við samband við
Jakob og báðum hann að greina
okkur frá þvf, sem drifið hefur
á hans daga undanfarnar vikur
og mánuði og jafnframt frá
ýmsum áformum um komandi
tfma og annars konar hugleið-
ingum.
„Eiginlega byrjun þessa alls
verö ég að telja heimkomu
mína í sumar, þegar ég færði
Whitebachman tríóið með mér
og ferðaðist með það ásamt
Stuðmönnum um landið. Á
þessu ferðalagi má scgja, að ég
hafi gert mér Ijósa
staðreynd f sambandi við rekst-
ur hljómsveita. Það að reka
hljómsveit svipar mjög til fjöl-
skyldureksturs, þ.e. hefur f för
með sér sömu erfiðleika. Þegar
hlynnt er meira að öðru af-
kvæminu, sem í þessu tilfelli
var Whitebachman tríóið, þá
verður hitt, þ.e.a.s. Stuðmcnn,
óánægt. Ástæðan fyrir þvf,
að ég hlynnti meira að White-
bachman trfóinu en Stuðmönn-
um var einfaldlega sú, að við
þurftum að nota tímann vel til
að samæfa hljómsveitina sem
bezt fyrir plötuupptökuna í Los
Ange'es. Einmitt með þetta í
huga fórum við í kringum land-
ið og spiluðum fyrir landann."
Um Bandaríkjaferðina hafði
Jakob þetta að segja:
„Við lögðum af stað frá
Islandi einhverntfma um
mánaðamót ágúst-september.
Fyrst komum við til New York,
þar sem hljómsveitin spilaði f
nokkurn tíma á klúbhum og tók
upp grunna f lögin á væntan-
lega plötu. Ég stjórnaði þarna
Jakob og amma Ragnheiður á
Hvftárbakka skoða peysu.
einnig upptöku á plötu með
fsfirzku hljómsveitinni ÝR.
Meðan þær upptökur stóðu yfir
voru hinir meðlimir Trfósins
aðgerðalausir og sótti þess
vegna að þeim nokkur órói.
Töldu þeir sinn hlut bágan
líkt og Stuðmenn fyrr. A þessu
varð þó fljótlega breyting til
batnaðar, þ.e. þegar ferðin í
gegnum Bandaríkin hófst. Ök-
um við alla leiðina og spiluðum
við og við í klúbbum. Markmið
þessarar ferðar var sem sagt
hugsað til að samæfa hljóm-
sveitina enn betur. Þegar við
komum til Los Angeles leigð-
um við þar hús og hófum sfðan
upptökur á ný í Record Plant
stúdíóinu, sem er eins konar
afsliippunarstúdíó með sund-
laug, gufubaði, bar og ýmsum
öðrum þægindum."
Næst var Jakob spurður um
tónlist væntanlegrar plötu og
höfunda hennar.
„Tónlistin er nokkurs konar
mclodfskt „good time-funk“ og
er allt efnið eftir mig að undan-
skildu einu lagi, sem er eftir
John Giblin. Einnig munum
myrkursins. Lögin Morgunn og
Kvöld skila áhrifum sínum
einnig vel og i Vögguvísu er
ófrumlegri, með undantekning-
um þó. Eftirtektarverðustu lög-
in eru Flugvélar (lag: Ilalldór
Gunnarsson, ljóð: Hannes Pét-
ursson) og Sveinbjörn Égilsson
(lag: Gylfi Gunnarsson, ljóð:
Þórarinn Eldjárn). Flugvélar
er leikandi Iétt og melódískt lag
með skemmtilegum slæd-
gítarleik, en söngur er þó
kannski dálítið vandræðalegur
og/eða tilgerðarlegur. Lagið
Sveinbjörn Egilsson einkennist
af léttum jassáhrifum og fersk-
um og fjölbreyttum söng.
Tónlistarleg gæði annarra
laga eru heldur síðri og má þar
nefna: Dufl og dans, semdjóm-
ar eins og barnavísa þó textinn
sé ekki í þeim dúr. MÖvekvæði
sem er dáJitið einhæft og
ómelódískt, Miðvikudagur, sem
hljómar hversdagslega og söng-
ur er dálítið of hátíðlegur á
köflum, og Mansöng, sem er
létt og einfalt alþýðulag. Klari-
nettunotkun og söngur í laginu
Við Austurvöll minna á gömul
revíulög, Kardimommubæinn
eða Pétur og Úlfinn. Síðasta
lagið sem er Unaðsreitur,
sígild vögguvísulaglína leikin á
gítara.
Flugvélar (hlið A) er öllu