Morgunblaðið - 30.11.1975, Page 25

Morgunblaðið - 30.11.1975, Page 25
24 MORGl/NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1975 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Samþykkt samkomu- lagsins við V-Þjóðvorja í fyrradag er markverður atburður á ýmsan hátt. í fyrsta lagi er nú leyst, um sinn a.m.k. erfið deila við eina helztu viðskiptaþjóð Islendinga, sem staðið hef- ur samfleytt í rúmlega þrjú ár og verið bæði hörð og erfið á köflum. Á þessu tímabili hafa samskipti þjóðanna verið afar erfið og við Islendingar höfum átt bágt með að skilja þá einstrengingslegu fram- komu, sem Þjóðverjar sýndu í þessari deilu. En nú á þessu hausti, hafa þeir alveg snúið við blaðinu, gengið að skilyrðum, sem við höfum sett um þriggja ára skeið og þeir ekki vilj- að hlutsa á og þess vegna hafa samningar tekizt. Þess er að vænta, að Þjóð- verjar beiti áhrifamætti sínum innan Efnahags- bandalagsins til þess að bókun 6a taki gildi, enda munu þeir ekki hafa veiði- heimildir hér við land eftir 1. maí n.k. ef svo verður ekki. í öðru lagi marka þessir samningar nokkur þátta- skil í landhelgismálinu. I kjölfarið á samkomulaginu við V-þjóðverja voru þegar í stað gerðir samningar við Belga um óverulegt afla- magn, eða 6500 tonn og þar af aðeins 1500 tonn af þorski og sjálfsagt er að gera einnig samninga við Norðmenn enda er þar um að ræða sáralítið aflamagn og loks þarf að finna ein- hverja leið til þess að greiða fyrir frændum okk- ar og nágrönnum Færey- ingum. Með þessum samn- ingum höfum við einangr- að Breta í landhelgisdeil- unni og sýnt umheiminum, að ef okkur er sýndur skilningur og sanngirni er hægt að semja við okkur. Það hafa Bretar ekki gert. Þvert á móti hafa þeir sýnt óbilgirni, frekju og yfir- gang og þess vegna er svo komið. Einangrun Breta er okkur að þessu leyti afar mikilsverð á alþjóðavett- vangi og á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna. I þriðja lagi hafa þessi málalok stórpólitiska þýð- ingu hér innan lands. Rik- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem mynduð var fyrir rúmu ári, hefur legið undir mikilli gagnrýni. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir óákveðni, aðgerðarleysi, forystuleysi og að lítil samstaða ríkti innan stjórnarflokkanna. Þessi gagnrýni hefur ekki verið rökstudd og hún hef- ur verið ósanngjörn og vafalaust að verulegu leyti til komin vegna óánægju almennings með efnahags- erfiðleikana og hversu seint gengur að ráða bót á þeim. Engu að síður hefur hún verið til staðar. I einu vetfangi hefur þessari gagnrýni nú verið svarað á eftirminnilegan hátt. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefur tek- ið forystu um að leysa erf- iða deilu í viðkvæmu máli á afgerandi hátt. Stjórnin tók afstöðu eftir að þraut- reynt hafði verið, að ekki varð lengra komizt. Hún lagði málið fyrir þingflokk- ana, sem samþykktu að standa að því óskiptir. Mjög alvarleg tilraun var gerð til þess að klekkja á ríkisstjórninni vegna þessa máls, en sú tilraun fór ger- samlega út um þúfur. Rík- isstjórnin hefur því unnið mikinn stjórnmálasigur í hörðustu stjórnmáladeilu, sem upp hefur komið síðan hún tók við völdum. Hún hefur sýnt sterka samstöðu innbyrðis og milli stjórn- málaflokkana og hafi ein- hverjir í raun og veru stað- ið í þeirri trú, að ekki hafi nægilega traustlega verið haldið um stjórnvölinn geta þær efasemdir ekki lengur verið til staðar. Á þennan veg marka þessi úrslit umtalsverð tímamót hér innanlands. Ríkisstjórnin er nú í póli- tískri sókn — en stjórnar- andstaðan er gersamlega í molum eftir að hafa gert tilraun til að koma höggi á ríkisstjórnina, ekki með málaefnalegum málflutn- ingi á Alþingi, heldur með því að beita launþegasam- tökunum á óbeinan hátt i stórpólitísku deilumáli, sem auðvitað átti að útkljá af löglega kjörnum fulltrú- um þjóðarinnar á Alþingi sjálfu, en ekki á götum úti. Af þessum sökum hefur ríkisstjórnin nú mun sterk- ari viðspyrnu en áður, bæði til þess að takast á við Breta og eins í viðureign- inni við efnahagsvandann. Geir Hallgrímsson, forsæt- isráðherra, og Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, hafa báðir lýst því yfir, að tilboð það, sem rík- isstjórnin gerði Bretum á síðasta viðræðufundi þess- ara aðila sé niður fallið og forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að þegar Bretar hefðu séð að sér og farið með herskip sín úr íslenzkri fiskveiðilögsögu, þyrfti að byrja alveg frá grunni. Enginn vafi er á því, að það er rétt, sem Ólafur Jóhann- esson, dómsmálaráðherra, sagði í umræðum á Al- þingi, að við eigum langt stríð fyrir höndum við Breta. Lausn á hinu þriðja þorskastríði er ekki í sjón- máli. Þjóðin þarf að búa sig vel undir þetta stríð og vafalaust þarf að færa ýms- ar fórnir til þess að sigur vinnist að lokum. Þjóðin er reiðubúin til þess að færa slíkar fórnir en meðan á þessu stríði stendur, er ekki sízt mikilvægt, að okk- ur takist að leysa önnur innbyrðis deilumál okkar með friðsamlegum hætti. Mikill stjómmálasigur EINS Ot MÉR SVNIST eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON Með ypsílon undir píanóinu Allir menn byrja ein- hverntima að halda dag- bók og allir nema ein- strengingslegustu þver- hausar gefast upp á því. Hér er nýjasta tilraun undirritaðs til þess að vera einstrengingslegur þverhaus. Fimmtudagur. Ok konunni vestur í bæ á áttunda tímanum eftir að vera búinn að berja klakann af beyglunni með viðeigandi munnsöfnuði. Hét því að koma mér upp forláta bílskúr með vorinu; veit svosem fullvel að það verður ekkert úr því, en allt er hey f harðindum eins og þeir vfsu segja. Öngþveiti á Reykjanesbraut þar sem bílar voru í allar áttir á svellinu. Horfði með óskaplegri van- þóknun á gjöreyðilagða eig- endur þeirra; var raunar sjálfur í allar áttir á nákvæmlega sama stað sfðast í gærmorgun, en er nú kominn á nagladekk og þykist því hafa efni á að vera andstyggilegur. Umferð- artappi við Miklatorg eins og lög gera ráð fyrir á þessum tfma sólarhringsins, en vask- legur lögregluþjónn með rauð- an Ijósstaut, blátt nef og hvítt girði sannarlega betri en eng- inn. Skilaði konunni út f kuld- ann og tók að hugleiða á heim- leiðinni af hverju sumt fólk er sffellt að kássast upp á lögg- una. Er þetta eitthvað sálrænt, eins og þegar fólki er illa við ketti? Sjálfum finnst mér lögg- an bæði lipur og rösk og ég hef ekkert upp á hana að klaga nema að síður væri. Ég hef aðeins einu sinni komist f kast við hálfgalinn lögregluþjón og þá var það einfaldlega vegna þess að ég var næstum því búinn að kála manninum. Hann var á mótorhjóli spölkorn fyrir aftan mig þegar ég tók snögglega beygju með miklum elegans en láðist að gefa stefnuljós. Hann var hérumbil kominn í framsætið til mfn og hefði þá komið inn um bakrúð- una. Hann var afskaplega gramur sem vonlegt var. Hann stöðvaði mig og sagði: „Ertu orðinn syngjandi vitlaus eða hvað?" „Já," sagði ég hæ- versklega. Og þar með var þetta eiginlega útrætt mál og við skildum með kærleiksbros- um. Föstudagur. Mátti f merkissamkvæmi hjá merkismanni svo að ég snaraði mér í fermingarfötin og ákvað að skilja beygluna eftir heima og pantaði leigubíl. Var svo seinheppinn að bíllinn var kominn upp að dyrum hjá mér næstum um leið og ég lagði tólið á svo að ég varð fyrstur i fagnaðinn. Sem ég stóð þarna á parkettinu og virti fyrir mér fagurgræna postulfnsgyðju með gular tær bunuðu einir sautján Rússar af báðum kynj- um f halarófu inn í salinn og tóku allir með tölu af innilegri hlýju í hramminn á mér. Þeir! hafa Ifklega haldið að ég værij nokkurskonar aðstoðargest- gjbfi af því ég kom næstum eins snemma f veisluna og fatahengjan. „Grosní!" sögðu þeir eða eitthvað svoleiðis. „Grúsnf," sagði ég eða eitt- hvað f þeim dúr. Siðan hörfuðu þeir útundir vegg og runnu þar saman í hnapp en ég myndaði eins manns þyrpingu hinumeg- in f salnum og gapti á grænu gyðjuna. — Sötraði kampavín með stórkostlegum elegans þegar fjörið byrjaði og japlaði fyrirmannlega á ferköntuðum brauðögnum sem við heldri- menn köllum snittur. Þessu spörfuglafóðri hefur Iftið farið fram síðan ég hlaut eldskírnina f samkvæmislffinu fyrir rösk- lega þremur áratugum: hand- laginn maður gæti étið það gegnum skráargat. Eldskfrnin sem fyrr er nefnd varð það raunar í orðsins fyllstu merk- ingu. Mér tókst einhvern veg- inn að bera eld að troðfullum eldspýtnastokk sem ég var að fikta við og um hríð var ég eini gesturinn í samkvæminu sem stóð nánast í björtu báli. — Þegar Rússarnir héldu heim- leiðis bunuðu þeir aftur fram- hjá mér í þessari eilífu halarófu og hnoðuðu enn af kappi á mér lúkuna. Þeir kveikja ekki f sér á mannfundum, en þeir skera sig úr samt. Þeir eru eitthvað svo þungbúnir, næstum eins og þeir séu hræddir. Þeir renna ekki saman við hina gestina: þeir forðast þá næstum. Þetta er afleitt diplómatí að mínu viti. Þegar Kaninn flæðir yfir mann eins og holskefla er Sovétmað- urinn að reyna að forða sér undir píanóið. Ég hygg þó að hann fylgi þarna forskrift frem- ur en hjarta sínu. — Nældi mér f lokasnittu og lokaglas og var svo hundheppinn að Vilhjálmur menntamálaráðherra, sem var Ifka að pakka saman, bauð mér að fljóta með f beyglunni sinni Ræddum zetuvandann á leið- inni, ypsflon og kommur. Vor- um eins sammála og vel- smurður talkór. Sérdeilis geð- felldur maður. Þriðjudagur Blasti við mér f Vfsi óvenju lega ömurlegt dæmi um for- kastanlega blaðamennsku. Ruddalegar og dólgslegar upp- hrópanir um sjónvarpsleikrit Jónasar Guðmundssonar inn- rammaðar á forsíðu blaðsins. Ég á báqt með að trúa því að þetta hafi verið framið með vitund og vilja ritstjóranna, sem ég þekki ekki af nema góðu. „Leikrit á kerlingarvæl- plani," hrópar fyrirsögnin, og svo eins og til þess að full- komna ódæðið, er mynd af Jónasi innan um aurkastið að honum. Af hverju gengu þeir ekki beint til verks og grýttu manninn? Þetta er ekki „hörð" blaðamennska: þetta eru skrflslæti á almannafæri. Miðvikudagur Dagurinn byrjaði með óvæntri upphringingu og dapurlegum fréttum. Ég hafði haft pata af rosknum Reykvfkingi sem mig langaði mikið að eiga við- tal við. Áreiðanlegur maður hafði stungið þvf að mér að þessi landi okkar hefði upplifað það með öðru á viðburðaríkri ævi að vera fluttur hreppa- flutningi nauðugur heim í sveit sína og þá kornungur maður — og svo harkalegar voru að- farirnar að hann var handjárn- aður! Nú hringdi heimildar- maður minn og sagði að ég hefði betur verið snöggari. Gamli maðurinn var látinn og saga hans komin f gröfina með honum. Hann fórst af slysför- um. — Ég þurfti seinna um daginn að afgreiða konur tvær sunnan með sjó sem þurftu að koma frá sér fréttarkorni um Kvennakór Suðurnesja sem er búinn að syngja inn á hljóm- plötu. Þær voru ekkert nema kurteisin og þolinmæðin en ég lét aftur á móti eins og húsið væri að brenna. Ég velti þvf fyrir mér á eftir hvernig mér yrði sjálfum við ef ég kæmi ókunnugur inn á ritstjórnar- skrifstofu þegar mest gengi á. Mundi ég ekki álykta að ég hefði villst inn á Klepp og taka til fótanna? Blaðamaður í eld- línunni lætur oft eins og það séu aðeins átta stundir f sólar- hringnum og að á þessum átta stundum þurfi hann helst að skila sex daga verki. En eins og allir vita eru nfu stundir f sólar- hringnum. Fimmtudagur Bókaflóðið er byrjað og þar Framhald á bls. 39 Þessi mynd var tekin af forystumönnum ASl, Birni Jónssyni, forseta ASl og Snorra Jónssyni, varaforseta ASl á hinum misheppnaða útifundi samstarfsnefndar um verndun landhelginnar, sem ASt gerðist aðili að 0 Lúðvfk Jósepsson — stendur afhjúpaður eftir umræðurnar um samkomulagið við V-Þjóðverja vegna upplýsinga um aðvaranir sem hann fékk þegar á árinu 1972 um slæmt ástand þorskstofnsins. Hvað varð um „fjölda- hreyfinguna”? Síðustu vikur hafa verið býsna viðburðaríkar á vettvangi ís- lenzkra stjórnmála og það, sem gerzt hefur — og þó ekki síður það, sem ekki gerðist en átti að sumra dómi að gerast — mun hafa mikla pólitíska þýðingu í framtíðinni. Skoðum þetta nánar. Þegar í ljös kom fyrir nokkrum vikum, að möguleikar kynnu að vera á því að ná samkomulagi við V-Þjóðverja um veiðiheimildir innan fiskveiðilögsögu okkar, varð til svonefnd sámstarfsnefnd um verndun landhelginnar. Ekki er ljóst, hvernig hugmyndin að henni fæddist, en hún virðist á einhvern hátt hafa tengzt þeim viðræðum, sem fram hafa. farið i haust og vetur milli fulltrúa Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Alþýðusambands um sameigin- lega stefnu í kjaramálum og að var vikið hér í Reykjavíkurbréfi fyrir viku. í rauninni skiptir ekkí meginmáli hvernig hún varð til, heldur hitt, að ráðamenn Alþýðu- sambands Islands og nokkurra annarra launþegasamtaka tóku ákvörðun um að gerast aðilar að slíkri nefnd og báru fyrir sig þær röksemdir, að það væri vissulega málefni, sem snerti kjör félags- manna þeirra, hvernig farið væri með veiðiheimildir fyrir erlendar þjóðir innan fiskveiðilögsögu okkar og því gætu þessi voldugu almannasamtök ekki setið þegj- andi hjá, ef gera ætti samninga við útlendinga um slíkar veiðar. Samstarfsnefnd þessi var stofnuð og skipan hennar benti til þess, að þeir forvígismenn launþegasam- taka, sem voru kjarni hennar hefðu talið sér trú um, að þeir hefðu náð inn í raðir stjórnar- flokkanna og þess vegna væri i sköpun mikil breiðfylking gegn samkomulagi við útlendinga um veiðiheimildir, a.m.k. voru ýmsir mætir menn í þeirra röðum komnir þarna í undarlegan fé- lagsskap. Eftir að samstarfs- nefndin kom fram á sjónarsviðið lýstu talsmenn hennar því yfir, að þeir mundu beita öllum löglegum ráðum til þess að berjast gegn samningum um veiðar innan fisk- veiðilögsögunnar. Ekkí fer hjá því, að menn staldri við þá forsendu, sem for- vígismenn launþegasamtakanna gáfu séy fyrir þátttöku í .þessari nefnd. Augljóslega er þar um mjög víða túlkun að ræða á hlut- verki launþegasamtakanna og með sama hætti má haldá þvi fram, að velflestir þættir þjóðmál- anna snerti hagsmuni félags- manna launþegasamtakanna og þess vegna eigi þau að skipta sér af þeim. A þetta ekki sízt við um ákvarðanir ríkisstjórna og AI- þingis í efnahagsmálum. En þá verður flestum væntanlega ljóst, að með þvi að setja sjálfum sér svo víðan starfsramma bryddar á tilhneigingu hjá forystusveit launþegasamtakanna til þess að líta á sjálfa sig sem ríkisstjórn í landinu. Þess vegna er hér um hættulegan hugsunarhátt að ræða, varasama tilhneigingu, sem ógnar þeim lýðræðislegu hug- myndum, sem stjórnarfar okkar og þingræði byggist á. Hér er um málefni að ræða, sem full ástæða er til að ræða nánar en verður ekki gert að sinni. Sam- starfsnefnd þessi hafði ekki starf- að lengi, þegar öllum var orðið ljóst, að hér var um pólitísk sam- tök að ræða, sem höfðu pólitískan tilgang en höfðu hins vegar reynt að dulbúast sem almenn þjóðar- samtök. Talsmenn stjórnarand- stöðunnar töluðu digurbarkalega um það, að hér væri á ferðinni „voldugasta breiðfylkingin", sem nokkru sinni hefði orðið til á Is- landi. Um það bil, sem samninga- nefnd Islendinga kom heim með samkomulagsdrögin frá Bonn bárust þær fréttir, að samstarfs- nefndin ætlaði að grípa til þeirra „löglegu" baráttuaðferða, að efna til allsherjarverkfalls í landinu í einn dag og stefna fiskiskipaflot- anum í höfn til þess að sýna hina miklu andstöðu þjóðarinnar við samkomulagið við V-Þjóðverja. Og um leið var sýnt, að megin andstaðan við samningsdrögin átti að koma frá þessari sam- starfsnefnd. Stjórnarandstöðu- flokkarnir höfðu í raun fyrirfram gefizt upp og byggðu vonir sínar á misbeitingu launþegasamtak- anna. Aðförin misheppnaðist I nafni launþegasamtakanna var stefnt að því að gera pólitíska aðför að núverandi ríkisstjórn og hrekja hana frá völdum, þrátt fyrir ótvíræðan meirihluta á Al- þingi — með þvf að magna upp ólgu og æsing innanlands á við- kvæmum tímum í viðkvæmu máli, Iandhelgismálinu. Um þessa aðför fór eins og til hennar var stofnað. Hún mistókst. Hún varð eitthvert mesta „fíaskó“, sem sézt hefur í íslenzkri stjórnmálabar- áttu um langt árabil. Hvatt var til allsherjarverkfalls í formi þess, að launþegar um land allt voru hvattir til þess að „taka sér frí frá störfum" sl. fimmtudag. Tilraun var gerð til þess að fá fiskiskipin til að sigla í höfn og sýna þar með samstöðu. Menn taki efíir þvi, að þeir, sem að þessari hvatningu stóðu, voru nánast allir helztu verkalýðsfor- ingjar landsins. I Ríkisútvarpinu hljómuðu stanzlausar auglýsingar frá verkalýðsfélögum um land allt í a.m.k. tvo sólarhringa. Öll þau verkalýðsfélög, sem stjórnar- andstæðingar ráða, voru tekin í þjónustu samstarfsnefndarinnar. Ályktanir frá stjórnum verkalýðs- félaga víðs vegar um landið dundu yfir, um að enga samninga bæri að gera. Fjölmiðlar létu ekki sitt eftir liggja. Um síðustu helgi virtist fréttastofa sjónvarpsins telja það til mestu stórfrétta, að fulltrúar Verkamannasambands- ins afhentu forsætisráðherra mót- mæli gegn samningum við V- Þjóðverja. Efnt var til furðulegra umræðna á Alþingi daginn fyrir útifundinn á Lækjartorgi, sem fyrst og fremst höfðu þann til- gang að auglýsa fundinn upp. En hvað gerðist? Þrátt fyrir allar ályktanirnar, allar auglýs- ingarnar, allar „fréttirnar“ i ríkisfjölmiðlum og málgögnum vinstri manna, gerðist ekki neitt. Blaðran sprakk. Það varð ekkert allsherjarverkfall á Islandi sl. fimmtudag. Það heyrði til algerra undantekninga, að launþegar „tækju sér frí“ frá störfum þenn- an dag. I þeim örfáu tilvikum, sem það var gert, var um að ræða ,,frí“ til þess að fara á fund á Lækjartorgi. Hvernig tókst sá fundir? Að mati lögreglunnar voru þar um 4000 manns (enda þótt Ríkisútvarpið sæi ástæðu til að bera á borð ágizkanir um 2000—10000) en til samanburðar má geta þess, að á landhelgis- fundinum i maí mánuði 1973 voru um 25 þúsund manns. Það þýðir ekkert fyrir forvígismenn sam- starfsnefndarinnar að reyna að blekkja sjálfa sig eða aðra. Þessi fásótti fundur og viðbrögð laun- þega við hvatningu þeirra um að leggja niður vinnu urðu stórkost- legt áfall fyrir samstarfsnefnd- ina, forvígismenn launþegasam- takanna og stjórnarandstöðuna. Það kom nefnilega í ljós fyrir þeirra eigin tilverknað, að enginn hljómgrunnur var meðal almenn- ings i landinu fyrir andstöðu gegn v-þýzka samkomulaginu. I raun og veru höfðu aðgerðirnar þver- öfug áhrif: þær leiddu í ljós þjóðareiningu með stefnu ríkis- stjórnarinnar. En hið alvarlega við þessar að- gerðir fyrir málstað Islands i landhelgismálinu eru þó áhrif þeirra út á við. Eftir flotaíhlutun Breta var því lýst yfir af hálfu fundarboðenda, að fundurinn væri einnig haldinn til þess að mótmæla henni. Það var m.a. gert i þeim tiigangi að fá fleiri á fund- inn. En þegar á fundinn var komið beindust allar ræður manna að árásum á ríkisstjórnina fyrir samkomulagsdrögin við V- Þjóðverja. I Reykjavík er hins vegar mikið af erlendum frétta- mönnum. Þeim kom mjög á óvart hversu fámennur fundurinn reyndist. Sérstaklega var þetta brezku fréttamönnunum undrunarefni. Sú ályktun, sem dregin er af þessum fásótta fundi í Bretlandi er sú, að það sé engin samstaða á Islandi gegn flota- íhlutun Breta. Þess vegna hafa þessar aðgerðir samstarfs- nefndarinnar ekki aðeins verið pólitískt vindhögg innanlands. Þær hafa beinlínis skaðað mál- stað íslands út á við. Lúðvik afhjúpaður Allt þetta mál verður þeim mætu mönnum, sem eru í for- ystu verkalýðshreyfingarinnar, áreiðanlega mikið umhugsunar- efni. Öllum getur orðið á. Allir geta tekið rangar ákvarðanir. Það gerðu þeir með því að ganga fram fyrir skjöldu. En kannski hefur þetta jákvæð áhrif á þann hátt að gera forvígismönnum launþega- samtakanna ljóst að hlutverk þeirra í samfélagi okkar ber að túlka þröngt. Verkefni þeirra er hin eiginlega kjarabarátta og ekki annað. En fleira gerðist í þessum umræðum og deilum. Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra, var afhjúpaður svo rækilega, að langt er sfðan íslenzkur stjórnmálamaður hefur staðið jafn berstrípaður frammi fyrir alþjóð. Lúðvík Jósepsson var að sjálfsögðu helzti talsmaður stjórnarandstöðunnar á þingi gegn samkomulagsdrögunum við V-Þjóðverja. Málflutningur hans byggðist svo til eingöngu á því, að ekki mætti semja við V-Þjóðverja vegna skýrslu fiskifræðinganna. Að sjálfsögðu gat hann ekki and- mælt samningum á þeirri for- sendu, að yfirleitt bæri alls ekki að gera samninga um veiði- heimildir vegna þess, að slíka samninga hafði hann sjálfur gert á tímum vinstri stjórnar. I umræðum á Alþingi um sam- komulagsdrögin gerðust hins vegar þau tíðindi, að Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra, upplýsti, að í marzmánuði 1974 hefði Lúðvík Jósepsson sem sjávarútvegsráðherra ritað utan- ríkisráðuneytinu bréf, þar sem hann lýsti því, hvaða tilboð hann vildi gera Þjóðverjum um veiði- heimildir innan 50 mílna mark- anna, sem þá voru. I bréfi þessu skýrir Lúðvík frá því, að hann vilji 'bjóða Þjóðverjum að veiða hér 80 þúsund tonn af fiski. Hann leggur til veiðisvæði, sem námu um 54 þúsund ferkílómetrum innan 50 mílna markanna og hann setur engin takmörk við þorskveiðum Þjóðverja í tillögum sinum. Þessir samningar voru aldrei gerðir en það Iiggur fyrir skjalfest, hvers konar samninga Lúðvík Jósepsson vildi gera við V-Þjóðverja. Nú kann einhver að segja sem svo, að það sé ósanngjarnt að minna Lúðvík á þetta samnings- tilboð hans við Þjóðverja, sem er náttúrulega margfalt hagstæðara en þeir samningar, sem nú hafa verið gerðir. Ástæðan sé sú, að þegar Lúðvík gerði þetta tilboð, hafi skýrsla Hafrannsóknastofn- unar ekki verið komin fram og að tilboð hans hafi verið gert við allt aðrar aðstæður. En Lúðvík getur ekki borið þessa röksemd fyrir sig. I útvarpsumræðunum um sam- komulagsdrögin skýrði Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra nefni- lega frá því, að Hafrannsókna- stofnunin hefði í marzmánuði 1972 eða tveimur árum áður en Lúðvík gerði tilboð sitt, sent Lúð- vík Jósepssyni, þáverandi sjávar- útvegsráðherra bréf, þar sem hann er aðvaraður um siversn- andi ástand þorskstofnanna og að minnka þurfi sóknina í þorskinn um helming. Þetta var aðeins ein af mörgum aðvörunum, sem Lúð- vík Jósepsson fékk um ástand þorskstofnanna meðan hann var sjávarútvegsráðherra, en hann virðist hafa látið þær, sem vind um eyru þjóta og nánast ekkert aðhafzt til þess að taka upp aukna vernd á fiskstofnunum. Þetta sýnir, að Lúðvík Jósepsson getur ekki borið það fyrir sig, að þegar hann vildi gera V-Þjóðverjum til- boð um 80 þúsund tonna ársafla, engin takmörk á þorskveiðar og helmingi stærra veiðisvæði innan 50 milna en nú hefur verið samið um, hafi hann ekki vitað um ástand þorskstofnanna. Hann hafði vitað um það í tvö heil ár, þegar hann gerði þetta tilboð. Þessi maður stendur því uppi berstrípaður — afhjúpaður, og það er sérstakt rannsóknarefni, hvernig háttað hefur verið sam- skiptum hans og Hafrannsókna- stofnunar og fiskifræðinga um ástand fiskstofnanna á þeím tíma, sem hann var sjávarútvegsráð- herra og hvers vegna svo lítið var gert til þess að auka friðun á þessu tímabili. Það er fróðlegt að athuga ólík vinnubrögð Lúðvíks Jósepssonar í ráðherratíð hans og Matthíasar Bjarnasonar, núver- andi sjávarútvegsráðherra. Þegar Lúðvik Jósepsson gegndi þessu starfi var aldrei fiskifræðingur i viðræðunefndum við aðrar þjóðir. Lúðvík hafði bersýnilega ekki þörf fyrir þekkingu þeirra og ráð- leggingar í slikum viðræðum og skýrir það kannski ofsa hans vegna bréfs Hafrannsóknastofn- unar um v-þýzka samkomulagið. I tið núverandi sjávarútvegsráð- herra hefur hins vegar verið tek- inn upp sá sjálfsagði háttur, að fiskifræðingar eigi sæti í viðræðu- nefndum við aðrar þjóðir. Lúðvík Jósepsson lét aðvaranir fiskifræðinga sem vind um eyru þjóta meðan liann var sjávarút- vegsráðherra. En eftir að Matthíasi Bjarnasyni, núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, barst skýrsla frá Hafrannsóknastofnun i ágúst sl. óskaði hann eftir þvi, að tölulegar upplýsingar kæmu fram um veiðiþol fiskstofnanna, en það er einmitt sú skýrsla, sem mesta athygli hefur vakið. Eins og af framansögðu má sjá, hafa umræður og deilur um v- þýzku samkomulagið með ýmsum hætti orðið heilsusamlegar, ef svo má að orði komast. Nokkrir for- vigismenn verkalýðssamtakanna villtust af leið, en gera sér nú væntanlega betri grein fyrir þvi, að verksviði verkalýðssamtaka eru viss takmörk sett. Lúðvík Jósepsson, einhver mesti blekk- ingasmiður íslenzkra stjórnmála hin síðari ár, hefur verið af- hjúpaður og ríkisstjórnin hefur styrkt stöðu sina verúlega en um þann þátt þessa máls er fjallað i forystugrein Morgunblaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.