Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 7 Við tendrum í dag fyrsta Ijósið á aðventukransinum. Sá atburður táknar tímamót, en hann hefureinnig boð- skap að bera. Tímamótin eru þau, að í dag hefst aðventan, jóla- fastan, og um leið nýtt kirkju- ár. Áramótin, sem verða að mánuði liðnum, eru hin veraldlegu áramót. Árið, sem þá hefst, er byggt upp af 366 dögum almanaksins. Kirkjuárið myndast með nokkuð öðrum hætti. Það tel- ur fyrst og fremst helgi- dagana, rauðu dagana á dagatalinu. Almanaksárið skiptist í árstíðir. Kirkjuárið hefur einnig sín afmörkuðu tímabil. Kirkjan einkennir þau með því að leggja áherslu á vissa þætti kristins boðskapará hverju tímabili. Jafnframt undirstrikar kirkjan boðskap hvers tímabils með ákveðnum litum i messu- klæðum, litum sem breytast eftirtíðum kirkjuársins. Boðskapur Ijóssins á að- ventukransinum er um komu jólanna. Þau nálgast, koma Krists færist sífellt nær, og þess vegna tendrum við æ fleiri Ijós, er nær dregur jól- um, uns altendrað jólatré tekur við, í fyllingu timans. Höfuðtexti fyrsta sunnu- dags í aðventu er frásögn Mattheusar af innreið J.esú í Jerúsalem. Boðskapur henn- ar á mjög vel við á þessum tímamótum. Kristurerað koma. Hann erað halda innreið sína í líf okkar. — „Sjá, konungurþinn kemur til þín," er tónað í kirkjunum í dag, og söfnuðurinn svarar: „Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans." Við er- um minnt á, að „Krists er koma fyrir höndum", að við eigum að ryðja öllum hindrunum úrvegi hans, búa hugi og líf allt undir að taka á móti honum. Um það fjallar boðskapur aðventunnar I heild. Litur messuklæðanna, sem undirstrikar þennan boð- skap, erfjólublár. Hann táknar iðrun og yfirbót. Hann minnir okkur á, að við þurf- um að iðrast, við þurfum að ryðja burt öllu, sem við finn- um, að er rangt, samrýmist ekki boðskap Krists, en eignast I staðinn þá hluti, sem bera í sér kærleika, fegurð og hreinleika og varna honum því ekki vegarins, er hann kemur, en standa miklu fremur sem vörður við veg hans inn að hjörtum okkar. Latneska orðið aðventa, sem notað er um jólaföstuna, þýðir koma, koma Jesú til safnaðarins. Orðin: Hann kemur gætu verið einkunnarorð aðventunnar, og þau segja okkur vel til- gang og eðli þessa fjögurra vikna timabils, sem fram undan er. Það er undir- búningstími fyrir komu Krists. Og víst er undirbúningur- inn mikill þennan tíma, sem í hönd fer. Hann felur í sér mestu kauptíð ársins. Aldrei er heldur meira bakað á heimilunum, allt er gert hreint, sópað og prýtt, svo að jólin geti komið, haldið innreið sína á heimilin. Við gætum kallað aðventutim- ann eftirvæntingardaga eins og kirkjan nefnir stundum dagana frá uppstigningar- degi til hvítasunnu, er postularnir biðu eftir þvi, að Jesús sendi þeim heilagan anda sinn. Eftirvænting aðventunnar er í okkar aug- um ekki minni, og við keppumst við að gera jóla- legt í kringum okkur. Um það er ekki nema gott eitt að segja, meðan það gengur ekki út i öfgar, meðan það skaparekki ofþreytu, sem hindrar, að jólanna verði not- ið á eðlilegan hátt, meðan ekki er gengið svo nærri pyngjunni, að það hafi óhóf- leg eftirköst í áhyggjum. En jólin koma ekki i þess- um hlutum. Þau koma ekki i jólagjöfum, ekki i jólakökum, ekki heldur með jólasveinum eða jólaskrauti. Jólin koma ekki í neinni ytri dýrð Jesús Kristur kemur í gleði hins kristna manns, sem i auðmýkt og kærleika opnar honum hjarta sitt, býr honum þar rúm og gefur honum hug og hönd, lif og starf. — Hvað slikur maður gerir svo í gleði sinni til að láta hana i Ijós út á við, hvað hann reyn- ir til að gera eins bjart og fallegt hið ytra og hann þráir að sé hið innra, það er annað mál. Einnig, hvað hann gerir til að gefa öðrum af gleði sinni. í þvi Ijósi séð eru jóla- undirbúningur og jólagjafir fagrir siðir og göfgandi. En þar, sem hið rétta hugarfar vantar, eru þeir innantómt skrum, og sú hætta er víða fólgin að þrátt fyrir mikinn undirbúning verði Kristi út- hýst úr hjörtum, sem eru ofhlaðin, kannski ekki illum, en fávísum og fánýtum hugrenningum. Hver er svo okkar afstaða til þessara hluta, lesandi minn? Hver eru okkar jól? í hverju er okkar jólagleði fólg- in? Er okkur kannski báðum full þörf að íhuga þetta? — Já, áreiðanlega. Og ef við gerum það í fullri einlægni, þá munum við komast að þeirri niðurstöðu, að við þurf- um lika mikinn undirbúning hiS innra. Þar þarf að gera hreint, ekki síður í híbýlum sálarinnar en líkamans. Við þurfum að ryðja burt hinum óhreinu hugsunum, rýma fyrir hinum hreinu, fyrir öllu, sem er fagurt, satt og gott. Það verða engin jól, nema þau komi fyrst hið innra, nema Kristur hafi fengið rúm i hjörtum mannanna, þannig rúm, að koma hans hafi áhrif á líf þeirra til góðs. Við finnum vel, að við þurfum á þessum undir- búningi að halda. Þess þurfa allir menn. Enginn er full- kominn. Og kirkja Krists hefur lengi skilið þessa miklu þörf mannssálnanna. Þess vegna var aðventan ákveðin, timabil hins huglæga undir- búnings að komu jólanna, árlegri komu Krists inn í and- legt líf mannkynsins. Göngum öll mót helgri hátið með einlægum hug, þeim hug, sem lýsirsérsvo vel í þessum Ijóðlínum: ,,Ég kem i auðmýkt, Kristur hár, ég krýp sem barnið snærri en smár. Ég þrái frið og þyrstur bið: Ó, gleym mérekki Guð." „Ó, kom minn Jesu. kom sem fyrst, ó, kom og mér í brjósti gist, ó, kom þú, segir sála mín, ó, seg við mig: Ég kem til þin." Aðventan Rowenfo Rowenta Champion vasakveikjarar leöur engir steinar engar rafhlööur. Heildsölubirgðir Halldór Eiríksson & Co Sími 83422. J Hvers virði er lífið fyrir þig eða fjölskyldu þína? Secumar Björgunarvesti eru samanbrotin, fyrirferðalítil og létt, en blásast út sjálfkrafa, þegar notandinn fellur í vatn. Secumar halda höfðinu upp úr vatni og því ekki hætta á drukknun. Secumar ætti hver maður að nota daglega við sjó- mennsku, vinnu í höfnum, brúarsmiði.vatnavörzlu. Secumar eru viðurkennd af Siglingamálastofnun rikisins á skuttogara. / \unna% <S$>geiióó(m Lf Reykjavfk, sími 35200. Platignum svifflugmodel 4 tegundir frægra flugvélagerða. Spitfire, Hurricane, Mitsubishi A6M Zero, Focke-Wulf Fw 190, i einum pakka. Auk þess fylgja litir og leiðbeiningar á íslenzku. Módelin, sem auðvelt er að búa til og gaman er að fljúga. Fást í bóka- ritfanga- og leíkfangaverslunum. HEILDSÖLUBIRGÐIR ANDVARI HF. Sundaborg sími 84722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.