Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 14
14- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 fHttgustÞliiMfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Aðalstræti 6, sími,22 4 80. Áskriftargjaid 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Borgarastyrjöld sú, sem um þessar mundir er háð í Angóla, vekur vax- andi athygli víða um heim og liggja til þess margvís- legar ástæður. Enn einu sinni hefur það gerzt í ný- frjálsu ríki, að í kjölfar sjálfstæðis fylgja átök innanlands um það, hverj- um falli í skaut völdin í hinu nýja ríki. Versta dæmið um slíkt var í fyrr- verandi nýlendu Belga í Kongo, sem nú nefnist Zaire, fyrir rúmlega einum áratug, og margir óttast, að borgarastyrjöldin í Angóla eigi eftir að verða jafn harðvítug og blóðug og átökin í Kongó og Nígeríu, nokkrum árum síðar. Þá eykur það mjög á mikil- vægi þeirra atburða, sem eru að gerast í þessu Afríkuríki, að Angóla er eitt af auðugustu ríkjum Afríku og býr yfir miklum náttúruauðlindum. At- burðarásin þar getur haft áhrif á þróunina í Suður- Afríku. Loks er ljóst, að stórveldin hafa í mismun- andi ríkum mæli dregizt inn í styrjöldina í Angóla og er ekki séð fyrir endann á aóild þeirra að þessum átökum. Hér á vesturlöndum hættir okkur gjarnan við að líta á atburði í fjarlæg- um heimsálfum, eins og Afríku og Asíu, út frá okkar eigin sjónarhorni og leggja sama mælikvarða á viðburði þar og í okkar heimshluta. Sannleikurinn er þó sá, að þótt við búum öll á sömu jarðarkringl- unni er veröldin t.d. í Afríku gjörólík þeirri, sem við þekkjum hér í Evrópu, fólkið er á öðru mennt- unarstigi en við, hugsunar- háttur þess allt annar og aðgreining í einstaka ætt- flokka og ágreiningur þeirra í milli hefur oft mun meiri áhrif á stjórnmála- þróunina í Afríkuríkjum en hin hefðbundni skoð- anamunur miUi manna, sem við þekkjum hér á vesturlöndum. Þessi atriði ber að hafa í huga, þegar fjallað er um ástandið í Angóla, en það sem mesta athygli vekur nú þessa stundina i sam- bandi við átökin þar, eru mjög ákveðnar tilraunir stórvelda og þá fyrst og fremst Sovétríkjanna til þess að hafa áhrif á úrslit mála. Sumir fréttaskýr- endur hafa talið, að íhlut- un Sovétríkjanna sé komin á svo alvarlegt stig, að Angóla geti orðið eins konar sovézkt Viet Nam. Nú hefur einn af stjórn- málaleiðtogum Breta, Jeremy Thorpe, formaður frjálslynda flokksins i Bretlandi, fullyrt, að hann hafi áreiðanlegar heimildir fyrir því, að sovézk stjórn- völd hafi greitt stórfelldar mútur til þess að tryggja viðurkenningu annarra Afríkuríkja á stjórn þeirr- ar hreyfingar i Angóla, sem sovétstjórnin veitir stuðning. Ólíklegt má telja, að slíkur maður hefði borið slíkar fullyrðingar á borð, nema hann hefði óyggjandi sannanir fyrir því að rétt sé hermt. Hér er bersýni- lega um mjög alvarleg mál- efni að ræða, enda má ganga út frá því sem vísu, að Sovétstjórnin leggi ekki fram gífurlega fjármuni og vopnabúnað til borgara- styrjaldarinnar í Angóla, nema í þeim tilgangi að tryggja rík sovézk áhrif þar, þegar borgarastyrjöld- inni er lokið. Segja má þvi með nokkr- um sanni, að hinar fyrri nýlendur gömlu evrópsku stórveldanna fari úr ösk- unni í eldinn og á það ekki sízt við um Angóla, sem aðeins fyrir nokkrum mánuðum hlaut endanlegt sjálfstæði eftir aldalöng yfirráð Portúgala. Þegar eitt nýlenduveldið hverfur á braut kemur annað í stað- inn. Það virðist ætla að sannast í Angóla eins og sums staðar annarsstaðar og skiptir þá ekki megin- máli, hvort nýlendustjórn- in er bein eins og var á tímum hinna evrópsku stórvelda, eða óbein eins og Sovétríkin virðast stefna að í Angóla. Kjarni málsins er auð- vitað sá, að þjóðir Afríku hafa ekki um langan aldur barizt fyrir sjálfstæði sínu undan nýlenduoki Breta, Frakka og Portúgala fyrst og fremst, til þess eins að fá yfir sig nýja nýlendu- stjórn, en að því marki sýn- ist íhlutun Sovétmanna í borgarastyrjöldina í Angóla stefna. Hér verður almenningsálitið í heimin- um að koma til og leggja þann þrýsting á Sovét- stjórnina, sem dugar til þess að hún hætti afskipt- um sínum af málum í þessu Afríkuriki sem öðrum. Hér hefur fyrst og fremst verið talað um Sovétstjórnina vegna þess, að aðild hennar að átökunum í Angóla hefur verið miklu víð- tækari og almennari en t.d. afskipti Bandaríkjamanna og Kínverja. En auðvitað á það svo að vera, að hin nýfrjálsu ríki Afríku leysi sfn eigin vandamál sjálf án afskipta fjarlægra stór- velda og öllum má vera ljóst, að hreyfingar þær, sem berjast um völdin í Angóla mundu ekki lengi hafa skotfæri og annan vopnabúnað til þess að murka lífið hver úr ann- arri, ef þær fengju ekki fjárhagslegan stuðning frá stórveldum og er því ábyrgð þeirra mikil, sem leggja til skotfærin í þessu Afríkuríki. Átökin í Angóla Gunnar Tómasson: Horfur í íslenzkum efnahagsmálum ÁKVARÐANIR á sviöi ríkisfjár- mála og kjaramála á næstu vikum munu ráða miklu um þróun íslenzkra efnahagsmála árið 1976. Fáir hafa farið varhluta af þeirri skerðingu þjóðartekna, sem orðið hefur síðustu misserin. Þó breyttar ytri aðstæður hafi þar ráðið mestu, þá er nú þrýstingur á bæði ríkisstjórn og launþega- samtök að grípa til gagnráðstaf- ana. Ef þess er ekki gætt, að því einu verður skipt sem aflað er, þá horfir illa í viðureigninni við verðbólgu og aðra aðsteðjandi efnahagsörðugleika. í nýlegri spá Þjóðhags- stofnunarinrlar var talið að þjóðartekjur kynnu að aukast lítið eitt 1976, ef framleiðsla sjávarafurða yrði ekki minni en árið 1975. Á sömu for- sendu var því einnig spáð, að halli þjóðarbúsins i viðskiptum við útlönd kynni að minnka úr 10% af þjóðartekjum á yfirstand- andi ári i 6—7% á næsta ári. Síðan spá þessi var gerð hefur brugðið mjög á verri veg með horfur í þjóðarframleiðslu og út- flutningi með þeirri niðurstöðu fiskifræðinga að minnka þurfi þorskafla árið 1976 um nær þriðj- ung. Ein afleiðing þessa hlýtur að verða gagngert endurmat fyrri áætlana jafnt í rikisfjármálum sem launastefnu. Auk beinna áhrifa minni þorsk- afla á þjóðartekjur, koma til veru- leg óbein áhrif í mynd sam- dráttaraðgerða í efnahagskerfinu, sem ekki verða umflúnar, ef við- unandi minnkun viðskiptahallans á að nást. Greiðslubyrði næstu ára vegna erlendra skulda er þegar orðin áhyggjuefni, en erlend skuldasöfnun hefur síðustu tvö árin staðið að baki einnar krónu af hverjum tíu, sem landsmenn hafa haft til umráða. Nauðsyn breytinga á þessu sviði mun flest- um ljós. Þar sem innflutnings- eftirspurn ræðst að miklu leyti af heildareftirspurn í hagkerfinu, og með hliðsjón af væntanlegri minnkun útflutnings sjávar- afurða, þá er nú augljóslega þörf enn meira aðhalds í framkvæmd- um og neyzlu en fyrri áætlanir hafa gert ráð fyrir. Að öðrum kosti mun ekki takast að minnka viðskiptahallann í 6—7% af þjóðartekjum, sem þó verður að teljast algjört hámark. Nýlegt yfirlit Þjóðhagsstofn- unarinnar um þróun efnahags- mála á yfirstandandi ári gefur glöggt til kynna, hvar helzt er þörf aukins aðhalds. Samtímis því að einkaneyzla mun minnka um 12% þá mun samneyzla haldast óbreytt að raunverðmæti á árinu 1975; samtímis því að fjárfesting atvinnuveganna minnkar um 15% og íbúðabyggingar dragast saman um 5%, þá mun magn- aukning opinberra framkvæmda verða um 18%. Þessar tölur stað- festa það, að óviðunandi þensla í ríkisbúskap og opinberum fram- kvæmdum hefur verið meginor- sök þeirrar háu verðbólgu, sem haldið hefur áfram síðasta árið, svo og þess mikla halla, sem verið hefur á viðskiptum tslands við útlönd. Hins ber þó einnig að gæta, að það er einkum þessum miklu út- gjöldum hins opinbera að þakka, að atvinnuleysi hefur enn ekki orðið umtalsvert. Er hér komið að kjarna þess vanda, sem nú er við að etja: hvernig verður snúið við á braut stórfelldrar skuldasöfn- unar hins opinbera jafnt innan- lands sem utan, án þess að atvinnuástand versni um of? Saga sfðustu ára talar skýru máli um þau víti, sem helzt ber að varast. Upphaf þess gæfuleysis, sem einkennt hefur þróun íslenzkra efnahagsmála síðan 1971, voru þær óraunhæfu kaup- hækkanir, sem urðu á seinni hluta þess árs. Þenslustefna ríkis- valdsins hafði hins vegar úrslita- áhrif um hraða verðbólgu þeirrar, sem varð á árunum 1972—1973. Kjarasamningarnir í ársbyrjun 1974 urðu síðan til þess, að enginn árangur varð af viðleitni stjórn- valda til bragarbóta það árið. Á því ári, sem nú er senn liðið, hefur orðið betri samvinna með ríkisvaldi og launþegasamtökum. Ríkisvaldið hefur tryggt fulla atvinnu með útgjalda- og fjárfest- ingarstefnu sinni, en launþega- samtökin hafa stillt kaupkröfum sínum í hóf. Hallinn í viðskiptum við útlönd og áframhaldandi verð- bólga sýna þó, að stefnt hefur verið of hátt í umsvifum hins opinbera sem og I kaupkröfum launþegasamtaka. Við lok ársins er einsætt, að verulegur samdráttur opinberra útgjalda og framkvæmda hefði verið nauðsynlegur til að draga úr þeim geigvænlega viðskiptahalla, sem nú hefur orðið annað árið í röð. Einnig er augljóst, að skerð- ing rauntekna Iaunþega hefði þurft að verða enn meiri, ef slíkur samdráttur hefði ekki átt að leiða til verulegs atvinnuleysis. Ef minnka á viðskiptahallann á kom- andi ári, jafnframt því sem verð- bólgan er hamin og komið í veg fyrir meiri háttar atvinnuleysi, þá verður ekki hjá því komist að móta og fylgja fram þeirri stefnu aðhalds í ríkisútgjöldum og kaup- kröfum, sem ein samrýmist þess- um stefnumarkmiðum. Hinn gullni meðalvegur verður vandrataður í þeim ákvörðunum, sem framundan eru í ríkisfjár- málum og kjaramálum. Opinber útgjöld og framkvæmdir verða ekki sársaukalaust samræmd breyttum aðstæðum, og launþeg- um mun væntanlega reynast erfitt að haga svo kröfugerð sinni, að tekjur þeirra fylgi þróun raun- tekna þjóðarbúsins á komandi ári. Ríkisstjórn, Alþingi og forystu- menn launþega, minnugir þess að þjóð vor á nú í vök að verjast, hljóta að ganga til verks með þjóðarhag einan að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (08.01.1976)
https://timarit.is/issue/116366

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (08.01.1976)

Aðgerðir: