Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976
Brandsdóttir
Minning:
Oddný Guömimdsdótt-
ir á Stórólfshvoli
Una
— Kveðja
I dag fer fram útför Unu
Brandsdóttur.
Una var fædd aö Hallbjarnar-
eyri f Eyrarsveit 1. dag marzmán-
aðar árið 1894. Nú er því lokið
löngum ævidegi.
Foreldrar hennar voru hjónin
Brandur Bjarnason, útvegsbóndi
og hreppstjóri að Hallbjarnareyri
og Ólína Bjarnadóttir.
Systkini Unu voru þau Kristín,
kona dr. Helga Péturss., Bjarni,
sjómaður í Reykjavík, Ingveldur
er giftist Brynjólfi Kjartanssyni,
Þorsteinn, vélstjóri í Reykjavík,
og Pétur loftskeytamaður í
Re.vkjavík.
Af þeim systkinum eru Þor-
steinn og Pétur enn á lífi.
Una ólst upp í heimahúsum þar
til hún fluttist til Reykjavíkur.
Þar k.vnntist hún Hirti Hanssyni,
síðar kaupmanni, sem þá var
starfandi við Brydes verzlun. Þau
gengu i hjónaband árið 1911 og
hófu búskap að Laufásvegi 20 i
Reykjavík.
Þeim Unu og Hirti varð 4 barna
auðið. Elstur var Adolf. Hann
kvæntist Guðrúnu Hafstein, þá
Hjörtur. Hann Hann kvæntist
Önnu Þorláksson, þá Anna, gift
Hannesi Þorsteinssyni. og loks
Helgi, kvæntur Auði Stefáns-
dóttur.
Adolf andaðist fyrir all mörgum
árum en hin börnin þrjú eru
búsett í Reykjavík.
Mann sinn Hjört Hansson
missti Una árið 1956.
Ævistarf Unu fólst í því fyrst og
fremst að búa eiginmanni sínum
og börnum heimili, ala upp
börnin og í öllum þeim marg-
víslegu störfum sem slíku er sam-
fara, svo sem algengast var um
húsmæður á þeim árum.
Það starf vann hún af slíkri
samvizkusemi og alúð að ekki
varð betur gert.
Þegar ég kynntist fyrst heimili
þeirra bjuggu hjónin ásamt þeim
börnum sem ekki voru úr
hreiðrinu flogin á4. hæð að Lauf-
ásvegi 19. Þangað kom ég oft. Þar
var gott að vera. Við Helgi vorum
sessunautar lengstan hluta veru
okkar í Verzlunarskólanum.
Finnst mér nú að á tímabili hafi
ég verið nær daglegur gestur á
heimili Unu og Hjartar. Mér er
ekki alveg ljóst hvernig á því stóð,
að um þann bratta stiga frá götu
upp á 4. hæð að íbúðardyrum Unu
og Hjartar var sjaldan gengið, það
var oftast hlaupið og tekin tvö
þrep í spori. Ég held að ein
ástæðan til þess hafi a.m.k. verið
sú að á sprettinum hlakkaði
maður til að sjá dyrnar opnaðar
uppá gátt og Unu þar inni fyrir
bjóðandi gesti að ganga í bæinn.
Una Brandsdóttir var óvenju-
lega falleg kona. Vöxturinn tígu-
legur, svipurinn hreinn, augun
tindrandi, brosið svo milt og fullt
vinsemdar að það gleymist ekki.
Þau Una og Hjörtur voru sam-
valin í gestrisni sinni. Umræður
voru oft fjörugar. Bæði voru hjón-
in félagslynd vel, Hjörtur starf-
andi í mörgum félögum. Hann var
m.a. í stjórn Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur um ára raðir
og formaður þess um tíma. Það
var gaman að ræða við þau hjón
um vandamál líðandi dags.
Enginn þurfti að fara í grafgötu
um skoðanir Hjartar á þeim
málum sem efst voru á baugi og
óþreytandi var Una að draga fram
það góða og jákvæða f fari manna.
— Þau hjónin voru bæði söngvin
vel. Söng Una í ýmsum kórum
um ára raðir og á heimili þeirra
var mikið sungið fram eftir árum.
Minnisstætt verður okkur
fyrstu stúdentum Verzlunarskól-
ans er við æfðum stúdentasöngva
með undirleik Unu í stofunni á
Laufásvegi 19. Þá daga var glatt á
hjalla, er árgangurinn allur
hópaðist um húsmóðurina við
píanóið.
Eftir lát Hjartar, árið 1956,
flutti Una að Melhaga 14 og hélt
þar heimili fyrir sig til dauða-
dags. Mikið lán var fyrir hana að
búa þar nærri Önnu dóttur sinni
,og Hannesi, sem litu til hennar að
heita má daglega, fylgdust með
líðan hennar eftir að heilsunni
fór að hraka og hlúðu að henni á
allan hátt.
Þótt fundum okkar Unu
fækkaði, voru þeir mér jafnan
gleðiefni. Lifandi var áhugi
hennar alla tfðfyrir velferð minni
og fjölskyldu minnar. Fyrir það
svo og alla vinsemd á liðnum
árum fylgja henni að leiðarlokum
hjartans þakkir.
Ég bið Guð að blessa minningu
Unu Brandsdóttur og varðveita
sálu hennar.
Valgarð Briem.
Gefðu mér blóm meðan ég Iifi
og auga mitt gleðst af því. Það var
það sem frú Una Brandsdóttir,
sem við kveðjum hér í dag, gaf
mér af gjöfulu hjarta sfnu. Hún
og móðir mín, Sigurbjörg Ás-
björnsdóttir og frú Svanfríður
Hjartardóttir, vinkonur alla ævi,
kunnu að gefa gleði hjartans og
söng, og allar voru samferða hér á
hótel Jörð. Þær lifðu sem hetjur í
lífsins ólgusjó.
árkróki -
Þegar hljóðlátt haustið hefur
kvatt okkur með fallandi laufi
trjánna, byrjar veturinn með blíð-
viðri. Mitt í þessu blíðviðri hefur
einn úr hópnum kvatt hótel jörð
og lagt á fjarlæg mið. Hér var
maðurinn með Ijáinn á ferðinni,
sá sem slær sundur lífsandann.
Þau örlög bíða okkar allra og
um þau þýðir ekki að deila.
Sá sem nú burtkallaðist var
Jón Björnsson verkstjóri,
Fornósi 10, Sauðárkróki.
Hann kvaddi jarðlífið mitt
í dagsins önn, tæplega sextugur
að aldri. Jón varð bráðkvaddur á
heimili sínu 13. nóvember síðast-
liðinn. Viku áður hafði eg hitt
hann kátan og hressan og rætt
lengi við hann. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er, segir
máltækið og sannast það hér. Að
vísu gekk Jón ekki heill til skóg-
ar. Hann var búinn að eiga við
heiisuleysi að stríða um tíma og
var lengi til lækninga í Reykjavík
suður í fyrravetur. Jón Björnsson
fæddist að Ytri-Húsabakka í
Seyluhreppi þann 9. janúar 1916.
Foreldrar hans voru hjónin Björn
Pálmason bóndi að Ytri-
Húsabakka Björnssonar hrepp-
stjóra Pálmasonar í Ásgeirs-
brekku, en móðir Björns var Ingi-
björg Málfríður Grfmsdóttir
Grímssonar á Egg í Hegranesi, og
Sigurbjörg Agnes Jónsdóttir Ös-
manns ferjumanns Magnússonar
að Utanverðunesi sem landsfræg-
ur var fyrir kynngimagnað afl sitt
og gefin var út bók um í fyrra.
Kona Jóns Ósmanns móðir Sigur-
bjargar Agnesar var Guðný Páls-
dóttir bónda á Syðri-Brekkum
Pálssonar hreppstjóra f Viövík.
Hennar móðir var Sigríður Þið-
riksdóttir bónda í Sviðníngi f Kol-
beinsdal. Voru þetta sterkir stofn-
ar og góðir. Þau hjón Björn og
Sigurbjörg eignuðust þrjú börn.
Þau eru, áðurnefndur Jón, Jónas
sem búsettur er á Sauðárkróki og
Pála sem er búsett f Vestmanna-
eyjum. En skammt var milli
skúra. Þau Húsabakkahjón létust
úr berklum með tveggja ára milli-
biii, Sigurbjörg 1927 en Björn
1929. Þá stóðu systkinin ein uppi
og þó. Þeim var komið fyrir hjá
skyldfólki, Jónasi í Keflavík, Jóni
að Utanverðunesi og Pálu að Ás-
garði í Viðvikursveit. Systkinin
uxu úr grasi og urðu þeir bræður
stórir og stæðilegir eins og þeir
áttu kyn til. En grimm er veröldin
stundum og má getum að því leiða
hvaða áhrif þetta hefur haft á þau
systkini að missa foreldrana á
þeim erfiðu tímum sem þá voru
og á unga aldri. Jón dvaldist að
Nesi fram yfir tvftugt. Að Utan-
verðunesi er sjóndeildarhringui-
inn fagur. Þar sér út á bláan
fjörðinn og í vestri kúrir Tinda-
stóllinn. I suðurátt ber hæst Mæli-
fellshnjúk sem gnæfir tignarleg-
ur yfir héraðið eins og verndar-
engill. Þarna er meira að sjá en
Það er yndislegt að eiga slíkar
mæður og að fá að lifa æskuárin í
skjóli göfugra kvenna.
Megi Isiand ávallt eiga slíkar
konur að missa.
í Guðs friði.
Sigríður Sigurjónsdóttir
Hurðarbaki.
- Minning
hægt er að tjá í orðum. Þarna ólst
Jón Björnsson upp. Hann naut
snertingarinnar við náttúruna,
skaut fugl og veiddi fisk. Eftir að
Jón fór frá Nesi stundaði hann
smíðar og sjómennsku á Krókn-
um og var langdvölum við smíðar
i Reykjavík á vetrum. Var hann
jafnan síðan kenndur við Nes og
nefndur Jón í Nesi til aðgreining-
ar frá öðrum Jónum á Króknum.
Jón minntist jafnan veru sinnar í
Nesi sem mikilla sólskinsdaga.
Eitt sinn er hann sat í bifreið
minni á sumardegi á ferð yfir
Hegranesið sagði ég: Fagurt er á
að líta Nesland. Þá svaraði Jón:
Já, hér er paradís á jörð. Jón átti
ávallt rætur heim að Nesi. Var
hann með umsjá yfir Nesvitanum
fram á síðasta dag og var einmitt
nýlega kominn heim úr slíkri ferð
er hann kvaddi jarðlífið. Snemma
kom í ljós að hann var enginn
aukvisi til handanna. Lék flest í
höndum hans sem hann vildi við
hafa. Það var sagt um afa hans
Jón Ósmann, að hann hafi verið
greiðasamur og gjöfull við gesti
og gangandi. Þetta er ákaflega
sönn lýsing á Jóni Björnssyni.
Hann vildi hvers manns vanda
leysa og var með afbrigðum bón-
góður. Þá má og geta þess að börn
hændust mjög að Jóni. En sólar-
geislinn síðustu árin var dóttur-
sonurinn Jón Ósmann. Jón var
einn af þeim mönnum, sem aldrei
láta veraldaratnstur á sig fá. Allt-
af var hann síkátur og glaður á
hverju sem gekk. Hann var mað-
ur orðheppinn og fljótur að koma
fyrir sig orði. Þurfti meira en
meðal mann til að máta hann i
orðum enda maðurinn greindur í
bezta lagi. Tíminn líður. Jón fór
að vinna hjá Sigurði Péturssyni
verkstjóra á Sauðárkróki. Sigurð-
ur var verkstjóri hjá Vitamál, fór
víða um land og byggði bæði
bryggjur og vita. Þar kynntist Jón
sinni ágætu konu Helgu sem var
dóttir Sigurðar. Var hún ráðskona
við vinnuflokk föður síns.
Eftir ráðahaginn stundaði Jón
vinnu hjá Vitamálastofnun, en
var þó oft á vetrum við smíðar í
Reykjavík hjá Birni Rögnvalds-
syni. Brátt varð Jón verkstjóri hjá
Vitamál og var hann það i árarað-
ir allt til ársins 1968. Eftr það
stundaði hann smíðar á ýmsum
stöðum, var til dæmis á Hólum í
Hjaltadal í nokkur ár. Nú síðast
var hann við smíðar á Króknum
fram á seinasta dag. Þeim Jóni og
Helgu varð tveggja barna auðið.
Þau eru Sigurbjörg og Sigurður
sem bæði hafa fest ráð sitt og
stofnað eigin heimili. Utför Jóns
Björnssonar fór fram laugardag-
inn 22. nóvember í Sauðárkróks-
kirkju að viðstöddu fjölmenni.
Ég votta aðstandendum öllum
mína dýpstu samúð.
Friðrik H. Friðriksson
Svaðastöðum.
Frú Oddný Guðmundsdóttir,
fyrrum læknisfrú á Stórólfshvoli
í Rangárvallasýslu, andaðist 1.
dese.mber siðastliðinn að Vífils-
stöðum. Á fullveldisdegi fslenzku
þjóðarinnar hvarf hún á braut,
mér fannst það táknrænt fyrir
framgang hennar allan í gegn um
lífið svo stórbrotinn og sannur
Islendingur sem hún var. Traust
og liknandi stóð hún við hlið hins
mikilhæfa og ástsæla héraðs-
læknis Rangæinga, Helga Jónas-
sonar, sem í áratugi þjónaði einn
þessu stóra héraði. Honum veitti
ekki af því að hafa trausta og
velmenntaða hjúkrunarkonu sér
við hlið, og hana átti hann sjálfur.
Ég veit af reynslu að ef læknir-
inn var ekki heima, þá var spurt
eftir frú Oddnýju og hún gaf ráð
sem dugðu þangað til náðist i
lækninn og í mörgum tilvikum
alveg.
Eg sem þessar Iínur rita, ætla
mér ekki þá dul að gera skil hér
öllum hennar mörgu og góðu
eðliskostum, enda ekki hugmynd-
in að reyna það. En einn þátt
langar mig alveg sérstaklega að
nefna, sem fellur ef til vill í
skuggann fyrir öðrum þáttum,
sem voru mikilvægari i lifi þess-
arar stórbrotnu heiðurskonu, en
það er félaginn Oddný
Guðmundsdóttir. Við vorum
báðar i kvenfélaginu „Eining“
Hvolhreppi, hún var ein af stofn-
endum félagsins og sat mörg þing
Kvenfélagasambands Islands fyr-
ir það, var þar til sóma sem og
annars staðar sem hún fór. Þegar
leiðir okkar lágu saman í félaginu
hafði hún dregið sig þar út úr önn
dagsins að miklu leyti, enda um
annað orðið að hugsa. Læknirinn
sat á Alþingi og aðstoðarlæknar
hans urðu, ef ég man rétt, nær
fjörutiu talsins á þessum árum, og
búskapur var stundaður á Stór-
ólfshvoli.
Þegar ég ung settist í stjórn
félagsins gaf hún mér góð ráð, og
vináttu hennar mun ég aldrei
gleyma. Ég veit að þær kven-
félagskonur, sem eftir eru í félag-
inu okkar og sem muna þessa
daga, gleyma aldrei ánægju-
stundum, sem við áttum á heimili
læknishjónanna, þegar við
gerðum eitthvað sem til framfara
horfði, og þá ekki sízt, ef það
varðaði kirkjuna eða kirkju-
garðinn á Stórólfshvoli. Þá bauð
hún til veizlu á heimili sínu. Mér
verður þó sú samverustund
minnisstæðust þegar þau hjónin
fluttu alfarin úr héraðinu, hann
farinn að heilsu langt um aldur
fram, hún sama hetjan og jafnan
áður. Þá vildi hún að við kven-
félagskonur kæmum á heimili sitt
ennþá einu sinni. Okkur var
áreiðanlega öllum þungt fyrir
brjósti því að við vissum að þetta
— Minning
Hjörtur
Framhald af bls. 19
og slíta sér fyrr út en hinir, sem
láta allt reka á reiðanum. Nokkr-
um klukkustundum áður en hann
lést bað hann syni sína að ganga
frá síðustu málum, sem honum
hafði verið falið að ljúka. Þannig
var Hjörtur vakandi í öllu starfi
allt til hinstu stundar.
Hjörtur var virtur og vel liðinn
af öllu starfsfólki Kirkju-
garðanna, enda var hann mann-
kostamaður.
Hjörtur var kvæntur Eygló Vig-
fúsdóttur, Hjaltalín. Ég vissi að
Hjörtur mat konu sína mikið. Þau
eignuðust fjóra syni. Vigfús
fulltrúa, Sigurstein tækni-
fræðing, kvæntan danskri konu,
Jytte Thyre, Pálma kennara og
Guðmund bifreiðastjóra, kvæntan
Björgu Snorradóttur. Fjölskylda
Hjartar var sérstaklega samheld-
in, og allt heimilislifið til fyrir-
myndar.
Framkvæmdanefnd og stjórn
Kirkjugarða Reykjavíkur þakka
yrði í síðasta sinni, sem við vær-
um saman á þessum stað. Þegar
við fórum eftir miklar veitingar
og hugljúfa stund og hugðumst
kveðja sagði hún: „Við skulum
ekkert vera að kveðjast, landið
okkar er ekki svo stórt.“ Okkur
létti auðvitað öllum, en svona var
viðhorf hennar til erfiðleika lífs-
ins.
Ég hafði orð á því við vinkonu
mína, og ég veit að hún man það
enn, hvort henni fyndist ekki eins
og mér, Hvollinn, sem er fyrir
ofan læknishúsið á Stórólfshvoli,
hefði misst eitthvað af reisn sinni
þegar þessir héraðshöfðingjar
fluttu burtu. Hún var alveg á
sama máli.
Oddný hafði á réttu að standa
eins og endranær þegar hún sagði
á kveðjustund að landið okkar
væri ekki svo stórt, við mundum
hittast síðar. Við kvenfélags-
konurnar fórum stundum í leik-
hús til Réykjavíkur, þá bauð hún
öllum hópnum heim á heimili sitt
á Bollagötu 7. Svona var tryggð
hennar við okkur og félagið sitt
heima.
Ég veit því að ég mæli fyrir
munn okkar allra þegar ég þakka
af alhug þessar ógleymanlegu
stundir með þeim hjónum.
Og nú er frú Oddný komin heim
að hlið eiginmannsins í Stórólfs-
hvolskirkjugarði, hans sem hún
studdi í starfi og stríði af svo
mikilli prýði að lengi verður í
minnum haft i Rangárþingi.
Ég gat ekki fylgt henni síðasta
spölinn til grafar en ég vona að
mér auðnist siðar að koma að leg-
stað þeirra hjóna í hljóðri og
heitri þökk. Ég sendi sonum
hennar og fjölskyldum innilegar
samúðar- og vinarkveðjur okkar
hjónanna.
Blessuð sé minning hinnar
látnu heiðurskonu.
Ragnheiður Ólafsdóttir.
Hirti gott og ánægjulegt samstarf
á liðnum árum og senda frú Eygló
og sonum og öðrum ástvinum
innilegustu samúðarkveðjur.
Við biðjum Guð að blessa og
styrkja þau í sorg þeirra.
Helgi Elfasson.
Góð aðsókn að
„Ókindinni”
GÓÐ aðsókn hefur verið að
„Ókindinni" eða „Jaws“ sem
Laugarásbíó sýnir nú. Að sögn
Grétars Hjartarsonar fram-
kvæmdastjóra kvikmyndahússins
hefur ávallt verið fullt hús, nema
siðustu dagana, þegar ófærð hefti
bíóferðir fólks. T.d. voru allir
miðar seldir á sýninguna í fyrra-
kvöld, en einungis örfáir mættu
og urðu viðkomandi að sjá mynd-
ina í gærkvöldi.
Að sögn Grétars vonast forráða-
menn Laugarásbíós til að myndin
fái álíka mikla ásókn og Sting
fékk á sínum tíma.
Jón Björnsson Sauð-