Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 13 FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA Innleggsnótur SVO getur farið að nauðsynlegt sé að hafa skipti á einhverri jólagjöf. Hluturinn sem gefinn var reynist ónothæfur, t.d. get- ur flíkin verið allt of stór eða þá of lítil. Þegar þannig stendur á hafa kaupmenn skipt vörunni fyrir viðskiptavini sína, þótt þeir séu ekki skyldugir til þess sam- kvæmt kaupalögunum. En hins- vegar þykir það góður verslunarháttur að veita við- skiptavinum sínum þá þjónustu. Að sjálfsögðu má neytandinn ekki vera búinn að nota flíkina eða lesa bókina, hlutur sem þarf að skipta, verður að vera alveg lýtalaus. Yfirleitt getur kaupmaður með litilli fyrirhöfn skipt vör- unni, látið viðskiptavininn hafa aðra flík eða aðra bók í staðinn fyrir þá flík eða bók sem hann kom með. En þó getur stundum staðið þannig á, að viðskipta- vinurinn finni ekkert f versluninni sem hann vill eiga. I slíkum tilvikum láta kaup- menn viðskiptavinum sínum í té innleggsnótu sem unnt er að taka út á síðar meir. Hér á landi endurgreiða kaupmenn yfir- leitt ekki andvirði vörunnar. Hinsvegar getur kaupandinn samið um það um leið og ein- hver vara er keypt að mega skila henni aftur innan til- tekins tíma og fá endur- greiðslu. Kaupandi getur með því móti tryggt sér að fá t.d. tækifæri til að sjá hvort gólf- teppið eða stóllinn fari vel í stofunni heima. I slíkum tilvik- um er sjálfsagt að fara fram á að fá nótu fyrir andvirði vör- unnar með ákvæðum um skila- frest, svo að ekkert fari á milli mála. Yfirleitt er það góð venja að taka nótu fyrir vöru sem ef til vill kann að þurfa að skipta síðar meir einhverra hluta vegna. Ekki er unnt að ætlast til að kaupmaður skipti vöru — þegar skipta þarf jóla- gjöfunum sem ekki hefur verið keypt i verslun hans. Ekki er heldur unnt að ætlast til að kaupmaður skipti vöru sem keypt hefur verið fyrir mörgum mánuðum. Jólagjöfum skal því skipta sem allra fyrst. Samkvæmt fyrningarlögun- um frá 1905 nr. 14 3. gr. fyrnist innleggsnóta á fjórum árum. Það er þvf góð regla ekki síst á verðbólgutímum að taka sem fyrst út á innleggsnótu. Annað vandamál kann líka aó skapast á tímum þegar örar breytingar eiga sér stað, það kemur stund- um fyrir að verslun hættir starfsemi sinni eða skiptir um eiganda og þá kann að vera erfitt fyrir neytandann að fá nokkurt verðmæti út á inn- leggsnótuna. Að lokum skal á það bent að hafi kaupmaður selt gallaða vöru getur kaupandinn krafist að fá aðra vöru í staðinn eða að rifta kaupunum þ.e. að skila hinu selda aftur og fá endur- greiðslu. í slíkum tilvikum þarf kaupandi ekki að sætta sig við að fá einungis innleggsnótu. Ef kaupandi álítur að vara sé göll- uð, verður hann að tilkynna það seljandanum þegar í stað. Sigrfður Haraldsdóttir. rMALASKOLI—26908 Danska, enska, þýzka, franska, spænska ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. Innritun daglega. Kennsla hefst 1 2. jan. Skólinn ertil húsa að Miðstræti 7. Miðstræti er miðsvæðis. Næst síðasti innritunardagur U26908—HALLDORS -)JaZZBaLL©CC8KÓLÍ BÚPU Dömur n athugið líkcim/icekl Byrjum aftur eftir jólafrí 1 2. jan. Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri Upplýsingar og innritun í síma 83730 frá kl. 1 —6, 6., 7. og 8. jan. it Morgun-, dag- og kvöldtímar it Sturtur, sauna, tæki og Ijós Sérstakir megrunartímar 4 sinnum í viku. jazzbaiieCCsKóli bútu Nýtt úrval af kápum frá hinu þekk tízkuhúsi í Robin í Belgíu. þcrnhard laKdal KIÖRGARD! Vönduð kápa. Valin flík. SIÐASTI INNRITUNARDAGUR UNGLINGAR Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem Hustler, Bump (Boom), Kung Fu, El Bimbo, Brazilian Carneval, Harlem og rnargir fleiri. AIH. Skírteini verða afhent sunnudaginn 11. janúar milli kl. 1—7 í Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4. Innritun daglega frá kl. 1 0—1 2 og 1 —7. REYKJAVÍK Brautarholt 4 símar 20345 og 24959. Breiðholt. Kennt verður í nýju húsnæði að Drafnarfelli 4 simi 74444. KÓPAVOGUR Félagsheimilið simi 84829. HAFNARFJÖRÐUR Góðtemplarahúsið simi 84829. SELTJARNARNES Félagsheimilið simi 84829. KEFLAVÍK Tjarnarlundur sími 1 690 kl. 5.—7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.