Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 Ingibergur Jens Guðjónsson - Minning Aðfararnótt 27. desember andaðist Ingibergur Jens Guð- jonsson Stigahlíð 22. Andlát hans bar brátt að. Hann andaðist í bif- reið sinni, er hann hafði farið út að vinna seint um kvöldið. Jens, eins og hann var kallaður í daglegu tali, var fæddur á tsa- firði þann 13. 9. 1925. Móðir hans var Sesselía Jónsdóttir. Þriggja mánaða gamall var hann tekinn sem kjörbarn af hjónunum Guðmundu Isleifsdóttur og Guðjóni Kristjánssyni á ísafirði. Hjá þeim ólst hann upp. Þau eru nú bæði iátin. Til Reykjavíkur kom Jens um 1940 og hóf bifreiðaakstur hér í borg. Ári 1954 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Önnu Hjör- leifsdóttur frá Akranesi og hófu þau búskap. Eignuðust þau þrjú börn, Guðjón Sigþór 23 ára laga- nema, Elísabetu 19 ára og Pál Viðar 13 ára. Öll hin mannvænleg- ustu. Ég kynnist Jens heitnum, er hann giftist systurdóttur minni. Var ánægjulegt að koma á heimili ungu hjónanna. Gleði og hamingja ríkti á heimilinu. Húsbóndinn glaður og hressileg- ur, og það var leikið á als oddi. Þá var stundum tekin fram harmoníkan, en Jens hafði sér- stakt yndi af að spila á hana. Brátt kynntist ég þvi hve Jens var duglegur maður og framúrskar- andi heimilisfaðir, sem lagði mikið kapp á að byggja upp heimili þeirra hjóna. Til hans var líka gott að leita, sagði mér kunnugur maður. Hann vildi hvers manns vanda leysa, ef það var á hans færi. Þetta heimili hefur heldur ekki farið varhluta af erfiðleikum og áhyggjum. Unga konan hans var á tímabili mjög heilsutæp og varð að dveljast á sjúkrahúsum. Þá vissi ég, að Jens lagði hart að sér við að sjá um börnin og vinna fyrir heimilinu. Þetta tókst allt, og gleði og hamingja ríkti á heimilinu aftur. þegar heilsa hús- móðurinnar lagaðist, og hún kom alkomin heim. Börnin að vaxa upp, hin efnilegustu og framtíðin virtist blasa björt við þessu heimili á nýjan leik. Þá skeður það í byrjun októbermánaðar s.l., að Jens fær skyndilega hjarta- áfall, og dvalist á sjúkrahúsi í þrjár vikur. Hann kom heim af sjúkrahúsinu seinast í október, en mjög slappur, en þó á þeim bata- vegi, að hann mátti örlítið fara að vinna. Þá kom kallið skyndilega. Hann, sem var með sterka sjálfs- bjargarviðleitni alla tíð, hefur unað því illa að þurfa að hlffa sér vegna vanheilsu. Sárt er hans nú saknað af eigin- konu og börnunum, sem sjá nú á bak elskulegum maka og föður á miðjum aldri, sem helgaði þeim allt sitt líf með ást og umhyggju. En bjartar eru þær minningar sem þau eiga um aldarfjórðungs samverustundir. Megi þær lifa í hugum þeirra og sefa sorgina. Einnig syrgir hann sárt öldruð tengdamóðir hans, sem hann var eins og bezti sonur. Einnig aðrir aðstandendur. Eg vil með þessum fáu orðum þakka Jens góð kynni og bið honum blessunar á landi lifenda. Svo votta ég Önnu og börnunum og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Vil ég svo að end- ingu taka undir vers úr sálmi Einars Benediktssonar: Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á aðrar leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Blessuð sé minning hans. Fanney Gunnarsdóttir. Fæddur 13.9. 1925 Dáinn 27. 12. 1975. Aðfaranótt laugard. 27. des. fór Jens með síðustu farþega sína og skilaði þeim af sér uppi í Breið- holti. Þeir voru komnir á leiðar- enda og hann várð einn eftir í bílnum. Hann, sem búinn var að ferja svo marga i sífellt betur búnum bifreiðum 20. aldarinnar, hefur sjálfsagt ekki vitað að nú beið ferjumaður' sálnanna eftir honum og bauð honum i nökkva sinn. Nú skyldi hann verða ferjaður yfir móðuna miklu, í heim sálnanna. Jens varð fyrst heimilisfélagi okkar hjónanna fyrir 28 árum, en þá dvaldi hann á heimili okkar um nokkur ár. Síðan hefur haldizt millum okkar mikil vinátta, og samband orðið nánara með árunum. Því að Jens, eins og hann var nefndur, vann að heill þeirra, er kynntust honum náið. Jens hafði yfirleitt alla þá kosti, er góðan dreng mega prýða. t starfi sínu sýndi hann strax sem ungur maður árvekni og dugnað, enda var hann farsæll í sínu starfi. Þeir, sem settust upp í öku- tæki hans, urðu fljótt þess áskynja að þeir höfðu öruggan mann undir stýri. Mann, sem þekkti farartæki sitt og vegina, sem farnir voru, hvort heldur sem farið var um bugðótta og oft erfiða fjallvegi i þá oft á tíðum misjöfnum veðrum á vetrarnótt- um, eða að ferðast var um bjarta sumarnótt í miðnætursól. Avallt var athyglin jafn vökul og hand- tökin örugg. t sívaxandi umferð stórborgarinnar skorti heldur ekki á hæfileika þess ágæta öku- manns, og í nær þrjátíu ára starfi sinu kom hann öllum sínum far- þegum heilum í höfn. Við sem þekktum Jens er öllum fráfall hans mikill harmur. Jens var fæddur i Skutulsfirði við tsafjörð, i firði hinna bláu fjalla við lygnan sæ. Hann var náttúrubarn mikið. Sem ungur sveinn og siðar fulltíða maður, naut hann þess í rikum mæli að sjá fegurstu miðnætur-júnísól okkar fagra lands, þegar hún skartar sínu fegursta litskrúði við hafsbrún á júninóttum við tsafjarðardjúp og litar landið okkar töfralitum sinum. Slikur töfraljómi fellur aldrei úr minni þeim, er séð hefur. Jens ólst upp hjá fósturforeldrum sínum á tsa- firði, þeim frú Guðmundu tsleifs- dóttur og Guðjóni Bergi Kristjánssyni, og tóku þau hann sem kjörson sinn, er barnið var 3ja mánaða. Þessi mætu hjón bjuggu allan sinn aldur á Isafirði. Jens fór ungur að vinna fyrir sér Hjörtur E. Guðmundsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, andaðist í Landspítalanum 18. desember s.l. Við hið sviplega frá- fall hans hverfur af sjónarsviðinu samviskusamur og skyldurækinn samferðamaður. Hjörtur fæddist 26. febrúar 1913, foreldrar hans voru þau hjónin Sigrún Eiriksdóttir og Guðmundur Hjartarson, Eyvinds- sonar hreppstjóra í Austurhlíð í Biskupstungum. Foreldrar hans fluttust til Kanada árið 1913. En Hjörtur varð eftir á tslandi. Hann dvaldi hjá föðursystur sinni frú Steinunni og eiginmanni hennar, H. Bjarnasyni, kaupmanni í Reykjavík. Hjörtur ílengdist hjá þeim hjónum, og þau ólu hann upp eins og hann væri þeirra eigin sonur. Þegar hann var unglingur, fór hann vestur til Kanada og dvaldi um tfma hjá fjölskyldu sinni, en undi þar ekki og fór aftur heim til 19 og fór hann þá til Reykjavíkur. Hann gerðist ungur atvinnu- bílstjóri og gerðist snemma félagi hjá Samvinnufél. Hreyfli í Reykjavfk. Tvö fóstursystkini á Jens á lífi, þau Rögnu Ragnars- dóttur og Ölaf Herbert Skagvík, sem syrgja nú góðan fósturbróð- ur. Þann 13. september 1954 giftist Jens eftirlifandi konu sinni Önnu Helgu Herjólfsdóttur frá Akra- nesi. Varð þeim 3ja barna auðið sem öll lifa. Þau eru Guðjón Sig- þór 23 ára, háskólanemi, Elísabet 19 ára og Páll Viðar 13 ára. Kæri vinur, með þessum fátæk- legu línum vil ég og kona mfn færa þér hinzta sinni okkar inni- legustu þakkir fyrir gleðiríkar samverustundir sem aldrei gleymast. Eiginkonu og börnum vottum við okkar dýpstu samúð í sorg þeirra og biðjum þann er lífið skóp að móttaka nú sáðkorn sitt, en gefa þeim er lifa lfkn og styrk. Sigurður O.K. Þorbjarnarson. íslands. Hjörtur lauk prófi frá Samvinnuskólanum. Nokkru siðar varð hann lögregluþjónn í Reykjavík og gegndi því starfi um árabii. Síðan starfaði hann við um- ferðardómstólinn, þar til hann tók við starfi forstjóra Kirkju- garða Reykjavíkur f marsmánuði 1965. Frá þeim tíma og raunar nokkrum árum áður urðum við samstarfsmenn að málefnum kirkjugarðanna, það samstarf hélst alla tíð eða þar til Hjörtur andaðist, og féll aldrei skuggi á. Aðeins viku áður en hann lést sátum við, sem skipum fram- kvæmdanefnd Kirkjugarða Reykjavíkur, á fundi með Hirti. Þar var rætt um ýmis framtiðar verkefni, sem honum var falið að sjá um. Ekki hvarflaði þá að mér að þetta yrði hans síðasti fundur Hann óskaði eftir því, að allir nefndarfundir okkar byrjuðu með Guðsorði og bæn, og það var gert. Hjörtur átti sina persónulegu trú á Frelsarann Jesú Krist, þess vegna elskaði hann Biblíuna og þráði að útbreiða Guðsorð. Við fvrstu kynni virtist manni. að Hjörtur væri heldur fráhrind- andi, en við nánari kynni komu hinir góðu og sérstöku eiginleikar hans skýrt fram. Ef leitað var til hans, var hann ráðhollur og vildi veita hverja þá aðstoð er hann_gat f té látið, hann var úrræðagóður og hjartahlýr. Hjörtur var sérstaklega sam- viskusamur og sk.vldurækinn, þess vegna vann hann öll þau störf, sem honum voru falin, með áhuga og viljafestu og undi sér ekki hvíldar fyrr en allt, sem honum hafði verið falið að fram- kvæma, var örugglega komið í höfn. Trúlega leggja slíkir menn, sem hafa vakandi samvisku og eiga ríka skyldurækni, meira á sig Framhald á bls. 18 Úlfaraskreytlngar t Bróðir okkar, t Eiginmaður minn EINAR MAGNÚS LÁRUSSON, INGI M. MAGNÚSSON, frá Hvammi i DýrafirSi, Hraunbæ 96, andaðist 4 janúar að vistheimilinu Ási í Hveragerði. Jarðarförin verður auglýst síðar. andaðist 6 janúar. Gunnar P. Lárusson og systkini. Bára Eyfjörð. t Eiginmaður minn og faðir okkar, STEINGRÍMUR GUÐBRANDSSON, t Þökkum innilega hluttekningu og aðstoð við andlát og jarðarför. JÓHANNESAR HALLGRÍMSSONAR, Hjaltabakka 22, Þverárdal. andaðist 1. janúar. Sigrún Gunnarsdóttir og börn. Ingibjörg Hallgrimsdóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Árni Gunnarsson. t Útför t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi. BARBÖRU ÁRNASON, MARTIN TÓMASSON, listakonu. forstjóri. fer fram frá Kópavogskirkju, föstudaginn 9. janúar kl. 1 3.30 frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardaginn Magnús Á. Árnason, 1 0. janúar kl. 2. e.h Vífill Magnússon. Ágústa Sigfúsdóttir. Bertha Gisladóttir, Eyjólfur Martinsson, Sigríður Jakobsdóttir, Rósa Martinsdóttir, Ársæll Lárusson, Emilía Martinsdóttir, Sigurður Skarphéðinsson 4- og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, t JÓHÖNNU HJELM Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu. Hörpugötu 1. Reykjavík JENSÍNU E.S. JÓNSDÓTTUR Brekkugerði 7, Gunnar Sigurjónsson, Guðlaug Hansdóttir, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9 janúar kl 1 0 30 Matthildur Sigurjónsdóttir, Elleser Jónsson, Björn Ófeigsson, Guðmundur Sigurjónsson, Fjóla Sveinbjörnsdóttir, Jón Björnsson, Sunna Guðnadóttir Haraldur Sigurjónsson, Rannveig Leifsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Ásthildur Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Eiriksson, Ófeigur Björnsson, Hildur Bolladóttir, Brynhildur Sigurjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Anna Lisa Björnsdóttir, Haukur Alfreðsson og barnabörn. og barnabörn Hjörtur E. Guðmundsson forstjóri — Kveðjuorð blómoucrf Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (08.01.1976)
https://timarit.is/issue/116366

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (08.01.1976)

Aðgerðir: