Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1976 27 — Bretar Framhald af bls. 28 óbreyttri stefnu sinni, að forð- ast árekstur. I þess stað beygði það hart á stjörnborða og skellti afturenda sínum á stjórnborðsbóg varðskipsins. — Þetta var mikið högg og lagðist varðskipið til yfir á bak- borða, en til allrar hamingju hafði rétt áður verið send út aðvörunarhringing um skipið svo að flestir voru viðbúnir þessu höggi, þótt ýmsir slægj- ust utan í eins og einn, sem fékk stóra kúlu á höfuðið og sá sem var við stýrið féll i gólfið án þess að meiðast. Má segja að það hafi verið hin mesta mildi, að enginn skyldi slasast. — Varðskipið er rifið ofan sjólínu og er svo til allur bakki varðskipsins að framan rifinn. Einnig sprakk rör með heitu vatni fyrir miðstöðina og urð- um við að láta allt vatn renna af hitakerfi skipsins. Einnig fór allt rafmagn af skipinu framan- verðu. Þrátt fyrir þetta er skipið sjóhæft, en það er ekki brezku flotaskipstjórunum að þakka. Nú þarf ekki lengur að fara í grafgötur um það hvaða aðferð Bretarnir eru komnir út í, þar sem hér var ekki um að ræða togara að veiðum. Þeir virðast staðráðnir i að ganga svo frá varðskipunum, að þau verði ósjóhæf og er þá bæði skipi og mönnum stofnað i hættu. Enginn sem horft hefur upp á slíkar aðferðir þarf að láta segja sér, að skipstjórum freigátanna séu ekki I lófa lagið að koma I veg fyrir slíka árekstra, þar sem freigáturnar eru mjög lipur skip i snún- ingum og virðast láta mjög vel að stjórn. Þá spurði Morgunblaðið Helga Hallvarðsson hver væri munurinn á þessu höggi, sem hans skip hefði nú fengið og þegar Lloydsman sigldi á það I minni Seyðisfjarðar. Helgi sagði, að þessi árekstur hefði virst veita mun meira högg þar sem freigátan kom inn á bert járn skipsins, en Lloydsman náði á sínum tíma aðeins að komast á þyrludekkið og tók hluta þess af. Sá hliðarhalli, sem var á varðskipinu Þór í árekstrinum við Andromedu fór langt í þann halla sem við fengum í árekstrinum við Lloydsman, enda snerist her- skipið á fullri ferð á punkt- inum, þannig að höggið var sem stefni skips væri siglt beint inn í varðskipið. Morgunblaðið spurði þá Helga Hallvarðsson hvort eng- inn möguleiki hafi verið fyrir varðskipið að bakka þegar út- séð varð um hvað verða vildi: — Það var enginn möguleiki fyrir okkur að bakka og jafnvel ekki stoppa, því að ef skipið hefði verið alveg stöðvað hefði það snúist hægar I sjónum und- an högginu. Án skiptiskrúfu tekur það langan tfma að fá skipið til að fara aftur á bak og það var útilokað eins og ástatt var. Áður en það er unnt verða vélarnar að stöðvast og fyrr svarar vélin ekki boðum úr stjórnpallinum um siglingu aftur á bak. — Bandarískir Framhald af bls. 12 ráð fyrir að það gerist. . . ástand- ið þar er betra í dag en í gær.“ — Dagblaðið Framhald af bls. 2 lagðist Vísir gegn þeirri kröfu, sem við töldum ekki eiga neina stoð í samstarfssamningum blað- anna fjögurra. Aðstandendur Dagblaðsins kröfðust þess að Dag- blaðið yrði tekið í prentun I stað Vfsis, þ.e. að Vísi yrði hent út úr Blaðaprenti, sem Vísir hafði stað- ið að uppbyggingu á. Gegn mót- mælum Vfsis ákvað öll stjórn Blaðaprents á sfnum tíma að taka Dagblaðið f prentun en svo sem síðar hefur komið f ljós, var rétt- ur Vísis ótvíræður og réttur Dag- blaðsins enginn. Fulltrúar Tím- ans, Þjóðviljans og Alþýðublaðs- ins í stjórn Blaðaprents hafa nú tekið ákvörðun, sem er óhjá- kvæmileg afleiðing af niðurstöðu dómsins, þ.e. að eftirleiðis verði aðeins prentuð í Blaðaprenti þau fjögur blöð sem prentsmiðjan er stofnuð um. Dagblaðsmönnum hefur verið ljóst allan tímann, að Dagblaðið yrði ekki prentað til frambúðar í Blaðaprenti svo þeir hafa hálft ár til að koma sér upp prentunaraðstöðu auk þess sem þeir geta leitað eftir prentun hjá öðrum prentsmiðjum. Þessi tími er kappnógur og ástæðulaust fyr- ir hin blöðin og Blaðaprent að taka lengur á sig allt hið gffurlega óhagræði sem af þvf er að ofhlaða prentsmiðjuna. Samningur Reykjaprents og Alþýðublaðsins er þeirri ákvörðun stjórnar Blaða- prents að hætta prentun Dag- blaðsins í sjálfu sér algjörlega óviðkomandi því eftir niðurstöðu gerðardómsins kom aldrei annað til greina, eins og bezt sést á því að Dagblaðsmenn hafa fyrir löngu hafið ráðstafanir til þess að koma sér upp prentunartækjum. Kveinstafir þeirra nú eru því ekk- ert annað en ómerkileg og lúaleg tilraun til þess að halda áfram píslarvættisleik sínum. Allar að- dróttanir sem beinast gegn Vfsi nú eru bein afleiðing þess að Dag- blaðið hefur orðið undir f sam- keppninni. Sú tilraun þeirra fé- laga, Sveins og Jónasar, að ætla sér þann hlut að ná undirtökum á Vfsi á sínum tíma og siðar þegar það tókst ekki, að eyðileggja fyrir- tækið innan frá með þvf að ginna allt starfsfólk blaðsins til liðs við sig eru einstök vinnubrögð og má að okkar mati flokka undir gróf- asta fyrirtækjastuld, þar sem hið gamla Vísisnafn mátti ekki vera í friði fyrir þeim enda mistókst sú tilraun hrapallega eins og öll að- för þeirra að Vfsi.“ Morgunblaðinu tókst ekki í gær að ná tali af fulltrúa Alþýðublaðs- ins í Blaðaprenti er bar upp sam- þykktina á fundinum en ræddi hins vegar við Eið Bergmann, framkvæmdastjóra Þjóðviljans, sem einnig á sæti í stjórninni. Hann kvað það staðreynd að þessi ákvörðun stjórnarinnar hefði byggst á samningi Alþýðublaðsins og Vfsis og að honum og fram- kvæmdastjóra Tímans hafi nán- ast verið stillt upp við vegg. Þeim hafi verið gert ljóst að það væri tveggja kosta völ — að Dagblaðið færi út eða Alþýðublaðið stöðvað- ist, og þeir þvf gefið samþykkt- inni atkvæði sitt með hliðsjón af þvf að Alþýðublaðið væri þó einn af hluthöfum f Blaðaprenti og stofnaðili þess. Eiður sagði, að reyndar hefði verið brýnt að losna við Dagblaðið úr setningu í Blaðaprenti enda blaðið sjálft langt komið með að leysa það mál, en taldi eftir sem áður of hart fram gengið f því að stöðva prent- unina á Dagblaðinu, enda hún ekki slíkur baggi sem setningin. Ekki hafi tekizt að liðka málið og þessi því orðið niðurstaðan. „Þessi ákvörðun kom okkur Dagblaðsmönnum mjög á övart," sagði Sveinn Eyjólfsson í samtali við Morgunblaðið í gær,“ því að við höfðum áður aðspurðir gefið samstjórnarmönnum okkar í Blaðaprent upp að við gætum sennilega farið með prentunina á blaðinu út úr Blaðaprenti í marz eða apríl, þannig að þessi samþykkt kom eins og reiðarslag. En út af fyrir sig skiljum við vel vandræði Alþýðublaðsins vegna þeirra skilmála sem því voru sett til að það næði samningum um útgáfu sína við Vfsi, sem var nú undirrótin að þessu öllu.“ Sveinn kvað ekki annað fyrir forráðamenn Dagblaðsins að gera en taka þessu og reyna að bjarga sér eftir einhverjum öðrum leiðum. Dagblaðið hefur pantað eigin tæki til framleiðslu sinnar og kvaðst Sveinn allt verða gert til að fá afgreiðslu á þeim flýtt. „Við mundum reyna að gera allt sem við getum til að Dagblaðið verði ekki drepið f höndunum á okkur,“ sagði Sveinn ennfremur, „en ég sé ekki betur en þessi samþykkt sé tilraun til þess, því að það gerir Blaðaprenti ekkert til þó að við séum þarna í prentun á eftir Vfsi nema sfður sé. Vélin er þarna á þessum tfma okkar og við erum ekki fyrir neinum, svo að það eru þarna aðrar hvatir að baki en nauðsyn. Það er skiljan- legra með setninguna, þar sem segja má að við séum að ein- hverju leyti fyrir hinum og það mál ætluðum við að leysa f þess- um mánuði eða hinum næsta hvort sem var. Aftur á móti er þetta þyngri biti með prentun- ina á blaðinu. Svona prentvél kostar 35 milljónir, og þeir fjár- munir verða auðvitað ekki hrisstir fram úr erminni." Sveinn kvaðst ekki vita nvermg dagsetningin 19. janúar varðandi setninguna hefði verið fundin en kvað fulltrúa Alþýðublaðsins hafa grein frá því á fundinum að það væri skilyrði sem þvf hafi verið sett af hálfu útgáfufélags Vísis til að ná samningum, og þess vegna yrði hann að láta Dagblaðið gjalda þess. Fulltrúi Alþýðublaðs- ins í Blaðaprenti er Asgeir Jó- hannesson og að sögn Sveins kom hann með samþykktina undir- ritaða á fundinn f gær en auk hans stóðu að samþykktinni Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Tfmans, er að sögn Sveins kvaðst • gera það sam- kvæmt fyrirmælum blaðstjórnar Tímans, og Eiður Bergmann framkvæmdastjóri Þjóðviljans, er kvaðst taka þessa ákvörðun upp á eigin spýtur eftir því sem Sveinn sagði. Sveinn sagði ennfremur, að Dagblaðið hefði ekki getað talizt fjárhagsleg byrði fyrir Blaða- prent heldur þvert á móti og nefndi sem dæmi að gert hefði verið yfirlit yfir rekstur Blaða- prents annars vegar í september og hins vegar f desember sl. og þá komið í ljós að reksturinn hefði lagast um 2 milljónir á þessu tímabili eða farið úr 2ja milljóna rekstrartapi f núll eftir að Dag- blaðið hóf göngu sína. Þá nefndi hann einnig, að álagið sem Dag- blaðið hafi greitt Blaðaprenti um- fram önnur blöð, hafi numið 1.6 milljónum króna, er segi sína sögu. Loks gat hann þess að eftir stjórnarfund Blaðaprents í gær hefði Vísir sent til Blaðaprents 2,5 milljónir króna sem greiðslu á vanskilaskuld Alþýðublaðsins og að fulltrúi Alþýðublaðsins hefði á fundi þessum heitið því að Vfsir myndi greiða 1.9 milljónir f Al- þýðubankanum, er væru vanskila- vfxlar sem Blaðaprent hefði verið ábyrgt fyrir. „Þetta er það gjald sem við vitum um að kom fyrir greiðann," sagði Sveinn. Þá náði Morgunblaðið tali af bæði Sighvati Björgvinssyni, rit- stjóra Alþýðublaðsins, og Ingi- mund Sigfússyni, stjórnarfor- manni Reykjaprents, er staðfestu að formlega hefði verið gengið frá samkomulagi um yfirtöku Reykjaprents á Alþýðublaðinu. Yrði samningurinn birtur f heild sinni í Alþýðublaðinu f dag. 1 samkomulaginu fælist engin eignayfirfærsla heldur væri þetta samstarf um rekstrarþætti útgáfu Alþýðublaðsins, að þvf er Sig- hvatur sagði. — ITN náði ekki Framhald af bls. 28 sem sjónvarpsmenn frá BBC tóku um borð f varðskipinu Tý í gær- morgun, þegar freigátan Naid reyndi ásiglingar, voru sendar áleiðis til Bretlands í morgun og verða sýndar f fréttatímum sjón- varpsstöðvanna í kvöld. — Italía Framhald af bls. 1 ustunnar við þá flokka, sem eru í andstöðu við kommúnistaflokk- inn, en það eru flokkur kristi- legra demókrata, Sósíalistaflokk- urinn, Lýðveldisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn. Talsmenn allra þessara flokka hafa neitað að hafa þegið fé frá Bandaríkj- unum í því skyni að hindra áfram- haldandi fylgisaukningu komm- únista á Italíu. — Nýr snjótroðari Framhald af bls. 5 verðar brekkur taldi Bláfjalla- nefnd ekki verjandi að ráðast f þá framkvæmd fyrr en troðari væri fyrir hendi til þess að gera brekk- urnar öruggari. Innkaupanefnd Reykjavfkur annaðist öflun tilboða á mismun- andi gerðum troðara fyrir Blá- fjallanefnd hjá þremur fyrirtækj- um, sem Akureyringar höfðu bent á. 'Reiknað er með að troð- arinn komi til landsins í vetur. Verð á snjótroðaranum er 9,6 millj. kr., hús yfir hann er áætlað að kosti 2 millj. kr. Þá er á fjár- hagsáætlun gert ráð fyrir 2,5 millj. kr. til að bæta hreinlætisað- stöðuna og 900 þúsundum f lyftu fyrir byrjendur. — Allir haldi sér Framhald af bls. 28 veðri inni á Berufirði í hartnær sólarhring hélt út á miðin, er ljóst var að veiðiveður var að verða á miðunum. Lagt var af stað úr Berufirði um kl. 02 f fyrrinótt og haldið út að Hvalbak og síðan var siglt í norður í átt til brezka togaraflotans. Um kl. 08 f gaér- morgun urðu varðskipsmenn á Þór fyrst varir brezka flotans, er olíubirgðaskipið Tidepool birtist á stjórnborðshlið Þórs og sigldi þvert á stefnu hans með fullum ljósum. Gaf Tydepool frá sér Ijós- merki „stór A“ sem þýðir: „Hver er þar á ferð“. Varðskipið svaraði ekki olíubirgðaskipinu, enda kvað skipherrann að það hefði frekar átt að vera varðskipið, sem spyrði, en ekki Tidepool. Tidepool kom næst varðskipinu í 3ja mílna fjar- lægð og um kl. 09 var það aftur komið f um 12 sjómílna fjarlægð frá þvf á bakborða. Um kl. 09.19 flaug þyrla frá Tidepool yfir varð- skipið mjög lágt. A þessum slóðum var frekar lágskýjað og hríðarveður. Á ratsjá Þórs tók nú að grilla í ókunnugt skip framundan stefni Þórs í all- mikilli fjarlægð. Um svipað leyti tilkynnti 1. stýrimaður á Tý, sem þá var f fylgd freigátunnar NAIAD F-39, að hann sæi ekki til neinna togara, en þá var Týr úti fyrir Glettinganesi. Þetta ókunna skip, sem skyndilega birtist á rat- sjárskermi Þórs, hélt kyrru fyrir og f huga blaðamanns Morgun- blaðsins, vaknaði strax sá grunur, að þar biði freigátan eftir Þór. Hið ókunna skip nálgaðist nú óð- um og kl. 10.25 flaug þyrla yfir varðskipið í könnunarferð. Var freigátan þá í nokkurri fjarlægð, en vegna slæms skyggnis sást hún eigi fyrr en hún var í 1.9 sjómflna fjarlægð frá varðskipinu. Var þá togari f 9.7 mílna fjarlægð í stefnu varðskipsins. Um svipað leyti heyrðist f talstöð varðskips- ins, þar sem Andromeda útvarp- aði viðvörun til Ross Resolution GY-527 og kl. 11.30 hóf freigátan þær aðgerðir, sem leiddu beint til árekstursins. — Aðförin að varð- skipinu Þór var hafin. Fyrstu tilburðir Andromedu voru þannig, að hún sigldi þvert á stefnu Þórs með 45 gráðu stefnu á stjórnborðsbóg varðskipsins. Þór hægði ferðina og vék samkvæmt alþjóðlegum siglingalögum og um leið var beygt á bakborða. Frei- gátan nálgaðist síðan varðskipið frá bakborða og sinnti f engu sigl- ingareglum — beygði inn á stefnu varðskipsins en gaf frá sér mikið flaut um leið og hún braut sigl- ingareglurnar. Þessum hætti hélt freigátan á bæði borð um stund og ávallt vék varðskipið. Klukkan 12.07 nálgaðist Þór togarann og kom þá í ljós, að hann var búinn að hífa inn veiðarfærin og hlerarnir héngu í gálgunum. Togarinn var kominn á siglingu og ætlaði Þór að sigla fram með stjórnborðssíðu togarans i á að gizka 60—70 metra fjarlægð frá honum. Skammt aftan við varð- skipið var Andromeda á siglingu, bakborðsmegin við það. Er varð- skipið var svo til komið á hlið við togarann hóf freigátan ógurlegt flaut og þrengdi sér inn milli Þórs og Ross Resolution. Gerðist þetta kl. 12.14 Varð varðskipið, að beygja á stjórnborða og hélt sfðan áfram beygjunni til þess að komast aftur fyrir herskipið og síðan á upprunalega stefnu sína — að togarahóp úti fyrir Langa- nesi. Andromeda var þá orðin stjórnborðsmegin við Þór og stefndi nú á fullri ferð fyrir jtjórnborðsbóg varðskipsins. Var stefna þess rétt af er herskipið kom öslandi fyrir stefnu Þórs, sett var á hæga ferð á báðum aflvélum varðskipsins og beygt hart á bakborða. Jafnframt var þessi stefnubreyting tilkynnt með hljóðmerkjum — en varðskipið hélt allar siglingareglur og gaf jafnframt merki með skipsflaut- unni. Ef freigátan hefði haldið óbreyttri stefnu, hefði hún liðið framhjá stefni varðskipsins í nokkurra metra fjarlægð, en skyndilega beygði freigátan hart á stjórnborða og rak f þann mund bakborðshlið afturenda sfns mjög harkalega í varðskipið, svo að það lagðist yfir á bakborða. Atburður þessi gerðist 70°, 35 sjómílur frá Bjarnarey, en það er út af Héraðs- flóa. Skemmdir á varðskipinu við áreksturinn urðu miklar á níu metra kafla á stjórnborðsbóg þess — frá fyrsta bandi aftur að framþili þvottaklefa. Eru skemmdir frá hvalbak og niður að aðalþilfari og bógurinn mikið rif- inn á 7 metra kafla. Þá eyð'ilögð- ust svo til allar málningarbirðir skipsins, sem geymdar voru í skipinu á þeim stað þar sem Andromeda skellti sér utan f það og gat kom á kyndikerfi skipsins, eins og áður er getið. Það virðast hafa verið saman- tekin ráð freigátanna Andropiedu og Naiad að skemma varðskipin. Varðskipið Týr varð fyrir mjög svipuðum ógnunum all miklu sunnar, en þar sem Týr er með skiptiskrúfu tókst að forðast árekstur. Frá sjónarhóli blaðamanns Morgunblaðsins var aðdáunarvert að fylgjast með því starfi, sem fram fór í brú Þórs er þessar örlagaþrungnu stundir stóðu yfir. Einbeitni, rósemi og staðfesta ein- kenndu störf mannanna undir stjórn Ifelga Hallvarðssonar. I samtali við yfirmann freigát- unnar Andromedu skömmu eftir áreksturinn lýsti hann þvf á hvern hátt varðskipið Þór sigldi á skut Andromedu á bakborðshlið. Hann sagðist skömmu áður hafa fyrirskipað tog'araskipstjóranum að hífa og takmark sitt kvað hann hafa verið að koma f veg fyrir að Þór réðist á togarann. Hann lýsti því að um borð í Þór hefðu menn verið að taka kvikmyndir f óða- önn, en þar mun hann hafa átt við ITN-sjónvarpið brezka, sem er með þrjá menn um borð f Þór undir stjórn fréttamannsins Nor- mans Rees. Yfirmaður freigát- unnar var síðan spurður að því, hvers vegna hann teldi að Þór hefði siglt á sig. Hann svaraði þá: „Ég get ekki sett mig inn i hugs- anagang manna, sern sigla inn í bakborðshliðar skipa.“ Fjórar freigátur eru nú á miðunum, dráttarbáturinn Lloydsman, Statesman og Roysterer. Þess má að lokum geta, að freigátan Andromeda er 2860 tonn en varðskipið Þór er 693 rúmlestir. — Verður fallið Framhald af bls. 2 tilkynning frá Air Viking þar sem frá því er greint að um jólin hafi þrjár flugáhafnir auk flugvirkja verið að störfum erlendis hjá Air Viking. Flogið hafi verið á milli Vestur-Afrfku og Jedda f Saudi- Arabfu og hafi flúgfélagið nú flutt milli 6 og 7 þúsund píla- grfma milli Mekka og fimm landa f Afríku og Asfu. Þá segir f til- kynningunni að frá því að Air Viking fékk Boeing-þotur sínar f apríl 1974, hafi þær reynzt frá- bærlega vel og engar meiriháttar bilanir átt sér stað. Þotur félags- ins hafi komið í ferðum sfnum til 30 þjóðlanda utan Islands og til samtals 57 borga. Flogið hafi ver- ið með farþega af ólfku þjóðerni auk fslenzkra sem á sl. ári hafi verið um 18 þúsund f millilanda- fluginu. — Höfum unnið Framhald af bls. 1 haft samband við Press Accossi- ation, sem sent hefði fréttina út. Ekkert hefði komið um brezku hlið málsins fyrr en klukkan hálftvö. — Þetta var mjög gott í dag, og forráða- menn Press Accossiation hringdu t.d. hingað og óskuðu okkur til hamingju með stórsig- ur í upplýsingastriðinu. — Areksturinn hefur verið í öllum fréttatímum brezka út- varpsins f dag og þar hefur verið skýrt frá sjónarmiðum beggja aðila. Dagblöðin hafa síðan verið í stanzlausu sam- bandi við okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.