Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 10 t búningsherbergi Helga Tómassonar f New York leikhúsinu I Lincoln Center. Blaðamaður Mbl. ræddi Þar við hann meðan hann farðaði sig og bjó sig undir sýningu. Robbins er að sernja ball- etta fyrir Helga Tómasson HELGI Tómasson dansar að sjálfsögðu í hinni hefðbundnu jólasýningu New York balletts- ins, Hnetubrjótnum. Þegar kemur fram í desember eru all- ar aðrar balletsýningar teknár af dagskrá hjá NY ballettinum í I.incoln Conter og Hnetubrjótur- inn einn sýndui fram yfir ára- mót, 40 sýningar alls. Iðulega eru tvær sýningar á laugardög- um og sunnudögum yfir hátíðarnar, enda sækja sýningarnar heilu fjölskyldurn- ar, börn og fullorðnir. Það tilheyrir jólamánuðinum og sýningin við það miðuð. Vegna þess hve ört er sýnt, verða aðai- dansarar New York City ballettsins að skiptast á um að dansa aðalhlutverkin. Tvö pör dansa því á víxl Sykur- drottninguna og fylgisvein hennar, og dansar Helgi annan fylgisveininn. Hann útvegaði blaðamanni Mbl. miða á þessa eftirsóttu sýningu í New York eitt kvöldið í desember. Og skömmu skeinna lagði undirrit- uð leið sína upp í Lincoln Cent- er, áður en sýning hófst, og spjallaði við Helga í búnings- herbergi hans. Helgi kvaðst vera orðinn nokkurn veginn góður eftir óhapp það, sem hann varð fyrir á íslandi eða a.m.k. nógu góður til að dansa, eins og hann orðaði það. — Þetta var smáslys, sagði hann, og hefði getað komið fyrir hvar sem var. Ég var á sviðinu i Þjóðleikhúsinu að æfa stökk, eins og ég er vanur, en rann til. Ég gat ekki dansað í 8 vikur eftir að ég kom hingað, var bara á æfingum, og það var ansi sárt. F.n sársaukinn hefur mikið minnkað núna og ég býst við að verða jafngóður. Fyrst var haldið að þetta væri í hnénu, en það var í vinstri fót- iegg- Þrátt fyrir það hefur Helgi meira en nóg að gera. Meðan Hnetubrjóturinn er á dagskrá hjá New York City ballettinum dansar hann ekki nema 2—3 daga í viku í stað þess að dansa iðulega sex sinnum og þá gefst honum tækifæri til að skreppa frá og dansa með öðrum flokk- um. 5. desember var í blaði heilsíðuviðtal við hann og um hann vegna nýrrar sýningar, er nefndist „Stjörnur í bandarísk- um ballet", og var að hefja göngu sína í Westchester. Var hann þar kallaður „stjarna stjarnanna“. Og daginn eftir viðtalið ætlaði hann um helgi til Portlands til að dansa þar í Hnetubrjótnum og einnig „Pas deDeux“. — Þessa dansflokka utan New York vantar stjörnur til að lyfta undir aðsóknina hjá sér, sagði Helgi til skýringar. Og þetta er sá árstími, þegar ég get dansað með þeim. Margir þeirra eru með Hnetubrjótinn, sem er að verða sígild jóla- sýning alls staðar og þá er auð- velt fyrir mig að grípa inn í. Og mér finnst gaman að þessu. Fram á vor verð ég svo í 2—3 sýningum utan New York. En í byrjun janúar byrjum við aftur á okkar fyrri sýningarskrá hér I New York. Ekki bjóst Helgi við að geta komið til Islands á listahátíðina í júní einsoghann hefur verið beðinn um og hann langar mjög til að gera. Hann kvaðst vera búinn að nefna það við stjórn ballettflokksins, en fékk heldur neikvæðar undirtektir. — Um þetta leyti verða frægir ballett- flokkar í New York, bæði Konunglegi brezki ballettinn og Danski ballettinn, sem ekki hefur komið hingað í 10 ár, útskýrði Helgi. Þeir sýna i Metropolitanóperuhúsinu og veita okkur harða samkeppni. Stjórnendur New York City ballettsins segjast sízt mega missa sínar beztu stjörnur á þeim tíma. Og þeim er illa við að ég fari. Þó gæti svo farið, þegar nær dregur og sýningar- skráin komin, að opnist mögu- leiki á 2—3 dögum til að komast frá. Hvort ég vil það? Auðvitað, ég nota hvert tæki- færi til að komast heim. — Annað kemur líka til, hélt Helgi áfram. Jerome Robbins er að semja 3 balletta fyrir flokkinn, sem eiga að koma fram í maí og júní og hann notar mig alltaf mikið í sína nýju balletta. Ballanchine er líka að semja fyrir okkur tvo balletta. Þetta eru tveir frægustu „koreografar“ heims og mjög skemmtilegt að fá að vinna með þeim. Ballanchine er stjórnandi New York City ballettsins, og Jerome Robbins er ráðinn sem einn af ballet- meisturunum og hefur sína eig- in dansa. I fyrra samdi hann Dybuck fyrir mig, og Leonard Bernstein samdi músikina. Og nú minntist Robbins á það að hann vildi fá mig í einhvern eða einhverja af þessum nýju. Raunar hefi ég dansað í flest- um nýju balletunum hans. Þess vegna á ég svo erfitt með að komast frá á þessum tima. — En ef til kæmi, hvaða ballettar væru hugsanlegir til uppfærslu með íslenzka ballet- flokknum? Ég veit að menn dreymir um það heima að fá að sjá Giselle. — Sú sýning er of viðamikil enn sem komið er. Ef ég kæmi, yrði það aðeins í stuttan tíma, 2—3 daga. Og ef þarf að æfa, þá næðist kannski ekki nema 1 sýning. Þá væri betra að hafa smærri balletta, nokkra „Pas de deux“ og fá fleiri sýningar. En ég tel ekki góðar líkur á að ég geti farið núna. — Annað er það, að ég hefi rætt um það við Svein Einars- son i Þjóðleikhúsinu að koma upp sýningu á Hnetubrjótnum við tónlist Tshaikowskys hélt Helgi áfram. Þó það sé viða- mikil sýning, þá má sýna Hnetubrjótinn ár eftir ár um iólaleytið. Og ekki þarf hún að vera eins íburðarmikil að ytri búnaði og hér. Hnetubrjótur- inn hefur marga góða kosti til sýningar á Islandi, Þar eru svo mörg smáhlutverk fyrir dans- ara sem geta gefið Islenzku dansmeyjunum tækifæri, eins og t.d. Kínverjarnir tveir o.fl. Sá ballett er ekki bara fyrir stjörnudans. Hlutverk sykur- drottningarinnar og fylgisveins hennar er stutt og og má alltaf fá gestadansara i það, ef vill. Auk þess þarf ekki dansara I öll hlutverkin. T.d. geta leikarar Þjóðleikhússins tekið að sér hlutverk gestanna í jóla- boðinu. Slíkt er oft gert. Og var nýlega í sýningu í Tulsa, þar sem leikfimiskennararnir í borginni tóku að sér þau hlut- verk. Og síðast en ekki sízt, þá má nota börnin í balletskólan- um í hópdansana, eins og við gerum hér í New York. Það veitir þeim lika tækifæri til að dansa opinberlega. En flokkur- inn í þessari sýningu hjá okkur er mjög stór. Alls tðku 85—90 manns þátt í sýningunni. Hér er þessi sýning sígild og liður í jólahaldinu í New York. Ég er sjálfur búinn að dansa í henni á hverju ári i desember frá þvi ég kom í þennan flokk eða í 5 ár. Þetta er því eins og frí hjá mér. Það er orð að sönnu. Sýning New York Citý ballettsins á Hnetubrjótnum er mjög íburðarmikil, nánast eins og skrautsýning. Efnið er jólalegt. I fyrsta þætti er jólaboð og gestirnir ganga um, börnin ærslast og sjónhverfingamaður- inn sýnir brögð. Eftir að þeir kveðja sofnar litla stúlkan á sófa við stóra jólatréð og móðir hennar breiðir yfir hana og Iæt- ur hana vera. En þá byrja ævin- týrin að gerast á jólanóttina og hún svífur út í skóginn, upp til stjarnanna og til sætindalands- ins. Hún fer i reglulega ævin- týraför á borð við Lísu í Undra- landi. Framhald a bls. 16 Helgi tók fram búning fvlgisveins Sykurdrottningarinnar f Hnetubrjótnum, þvf nú leið að þvf að' sýning hæfist. Ljósm. E.Pá. Helgi er að ná sér eftir meiðslin í íslandsferðinni I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.