Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Ungur reglusamur maður með stúdentspróf og reynslu á mörgum sviðum at- vinnulifs og góða enskukunnáttu óskar eftir góðri atvinnu strax. Allt kemur til greina. Einnig óskar ung stúlka eftir atvinnu strax. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 43438 fyrir kl. 8 á kvöldin. Vélabókhald Traust fyrirtæki vill ráða stúlku til starfa við vélabókf ald, hiuta úr degi. Einhver starfsreynsla æskileg. Umsókn um starfið ásamt upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „strax — 3999". Skrifstofustarf Stórt fyrirtæki óskar að ráða stúlku til starfa á skrifstofu sem fyrst. Einhver starfsreynsla og vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 12 þ.m. merkt: „skrifstofustarf — 3690". Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða karlmann til starfa við afgreiðslu og fleira í söludeild. Þarf að hafa bílpróf. Allar nánari uppl. veitir starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20 Sláturfélag Sudurlands. Rösk stúlka óskast til afgreiðslustarfa í eina af verzlun- um okkar. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu. Allar nánari uppl. veitir starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Vanan mann vantar á 100 lesta bát sem er að hefja neta- veiðar frá Ólafsvík. Uppl. í síma 93-6322 eða 93-6122. Starf öryggisfulltrúa hjá íslenzka Álfélaginu h.f. í Straumsvík er laust til umsóknar. Nánari uppl. gefur ráðningarstjóri, sími 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar fyrir 19. janúar 1976 í pósthólf 244, Hafnar- firði. íslenzka Álfélagið h. f. Straumsvík. Skrifstofustúlka Óskast strax til allra almennra skrifstofu- starfa, toll- og verðlagsútreikninga o.fl. Umsóknir, með upplýsingum, sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld, merktar: Skrif- stofa — 2227. Sendill óskast hálfan daginn e.h. mánudaga, miðviku- daga og föstudaga. Upplýsingar í síma 1 5656. Félagsstofnun stúdenta Bifvélavirkjar Óskum að ráða bifvélavirkja nú þegar. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar, Suðurlandsbraut 14, sími 38600. Háseta vantar á 140 lesta netabát frá Þorlákshöfn. Upp- lýsingar í síma 99-3625 og 99-3635. Lagerstörf Röskur maður óskast til lagerstarfa sem fyrst hjá stóru heildsölufyrirtæki. Um er að ræða afgreiðslu á snyrtivörum, hjúkrunarvörum og öðrum skyldum vör- um. Einnig þarf umsækjandi að sjá um birgðahald í tollvörugeymslu. Aðeins kemur til greina reglusamur og duglegur maður. Eiginhandar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf, sendist blaðinu, merkt „Lagervarsla 4635" fyrir 1 5. janúar n.k. S krif stof ust ú I ka Stúlka vön vélritun óskast til starfa á málflutningsstofu í miðbænum. Vinnu- tími frá kl. 1 —5 mánudaga til föstudaga. Umsókn sé skilað á afgr. Mbl. merkt „málflutningsstofa — 3692" fyrir 12. þ.m. Heildverslun Vill ráða stúlku til vélritunarstarfa, síma- vörslu og annarra skrifstofustarfa. Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg eða góð starfsreynsla. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf, aldur og menntun ásamt kaupkröfu, sendist Mbl. fyrir hád. 12. 1. merktar: „Áreiðanleg". — 3695. Sérverzlun óskar að ráða stúlku til afgreiðslustarfa hálfan daginn. Upplýsingar um aldur og fyrri störf, leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „afgreiðsla-3694". Skrifstofustúlka Rösk stúlka óskast til skrifstofustarfa. Uppl. á skrifstofunni, ekki í síTna. Sælgætisgerðin Víkingur, Lindargötu 38. Málmsteypimaður Landssmiðjan óskar eftir að ráða málm- steypimann. Upplýsingar á skrifstofunni, sími 20680. — Helgi Framhald af bls. 10 Meðan við höfum rabbað saman er öðru hverju verið að kalla í hátalarakerfi leikhúss- ins og tilkynna hve stutt sé í sýninguna, hverjir eigi að vera tilbúnir o.s.frv. Og á leiðinni niður í búningsherbergi Helga mættum við fjölda af litlum ballettmeyjum. Helgi er farinn að farða sig og búa undir sýninguna. Hann hefur þarna búningsherbergi og baðher- bergi. Helgi kvaðst alla jafna koma daglega til æfinga I leik- húsið, fyrir utan sýningarnar. Hann þyrfti að sjálfsögðu að halda sér við, en ræður sjálfur hvernig hann gerir það. — Ég stend fyrir mínu og kem ýmist fyrir eða eftir hádegi, sagði hann. En flokkurinn verður að koma á vissum tíma. Það fer eftir því hvort ég er þreyttur eftir sýningu kvöldið áður. En nú get ég skroppið heim um hádegið og geri það oft. Helgi er nýbúinn að kaupa hús I New Jersey og flutti í það í júnímánuði með konu sinni og tveimur sonum. Kristinn er 8 ára gamall og Erik að vera 4ra ára. — Það er miklu betra fyrir drengina að vera ekki inni í borginni. Þeir eru að komast á skólaaldur og þarna eru opin svæði og tré. Þetta er lengra frá mínum vinnustað, en þó er ég ekki lengur að aka þangað en þvert yfir Manhattan, þangað sem við bjuggum áður, því um- ferðin var þar svo mikil. En hvað er framundan hjá honum? — Eg býst við að dans- flokkurinn fari til Parísar í september eða október og sýni í Theatre de Champs Elyséé, svarar Helgi. Talað er um að sýna í London í leiðinni, ef hægt er að koma því við. Þangað fer allur flokkurinn og er þá tekin einkaflugvél. Það er mikið umstang. Aður kenndi Helgi dálítið f ballettskóla New York City ballettsins, sem er í Juliard- byggingunni í Lincoln Center og er talinn einn bezti ballet- skóli Bandaríkjanna. Hann kvaðst hafa kunnað þvf mjög vel, en nú væri varla hægt að koma við kennslu, þar sem hann dansar svo mikið. Það gæti þó komið sér vél að hafa fengið þjálfun í að kenna síðar, því ballettdansarar endast ekki mikið fram yfir fertugt eða fimmtugt. — Já, ég gæti alltaf kennt eðaopnað eiginskóla síðar meir, sagði Helgi, er þetta barst í tal. Annars hefi ég aldrei hugsað fram í tímann. Bara tekið því sem boðizt hefur og það hefur gefizt mér vel. Ætli ég haldi ekki þeirri uppskrift. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.