Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1976
15
Kínverjar leggja á það mikla
áherzlu að dylja mikilvægi ráð-
stafana sinna til að sættast við
Rússa og tilraunir þeirra hafa
borið tilætlaðan árangur. Sú
ráðstöfun þeirra að sleppa
áhöfn sovézkrar þyrlu, sem þeir
tóku til fanga fyrir 20 mánuð-
um, hefur horfið í skugga áróð-
ursherferðar kfnverskra blaða
gegn Rússum.
Greinar Peking-blaðanna lýsa
svo mikilli beizkju, svo miklum
fjandskap i garð Brezhnevs, að
allt tal um sættir virðist vera út
í hött. Eða er það svo?
Þeir sérfræðingar á Vestur-
löndum, sem telja sættir óhugs-
andi, benda á, að valdhafarnir í
Peking hamri stöðugt á því, að
Rússar séu „meginundirrót
striðshættunnar“, að þeir fylgi
útþenslu- og árásarstefnu, að
kerfi þeirra sé orðið úrkynjað-
ur sósíal-imperíalismi og að öll
þessi þróun hafi gengið lengra
á stjórnarárum Brezhnevs en
Krússjeffs. Þvi er haldið fram,
að ef Kínverjar hafi i raun ætl-
að að láta lita út fyrir, að sú
ráðstöfun þeirra að sleppa
þyrluáhöfninni sé skref í frið-
arátt, hafi valdhafarnir auð-
veldlega getað skipað blöðun-
um að hætta að birta stóryrði.
En þetta er aðeins önnur hlið
málsins.
Því er einnig hægt að halda
fram, að sú ráðstöfun að sleppa
þyrluáhöfninni jafngildi al-
gerri kúvendingu á stefnu Kín-
verja. Þegar þyrluáhöfnin var
tekin höndum, hélt Peking-
stjórnin því fram, að hún hefði
undir höndum „óyggjandi"
sannanir um, að áhöfnin hefði
verið í njósnaferð, og þegar
Rússar vísuðu þessu á bug, af-
greiddu Kínverjar það sem
„lygaþvælu“. Þegar Peking-
stjórnin heldur því nú fram að
taka megi „trúanlega" þá stað-
hæfingu áhafnarinnar, að hún
hafi ekki verið í njósnaferð —
eftir að hafa haldið því fram, að
hún hafi haft undir höndum
sannanir um hið gagnstæða í
tæp tvö ár — getur það ekki
táknað, að nýjar staðreyndir
hafi séð dagsins ljós og breytt
skoðunum Peking-
stjórnarinnar. Hún hafði undir
höndum allar sannanir, sem
máli skiptu, fyrir löngu.
Sú ákvörðun að sleppa áhöfn-
inni er greinileg pólitísk bend-
ing, og Rússar geta séð af því,
með hvaða hætti áhöfninni var
sleppt, einkum því, að Peking-
stjórnin var reiðubúin að éta
ofan f sig það sem hún hefur
áður sagt, hvernig túlka má
þessar bendingar. Það sem Pek-
ing-stjórnin segir með þessu er,
að hún hafi tekið aftur allt, sem
hún hefur áður sagt um þetta
mál, og geti hæglega kúvent
stefnu sinni í öðrum og miklu
mikilvægari málum — svo
framarlega sem valdhafarnir í
Moskvu eru reiðubúnir að færa
viðeigandi fórnir.
Þetta mundu diplomatar Pek-
ing-stjórnarinnar ekki segja
sovézkum starfsbræðrum sín-
um umbúðalaust, því þar með
mundu þeir veikja samningsað-
stöðu Kínverja áður en viðræð-
ur gætu hafizt fyrir alvöru. En
hitt er annað mál að gefa f
skyn, að Kínverjar hafi áhuga á
alvarlegum samningum með
því að gera tilslakanir til undir-
búnings þeim, án nokkurra fyr-
irfram skilyrða, til að hvetja
Moskvu-mennina til að gera
slíkt hið sama og undirbúa þar
með jarðveginn fyrir gagnlegar
samningaviðræður og bæta
andrúmsloftið. Þessa aðferð
notaði Nixon forseti, þegar
hann leitaði hófanna hjá Kfn-
verjum, jafnvel áður en alvar-
legar samningaviðræður hóf-
ust, og nú taka valdamennirnir
f PeRing hann sér til fyrir-
myndar, þegar þeir reyna að
komast að jafnsögulegu sam-
komulagi við Rússa.
Sáttatilraunir Kínverja eru
heldur ekki eins nýjar af nál-
inni og fyrirsagnirnar um, að
ákveðið hefði verið að sleppa
þyrluáhöfninni, gætu gefið til
kynna. Á undanförnum árum
hafa sézt nokkur merki þess, að
í það minnsta nokkrir kfnversk-
ir forystumenn stefndu að sátt-
um við stjórnina í Moskvu að
vissu marki og að aðrir kín-
verskir forystumenn væru and-
vigir öllum slíkum tilraunum.
En flestir vestrænir sérfræð-
ingar hafa ekkert mark tekið á
slíkum vísbendingum, sem hafa
komið fram f ræðum Chou En-
lais forsætisráðherra og ann-
arra og í „sagnfræðilegum"
greinum, sem hafa að þvf er
virzt hefur fjallað um atburði f
Kínaveldi fyrir 2.000 árum, og
þessir sérfræðingar hafa sagt,
að þessar bendingar skipti ekki
máli. Dr. Kissinger hefur sjálf-
ur ýtt undir þá skoðun, að deila
Rússa og Kínverja eigi sér sögu-
legar orsakir, sem standi svo
djúpum rótum, að sættir séu
ólíklegar.
Þegar Lin Piao, arftaki Maos,
fórst í flugslysi, er hann reyndi
að flýja til Sovétríkjanna eftir
umræður f Peking, þar sem
hann lýsti sig bersýnilega mót-
fallinn sáttum við Bandaríkin,
varð ljóst, að æðstu valdamenn
Kínverja voru klofnir i fylking-
ar, sem voru „hlynntar“ og
„andvígar" Sovétríkjunum.
Þessi hugtök eru aðeins notuð
til hægðarauka hér, því mörg
önnur mál komu vitaskuld við
sögu — og koma enn við sögu
— í umræðunum í Peking.
A næsta flokksþingi for-
dæmdi Chou En-lai sviksamleg
samskipti Lin Piaos við Rússa
svo harkalega, að menn á Vest-
'urlöndum höfðu nánast að engu
tilraunir, sem hann sjálfur
gerði til að friðmælast við
Moskvustjórnina. Hann sagði,
að Rússar stæðu aðeins fyrir
„dreifiárás" í austri, en alvar-
legasta ógnun þeirra beindist
gegn Vesturlöndum, einkum
Evrópu. Þetta var í raun
bending til Moskvu um, að
Pekingstjórnin liti ekki lengur
hættuna á sovézkri árás eins
alvarlegum augum og áður og
að hún væri því reiðubúin til
viðræðna um samkomulag, sem
grundvallaðist á þessu nýja við-
horfi til fyrirætlana Rússa.
En í Moskvu stóðu einnig yfir
umræður um afstöðuna til Kín-
verja. Sumir hvöttu til
jákvæðra viðbragða af sovézkri
hálfu, eins og greinilega mátti
lesa milli línanna í sovézkum
blöðum. Aðrir héldu þvf fram,
eins og margir menn á Vestur-
löndum, að andúð Kínverja á
Rússum væri svo rótgróin, og
langtíma ögnun Kínverja við
öryggi Rússa svo mikil, að
hvers konar „sættir" mundu
gera Kínverjum kleift að búa
sig undir óhjákvæmilega árás í
framtíðinni á Sovétríkin.
Bending Chous var ekki
einangrað fyrirbæri, heldur
liður í yfirvegaðri, samfelldri
herferð. Árið 1973 svaraði hann
opinberlega tilboðum Rússa um
að færa sambúðina við
Kínverja í eðlilegt horf og bað
Moskvustjórnina um bendingu,
sem bæri vott um „góðan hug“.
Árið 1974 sendi hann til
Moskvu sáttfúsar árnaðaróskir
á afmæli októberbyltingarinnar
og þekktist boð Rússa um griða-
sáttmála. I janúar 1975, þegar
Brezhnev hafði hafnað tilboði
Kínverja á þeirri forsendu, að
ekki byggi heilt undir hjá þeim,
neitaði Chou að taka „nei“ sem
gott og gilt svar og hvatti
Brezhnev enn til þéss að gera
eitthvað, hversu smávægilegt
sem það væri, „til að leysa
hluta vandans."
En þegar greinilegar kom í
ljós, að Pekingstjórnin var fús
til samninga, lýsti afstaða
Moskvustjórnarinnar minni og
minni sáttfýsi. Bendingar í
sovézkum blöðum gáfu til
kynna, að Moskvu-stjórnin
hefði nú ákveðið að bíða and-
láts Maos í þeirri von, að glund-
roðinn og veikleikinn, sem af
því gæti leitt í Kína, gerði Rúss-
um kleift að komast að hag-
stæðari samningum og ná fram
víðtækari tilslökunum en nú
gæti reynzt unnt. Frumkvæði
Pekingstjórnarinnar hefur á
hinn bóginn þjónað þeim til-
gangi að telja Moskvustjórnina
á að semja nú, með blessun
Maos, sem mundi skuldbinda
eftirmenn hans.
Pekingstjórnin segir við
Moskvustjórnina, að ef þetta
verði ekki gert, muni það
aðeins leiða til þess, að deila
Kínverja og Rússa harðni svo
mjög, að til styrjaldar dragi.
Eftir daga Maos gætu
fylkingarnar, sem þá takast á
um völdin, reynt á ný að kynda
undir fjandskap Kínverja í
garð Rússa til að treysta stöðu
sína í baráttunni um æðstu
völdin, eins og þær hafa áður
gert, þegar bitizt hefur verið
um völdin, í stað þess að gera
tilslakanir úr veikri aðstöðu,
eins og Moskvumennirnir gera
ráð fyrir.
Kremlherrarnir mega ekki
við þvi að hafa að engu það
sáttaboð, sem felst í þeirri ráð-
stöfun að sleppa þyrlu-
áhöfninni, og þær sáttaum-
leitanir diplómata, sem hljóta
að sigla fljótlega í kjölfarið,
kunna að marka fyrstu útlínur
nýs samkomulags Kínverja og
Rússa. Það sem hefur verið sagt
af beggja hálfu gefur til kynna,
að í þessu geti falizt griðasátt-
máli og áþreifanleg loforð
beggja landa um að beita ekki
kjarnorkuvopnum hvort gegn
öðru.
Franskur
Miinchausen?
Ilenri Charriére: PAPPILLON.
Jón O. Edwald Islenskaði. Set-
berg 1975.
Þá er Pappillon komin út á
fslensku, víðfræg bók og
umrædd. Henri Charriére
1906—1973 (Papillon) segir
hér sögu sína frá því að hann
var hálfþrítugur dæmdur til
ævilangrar þrælkunar í
Frönsku Guiana fyrir morð á
hórmangara uns hann er frjáls
maður í Venezuela eftir ótrú-
legar mannraunir. Harin gerði
margar tilraunir til að strjúka
úr þrælkuninni, en náðist.
Síðast var hann á Djöflaey og
þaðan tókst honum loks að kom-
ast undan.
Satt að segja veit maður ekki
hvort leggja á trúnað á frásögn
Charriéres. Víða f þessari bók,
sem er meira en 400 blaðsíður,
stendur maður sjálfan sig að
því að hugsa sem svo: Er þessi
Charriére ekki aðeins franskur
Munchhausen barón, lygalaup-
ur með óvenjulega frásagnar-
hæfileika? Kannski skipta
slíkar bollaleggingar ekki máli.
Aðalatriðið er list höfundarins,
sem heldur lesandanum föngn-
um. Það liggur við að hvert blað
sé þrungið spennu og óvæntum
atburðum. Æsisögur nútímans
eru ósköp sakleysislegar og við-
burðasnauðar samanborið við
ævintýri Charriéres. Auk hins
lifandi stíls vitnar saga hans
þekkingu og athyglisgáfu.
Engum er greiði gerður með
endursögn þessarar bókar.
Væntanlegum lesendum
hennar sfst. Papillon er hrotta-
leg bók á köflum, miskunnar-
laus í afhjúpun sinni á illsku og
mannlegum ófullkomleik. Höf-
undurinn stefnir henni gegn
frönsku réttarfari, sem lýst er
napurlega i upphafskaflanum.
Charriére var ekki sú mann-
gerð, sem gafst upp. Hann var
staðráðinn i að leika á réttvis-
ina, sem hafði að hans eigin
sögn níðst á honum saklausum.
Sagt er frá því í inngangi
bókarinnar að f Caracas í
Venezuela hafi Henr.v Charri-
ére rekist á bókina l’Astragale
eftir Albertine Sarrazin í
franskri bókabúð: „Hún hafði
þá verið gefin út í 123 þúsund
eintökum. Papillon fannst
bókin góð, en taldi, að þar sem
unnt væri að selja 123 þúsund
eintök af bók, sem, eins og
hann sagði sjálfur, lýsti flótta
úr einum felustað í annan með
brotinn fót, þá ætti hann að
geta selt þrisvar sinnum fleiri
eintök af frásögn af 30 ára
reynslu sinni“. Charriére
keypti sér stílabækur og hófst
handa. Papillon varð metsölu-
bók um allan heim.
Um islenska gerð bókarinnar
er það að segja að hún er hin
smekklegasta. Þýðing Jóns O.
Edwalds er lipur.