Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1976 11 Grænlendingar með 10 þúsund tonn af 70 þús. tonna rækjuafla — stofninn í mikilli hættu FISKAREN, málgagn sjávarútvegsins í Noregi, segir frá því nýlega, að á síðasta ári hafi verið veidd 70 þúsund tonn af rækju við Grænland, sem sé fjór- um sinnum meira en fiski- fræðingar telji að stofninn þoli. Segir í fréttinni, að heildarverðmæti aflans sé sem nemur rúmlega 2.5 milljörðum ísl. króna á ár- inu 1975, en af aflanum veiði erlendir togarar 55 þús. tonn. Erlendu togar- arnir skiptist þannig, að 13 Samdráttur í flugumferð á ísl. flugstjórnarsvæðinu Áætlunarflug innanlands eykst um 6,9% FLUGUMFERÐ um fslenzka flug- stjórnarsvæðið minnkaðiá árinu 1975 um 5,2% en veruiegur sam- dráttur varð á árinu í öilu flugi yfir Norður-Atlantshafið. Þotur voru 80% þeirra flugvéla, sem fóru um fsl. flugstjórnarsvæðið. Eins og áður hefur verið skvrt frá tók íslenzka flugstjórnarmiðstöð- in um þessi áramót við flugum- ferðarstjórn f efra loftrými Græn- landssvæðisins og við það varð fsl. flugstjórnarsvæðið þrefalt stærra. Á Keflavíkurflugvelli hefur lendingum farþegaflugvéla í millilandaflugi fækkað um 11,0%. Á Reykjavíkurflugvelli er fjöldi lendinga svo til hinn sami og var GÓÐ GJÖF — Lionsklúbbur Stykkishólms afhenti sjúkrahúsinu á staðnum lækningatæki fyrir jól, eins og sagði í Morgunblaðinu á Þorláksmessu. Hér kemur mynd sem tekin var við afhendinguna, og sýnir hún Lionsmenn og stjórnendur sjúkrahúss- ins. Læknar þess sýndu notkun tækisins við þetta tækifæri. Ljósm. Árni Helgason. séu sovézkir, 22 norskir og 20 spænskir, en af þeim veiða þeir sovézku sýnu mest, eða rúm 20 þús. tonn. Þá veiði Danir og Færey- ingar samtals rúm 13 þús. tonn, en sjálfir veiði Græn- lendingar aðeins um 10 þúsund tonn. Um leiðir til að takmarka aflann segir Grönlands- posten nýlega, að þar sem kvótareglur Norðausturatl- antshafsfiskveiðinefndar- innar taki ekki til rækju- veiði, sé útfærsla fiskveiði- lögsögunnar við Græhland eina leiðin til að bjarga rækjustofninum frá út- rýmingu og þar þurfi að hafa skjót handtök. árið áður, en hreyfingum, þ.e. fjölda lendinga og flugtaka, hefur fækkað um 16%, einkum vegna samdráttar í kennslu- og æfinga- flugi. Um 6,9% aukning hefur orðið í áætlunarflugi innanlands, en reglubundið áætlunarflug er nú stundað til 36 flugvalla utan Reykjavíkur. Á árinu 1975 voru gefin út 114 ný skírteini til flugliða, en voru 119 árið áður. Á árinu voru endurnýjuð 939 eldri flugliðaskír- teini en árið áður voru endur- nýjuð 707 skírteini. Skrásett voru 11 ný íslenzk loftför en 15 árið 1974 og endurnýjuð voru loftskír- teini 82 annarra ísl. loftfara á árinu. NAMSKEIÐ FYRIR VÉLSTJÓRA í MEÐFERÐ OG VIÐHALDI Á CATERPILLAR BÁTAVÉLUM, VERÐUR HALD- IÐ í KENNSLUSTOFU OKKAR, LAUGAVEGI 170—172, NÁMSKEIÐIÐ STENDUR YFIR í 3 DAGA FRÁ 1 3. JAN. TIL 1 5 JANÚAR. VINSAMLEGA SKRÁIÐ YKKUR FYRIR KL. 12 Á HÁDEGI 12. JANÚAR. UTGERÐARMENN, VÉLSTJÓRAR FRÆÐSLA GERIR GÓÐAN VÉLSTJÓRA BETRI. HEKLA hf. Laugavegi 170-172,- Sími 21240 Caferpilbr, Cat, og CB eru skrósett vörumerki Vínveitingar í opinberum veizlum verði bannaðar HAUSTÞING Umdæmisstúkunnar nr. 1 var haldið i desembermánuði s.l. og lét þingið frá sér fara nokkrar ályktanir um áfengismál. Þingið átaldi harðlega þá ákvörðun meiri- hluta borgarráðs að veita stúdentum Háskóla fslands leyfi til vinveitinga I Stúdentakjallaranum en þakkar jafn- framt dómsmálaráðuneytinu fyrir af- stöðu þess I málinu. sem leiddi til þess að vinveitingar verða ekki leyfðar á staðnum. f einni ályktun þingsins segir að Umdæmisstúkan telji ástæðu til að átelja það að opinberir aðilar hafi vlnveitingar I opinberum veizlum á kostnað almennings. Beindi þingið þvl til rlkisstjórnar og Alþingis að bannað yrði með lögum að hafa vln um hönd I slikum veizlum. Þá lýsti þingið yfir vanþóknun sinni á vin- veitingum á Edduhótelunum, þar sem hér væri um menntastofnanir að ræða, sem nýttar væru til hótel- rekstrar. Vegna tiðra umferðar slysa, sem i mörgum tilfellum má rekja til áfengisneyzlu, hvatti haust- þingið ýmis félagasamtök til að taka höndum saman og vara við þeim mikla slysavaldi, sem áfengið er. kRóm OTRULEGT VERÐ Nýjar og fallegar vörur. Aðeins kr. 18.800 hvert sæti og kr. 19.500 glerborðin. MUSCiOCsN Grensásvegi 7 Framleiðandi: STÁLIÐJAN H.F. Grensásvegi 7 S. 83360. úsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.