Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 5 Heimdallur vill tafar- laus stjórnmálaslit MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi ályktun frá stjórn Heimdallar, SUS f Reykjavík: Stjórn Heimdallar S.U.S. mót- mælir síendurteknum árásum breskra herskipa á íslensk varð- skip í íslenskri fiskveiðilögsögu og ítrekar kröfu félagsins um tafarlaus slit á stjórnmálasam- bandi við Breta. Þá beinir stjórn Heimdallar einnig til ríkisstjórnarinnar að hún Iáti bera fram þá kröfu í fastaráði Atlantshafsbandalags- ins, að Bretar verði harðlega vítt- ir fyrir siendurteknar og fólsku- legar hernaðaraðgerðir gegn ís- lendingum, minnstu bandalags- þjóðinni i NATO og þeirri einu sem ekki hefur vopn til að verja hendur sínar. Stjórn Heimdallar telur útilok- að að nokkrar samningaviðræður geti farið fram fyrr en Bretar hafa hypjað sig með herskip sín og veiðiþjófa úr íslenskri fisk- veiðilögsögu, annsið væri móðgun við íslensku þjóðina. Tómas Zoéga ráðínn framkvæmdastjóri LR NÝR framkvæmdastjóri tók við störfum hjá Leikfélagi Reykja- Tómas Zoéga vfkur um sfðustu áramót. Er það Tómas Zoéga viðskiptafræðingur. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Pálssyni leikara, sem jafnhliða leikstörfum hefur gegnt framkvæmdastjórastarfi hjá LR á annan áratug. Tómas Zoega er ekki ókunnur Leikfélagi Reykjavíkur því hann hefur frá því á unglingsárum verið til aðstoðar við ýmis störf á leiksviði og hin seinni ár oft hlaupið í skarðið sem sýningar- stjóri á leiksýningum. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Ferðaskrifstofu Zoéga. Guðmundur Pálsson verður nú fastráðinn leikari hjá Leikfélag- inu og einnig hefur honum verið falið að vera aðalfulltrúi Leikfélagsins í byggingarnefnd Borgarleikhúss. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að árekstri og nokkrum ákeyrslum. Föstudaginn 19. desember s.l. klukkan 8.54 varð árekstur milli tveggja bifreiða á Miklatorgi við Snorrabraut. Þetta voru Fiatbíll, R-40488 og Volkswagenbíll, R- 37789. Sunnudaginn 28. desember var ekið á bifreiðina R-32810 á Lækjargötu vjð Hafnarstræti. Gerðist þetta um kl. 20.30. Bif- reiðin er rauð Cortina árgerð 1966, og skemmdist nokkuð að aftan. Miðvikudaginn 24. desember, milli klukkan 15 og 16 var ekið á bifreiðina R-26311, sem er ljósblá Volkswagen 1200, árgerð 1971, þar sem hún stóð við á bifreiða- stæði við Æsufell 4. Vinstri hurð var dælduð. Laugardaginn 27. desember var ekið á bifreiðina R-36519, sem er rauður Volvo Amazon 1969, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Hjarðarhaga 30—32. Gerðist þetta milli klukkan 17 og 19. Vinstri hurð er dælduð. Loks var ekið á bifreiðina R- 3265 á tímabilinu 8.50 til 9 að morgni mánudagsins 29. desem- ber. Bifreiðin er Ijósblá Dodge árgerð 1966 og gerðist þetta við Espigerði 4. Vinstra frambrétti er beyglað. Þeir sem hafa orðið vitni að þessum árekstri og ákeyrslum eru beðnir að hafa samband við slysa- rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Síminn er 10200. Nýr snjótroðari í Bláfjöllin Lengir skíðatímann um mánuð — Bláfjallavegur var lagfærður RÁÐSTAFANIR hafa verið gerð- ar til að bæta skfðaaðstöðu í Blá- fjöllum, en það er orðinn einhver vinsælasti staður fyrir almenn- ingsfþróttir á höfuðborgarsvæð- inu. Iðulega eru þar 500—1000 manns á skfðum á sæmilegum dögum og hefur farið upp í 3000—4000. Hefur vegurinn inn eftir verið lagfærður f sumar, og er verið að kaupa snjótroðara, sem á að geta lengt skíðatfmann í brekkunum um einn mánuð, þar sem bæði er hægt að hindra að fyrsti lausi snjórinn efst f brekk- unum fjúki burt með því að troða hann og þjappaður snjór bráðnar seinna úr brekkunum að vorinu. Þá er gert ráð fyrir að bæta hrein- lætisaðstöðu á staðnum og einnig að fá skfðalyftu fyrfr byrjendur. 1 sumar voru gerðar endurbæt- ur á Bláfjallavegi í Brekkunum við Eldborgina og við Rauðu- hnjúka og ekið ofan í allan veginn um 2000 rúmmetrum af gjalli. Að Bláfjallafólkvangi standa Reykóavík, Kópavogur, Seltjarn- arnes og Selvogur og framkvæmd- ir annast Bláfjallanefnd, sem starfar í umboði sveitarfélag- anna. Þórður Þorbjarnarson borg- arverkfræðingur formaður nefnd- arinnar veitti Mbl upplýsingar um framkvæmdir i Bláfjallafólk- vangi í vetur. Sagði hann að tvær fullkomnar skíðalyftur hefðu þeg- ar verið gerðar i Bláfjöllum og næst væri áformað að koma fyrir lyftu upp á topp á Hákolli, en þar sem þarna eru brattar og viðsjár- Framhald á bls. 27 Veglegar gjafír handa fgrsta bcumi ársins Morgunblaðið hefur nú fengið stáðfestingu á því frá Gunnlaugi Snædal, yfirlækni Fæðingardeildar Landspítal- ans, að fyrsta barn ársins hafi verið sveinbarn hjónanna Kol-, brúnar Jónsdóttur og Halldórs Ölafssonar, sem fæddist kl. 00.04 eftir miðnætti á fæðingar- deildinni. Drengurinn sem var tekinn með keisaraskurði, var 20 merkur og 56 cm. Drengur- inn og þau hjón fá því gjafir þær, sem 12 fyrirtæki í Reykja- vík ákváðu að gefa fyrsta barni ársins 1976, eins Og fram kom í auglýsingum i Mbl. fyrir ára- mót. Fyrirtækin eru Hagkaup, Heinz, Mjólkursamsalan, Karnabær, Happdrætti Háskóla Islands, Sól H/F, Naust, Verzlunarbanki íslands, Reykjalundur, Mömmusál, Jón og Óskar Laugavegi 70 og Bona- parte. Verða gjafirnar afhentar siðar í þessum mánuði og þá nánar skýrt frá málinu. Á myndinni eru foreldrarnir og fósturdóttir þeirra, Anna Fanney ásamt litla bróður. Brennuvarg- ur gripinn BRENNUVARGUR sá, sem lagði eld í tvær skemmur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á síðasta hausti, hefur nú verið gripinn. Reyndist þarna vera að verki varnarliðsmaður, bandarískur að þjóðerni. Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar lögreglustjóra á flugvellinum varð tjón af völdum brunans margar milljónir króna. Maðurinn verður sendur í geð- rannsókn til Bandaríkjanna. Heimir Sigurðsson á Tjörn í Aðaldal látinn HEIMIR Sigurðsson að Tjörn í Aðaldal lézt að heimili sínu laug- ardaginn 3. janúar 68 ára að aldri. Heimir var einn af kunnustu lax- veiðimönnum landsins, fæddur og uppalin á bökkum Laxár í Aðal- dal og sl. 40 ár var hann leiðsögu- maður veiðimanna við Laxá. Hann fæddist í Garði í Aðaldal 1. ágúst 1907, sonur hjónanna Sig- urðar Baldvinssonar og Bergljót- ar Benediktsdóttur. Góður afli við ísröndina úti af Vestfjörðum AFLI togara við Isafjarðardjúp hefur verið mjög góður að undan- förnu þ.e.a.s. þegar gefið hefur. Á milli jóla og nýárs fengu þeir t.d. góðan afla og f gær voru flestir togararnir að landa, en þá voru þeir yfirleitt með um 60 tonn og komu með aflann f land vegna veðurs. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins Norðurtanga á Isafirði, sagði í gær, að góður fiskur hefði fengizt við isröndina um 50 mílur frá landi þegar gefið hefði. Veður hefði hins vegar verið mjög um- hleypingasamt og togararnir því lítið getað verið að. Fiskurinn, setn fengist á þessum slóðum, væri eingöngu stór þorskur (göngufiskur) og mætti segja að hann væri óvenjulega stór. skidaþjónusta ★ Skíðaviðgerðir: Fyllum í sóla, skerpum kanta og lagfærum skemmdir. ★ Skóviðgerðir: Lagfærum smellur, víkkum út skó. ★ Bindingar: Stillum öryggisbindingar við skó. ★ Umboðssala: Seljum notaða skíðaskó í um- boðssölu. Skíðaleiga: Leigjum út skiði m/bindingum. Seljum aðeins góðar vörur á hagstæðu verði. Braun skíðafatnaður. ÚTILÍF, Glæsibæ, simi 30350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.