Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1976 7 Örlög Bukovskýs ViS og við berast fréttir um örlög einstaklinga I hinu lokaða lögreglurlki. Sovétrlkjunum, sem vekja svo mikla samúð með fórnardýrunum og um leið andúð á framferði stjórn- valda I Sovétrlkjunum, að almannahreyfing skapast um heim allan til þess að mótmæla þeirri meðferð, sem þessir einstaklingar sæta af hálfu sovézkra stjórnvalda. Eitt sllkt mál er nú á döfinni, mál so- vézka rithöfundarins og andófsmannsins Vladimir Bukovskys, sem nú er gerð tilraun til að fá leyst- an úr fangelsi I Sovétrikj- unum og eru það samtök- in Amnesty International I nokkrum löndum, sem fyrst og fremst beita sér fyrir aðgerðum I þeim efn- um. Vladimir Bukovsky afplánar nú dóm, sem hljóðar upp á tveggja ára fangelsisvist, fimm ára þrælkunarvinnu og fimm ára útlegð. Tilraunir so- vézkra stjórnvalda til þess að kúga, buga og eyði- leggja þennan einstakling hófust fyrir tlu árum, þeg- ar hann var sendur á geð- veikrahæli eftir að hafa efnt til ólöglegrar listsýn- ingar. Lýsing Bukovskýs Bukovsky hefur lýst dvöl sinni á þessu geð- veikrahæli og þvl sem fram fer á sllkum stofnun- um I Sovétrtkjunum, sem bersýnilega eru notaðar til annars en að lækna það fólk sem á við geð- sjúkdóma að strlða. Hann skýrði frá þvl, að pólitlskir fangar væru margir á geð- veikrahælum, þeir væru geymdir I læstum klefum og fengju að hreyfa sig I eina klukkustund á dag. Gestum væri leyft að heimsækja þá einu sinni I mánuði og bréf mættu þeir fá einu sinni I mán- uði. Hann hefur upplýst, að ef fangi á geðveikra- hæli gerðist sekur um óhlýðni væri honum refs- að með óheyrilega stórum lyfjaskömmtum, sem ann- að hvort gerðu þá þung- lynda eða eirðarlausa og sljóa. Hann hefur einnig skýrt frá þvl, að sjálfur hafi hann verið pyntaður með þeim hætti að vera rammlega vafinn inn I vot- an striga. sem dróst svo saman, þegar hann þorn- aði. Refsifæði f fangelsi þvl, sem Vladimir Bukovsky dvelst um þessar mundir, er hann á sérstöku refsifæði, sem saman stendur aðal- lega af saltri slld og dökku brauði, en fregnir af heilsu hans benda til þess að heilsuleysi stafi fyrst og fremst af langvarandi næringarskorti og lélegum aðbúnaði I fanga- vistinni. Hann er sagður veill fyrir hjarta, með augnsjúkdóm, magasár, nýrna- og lyfrasjúkdóm og fær ekki fullnægjandi læknisaðstoð vegna þessara sjúkdóma. Saga Bukovskys er hörmuleg og I raun og veru sllk, að við hér á fslandi skynjum hana vart, svo fjarlæg hugsunarhætti okkar eru sllk vinnubrögð og slfkar aðfarir. En sannleikurinn er sá. að dæmið um Bukovsky er aðeins eitt af mörgum. Sltkum aðferð- um beitir sovézka stjórnin pólitlska andstæðinga slna, þá einstaklinga sem hafa verið mest áberandi I andófshreyf ingunni I Sovétrlkjunum, sem frem- ur hefur vaxið ásmegin hin slðustu ár. Það hlýtur að verða nokkurt umhugs- unarefni ráðamönnum I Kreml að hversu marga af þessum einstaklingum I andófshreyf ingunni, sem þeir setja I tugthús eða á geðveikrahæli, hversu marga sem þeir reyna að kúga og buga, þá virðast alltaf fleiri og fleiri koma I þeirra stað og segir það sögu út af fyrir sig. Smíðum Neon- og plastljósaskilti. Einnig ýmiss konar hluti úr Acríl plasti. Neonþjónustan hf. Smiðjuvegi 7, Sími 43777 Afastrákur Bðkmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson skrif- ar um barna- og unglingabækur Ármann Kr. Einarsson □ Höfundur: Armann Kr. Einarsson, □ Teikningar: Þóra Sigurðar- dóttir. Q Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f. Q] Utgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar. Að mörgu nýr Armann birtist á þessum síðum. Hann hefir löngum þulið ævintýrasagnir um afrek unglinga, teflt góðu móti illu, ausið af þeirri sál- fræðilegu staðreynd, að í heimi bernsku og unglingsára haldast draumur og veruleiki í hendur, og með þrautseigju og elju hefir hann náð mikilli leikni í að gæða draum hins unga um sjálfan sig holdi og blóði, gert hetjur, sem unglingum hefir þótt gaman að kynnast. En hér snýr hann blaðinu við, segir að vísu ævintýri enn, en hér er það ekki ævintýri draumsins heldur lífsins, sem hann glímir við, ævintýrið, er lítil vera heldur móti þroskans ljósi. Bókin er blik af þeirri birtu, er lítill snáði kveikir í brjósti afa sfns, hlýjar myndir og sannar, því að lesandinn heyrir sem undirleik orðanna hjartslátt höfundarins sjálfs. Mér finnast frásagnirnar góðar, stærstar fyrir það, að höfundurinn er hreinlega á hnjánum i lotning fyrir undrinu þvi er hæfileika- gjafir vöggunnar taka að birtast og þroskast í mann. Er hann fylgir snáðanum eftir, þá er hann ekki aðeins að læra að þekkja hann betur, heldur sjálfan sig og alla menn. Já okkur er boðið í smiðju lífsins og í sindri frá höggum mót- unarhamarsins bregður höf- undur upp myndum sínum. Flestar benda þær til þeirrar staðreyndar, að þú átt veröld- ina með öðrum, systrum og bræðrum. Stundum þarf afa- kútur baðkar; stundum blóma- beð; stundum liti, t. þa. læra það, að í veröldinni, sem hann er fæddur til, er hann ekki einn heldur iifa þar dýr og menn, sem tillit þarf að taka til. Til er og það sem drengurinn ræður ekki við, hann mætir hnefum heimsins fær þá i andlit, verður undir, tekur að leita föður, þráir faðm, þráir kærleika, sem hann geti drekkt sorg sinni f. Atvikin úr lífi drengsins, sem höfundur velur, eru fjölbreytt og bráðskemmtileg. Höfundur kann að segja frá, það dylst engum, á stundum nálgast stíll hans Ijóð, það sýnir hrifni hans á afakút, brjóst hans ljóðar af gleði: „Blátært vatnið glitraði f silfurstrengj- um á dökku berginu, og iðu- kastið niðri í gilinu minnti á breiðu hvítra blómknappa" Sem hestunnandi verð ég að benda höfundi á, að sögnin að frýsa merkir allt annað en að kumra. En meðal annarra orða, af hverju valdirðu ekki bókinni nafnið hamingjublómið, þú þarft ekki að leita þess, þú hef- ir það vissulega hjá þér? Að öllu samanlögðu álít ég, að hér sé nýr Ármann á ferð, stiginn frá heimi hillinganna inná akur raunveruleikans, stærri og meiri en áður. Teikningar eru skemmtilegar og mjög vel við hæfi, kannski hefði mynd og texti mátt ná betri takti á stundum (10), en hvað um það, bókin væri fátækari miklu án þeirra. Próförk mjög vel lesin. Prentun og frágangur allur útgefanda til sóma. Hafið þökk fyrir. 10 tegundir af samkvæmisskóm \ Nú voru að koma tíu gerðir af Itölskum samkvæmisskóm fyrir konur. Skórnir eru svartir (úr leðri), gull og silfurlitaðir og eru þeir úr gerfiefnum. Ein skógerðin er fyrir hávaxnar konur. lágir hælar og þunnur sóli. Þessir léttu og fallegu samkvæmisskór kosta 5000 krónur pariö. Skóstærðirnar eru 4—8 og hálf númer þar í milli SKÓBÚÐIN SUÐURVERI GRÁFELDUR HF Stigahlíð 45 sími 83225 Ingólfsstræti 5 simi 26540 Dilkakjöt á gamla verðinu ATH. breyttan opnunartíma föstudaga til kl. 8 laugardaga 10-12 SKEIFUNNI15IISIMI 86566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.